Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLABIÐ Miðvikudagur 20. sept. Gjaldskrá Hitaveitunnar ÚT'AF GREIN Sig. Þórðar- sonar bankamanns, um hina nýju gjaldskrá Rafmagnsveit- unnar, sem birtist í Mbl. s. 1. sunnudag, fór blaðið þess á leit við Steingrím Jónsson raf- magnsstjóra, að hann skýrði mál þetta nánar fyrir greinar- höf. og almenningi. Varð Stein grímur góðfúslega við þessum tilmælum og birtast hjer at- hugasemdir hans og skýringar: í Morgunblaðinu þ. 17. sept. er grein eftir Sigurð Þórðarson bankamann, er hann nefnir Gjaldskrá Rafveitunnar hin nýja, þar sem hann leitast við að sýna fram á að hækkun- artillögumar sjeu í raun og veru miklu hærri en gefið sje í skyn. Segir hann að blöðin hafi talað um 50% hækkun, en hún sje í raun og veru 100%, 255 og 227%, en þessu til sam- anburðar sje dýrtíðin aðeins 166%. Þessi 50% munu eiga við hækkun frá núverandi verði en hærri tölurnar við hækkun frá árinu 1939, og er það því ekki sambærilegt í sjálfu sjer. Skýringar við breytingartil- lögur gjaldskrárinnar, sem greinarhöf. telur sig hafa lesið, gefa ekki tilefni til þeirra reikninga, sem höf. viðhefur í samanburðarreikningum sín- um, öðruvísi en rjettu máli sje hallað. Það er heimilistaxtinn, sem höf. leggur til grundvallar reikningum sínum og getur þess rjettilega, að notkunar- gjaldinu sje ætlað að hækka úr 8 aurum, sem það var 1939, upp í 16 aura, eða um 100% frá því fyrir stríð, en síðan kemur skökk röksemdafærsla, sem sýnilega stafar af því, að höf. telur fulla rafhitun um heim- ilistaxtann, sem er notendum hagkvæm nú, sambærilega við notkun um þenna heimilistaxta fyrir stríð. En það er það alls ekki. Það verðlag, sem máli skiftir, til samanburðar við raf hitunina er kolaverðið og það er óvjefengjanlegt, að það hef- ir hækkað úr 50 kr. í 200 kr. tonnið, en ekki um 166%. Við þetta hefir aðstaðan breyst þannig, að síðara stigið, sem var í heimilistaxtanum fyrir stríð 4.5 aur. á kwst. og þá of Athugasemdir og skýr- ingar rafmagnsstjóra hátt til hitunar nema í viðlög- um og einkum hlýrri mánuði ársins, er nú orðið of ódýrt til þess sem ætlað var. Þess vegna var gerð bráðabirgða hækkun á þessum lið á s. 1. hausti út úr neyð upp í 12,84 aura á kwst. í þessum nýju gjaldskrár- tillögum er þessu breytt þann- ig, að síðara stigið á heimilis- taxtanum er afnumið, en í þess stað er sett, og það lætur grein- arhöf. undan falla að skýra frá, sjerstakur liður, þannig að notandi getur annað hvort feng ið sjermæli fyrir hitunina eða, ef því verður ekki við komið að hafa hitunina á heimilistaxt anum á 9 aura kwst. og miðað við 4,5 eyrir áður, verður hjer einnig um 100% hækkun að ræða- Á sama hátt og í fyrri gjald- skrá er hægt ap fá hitun ó- dýrara verði með auknum tíma takmörkunum á notkuninni, á 5 au. kwst., ef rofið er 10 klst. á sólarhring og 3,5 eyrir ef rof- ið er 15 klst. á daginn (næt- urrafmagn). Þessir 5 aurar eru settir í gjaldskrártillögurnar til að vera sambærilegir við verð- ið 2,75, er höf. nefnir og ber því að reikna hækkunina út frá því. í öllum hitunarliðun- um eru nokkru meiri tímatak- markanir en áður voru, en skil yrðin að öðru leyti hin sömu. Þeir notendur, sem hafa heim ilistaxta þenna, og nota ekki rafhitun, komast yfírleitt ekki yfir þær meðaltölur, sem áður var talið í gjaldskránni að nægja myndi fyrir annari heim ilisnotkun en rafhitun og engir langt yfir. Sú aukna hækkun, er þeir verða fyrir við það að síðara stigið er afnumið 1 þess- um taxta, er hjá flestum alls engin, og alger undantekning, ef hún nemur nokkru ,veru- lega. í gjaldskránni var fyrra stig- ið talið 1500 kwst. á ári í 3. herbergja íbúð, er það talin meðalnotkun til Ijósa, suðu og heimilisvjela. Notandi sem enga hitun notar, og hefir þessa ársnotkun eða minni, hefir því enga aðra hækkun samkv. nýju gjaldskrártillögunum en þessi áður nefnd 100% á notkunar- gjöldin og auk þess 82% á herbergjagjöldin, svo heildar- hækkunin verður nokkru minni en 100%. En notandi í 3. herb. íbúð, sem hefir meiri notkun en 1500 kwst. hefir hækkun samkv. neðanskráðu miðað við notkunargjald 8 og 4,5 eyrir fyrir stríð, en kr. 13,20 her- bergjagjald á móti 16 aura notkunargjaldi og 24 kr. her- bergjagjaldi nú: Ársnotkun kwst. 1500 1750 2000 Hækkun frá því fyrir stríð 96% 105% 116% Lengra er óþarfi að fara, þegar um hitun er ekki með. Hinir notendurnir er hafa hitun á heimilistaxtanum geta sem sagt fengið hitunina að- greinda á sjermæli eða, með svipuðum skilyrðum og áður giltu, sett hitunina á heimilis- taxtann. Grunnverðið 9 aurar á kwst. er hlutfallslega lægra miðað við kolin en sanfbærilega verðið var fyrir stríð og er það sýnt í skýringum við gjaldskrártil- lögurnar og hefði höf mátt geta þess einnig. En þar sem rafmagn til al- mennrar hitunar er ekki til nægjanlegt ög getur ekki orðið fyrr en eftir verulega aukn- ingu á vjelum frá því sem nú er, þá má fyllilega efast um, hvort gjaldskrárhækkunin, sem nú er til umræðu, gangi nægi- lega langt miðað við verðlagið í landinu. I greinargerðinni fyrir gjald- skránni er talað um að tillög- urnar megi yfirleitt skoða sem tvöföldun á verði frá því fyrir stríð á móti fjórföldun á öðru verðlagi. Steingrímur Jónsson. Vesturvígstöðvarnar 6'ramh..af I. siðu. Fallhlífahermennirnir undirbjuggu sóknina. Hersveitir Breta, sem sóttu fram norður eftir Hollandi, hittu hvarvetna fyrir falíhlífa- hersveitir bandamanna, sem höfðu undirbúið sóknina og gert hana framkvæmanlega með því að ná á sitt vald brúm og vegum. 35 km. frá Köln. Amerísku hersveitirnar hafa enn farið inn í Þýskaland á nýjum stað. í þetta sinn frá Maastricht til Sittard. Á öðr- um stöðum eru Bandaríkja- menn að stækka yfirráðasvæði sín umhverfis Siegfriedlínuna fyrir sunnan Aachen, en Banda ríkjamenn sækja á á nærri 160 km. svæði, alla leið frá Aachen til Trier. Framsveitir Banda- ríkjamanna, sem fóru fram hjá Aachen, sem nú er umkringd, hafa sótt fram og eru nú aðeins um 35 km. frá Köln. Með sókn bandamanna að norðan er ekki annað að sjá, en að þeir sjeu að koma tangarsókn á Ruhr- hjeraðið. Þjóðverjar hafa gert tilraun- ir til gagnáhlaupa, en hefir ekki enn tekist að stemma stigu við framsókn bandamanna. Fyrir norðvestan Prum hafa Bandaríkjamenn tekið Hont- heim. Þar fyrir sunnan hafa aðrar hersveitir bandamanna farið yfir þýsku landamærin og tekið bæinn Huttingent. Á Belfortvígstöðvunum hefir veður verið slæmt, rigning mikil og vegir forað. Þar hefir Þjóðverjum tekist að verjast nokkuð, en hersveitir Pattons eru smámsaman að loka und- ankomuleiðum Þjóðverja á þessum slóðum. Kauphcllin er miSstöð verðbi'jefa- viðskiftannaL Sími 1710. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiHiiimiimimuiiuiiiiimiimiiii s Norðmaður óskar eftir | Herbergi j 5 sem næst höfninni. 3 j§ Upplýsingar í síma 3917. §j 5 j§ iiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiimi f'*AIRTI€HT CAN> GUARANTEES PERFECT 8AKING RESULTS* Bggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettannálaflutningsmeim, Allskonar löafrœðistörf miiiHmiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiummmniiiuummuuiur 1 = I Nýkomið | frá AmerílAi E =3 IBoxhanskar| Boxboltar Boxhlífar I Sport- 1 |magasínið[ 1 Sænsk-ísl. frystihúsið. j§ miiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiitiiniiií? Húsnæði fyrir kvenfólk Stofa er til leigu'í nýju húsi í Austurbænum fyrir ein- hleypt kvenfólk. Aðeins reglusamar koma til greina. Tals- verð fyrirfram greiðsla. Sendið nöfn og heimilsfang á afgreiðslu blaðsins merkt: „Frítt ljós 20“, fyrir fimtudagskvöld n. k. « ► < ► X-9 Eflir ðobert Siorm YOU’LL MAVE TO SHOOT THROUOH BLUE'JAW TO <3ET AiE l J DRQP YDUR GUNSf mem OR X'LL ' smon m ' womder OTWER £UV ^ OKAV, 5WUTTER-BU6 GET IT DOWN ON CELLULOID! GOTCWA HÚUS£S ARE SCARCE IN TME AREA VOU'VE DESISNATED SII?... HEY, TÚERE'5 ONE, NOWl 5££ IT? AT N!NE O'CLOCK! CoprT 1941, King Fcatures Syndicate, Inc., World rights rescrved. |1—2) Flugmaður í sprengjuflugvjelinni: — Það Taktu af því mynd. Ljósmyndarinn: g náði erú fá hús á svæðinú, sem þjer hafið gert uppdrátt myndinni. aðy herra. Nei, þarna er eitt. Sjáið þjer það? Það er 3—4) Á Meðan: Puggy: — Sleptu byssummi á stjóinborða! Annar flugmaður: — Jæja lasm. þínum, Hogan. Annars. skýt jeg. X-9: — Þú verður J’f sþjtfp „_gnum +jlákjam:.-ý. til þess að hitta mig. (Hugsar): — Mjcr þæit. gaman að vita, hvar h’nn fuglinn skyldi halda sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.