Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kutter „Ester1* fer til Siglufjarðar miðvikudaginn 16. maí. Tekur ílutning og farþega. Kemur við á Vestfjörðum, ef nægur flutningur fæst. — Nánari uppl. á skrifstofu lr*. J. Thorsteiiihsoii, Hafnarstræti 15. iL.Í. Eimskipafélag Islands. cfieiRningur Jálagsim, Jyrir árié 1919, liggur frammi á sfírjsíofu þass, íií sýnis Jyrir RíuíRafa, frá því i óag. Reykjavík, 12. júnf 1920. H. f. Bimskipafélag- Islands. Isti kontinpr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). .Hvernig ætlið þér að fara að því?“ „Eg veit það ekki. En eg ætti að reyna það. Ef eg væri að flækjast niður við lestina, gæti eg kannske veitt eitthvað upp úr einhverjum svefnvagnsþjóninum". „Viðtal við svefnvagnsþjón Kola konungsl" ískraði íHalli. „Hvernig farið er að búa um rúm miljóna- mæringsl" „Hvernig það er, ».ð selja banka- eiganda dóttur döðlur", sagði hinn í móti. Alt í einu varð Hallur alvar- legur. „Heyrið þér, Keating", sagði hann, „hví ekki láta mig tala við Harringan unga". „Yður?" „Já, eg er einmitt sá rétti — einn af námuþrælum hans! Eg hjálpa til þess, að afla honum fjár, er ekki svo? Það stendur þvi næst mér, að segja honum frá Norðurdalnum." Fréttaritarinn horfði alt í einu með ákafa á hann. Hallur hélt áfram: „Eg hefi heimsókt málfærzlumann ríkisins, friðardómarann, borgarstjórann og lögreglustjórann. Ætti eg nú ekki að heimsækja eigandann?" Jú, svei mér þál Eg held nærri því, að þér séuð tilvalinn til þess", mælti Billy. „Það held eg lfka", svaraði Hallur. Hinn stökk á fætur, frá sér numinn. „Við hættum á það." „Já, eg er tilbúinn", sagði Hall- ur rólega. „Er yður alvara?" „Auðvitaðl" „Og svona klæddir?" „Já, eins og einn af verkamönn- um hans." „Það dugar ekki", hrópaði frétta- ritarinn. „Það er ógerningur að nálgast hann, ef þér eruð ekki vel klæddir." „Eruð þér svo vissir um það. Eg gæti sem bezt verið járnbraut- arverkamaður í þessum fötum. Gerum ráð fyrir, að eitthvað væri bilað í vögnunum — vatnsleiðsl- an t. d.?" „Já, en þér gætuð ekki gabbað vagnstjórann eða svefnvagnsþjón- inn". „Hver veit. Við skulum reyna!" Þögn. Hinn hugsaði sig um. „Mergurinn málsins er sá“, sagði hann, „að eiginlega er sama, hvort hann hepnast eða ekki — þetta er ágæt frétt, ef þér bara gerið tilraunina. Sonur Kola konungs ávarpaður af einum þræla hans! Steinhjarta höfðingjanna lokað fyrir örvæntingarópum verkamannastétt- arinnar!“ „Haldið þér, að hann sé nú kominn aftur til vagnanna?" „Þau voru á leið þangað, þeg- ar eg hitti þau". „Hvar er lestin?" „Tveim eða þrem hundruð metrum fyrir austan stöðina". Mac Kellar og Edström höfðu hlustað á þessar samræður með athygli. „Það hlýtur að vera rétt á bak við húsið mitt", sagði Kellar. „Það er stutt lest — fjórir skrautvagnar og einn farangurs- vagn", bætti Keating við. „Það er auðvelt að þekkja þá“. í góðu standi til sölu. Uppl. hjá Nikulási Stein- grímss'yni, Kárastíg 11. Verziunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduít (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Willemoes-kraft og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (f glös- um), Teiknibólur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Gerið svo vel og lítið inn í búðina eða liringið í síma 503. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friöriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.