Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 3
Jens B. Waage leikur vanda- samasta hlutverkið, séra Manders, en leikur það yfirleitt ágætlega og sumstaðar af hinni mestu snild. gerfið er þó fu!l góðmannlegt og umburðarlyndisleysið keniur eigi alstaðar eins fram og virðist vera hugsun höfundarins. Einnig sýnir viðtal hans við frú Alving, um vátryggingu hælisins, varla nógu vel eigingirni hans, hræsni og hræðslu við slmenningsálitið. Þó er mynd sú, er Waage dregur af prestinum, öllu geðfeldari og jafn- vel eðlilegri en mynd skáldsins. Sama er að segja um Friðfinn Guðjónsson, er leikur Engstrand smið. Mynd hans af Engstrand er öllu geðfeldari en rnynd skálds- ins, en smiðuri :n er í hans hönd- um full'komiskut*, en vantar nokkuð af lymskunni og kald- hranaskapnum, er skáldið fær honum. Gígí Guðlaugsdóttir leikur Re- gínu. Regína er óvandaðasta hlut- verkið frá höfundarins hendi. Um hana fær maður eigi svo mikið að vita í tveim fyrstu þáttuuum, að manni geti fundist frarnkoma hennar í síðasta þætti fyílilega eðlileg. En ungfrú Gígí ieikur hlutverkið rétt og ágætlega í síð- asta þætti. En meðferðin á leilccum, sem heild, er snild, þótt mér virðist, eins og eg áður hefi getið, sumir leikendurnir hafa vikið hlutverkun- um örlítið við, þá er það að minsta kosti heildarleiknum' til einskis skaða. Leikendunutn verður það vart fullþakkað, að hafa varið tíma og kröftum til að sýna oss Reykvík- ingum, sem ekki tímum að Ieggja slíkum ágætisleikurum, er vér eig- um hér, til leikhús, slíka meðferð á slíkurn leik. Tjöld og annar útbúnaður er hinn bezti. Farið og sjáið Afturgöngumar, því eigi er víst hvenær yður gefst tækifæri á að sjá jafn góðan leik jafn vel leikinn. Leikvinur. Lasdmælingamennirnir. Khöfn 13. júní. Landmælingamennirnir dönsku leggja af stað á Gullfossi i dag (sunnudag). Foringi fararinnar er kapteinn Styrmer úr herráðinu. ALÞYÐUBLAÐIÐ öm dagiDn og vegii. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefiti saman í hjónaband af sr. ÓI. Ó1 fríkirkjupresti Ágústa Pálsdóttir og Símon Þórðarson stud jur. frá Hól. Enn fretnur voru gefin saman af Jóh. Þ dómkirkju- presti Sigríður Stephensen lands- höfðingja og Þórhailur Árnason prests i Grenivík. 550 hörn voru í skemtiför barnastúknanna í gær. Var ánægju- legt að líta yfir hópinn, er hann lagði af stað frá Templarahúsinu, veifandi fjölda þjóðarfána, auk stúkufánanna, með lúðraflokkinn „Gígju" í fararbroddi. Börnin skemtu sér hið bezta í ferðinni. Um 19 stiga hiti var hér í forsæiu í gær, þegar héitast var. Óvenjuhiti hér í bæ á þessum tíma árs. Leo fer frá Akureyri í dag beina leið hingað. Prófræðnr sínar halda þeir á morgun kl. 5 Iwgimar Jónsson stud. theol, og Gunnar Benediktsson stud. theoi, Síldveiðisldpin. Haraldur kom inn f gær með 80 tn. og Skjald- breið með 40 tn, Ethel kom af fiskiveiðum í gær með ágætan afla. 70 föt lifrar. Sterling fór f morgun kl. 10, eins og til stóð. Fjöldi farþega fór á skipinu, þar á meðal nokk- uð af verkamönnum til síldar- stöðvanna nyrðra og nokkrir skóia- piltar. Togararnir fiska enn þá flest- allir í salt, þessa ferð. En að því loknu munu þeir byrja að sigia með aflann til Englands, til þess að afla sér kola, og önnur orsök mun vera sú, að afli fer fremur minkandi. Borg fer að forfailalausu í kvöld norður um land. 3 Til sölu. með tækifærisverði því sem uæst ný vönduð Jacket- föt á meðalmann E'nnig notuð jakkaföt. — Til sýnis á afgr. Alþbl. cfíýfíomnar Að mörgum öðrum plötum ótöldum fást neðantaldar söngva- piötur, sem sungnar eru af heims- kunnum listasöngvurum: Geraldine Farrar, Frieda Hempel, Luisa Tetrazziui, Nellie Melba, Liliian Nord'cs,, Etnmy Destinn. John Forsell, Ippo Lszaro, John Mc. Cormack, Enrico Caruso, Florencio Constantino, José Mardones. Hljóðfærahús Reykjavikur, Laugaveg 18 B. Fyrsta flokks dilkakjöt seljum við á kr. 1.30 pr. 72 kgr. Verzl. B. Jónssonar & G. Guðjónssonar. Grettlsg. 28. Sími 1007. írska deilan er nú aðalumtalsefni alls heimsins. Pér kynnist bezt tilefni hennar með því að eignast bókina »írland, sögul. lýsing«, eltir dr. G. Ch. Hill. Kostar að eins kr. 3,25. — Bíðið ekki eftir því að hún þrjóti eða : : hækki í verði. : : Bókaverzl. Ársæls Árnasonar. Alþýdublaðið er ódýrasta, fjölbreyttasta og hezta dagblað íandsins. Hanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.