Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 6
Síða ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. Þetta kalla þeir sæmilegt Æskan °g þarf heilbrigt, f jelagslegt siðferðilegt uppeldi EINHVERSSTAÐAR stendur skrifað, að menn skyldu aldrei hafa fyrirsagnir greina sinna glæsilegri en greinarnar sjálf- ar gæfu tilefni til. En ung- kommúnistinn Á. S., sem svar- ar á tveim síðustu Æskulýðs- síðum Þjóðviljans fyrri grein minni, virðist algerlega hafa brotið þessa ágætu reglu. Fyr- irsögn hans var: „Sæmilega raunhæf greinargerð fyrir kost um sósíalismans“, sem grein- arnar tvær voru aftur á móti alls ekki. ★ í grein þeirri, er jeg skrifaði, var komist að þeirri niðurstöðu, að ekkert yrði betra í sósíal- istisku skipulagi, en margt verra. Og að þessu voru leidd margvísleg rök. Það er varla hægt að segja, að ungkommún- istinn Á. S. hafi gert tilraun til þess að sýna fram á, að ein- hver þessara atriða hefðu ekki við rök að styðjast Þess vegna ber mjer í raun og veru engin skylda að svara þessum tveim greinum, en það er hins vegar afar freistandi, vegna þess að þar úir og grúir af raka- og staoleysum, sem sýna ljóslega málafærslu kommúnista. Áður en byrjað er, skulum við koma okkur saman um það, að margir og miklir gallar eru á því þjóðskipulagi, sem við búum nú við. Þetta er okkur, sem fylgjum sjálfstæðisstefn- unni, jafnljóst og ungkommún- istanum og flokkssystkinum hans. Hins vegar álítum við, að úr þessum göllum megi bæta, og æskilegra sje þá að búa áfram við það þjóðskipulag, sem mestu og stórkostlegustu framfarir mannkynsins hafa bygst á, heldur en að rífa það til grunna til þess eins að koma á skipu- lagi, sem væri á flestan hátt verra, eins og sýnt var fram á í greininni, sem ungkommún- istinn þóttist vera að svara, en Svaraði þó ekki. En þótt okkur sjeu ljósir gallar sjereignaskipulagsins, þá ofbýður okkur samt það ,.dæmi“, sem er aðaluppistaðan i fyrri grein ungkommúnistans. Það var á þessa leið: „Heild- arframleiðslan nemur 10 milj,. af því fær verkamaðurinn 5 milj. króna, en hinar 5 milj. eru ekki notaðar til neins. Af- leiðingin er sú, að helmingur framleiðslunnar selst ekki. Auðvaldskóngarnir liggja á þessum 5 milj. eins og ormar á gulli. Ungkommúnistinn seg- ir, að lítið sem ekkerl sje notað til vjelakaupa, endurbóta og stækkunar, — og eftir því sem hann vill vera láta, er þessi 10 milj. króna framleiðsla unnin úr engu — í það minsta gerir hann ekki ráð fyrir neinum hráefnakaupum. — En það ger ir allan muninn, og því fellur þetta „augljósa“ dæmi um sjálft sig, að öðru leyti en því, að það sýnir hvernig rökfærslu þeirra kommúnista er háttað. Hitt er svo satt, að kreppur hafa skollið á. Orsakirnar eru aðallega tvær. Offramleiðsla einstakra vörutegunda, sem stafar af skipulags- og sam- vinnuleysi á sviði fjármála. En hin ástæðan, sem ungkommún- istanum láðist að geta, er van- framleiðsla einstakra vöruteg- unda, sem stafar eigi ósjaldan af skattakúgun hins opinbera, og í þeirri skattakúgun ganga kommúnistar venjulega mest og best fram. Og þá skal jeg svara þjer, ungkommúnisti góður, hvaða leiðir ungir Sjálfstæðismenn vilja fara til að lagfæra þetta. Til þess að tryggja stöðuga framleiðslu, þannig að kreppur af völdum vanframleiðslu skelli ekki á, sjáum við ekkert Framh. á bls. 12 FYRSTA SUMRI okkar unga, íslenska lýðveldis er tekið að halla og senn haustar að. Börn- in, sem verið hafa hundruðum saman í sveitinni, annað hvort á sveitaheimilum eða á barna- heimilum, eru að koma eða eru komin heim. Yngri börnin eru þegar farin að sækja skól- ana, og hin eldri byrja um næstu mánaðamót. Enn á ný hefst skólastarfið, fræðslan og uppeldið. Sumir líta svo á, að skólun- um beri að hafa fræðsluna á hendi, en heimilin eigi að ann- ast uppeldið. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að skólarnir beri á- byrgð bæði á uppeldi og fræðslu. Sannleikurinn í mál- inu er sá, að á milli skólanna og heimilanna er engin verka- ‘skifting til 1 þessum efnum og lítið sem ekkert samstarf, því miður. En þessir tveir aðilar eiga að vinna saman að upp- eldi barnsins og fræðslu, bæði að veita því þá fræðslu, sem fræðslulög mæla fyrir, og annast siðgæðismentun þess. Augljós þörf er því fyrir sam- vinnu milli þessara tveggja að- ila. * Áður fyrr voru barnaskólarn ir og eru jafnvel enn, sniðnir eftir framhaldsskólunum, og mest áhersla lögð á fræðsl- una, sem heimilin ýmissa or- saka vegna gátu ekki annað. Nú dylst engum, að í sama horf sækir með hið eiginlega upp- eldi barnanna, og verða því skólarnir að koma þar til að- stoðar. Starf skólanna verður því tvíþætt, fræðslustarf og upp eldisstarf. Til þess að skóli geti leyst starf sitt vel af hendi, þarf hið opinbera að sjá um: 1. að starfið sje þáttur í einu heildarkerfi 2. að nægilegur og hentugur húsakostur sje til ásamt nauð- synlegum hjálpargögnum til starfsins 3. að kennarar sjeu góðir og vel mentaðir 4. að kjör þeirra sjeu þann- ig, að þeir geti gefið sig óskifta að starfi. Milliþinganefnd í skólamál- um hefir setið á rökstólum um skeið og verður hluti af tillög- um hennar lagður fyrir yfir- standandi Alþingi. Aðalefni þessara tillagna mun vera di'ög að nýju samfeldu skólakerfi fyrir alla skóla landsins. Er ekki vanþörf, að leyst verði úr því öngþveiti, sem ríkir milli hinna ýmsu skóla, eins og t. d- milli barnaskólanna og sumra framhaldsskólanna hjer í Reykjavík. Þess íná því vænta, að föst skipan komist á um þessi mál innan skamms. I byggingarmálum skólanna má segja að hægt gangi, en þó í áttina. Nokkrir heimavistar- skólar hafa risið upp í sveit- um og víðast hvar er mikill áhugi ríkjandi og vilji til þess að hefjast handa um skólabygg ingar. RíkiSSjóður þarf að veita nægilegt fje til þessara fram- kvæmda. Hjer í Reykjavík eru nú tvö stór skólahús í smíð- um. Til þeirra beggja er vandað mjög og ekkert til þeirra spar- að að gera þau svo úr garði, að þau svari'fylstu nútíma kröf- um. Húsgagn skólapna hafa breyst mjög til batnaðar síð- ustu árjn og fræðslumálaskrif- stofan sten.dur í sambandi við nágrahnalönd okkar varðandi skólaáhöld allskonar, og mun hafa gert ráðstafanir til þess að fá innfldtt mikið af þeim eftir strið. Alt er þetta í átt- ina, þótt helst til seint gangi. Kennaramentun eykst svo að segja ár frá ári. Nýlega er geng in í gildi reglugerð fyrir Kenn- araskólann, þar sem gert er ráð fyrir fjögurra vetra námi og gagnfræðapróf gert að inntöku skilyrði. Þeir kepnarar, sem út skrifast samkvæmt þessari nýju reglugerð, munu því hafa sex ára nám að baki. Islenskir "barnakennarar munu því ekki standa kennurum nágranna- þjóðanna að baki með mentun. Þeir kennarar hjer í Reykja- vík, sem eru með byrjunarlaun um, munu hafa fengið útborg- að fyrir yfirstandandi mánuð eitthvað nálægt 940 krónum. Það er þó nálægt 100 krónum meira en þeim ber samkvæmt launalögum. Bærinn greiðir mismuninn og kallast staðar- uppbót. Útilokað virðist, að nokkur fjölskyldumaður geti lifað af þessum launum, enda er trúlegt að þeir, sem í Kenn- araskólann fara, geri sjer ekki ljós þau kjör, sem kennarar hafa' við að búa. Það kemur einnig í ljós, ef athugað er, að fjölda margir, sem kennara- prófi hafa lokið, byrja aldrei á kennarastarfi. Af 80 kennara- efnum, sem kennarapróf tóku 1941—43 eru aðeins 34 við kenslustörf, 12 hafa hætt, en 34 byrjuðu aldrei kenslu. Þeim hefir ekki litist vænlega á lífs- kjörin. Á þennan hátt hverfa úr kennarastjettinni og frá starfi fjöldi duglegra og efni- legra manna. Hinir, sem kyrrir eru við starfið, eru annað hvort áhugamenn, sem helgað hafa uppeldinu lífsstarf silt, eða vanafast fólk, sem er ekki gjarnt á að breyta til. Ætla mætti eftir þessum launakjörum, að starf barna- kennarans Væri ekki mikils vert fyrir þjóðfjelagið. Þó er svo til ætlast, að börn íslensku þjóðarinnar dvelji undir hand- leiðslu hans meira eða minna af 7 árum bernsku þeirra. Á hans herðar er lagður sá vandi að veita þeim hina lögskipuðu fræðslu og hann þarf að ann- ast hið fjelagslega uppeldi. Hann þarf einnig að beina huga þeirra að þroskandi viðfangs- efnum utan skólans og reyna að tengja þau við hið starfandi líf, sem útan skólans bíður þeirra. Enginn annar aðili hef- ir slíka aðstöðu til að komast í snertingu við hverja einustu barnssál og móta hana að meira eða minna leyti. Full nauðsyn er á því, að kennarar fái aðstöðu til þess að geta gefið sig óskiftir og ein huga að starfinu. En það geta þeir ekki nú, því hver einasti kennari verður, vegna fjöl- skyldu sinnar, að afla sjer meiri eða minni aukatekna. Ef þjóðfjelagið metur nokk- urs hinn uppvaxandi æskulýð og hefir skilning á því, að hann fái gott og heilbrigt, fjelagslegt og siðferðilegt uppeldi, þá þarf að skapa kennurum þannig lífs- kjör, að þeir geti gefið sig ein- huga að starfinu Jónas B. Jónsson. ^JJll Vóf fóá onir un cici olnóinS ÆSKAN VERÐSKULDAR umburðarlyndi, þegar hún byggir loftkastala og hrífst með hugsjónum sínum, þótt hún kunni að skjóta yfir markið. Ef hún býr ekki yfir neinum hug- sjónum og byggir enga loftkastala, er hún óþolandi. Hvar eru pólitískar hugsjónir íslenskrar æsku í dag? Þjóðin stendur þó á vegamótum í umróti örlagaþrunginna tíma. Auðnast henni að búa svo að sinu, að hún varðveiti verðmæti sín og tryggi framtíð sína? Spyrjið hina ungu, hvað þeir vilji, hvað þeir leggi til mál- anna. Eru svörin á takteinum? GERUM OKKUR GREIN fyrir því, — ungu menn og konur, — að hlutverk hinnar yngri kynslóðar í dag er ekki annað hvort að nenna ekki að fylgjast með því, sem er að gerast, eða að fordæma alt með sleggjudómum. Unga fólkið má ekki leiða hjá sjer að taka afslöðu til hinna þjóðfjelagslegu vandamála, og það verður að taka jákvæða afstöðu. Það verður að leifa hugsjónaglóð æskunnar að næra þjóðfje- lagslega vitund þess eigi síður en áhuga þess á öðrum sviðum. Það eru alt of margir ungir, sem falla fyrir þeirri freist- ingu að láta staðar numið við það að vita, hvernig eitt og annað á ekki að vera. Við þurfum að vita hvað við viljum og hvernig við viljum, að málunum skipist. ÁÐUR VAKNAÐI ÞJÓÐIN við nærandi glóð hugsjóna um end- urheimtu sjálfstæðis og frelsis. Nú þarfnast þjóðin hug- sjóna, sem miða að því að varðveita sjálfstæðið og frelsið. Á síðustu hundrað árum komst þessi þjóð úr fátækt og ánauð í bjargálnir og sjálfstæði. Háfleygar hugsjónir og áræði brutu ísinn. Hugsjónir hinna ungu í dag verða að ryðja veginn til öryggis, hagsældar og almenningsheilla í framtíðinni. Y'ngri kynslóð hins unga lýðveldis verður að vera kröfuhörð við Sjálfa sig, -— þá fyrst getur hún krafist af öðrum. Þjóð- leg, ötul og starfsglöð æska með háleitar hugsjónir er framtíð lýðveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.