Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. sept. Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 14. og sýndi það svo glögt, að galdrameistarinn, sem var nokkuð slunginn náungi, greip tækifærið til þess að fara fram á allmikla fjárfúlgu til þess að kaupa einhverja töfravjel, sem hann sagði að sig hefði lengi langað í. Þeg- ar konungur hafði lofað galdrameistaranum þessu skrif- lega, greip hann í hönd honum og dró hann með sjer inn í sitt eigið einkaherbergi, þar sem enginn mátti fara inn, nema í för með konungi. Og þar sagði konungur töfra- manni sínum upp alla söguna. „Og nú verður þú að finna einhver ráð til þess að við getum haft þenna árans basilisk hjer og þóknast þannig þrjótnum í Granada, og komist þó hjá öllum þeim óþæg- indum, sem af þessum erkifugli hafa verið. Nú, jeg var í tvo tíma að brjóta heilann um það» hvað jeg ætti að gera við myndastyttur af fjórum litlum strákum, sem voru að klifra yfir girðingu“. „Yðar hátign“, sagði galdramaðurinn og bjóst til að fara. „Jeg athuga á morgun hvað jeg get gert í þessu máli“. „Góða nótt“, sagði konungurinn og bætti við: „Og jeg vildi helst að þú y r ð i r hjer á morgun, — þú skilur hváð jeg meina“. „Auðvitað“. „Ja, jeg meina að þjer finst ekki þú vera að hverfa aft- ur, eða neitt svoleiðis. Kanske þú hefðir betra af að fá eitthvert meðal, — kínin eða slíkt.“ „Nei, mjer líður prýðilega“. „Agætt, og gættu nú sjálfs þín fyrir þessum basilisk, því ekkert veit jeg hvar jeg ætti að setja þig, ef þú yrðir að steini. Það er orðið fult í hverjum krók og kima, — ja, nema jeg setji þig hjerna fyrir neðan aðalstigann og þú gætir þá haldið á blysi ...“. Galdrameistaranum fanst nú þetta tal fara að verða hálf óhugnanlegt. „Basiliskar eru barnaleikur fyrir mig“, sagði hann kuldalega og fór. Konungurinn svaf betur þá nóttina en hann hafði gert dögum saman. Morguninn eftir kom galdrameistarinn að máli við kon- unginn og ráðherrann. „Jeg ætla að heimsækja þenna basilisk í dag”, sagði hann hátíðlegur í bragði. „Jeg er að búa til svolítinn hlut. sem mun gera sitt gagn í þessu máli”. „Ágætt, ágætt“, sagði konungurinn og neri saman Peggy skellti upp úr. „Nei, það er áreiðanlega ekki kólera“. Hún beygði sig niður og hvísl- aði einhverju í eyra hennar. „Já“, svaraði Miranda, og taldi dagana í huganum. „En hvað kemur það —?“ Hún þagn aði og starði undrandi á Peggy. Hún hafði ekki aðra líf fræðilega þekkingu en þá, sem hún hafði fengið í umgengni sinni við húsdýrin, en alt í einu mundi hún eftir veikind- um Abigail mánuðina áður en Charity fæddist. „Jæja, frú?“ sagði Peggy og kýmdi. Vesalings fallega frúin var saklaus eins og unglamb! „Jeg get ekki trúað því“, tautaði Miranda, eins og við sjálfa sig. „Svona er lífið, frú“, sagði Peggy fjörlega. „Fyrst er það rúmið og síðan vaggan, eins og blessunin hún móðir mín var vön að segja. En nú ætla jeg að fara, svo að þjer getið hvílt yð ur“. „Nei, farðu ekki“. Miranda rjetti út höndina. „Jeg vil ekki vera ein. Vertu hjá mjer dá- litla stund, og spjallaðu við mig“. Stúlkan leit á fölt andlitið á koddanum. Eftir því, sem Peggy vissi best, var ekkert að Miröndu annað en hún var dálítið undar leg í maganum. En þó var þján inga-svipur á fölu andliti henn ar. Nei, þótt undarlegt kynni að virðast, voru þeir ríku ekki altaf hamingjusamir. Hún settist niður við hlið ’ina á rúminu. „Um hvað á jeg að tala við yður?“ spurði hún blíðlega. „Segðu mjer frá heimili þínu á írlandi — ef þú getur talað um það sársaukalaust". Miranda kærði sig lítið um, hvað stúlkan sagði. Hún vildi aðeins hafa einhvern hjá sjer. Peggy byrjaði að tala, g brátt gleymdi hún sjálfri sjer og"Miröndu. Hún talaði um heimili sitt. — Hún var ættuð frá einum af fegurstu stöðum írlands, bökkum Lough Leane, Killarney. Foreldrar hennar höfðu ætíð verið fátæk, en þau höfðu unað glöð við sitt.. Það var sama hve mjólkin var þunn eða jarðeplin fá, altaf gat hin fallega, rauðhærða móðir þeirra fengið þau til þess að gleyma hungrinu með glað- værð sinni og góðu skapi. En svo dó litla kýrin þeirra og þau höfðu enga mjólk. Og brátt höfðu þau ekki jarðepli held- ur. Dag einn lagðist móðir þeirra í rúmið, með mánaðar- gamla dóttur sína í örmum sjer. Hún komst aldrei á fætur aftur. Þau hefðu öll orðið hungurmorða — því nágrann- arir voru ekki betur settir en þau — ef sóknarpresturinn hefði ekki hjálpað þeim. Hann sendi föður Peggy til Belfast, þar sem enn var vinnu að fá, og þrem systkinum hennar kom hann fyrir á góðgerðastofn un. Og síðan hjálpaði hann Peggy, ásamt öðru ungu fólki þaðan úr sveitinni, til þess að komast til Ameríku. En Peggy dvaldi ekki lengi við ógnir ög skelfingu, hungur og dauða. Hún lýsti náttúru- fegurðinni í Killarney, vötnun um þrem, sem glitruðu eins og gimsteinar í tunglskininu á kvöldin. Og hún sagði frá rós- unum, sem uxu viltar í röku, heitu andrúmsloftinu, heima í sveitinni hennar. Þegar hún tók eftir því að Miránda hlustaði á hana með vaxandi ákafa, óx henni ás- megin. Hún gerði krossmark og lækkaði róminn og tók að segja henni frá turninum og kirkjunni við Aghadoe. „Eng- inn dauðlegur maður hefir dval ið þar, síðan svarti O’Donohues d. En sagt er, að litla fólkið dansi í turninum á tunglskins- nóttum“. „Litla fólkið?“ endurtók Mir anda og brosti. „Áttu við álf- ana?“ ,,Uss!“ hvíslaði Peggy og leit óttaslegin í kringum sig. „Ekki nefna nafn þeirra, þá koma þeir“. En síðan leit hún á Mir- öndu, og fór að skellihlæja. Miranda andvarpaði. „Peggy, þú hefir góð áhrif á mig“. Hún leit ekki lengur á hana sem fáfróða þjónustu- stúlku. Hún leit fremur á hana sem vin og jafningja. Hin gagn kvæma samúð þeirra vann bug á mun þeim, er var á uppeldi þeirra og stöðu. En stöð ur okkar voru upprunalega svipaðar, hugsaði Miranda. —- Hún hafði og alist upp á bóndabæ. „Hvað hefirðu mikið mánað- arkaup hjerna, Peggy?“ spurði hún alt í einu. Kvíðasvipur kom á andlit stúlkunnar. Hvað skyldi nú vera á seiði? „Jeg fæ fjóra doll ara á mánuði, frú — fyrir utan þjórfje“. Miranda settist upp í rúminu. „Viltu fara hjeðan, og koma til mín? Þú skalt fá —“, hún hik- aði, þar eð hún vissi mætavel, að Nikulás myndi verða erfiður viðureignar. En síðan hjelt hún áfram. „Þú skalt fá tuttugu dollara á mánuði. Þá geturðu hjálpað yngri systkinum þín- úm og borgað föður Donovan það, sem hann lánaði þjer — er það ekki?“ Peggy reis á fætur og starði undrandi á Miröndu, því að svipur hennar var biðjandi, eins og hún væri að biðja Peggy um að gera sjer mikinn greiða. „Jesú Maríuson — þjer eruð að gera gys að mjer, frú!“ átundi hún loks. „Auðvitað ekki. Jeg vil fá þig, Peggy“. Og um leið og hún sleppti orðinu, vissi hún, að það var einmitt það, sem hún vildi. Hún vildi fá Peggy sem banda mann, er tilheyrði henni og stæði við hlið hennar á Dragon wyck, þar sem Nikulás rjeði lögum og lofum. Peggy kraup niður við hlið- ina á rúminii og strauk feimnis lega hönd Miröndu. „Það væri dásamlegt að vinna fyrir yður, frú. „En hafið þjer gleymt því, að jeg er hölt? J%g fótbrotnaði fyrir tíu árum síðan, datt niður af hlöðunni heima, og brotið greri skakkt saman. Það er ekki svo að skilja, að jeg sje ekki hraust og fær til allrar vinnu, þrátt fyrir það“, flýtti hún sjer að bæta við, til þess að koma í veg fyrir meðaumkvun þá, sem hún óttaðist svo mjög. „Það gerir ekkert til“, sagði Miranda. Hún þrýsti hönd hennar. „Það er þá útkljáð?“ Peggy brosti og kinkaði kolli. En svo sagði hún alt í einu, al- varleg á svip: „Hvað segir hann við þessu?“ Miranda þurfti ekki að spyrja um, hver „hann“, væri. „Hafðu engar áhyggjur af því“, sagði hún, og brosti. En hún vissi að hún varð að halda mjög kæn- lega á málunum, og mátti ekki láta Nikulás renna grun í, að hún liti á Peggy öðruvísi en venjulega þjónustustúlku, ef hún átti að fá samþykki hans, til þess að halda henni. Því að hann kærði sig ekki um, að hún eignaðist neina vini. Fyrst í stað hafði hún unað því vel, að Nikulás skyldi vilja einangra þau þannig frá umheiminum. Það sýndi aðeins, hve ást hans var mikil. En þegar það kom í ljós, að hann virtist ætlast til þess, að hún sliti einnig öllu sambandi við Abgail og heimili sitt, fór henni ekki að lítast á blikuna. Hún hafði gert ráð fyr ir því, að Abigail kæmi í heim- sókn til þeirra, þegar þau væru setst að á Dragonwyck. Hún hafði ætlað að senda Ephraim peninga, svo að hann gæti feng ið stúlku til þess að hugsa um heimilið á meðan, því að hvaða gagn var í því að vera ríkur, ef maður gat ekki hjálpað fjöl ‘skyldu sinni? Hún hafði þaul- hugsað málið áður en hún lagði það fyrir Nikulás. Fyrirlitning hans á því, að henni skyldi hafa dottið slík fjarstæða í hug, hafði verið svo mikil, að hún gat enn komið henni til þess að roðna, ef henni varð hugsað til hennar. En hann hafði aftur á móti tjáð sig fúsan til þess að senda Wells-hjónunum peninga, ef hún hjeldi, að þau þyrftu þess með, og hann hafði tekið upp peningaveski sitt. En hún hafði stöðvað hann. Ephraim og Abigail myndu aldrei þiggja peninga, sem rjett væri að þeim eins og ölmusa. 1 Rissblokkir 3 I 8 g fyrir barnaskólabörn. — g § Blokkin á 0.25 au. Fást hjá 1 as e I . I S Bókaútgáfu IGuðjóns Ó. Guðjónssonar. S Hallveigastíg 6 A. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Sveitamaður kom ríðandi á húðarjálk inn í þorp. Gárung- ar hópuðust í kringum hann og einn þeirra spurði: — Hvað viltu fá mikið fyrir jálkinn? % — Hundrað krónur, sagði eig andinn. — Jeg skal gefa þjer fimm krónur fyrir hann, sagði gár- ungurinn. — Jeg fer ekki að láta þess- ar 95 krónur standa fyrir kaup unum, sagcii sveitamaðurinn, taktu helvítis klárinn. ★ Kobbi lilti átti að gera rit- gerð um bíla og átti ritgerðin að vera 300 orð. Stíllinn var svona: Frændi minn ke^pti sjer bíl. — Einn dag ók hann út af og bíllinn fór í rúst. Þetta eru 16 orð. Orðin, sem vantar eru þau, sem frændi sagði á leiðinni heim. ★ í færeysku blaði birtist fyrir nokkru eftirfarandi frjetta- klausa: Eitt heppi bragð. Av Viðar- eiði hava vit fingið sendandi hesi tíðíndi: „í vikuni var ein kúgv á Viðar eiði, ið restaði millum triggjar og fýra vikur í at kálva, komin so illa til skaða, at hon mátti vera drepin. Nukki, ið skeyt kúnna, var knappur at kryvja hana og bar seg so væl at, at hann fekk kálvin livandi, og trívist hesin kálvurin væl“. ★ Jónas verkfræðingur var oft að gera tilraunir með sprengi- efni heima hjá sjer. Dag nokk- urn var ógurleg sprenging í til- raunastofu hans, þakið fauk af húsinu og bæði hann og kona hans fóru í háa loft og sást ekki urmull eftir af þeim. „Þetta er í fyrsta skipti“, varð einni nágrannakonu þeirra að orði, „sem jeg sje Jónas og konu hans fara út saman“. með gleraugum frá TÝLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.