Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 1
mtfybiMto 81. árg-anguE. 190. tbl. — Laugardagur 26. ágúst 1944 Isafoldarprentsmiðja h.í. BORGARASTYRJÖLD í RiJMEIVIÍU Leifar þýska setuliðs- ins í París gefast upp De Gaulle kominn til borgarinnar og lýsir fjórða lýðveldið stofnað London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. . . ÚTVARPIÐ í PARÍS tilkynti í kvöld, að yfirmaður þýska setuliðsins í París, eða rjettara sagt leifa þess, sem ekki komust úr borginni, hefði gefist upp fyrir Leclerc hershöfðingja, og komu þeir saman í Montparnassestöð- inni, til þess að undirrita samningana um uppgjöfina. Þá tilkýnti útvarpið, að De Gaulle hefði komið til Parísar- borgar í kvöld og verið tekið með miklum fögnuði. Uppgjafarskjalið var svo- hljóðandi: „Jeg, yfirmaður þýska liðsins í París skipa liði mínu að hætta vopna- viðskiftum nú þegar. — Þá hermenn, sem ekki hlýðnast þessu ber að skoða sem leyni skyttur og ná ekki venju- leg hermannalög yfir þá, heldur eru þeir rjettdræpir. Verða menn að afhenda vopn sín óskemd". Parísarbúar í götuvirkjum. Nokkrir bardagar urðu í borginni í dag, og tóku Par- ísarbúar nokkurn þátt í þeim. Börðust þeir við götu- vígi í borginni, eins og forð- um á dögum frönsku stjórn- arbyltingarinnar, meðan herfylki Leclercs var að fara inn í borgina. Eftir það urðu aðeins lítilfjörlegar skærur, og nú eru amerískar hersveitir einnig komnar inn í borgina. De Gaulle kemur. Mikill fögnuður varð meðal borgarbúa, er það frjettist að De Gaulle væri kominn til borgarinnar. — — Ávarpaði hann mikinn mannfjölda á torgi úti og sagði: ,,Jeg get aðeins sagt: Lengi lifi París. Fór hann síðan til Hotel de Ville og lýsti þar yfir hátíðléga, að fjórða lýðveldið franska væri stofnsett. Bardagarnir umhverfis París. Fyrir norðan París halda Þjóðverjar undan, sem þeir mega og reyna að komast yfir Signu, en bandamenn veita þeim hraða eftirför. ¦— Framh. á 2. síðu. Uppþot í Róm Róm í gærkvöldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir Chavles Buckley. UM 5000 MANNA MÚGUR reyndi í dag að ryðjast inn í ítalska lögreglustöð hjer í borginni. Hafði safnast sam- an mikill múgur, til þess að fagna frelsun Parísar, og fyllt jst fólkið greniju, er það sá blakta y|ir lögreglustöð einni ítalska fánann með krossi jðavoyættarinnar, konungsætt- arinnar ítölsku. Ruddust nokkrir menn inn, rifu niður fánann og settu rauðan fána með hamri og ^sigð í staðhm. Þegar ungur lögregluþjónn reif niður rauða fánann, reyndi lýðurinn að þrjóta upp hiisið, en tveir lög- reglumenn fengu hindrað það.. Það voru líka þeir, sem hindr uðu það, að lýðurinn dræpi hinn unga lögregluþjón. Að lokum varð að leyfa Jýðnnm að draga upp ítalska fánann, franska fánann og rauða fánann. Fór fil Stalins Konungur segir Þjóð- ver jum stríð ó hendur Höfuðborgin á valdi konungsmanna London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ALLAR FREGNIR benda nú til þess að raunveruleg borgarastyrjöld sje hafin í Rúmeníu, en fregnir eru heldur •óljósar. Útvarpið í Búkarest tilkynnti í kvöld, að öll höf- uðborgin væri á valdi konungsmanna og var einnig í út- varpinu tilkynnt, að stjórn Michaels konungs hefði sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Þjóðverjar segja í dag, að sumar hersveitir Rúmena hafi snúist í lið með Rússum og berjist með þeim, en aðrar eftir sem áður með Þjóðverjum. NÝLEGA, er forseti pólsku útlagasttjórnarinnar í London, Nikolajczyk, kominn aftur þang að, eftir að hafa farið til Moskva og átt þar viðræður við Stalin og Molotov um málefni Póllands- Ekki er sagtt að neinn árangur hafi náðst í för þessari og alltt í óvissu enn um þessi mál. Washington: — Herstjórnar tilkynning frá Kyrrahafssvæð- inu í gær skýrir frá því, að amerískar sprengjuflugvjelar hafi ráðist á Paramushiro á Kurileyjum. Var þar sökt einu flutningaskipi og sprengjur fjellu á birgðaskemmur. Hryllilegt slys í Bretlandi London í gærkvöldi. ÞAÐ HEFIR nú komið í ljós, að 59 menn fórust, er amerísk Liberator-sprengjuflugvjel hrapaði til jarðar í Freckleton við Preston og kom niður á barnaskóla þorpsins. Fórst öll áhöfn flugvjelarinnar og' því nær allir nemendur og kennar ar hins litla þorpsskóla. Churchill ræðir yiS páfa og við ílalíu- stjórn London í gærkvöldi. CHURCHILL forsætisráð- herra fór í gær í heimsókn til Páfa og ræddust þeir við í eina klukkustund, en í dag ræddi Churchill við Bonomini for- sætisráðherra Itala um innan- ríkismál ítalíu. Eftir það fór Churchill á fund Umberto landsstjóra og að lokum sat hann langan fund með allri ít- ölsku stjórninni. — Reuter. Iðnaðarframleiðsla Svía minkar Stokkhólmi: — Framleiðsla sænska iðnaðarins minkaði um tvö stig í maímánuði s.I. Var hún í maí fyrra árs 110 stig, en í maí núna 108. Mest minkaði járn- og stálframleiðslan, sem lækkaði um 5 stig. Vjelafram- leiðsla minkaði einnig nokkuð, eftir að hafa aukist í apríl. Trjávi#ar- og pappírsframleiðsl an stóð í stað. Samið um bráða- birgða sljórn í Frakklandi UNDIRRITAÐUR var í dag samningur af Anthony Eden utanríkisráherra Breta og Mass igli, utanríkismálafulltrúa frönsku þjóðfrelsisnefndarinn- ar um bráðabirgðastjórn í þeim hlutum Frakklands, S£m teknir verða af Þjóðverjum. — Var í þessum samningi tekið fram, hvernig farið skyldi með stjórn almennra mála, fjármála og gagnkvæma aðstoð. — Einnig vernd eigna og hertekin verð- mæti. Samningur þessi mun í að- alatriðum verða til þess að Frakkar og hern bandamanna í landinu veiti hverjir öðrum sem gagnkvæmasta aðstoð í hverju máli. Með stjórn í þeim hjeruðum, þar sem bardagar eru hættir, munu Frakkar sjálf ir fara, en annarsstaðar Eis- enhower hershöfðingi, — Sagtvar svo frá bardög- unum í höfuðborg Rúmen íu, Bukarest, að þeir hefðu verið ákaflega harðir og blóð ugir, en að lokum hefðu Þjóðverjarnir og fylgismenn þeirra verið yfirbugaðir og reknir úr borginni. Einnig er sagt, að flugvöllurinn við borgina hafi verið tekinn og sje nú í höndum konungs- manna. Ekki minnast Þjóð- verjar neitt á Antonescu, er áður rjeði ríkjum í Rúmen- íu. Áköf sókn Rússa. Rússar sækja fram með miklum hraða í Rúmeníu og herma lausafregnir að þeir sjeu þegar komnir að ósum Dónár. Hörfa Þjóðverjar að eigin sögn, hvarvetna til vesturs. Rússar segjast hafa innikróað þýskt lið vestur af Chernauti í Rúmeníu, en sú borg var tekin í fyrradag. Landamærum lokað. Ungverjar hafa tilkynnt að landamærum Ungverja- lands og Rúmeníu haf 1 verið lokað, og ungverska stjórn- in hefir verið endurskipu- lögð að sögn Þjóðverja, vegna hinnn \-overfiegu at- burða í Suðaustur-Evrópu. Er auðsjrð af frjettum Þjóð- verja, s'b þeim finnst ástand ið í Rímeníu heldur óvæn- legt. —------*--^—*.----,---, Dfi-md fyrir spellvirki. London: — Frá Róm berast fregnir um það, að 3 ítalskar stúlkur og 7 piltar hafi verið dregin fyrir herrjett banda- manna fyrir skemdarverk. Er álitið, að alt þetta fólk verði dæmt til dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.