Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ * 3* % ^J^venjfióÉin o(j ^JJeimiíiÉ * ► < i i rs «&«$»*» chvx**?*1 i Slátrið — þjóðarfæða íslendinga NU FER aðalsláturtíð í hönd, og hyggnar húsmæður fara að hugsa til þéss að birgja sig upp með matarforða til vetrarins. Kemur þá slátrið fyrst til greina. Slátrið er sá matur ís- lenskur, sem gefið hefir mesta björg í bú á vetrum, á mörgu heimilinu, bæði til sjávar og sveita. Og slátrið, þessi þjóðarfæða Islendinga gegnum aldaraðir, er ekki einasta holl fæða, fjör- efnaauðug og ljúffeng á bragð- ið, heldur og einkar hentug til geymslu, þar sem það heldur gæðum sínum óskertum, þótt það sje geymt veturinn út, og alt fram á vor. Læknar hafa hvað eftir ann að bent á hollustu slátursins, og einn af okkar viðurkendu sjerfræðingum sagði eitt sinn, að fólk myndi spara sjer stór- fje, sem færi í kaup á styrkj- andi og blóðaukandi meðulum, ef það gerði sjer að reglu, að eta lifrapylsu, nýja eða súra, daglega. Þótt ótrúlegt sje, mun það vera rjett, að mjög hefir dreg- ið úr sláturgerð og sláturneyslu á mörgum íslenskum heimilum á síðari árum, einkum þó á yngri heimilum í kaupstöðum. Er það mjög illa farið, og raun ar óskiljanlegt, að húsmæður skuli vilja hafa það á samvisk unni, að þessi holla þjóðarfæða falli í gleymsku og dá. Með tím anum hefði það ekki aðeins spillandi áhrif á heilsu einstakl inga, heldur allrar þjóðarheild arinnar. Sumar húsmæður bera því við, að það sje svo fyrirhafnar mikið að búa til slátur, að það svari ekki kostnaði. En slíkt ætti engin húsmóðir að láta sjer um munn fara. Þó að fyrirhöfn in sje nokkur á haustin, marg- borgar hún sig, þegar líður á veturinn. Og, sem betur fer, þykir mörgum líka skemtilegt, að fást við slátrið. Margt heim- ilisfólk kann að meta ágæti þess og fagnar því að fá heitt slátrið upp úr pottinum, og nýt ur þess að fá blóðmör, lifra- pylsu, lundabagga eða svið og fleira súrsað góðgæti, allan vet urinn. Matvendni kemur vart til greina, þegar slátur á í hlut, því að það er Ijúffeng fæða, hverjum sem er og fullboðleg, hvernig sem það er framreitt, ef það aðeins er vel til búið. i Ungu konurnar bregða því fyrir sig, að þær kunni ekki að fást við slátur, og fara svo í matarverslanir og kaupa einn og einn kepp af blóðmör eða lifrapylsu, eða sneiðar af sviða sultu til þess að hafa á kvöld- borðið, endrum og eins. Þetta myndi enginn kalla búhyggindi og síst myndarskap. Þó vilja ungu konurnar sjálfsagt teljast myndarlegar húsmæður, eigi síður en mæður þeirra, ömmur og langömmur. Ef mæður þeirra geta ekki kent þeim að búa til slátur, verða matreiðslukonurnar að gera það, og væri þar þarft verkefni fyrir þær að vinna. — Væri ekki úr vegi, að mat- reiðslukonur, sem annast kenslu, efndu til námskeiða um sláturtímann og kenndu þar tilbúning á slátri, meðferð þess og geymslu. Eins er það enn, sem ber að minnast í sambandi við slátur og sláturgerð heimila. Er slátr ið eins ódýrt og æskilegt væri um fæðu, sem kölluð er þjóð- arfæða íslendinga? Svarið mun vera neitandi. En til þess að all ar húsmæður geti fengið sjer slátur til vetrarforða, þarf það að vera selt ódýrt. Hvert ein- asta heimili á með góðu móti að geta aflað sjer sláturs. Það er eigi ósanngjarnt, þó að þess sje krafist, að slátrið verði haft eins ódýrt og frekast er unt. Markaður er mikill fjrrir slátur hjer í Reykjavík, en hann gæti verið enn meiri, ef slátrið væri ódýrara en verið hefir. Væri slátrið ódýrara, seld ist meira af því, en minna færi til ónýtis. En vitað er, að tölu- vert fer í súginn af blóði í slát- urhúsunum, og munu jafnvel dæmi til þess, að því hafi verið hellt niður. Slíkt á vitanlega ekki að eiga sjer stað. Kökur og brauð Norsk kringla. 500 gr. hveiti 60 gr. smjörlíki 250 gr. mjólk Vz stk. ger 1 matskeið sykur. L Höfum nú fengið aftur hina margeffirspurðu FLUORESCENT lampa Við höfum selt Fluoreseent lampa í tvö ár, og sett ])á upp í ýms- ar stærstu verslanir, verksmiðjur og skrifstofur í bænum, op; hafa þeir hvarvetna reynst með ágætum, og tekið fram öllu, sem fyrr hefir þekkst í lýsingu. — Ljósið af „Fluorescent“ er þægilegf, bjarf, sparneyfið. Lampi, sem eyðir 80 w„ gefur 250—300 w. ljós. Þar sem við höfum þegar fengið talsverða reynslu í meðferð og notkun „Fluorescentu lampa, mun það vera okkur ánægja, að láta yður allar upplýsingar og aðstoð í tje. — Þeir, sem hafa pantað hjá okkur lampa, vinsamlegast talið við okkur sem fyrst. Raftækjaverslun og vinnustofa. Vesturgötu 2. — Sími 2915. Börn, unglingnr eðn eldrn fólk óskast frá næstu mánaðamótum til að bera Morgun- blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. iíC) Þeir, sem talfært hafa við oss að kotnast að þessu starfi í vetur, gefi sig fram á afgreiðslu blaðsins sem \ allra fyrst. 40 gr. smjörl., 25 gr. sykur, 25 gr. rúsínur. Smjörlíkið mulið saman við hveitið, gerið, sem hrært hefir verið með sykrinum, látið í, vætt í með volgri mjólkinni (27°—-30°). Deigið hnoðað. Látið standa við il ca. 1 klst. Hnoðað aftur og flatt út í langa ræmu. Smjörl. og sykri hrært saman, því smurt á miðja kök- una, rúsínum stráð á. Brúnirn ar lagðar saman. Lengjan lát- in í hring á vel smurða plötu, smurð að ofan, sykri og möndl um stráð á. Bökuð við jafnan hita í V2—2/3 klst. Blaðhringur. 400 gr. hveiti, 100 gr. smjörl., 4 tsk. lyftiduft, 75 gr. sykur, 1 egg, 2 dl. mjólk. 2 msk. smjörl., 3 msk. syk- ur, 3 msk. rúsínur, rifinn sítr- ónubörkur. Hveiti, lyftiduft og sykur sigtað saman, smjörl. mulið í, vætt í með eggjum og mjólk- inni. Hnoðað og flatt út i lengju. Smjörl. hnoðað og smurt á kökuna, sykri og rúsin um stráð ofan á. Brúnirnar lagðar saman og kakan lögð í hring á velsmurða plötu. Klipt í hana með jöfnu millibili. — Pensluð með eggi og sykri stráð á. Bökuð við ca. 200° hita í 15 mín. Súkkulaðibrauð. 200 gr. hveiti 180 gr. sykur 300 gr. hveiti 2 egg 1 % msk. kakao 1 msk. vanillusykur egg, sykur, kokosmjöl Sykur, hveiti, kakao og van- illusykur blandað saman, smjörl. mulið saman við, vætt í með eggjunum, deigið hnoð- að. Látið bíða nokkra stund, flatt þunt út og skorið með kleinujárnii tígla.. Penslað með eggi, sýkri ög kókoSmjöli stráð ofan á. Látið á smurða plötu og bakað við jafnan hita. Ver/ð jafnvægl Jafnvægi hefir mikla þýð- ingu á mörgum sviðum, og get- . ur hver og einn öðlast það nieð nokkurri umhugsun og vilja- styrk. Hvað snertir útlit og fegurð, er það mjog þýðingarmikið. —~ Fólk getur t. d. verið laglegt, án þess að vera aðlaðandi, ef það vantar jafnvægi. Hafið þið ekki tekið eftir því, hvernig sumt fólk er sífellt á iði. veit ekki hvernig það á að hafa hendur eða fætur eða hvað það á yfirleitt að gera af sjer? Þetta fólk vantar jafnvægi. Það þarf að temja sjer að hafa vald yfir hreyfingum sínuin, hvort sem það situr eða stend- ur — vera í jafnvægi hið innra og ytra. Það verðúr best gert með því, að veita sjálfum sjer og öðrum athygli, og lagfæia það, sem aflaga fer. Eðlileg ró og virðuleiki i framkomu gerir manneskjuna aðlaðandi, þótt hún sje efcki lagleg. Þó ber fyrir alla muni að forðast stirðlega framkormi eða reiging. Það er óeðlilegt og þess vegna Ijótt. Það eðliiega verður ávallt skemtilegast. Og þegar á alt er litið, mun frjálsleg og eðlileg framkoma, sem ber vott um jafnvægi sál- ar og líkama, vera það, sem mest stuðlar að því, að gera manneskjuna aðlaðandi, öðrum til ánægju og henni sjálfri t.il styrks í lífsbaráttunni. ^Jdeadumar e^íu heimifióótörj Ef hendurnar eru illa út- leiknar eftir húsverkin, með- höndlun á rabarbara, berja- sultu eða slíku, er oft hægt að ná af þeim óhreinindum. ■stm sitja föst, með pimpsteini. En hann vill þó gera hörunctið gróft og móttækilegt fyrir ó- hreinindi. Best er að skola hendurnar strax. að verki loknu, úr köldu vatni og bursta neglurnar með mjúkum bursta. Nuddið hend- urnar síðan með sítrónu og stingið fingrunum niður i á- vöxtinn. Með sítrónusafanum nást óhreinindin auðveldlega í burtu og hann gerir höruhdið hvítt og mjúkt. Ekkert er hvimleiðara i þess- um heimi en eiga auðuga eigin konu. (Rússneskt máltæki). Spakmæli. Ef þú hegðar þjer ávalí þann ig, að þú getir með góðri sam- visku og áhættulaust selt verstú kjáftakihd bæjarins páfagauk þinn, þá mun þjer vegna vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.