Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 2
2 Æ£gg-i*eií>@l5& blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Iugólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í falaðið. Árangurinn varð sá, að kirkjan og kennimaðurinn voru sett undir eftirlit framvegis. # Þegar löggjafarþing New-York ríkis kom saman í fyrsta sinn eft- ir nýjárið, var samþykt með 144 atkv. : 6 tillaga, sem forsetinn Mr. Sweet bar fram, um það að reka úr þinginu 5 jafnaðarmanna þing- menn. Mál þeirra var eigi rann- sakað af dómstólunum, heldur af dómnefnd er þingið sjálft hafði skipað. Nefnd þessi dæmdi með 7 atkv. gegn 6 að ákvörðun þings- ins væri gild. Ýmsir höfðu látið brottrekstur ritlendinganna, fiestra alsaklausra, afskiftalausan, og jafnvel álitið sjálfsagt. En þeir allra fáfróðustu sáu að eitthvað hlyti að vera bog- ið við það að svifta að ástæðu- lausu 5 kjördæmi atkvæði þeirra í þinginu, og þetta var beint brot á stjórnarskránni. Þetta eru aðeins tvö dæmi um ástandið; ótai mætti telja, en varla trúa menningarþjóðir Evrópu slík- um sögum nema þeim sé kunn- ugt um að í Ameríku er minna af athafna-, mál- og skoðanaírelsi, en í nokkru siðuðu landi Evrópu. Fyrir þrem árum fóru Banda- ríkjamenn í heimsstyrjöldina. Ibú- ar landsins vildu ekki stríð. Þeir munu nú nálega 100 milj. að tölu Og mikið af þeim eru Evrópu- menn, sem ennþá eru ekki orðnir „Amerikanar", og margir þeirra flúið undan herskyldu til Ameríku. Þegar svo stríðið kom varð að sannfæra þjóðina um að stríð væri nauðsynlegt, og þá var hafinn geysimikill ritsmíða iðnaður, er var dreift út, blöðin látin sann- færa fólkið um nauðsyn á stríði og kenna því að hata Þjóðverja. Og ekki nóg með það. Borgaran- um var lögð sú skylda á herðar að njósna um hugarfar nágranna síns. Honum hjálpuðu svo „ríkis- ALÞYÐUBLAÐIÐ varnarráðin" og dómstólarnir stóðu á bak við þau, og bak við þá hin ægilegu njósnaralög (Espion- age Act). Þegar svo herliðið var sent á vígvöllinn til Frakklands var vak- in geysileg þjóðernistilfinning og rembingur hjá þjóðinni. En svo var stríðinu lokið áður en nokk- urn varði. Allri æsingunni og grimdaræð- inu, er þjóðin hafði verið æst f, gegn Þjóðverjum, scéru svo auð- valdssinnar gegn jafnaðarmönnum. Sérstaklega var hatrinu beitt gegn I. W. W. (Industrial Workers of the World), sem um langan aldur hafði fengið eignamönnunum ótta. Þegar á stríðstímunum var njósn- arlögunum beitt gegn þeim. (Framh.) Leikhúsið. Afturgöngur. Leikrit í 3 þáttum eftir Henrik Ibsen. Það væri að reisa sér hurðarás um öxl, ef „minni spámennirnir" ætluðu að fara að dæma verk meistarans Ibsens. Og þeim, sem enga spádómsgáfu hafa, yrði það því þyngra viðfangsefni. Það eitt nægir eigi, að syngja lof og dýrð. Dómur skal því eigi lagður á leikritið sjálft, en efai þess í stutt- um dráttum rakið og meðferð leik- aranna á því. Leikritið gerist á landeign frú Alving, ekkju kammerherra Al- vings, er þá er látinn fyrir 10 ár- um. Persónurnar í leikritinu eru frú Alving, er hafði lifað í ógæfu- sömu hjónabandi við bónda sinn, er var hinn mesti svallari og hafði eyðilagt líf hennar. Sonur hennar, Osvald, er hún hafði sent burt á unga aldri, til að hann fengi |kk> að kynnast heimilislffinu og lágði síðan stund á málaralist og dvaldi lengstum í París, en er nú kominn heim aftur, aðframkominn af ólæknandi sjúk- dómi, er hann hafði fengið að erfðum frá föður sínum, er hafði lifað fjörugu llfi á lautinantsárum sínum og jafnvel síðar, því Regína, er talin er dóttir Engstrand smiðs, var dóttir Alvings og herbergs- þernu frúarinnar, er síðar ginti Engstrand til að giftast sér. Regína er svo að segja alin upp hjá frú Alving, og vill eigi hverfa heim til föður sfns, er vill fá hana til sín. Frú Alving hefir með öllu leynt hinni slæmu sambúð þeirra hjóna og líferni Alvings og ráðstafað öllu þannig, með dugnaði sín- um og fyrirhyggju, að Alvings er minnst sem hins mesta og bezta velgerðamanns sveitar sinnar. Og til þess að byggja fyrir, að nokk- urn tíma vitnist hið sanna um hjónalíf þeirra, ákveður hún að reisa barnahæli, er skuli vera Al- ving minnismerki. / Fimta persónan er séra Manders, holdi klædd hræsnin og meðtilfinn- ingaleysið með mönnunum. Séra Manders er orðinn yfir- drepskapurinn eðlilegur. Honum er eðlilegt að hneykslast á og vandlæta yfir öllu því, er fer & bága við viðteknar siðakenningar, lagasetningar og almenúingsálitið, sem hann sem klerkur verður auð- vitað ætíð zð taka tillit til, þvá keppinauturinn er auðvitað ætíð reiðubúinn. Osvald er hrifinn af líkamsfeg- urð Regínu, og Regína er hrifin af „fína herranum", en þó mest af því, að fá að fara til Parísar, eins og hann hefir lofað henni. Barnahælið brennur, óvátrygt fyrir verknað prestsins, er var hræddur um að almenningsálitið- myndi hneykslast á því, ef hann léti eigi nægja að vátryggja það> hjá Guði. Osvald versnar sjúk- dómurinn við brunann, og þegar svo Regína fær að vita, að sjúk- lingurinn Osváld er bróðir hennar, vill hún ekkert _við hann eða frú. Alving hafa saman að sælda og fer í styttingi. En Osvald etur morfin svo að hann bíður bana af, að móður sinni áhoríandi, og tjaldið fellur. Guðrún Indriðadóttir leikur frú Alving af hinum mesta skilningi. Frú Alving er snildarverk frá höf- undarins hendi, langbezt gerða persónan í leiknum. Leikur frú Guðrúnar finst mér endurspegla hugsun skáldsins, sérstaklega í síðasta þætti. Ragnar Kvaran leikur Osvald einnig af hinum bezta skilningi, nema hvað hann leikur ef til vill full sterkt í öðrum þætti. í lok þriðja þáttar er leikur hans og frú Guðrúnar hreinasta snild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.