Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 1
CS-efiÖ lit af AlþýÖiafioteliiMaiiau 1920 Mánudaginn 14. júnf 132. töíubl. Ognrlegt námaslys. 175 verkamenn farast. Símað er frá Temesver, að tiámásprenging hafi orðið f Suður- Ungverjalandi og hafi 175 vcrka- menn farist. túientar í 3Ch5fn. Khöfn 13. júní. Þessir landar hafa Iokið prófi í "forspjallavísindum við háskólan hér: Gunnlaugur Briem með ágætis eink. Astþór Matthíasson, Bolli Thor- oddsen og Guðm. E. Jónsson með I. eink. og Ársæll Sigurðsson með II. eink. €rkni sísnskeyti. Khöfn ix. junf. Bolsivíkar færa út kvíarnar. Sítnað er frá Parfs, að bolsi- ¦víkar taki alt af fleiri hafnir við SCaspíahaf. [Helztu hafnirnar eru Astracan, við mynni Volgu og Baku í Kákasus; — þessum höfn- um hafa bolsivlkar haft umráð yfir alllengi —; aðrar hafnir, sem nokkuð kveður að, eru: Petrovsk og Derbend, báðar í Kákasus og i járnbrautarsambandi við Baku og Rússland; Lenkaran í Kákasus' og Michailov og Krasnovodsk í Turkestan. Hér er líklega aðallega átt við hamimar f Kákasus]. , Albanar í vígakng. Símað er frá Róm, að Albanar hafi umkriugt Valoaa. Fundur þjóðveldismanna. Síraað er frá Chicago, að þjóð- Veldismenn í Bandarfkjunum haldi ^und með sér um þessar mundir. Erú þeir ósammála um það, hvort samþykkja eigi Þjóðabandalagið eða ekki. Sagnáhlaup Pólverja. Símað frá Warschau, að gagn- áhlaup Pólverja takist þeim í hag. Ebert vill ekki verða í forsetakjöri. Símað er frá Berlín, að Ebert (forseti Þýzkalands) vilji ekki gefa kost á sér aftur við forsetakosn- ingar. Dr. Solf sendiherra Pjóðverja í Japan. Frá Berlín er símað, að hinn nýi sendiherra Þjóðverja í Japan, dr. Solf (fyrv. utanríkisráðherra) sé lagdur af stað þangað. Hann kvað hafa sérstaka skipun um að stofna til vináttu með Japönum og Þjóðverjum. Khöfn 13. júní. Nýtt, ráðnneyti í ítalíu. Sírnað er frá Berlín, að Gioletti muni mynda ráðuneyti f ítalíu. Frá Pýzkalandi. Símað er frá Berlín, að Her- mann Miiller- (meirihlutajafnaðar- maður) hafi hætt við það að mynda ráðuneyti, vegna þess, að óháðir jafnaðarmenn vildu ekki styðja hann. Umsetursástandinu í Ruhr og Schlesíu aflýst. Slesvíkurmáiín. Símað er frá París, að undir- skriftarfrestur Slésvíkursamning- anna sé framlengdur, vegna ráðu- neytisdeilunnar í Þýzkalandi. Finnland viðurkennir sjálístæði Eistlands. — Stjórnarskifti. Sfmað er frá Reval, að Finn- lánd hafi viðurkent Eistland. Pien-stjórnin í Eistlandi hefir sagt af sér vegna stjórnarskrár- breytinga og fasteignaskattsins. Umbrotin í Pólverjnm. Símskeyti frá Warschau hermir að ákafar orustur séu í Ukraine. Frá Riga er símað, að Hvítu- Rússar og Eólverjar berjist vegna pólskrar innrásar. (í skeyti nýJega var sagt, að HvítuRússar ætluðu að veita Pólverjum liðstyrk í árás- inni á bolsivika, en svoer nú að sjá, sem Pólverjar hafi enn seni fyrri orðið helduf fljótir á sér ©g »vinirnirc svo lent í hár saman.) Stjórnar|ar I ganðaríkjunum. Sunnudagsmorguninn 21. des. 1919 lagði flutningaskipið Buýord úr New York höfn, með innsigl- uðum fyrifskipunum (sealed orders) til hafnar í Rússlandi. Innanborðs voru 249 útlending- ar, flest Rússar er Bandarfkja stjórn hafði „gefið vegabréf" yfir hafið. Meðal þeirra var Emma Goldman og aðrir rússneskir bylíingamenn, sem átt höfðu friðland í Ameríku fyrir ofsóknum gömlu stjórnarinn- ar í Rússlandi. Flest voru þó óþektir friðsamir borgarar, er sendisveinar dómsmálaráðuneytis- ins höfðu þefað uppi, fært fyrir rétt og verið dæmdir landrækir fyrir grun um Iandráð. Sama sunnudag leyfði einn af merkustu kennimönnum Bandaríkj- anna dr. P. S. Grant, sér að minna á að Buford hefði siglt úr New- York höfn sama mánaðardag og Mayflozver kom til Ameríku fyrir 299 árum síðan. Ræðu sína hélt hann í „Episcopal Church of the Ascension" f Fifth Avenue í New- York. Samanburður kennimannsins leiddi til þess að hann sætti ávft- ura hjá biskupi sínum og var stefnt til Washington til að mæta fyrir dómnefnd er neðri deild þingsias skipaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.