Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. sept. 1944. i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jóusson Ritstjórar.: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmuncisson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanla-nds í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura meS Lesbðk. Kollega Vísir KOLLEGA VÍSIR er þungskilinn þessa dagana. Það hvílir einhver jarðarfarar þoka yfir hversdags heiðríkj- unni í hinum skíra heila ritstjórans. — í þokunni hefir hann villst. Hann er nú tekinn að bera vopn á Morgun- blaðið út af þjóðnýtingarskrafi Arnalds Jónssonar, blaða- manns Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Auðvitað veit hið forna sjálfstæðisblað, að hvorki Morg unblaðið nje Sjálfstæðisflokkurinn hefir til hugar komið að ræða um, hvað þá meira, aðra eins regin firru sem þá, að svíkja útgerðina úr höndum einkaframtaksins. Það er leitt til þess að vita, að Vísir skuli orðinn svo gjörókunn- ugur stefnu og starfsháttum Sjálfstæðisfl., að ekki skuli þurfa meira til að hann trúi versta söguburði og þvætt- ingi um flokkinn, en að Jónas frá Hriflu eða Egill í Sig- túnum sje að reyna að sverta flokkinn í augum bænda austanfjalls, og síðan lepji þetta Jónasar handbendi sögu- burðinn í hinn gamla og góðkunna vígabarða Sjálfstæð- isflokksins, Vísis-ritstjórann. Þetta er Morgunblaðinu með öllu óskiljanlegt. En í hreinskilni sagt, er Morgunblaðið alveg jafn steinhissa á því, að Vísir-sæll, sem aldrei hefir fyrr risið andvígur kaupstaðafólkinu, skuli nú fyllast heilagri vandlætingu f. h. bænda, og telja það risafórnir kaupstaðastjettunum til handa, þótt bændur bjóði fram að afsala verðhækkun- ar-rjetti gegn uppbótar tryggingu. Það eer lítið, sem hundstungan finnur ekki, og næmur er nú kollega Vísir orðinn fyrir sveitunum. Enn þyngri og torráðnari verður þessi gáta hins nýja bændablaðs, þegar þess er minnst að stjórnarblaðið Vísir hefir stutt sjerhverja tillögu er ríkisstjórnin hefir borið fram um skerðingu á hagsmunum bænda, og gengu þó þær tillögur, bæði 1943 og aftur nú, mikið nær bændum, en Búnaðarþingið nú vill aðhyllast en bænda- blaðið"Vísir má ekki heyra nefndar. Og sje nú eitthvað þessu enn torskildara, er það, að blað, sem af lífi og sál og fídonskrafti hefir stutt stjórn, sem fyrir tveim árum lofaði að vinna bug á dýrtíðinni, skuli nú, eftir að stjórnin hefir færst því fjær markinu, er valdaferill hennar héfir lengst, og loksins með öllu gefist upp — að þetta góða blað, sem á fágaðan skjöld sinn hefir letrað það tvennt: Að berjast gegn dýrtíð og að verjast upplausn og kommúnisma, allt í einu, þá loks á að stíga stórt virkt spor í áttina að settu marki, skuli nú snúast öndvert gegn því, og í lið með dýrtíð, upplausn og kom- múnisma! Vopnabrak Sósialista ÞAÐ ER ORÐIÐ alþekt fyrirbrigði, að þegar eitthvað er á seiði hjá kommúnistum, þá þvkir alltaf viðeigandi „bomba” að slá upp stórum fyrirsögnum í blöðunum um vopnaburð lögreglunnar, sem afturhaldið ætli að beita fyrir sig til kúgunar og ofríkis. Það er þessvegna algert púðurskot, og það ekki einu sinni með háum hvelli, þegar Þjóðviljinn birtir í gær, gleiðgosalegar forsíðufrjettir um það, að lögreglan hafi „undanfarið verið að skotæfingum og henni sagt að vera við miklum átökum búin”. En mætti minna kommúnista á, að það er ef til vill nokkuð hæpið fyrir þá að býsnast út af skotæfingum lög- reglunnar. Útbúnaði lögreglunnar ræður dómsmálaráð- herra en ekki bæjaryfirvöldin. En aleinasti maðurinn, sem í bæjarstjórn Reykjavíkur hefir flutt tillögur um það, að lögreglan væri búin skammbyssum, er einmitt einn höfuðpaur kommúnista, Sigfús Sigurhjartarson. — Flutti hann um það tillögur á fundi bæjarráðs, 10. júlí 1942 og lágu þær fyrir bæjarstjórn á fundi 17. júlí sama ár, en voru stöðvaðar af meirihluta bæjarstjórnar., Að þessu athuguðu sýnist ekki alveg ástæðulaust fyrir kommúnistana að láta öllu minna um „vopnaburðinn“ pg lægja vopnabrakið. Dansmærin Sif Þórs komin frá London DANSMÆRIN, ungfrú Sif Þórs, sem kunn er hjer á landi fyrir danssýningar sínar, hefir dvalið um eins árs skeið við dansnám í London, og er nú komin heim fyrir skömmu. Ungfrú Sif Þórs stundaði nám í ballet og samkvæmis- dönsum hjá Sadlers Welles School of Ballet, en við þá stofnun eru færustu kennarar, þar á meðal nokkrir rússnesk- ir balletdanskennarar. — Að námi loknu tók ungfrúin kenn- arapróf í danslist, bæði ballet og samkvæmisdönsum, við stofnanirnar Royal Academy of Teachers of Dancing og Imperi al Society. Þessar tvær stofn- anir eru þær bestu á sínu sviði, sem til eru í Bretlandi og við- urkendar um allan heim. Sif Þórs hefir ákveðið að koma upp dansskóla hjer í bæn um strax og hún hefir fengið húsnæði til þess, en erfiðleikar eru á því, eins og kunnugt er. Ennfremur mun hún hafa í hyggju að halda danssýningar, en vegna þess, að hún komst ekki með allan farangur sinn með sjer, naun það dragast eitt hvað, því hana vantar t. d. nót- ur og búninga. Ungfrú Sif Þórs vakti ung á sjer athygli fyrir dans, og hefir stundað nám frá því hún var kornung, bæði hjer á landi, í Danmörku og Englandi. — Hefir hún lagt mikla stund á nám sitt. Hún hefir jafnan fengið hina bestu dóma þar sem hún hefir komið fram opinberlega og þeir sem unna fögrum dansi munu fagna því, að hún skuli nú vera komin heim aftur. — Grein Dungals Framh. af bls. 7. rannsóknir hafa leitt í ljós um sannleiksgildi nýja testament- isins, þá kæmu kannske fleiri að hlusta á þá. Enginn má misskilja þetta á þá lund, að jeg ætlist til að kenningar kristindómsins falli úr gildi. Það sem er fagurt og háleitt, mun jafnan eiga til- verurjett. En þjóðsögur verða þjóðsögur, eins þótt þær sje komnar austan úr löndum og kallaðar heilagar. Og þótt þær *je enn bornar fram sem heil- agur sannleikur, getur það að vísu aldrei gert sannleikanum mein. En það hefir þegar kom-. ið miklu óorði á heilagleikanh. Niels Dungal. verji ibripar: ^ljr Jciq íc cicjiecjci tijinu tcfi, Tónlistin á hrak- hólum. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að tónlistin hjer í höf- uðborginni á við margskonar erfiðleika að stríða. Eitt af því er húsnæðisleysið. Um það mál skrifar A. K. á þessa leið: „Kæri Víkverji! Hjer með vildi jeg biðja þig að taka eftirfarandi greinarstúf til birtingar í „Daglega lífinu“: Allir þeir hjer í bæ, er unna tónlist og söng, munu vera sam- mála um, að gjörsamlega óþol- andi ástand ríki nú í húsnæðis- málum þeirra, er þessa list stunda. Bygging tónli^tarhallar er því orðin knýjandi nauðsyn. En fyrirsjáanlegt er þó, að all langur tími hlýtur að líða, þar til slík húsakynni verða tekin til afnota fyrir tónlistarmenn og á- heyrendur þeirra, bæði vegna fjárskorts og erfiðleika þeirra, er styrjöldin skapar í húsbygg- ingarmálunum yfirleitt. Liggur þessvegna í augum uppi, að tón- listarfólk og kórar verða fyrst um sinn að notast við þau húsa- kynni til konserta og söngskemt ana, er undanfarin ár hefir ver- ið notast við, þ. e. Gamla Bíó. Þótt aðbúnaður allur á þess- um stað sje ekki góður fyrir þó, sem skemta, hefir þetta hús samt þótt skást í Reykjavík til þess- ara nota. Miðnæturtónleikar. LÁTUM ÞAÐ nú vera, þótt húsið uppfylli ekki þau skilyrði, sem gera verður til tónlistar- hallar, því það er aðeins bygt sem kvikmyndahús. En tíminn, sem valinn er til þessara skemt- ana, finst mjer óviðunandi. Rúm helga daga eru þær látnar hefj- ast klukkan hálf tólf að nóttu, og standa oftast til kl. 1 eftir miðnætti eða rúmlega það. Jeg segi bara, að áhugi manna á tón- list má vera mikill, ef menn nenna að fara á nóttunni til þess að njóta hennar, og þurfa að fara snemma á fætur næsta morg un til vinnu. Þó er það stað- reynd, að þegar söngskemtanir og konsertar eru haldnir, að hús ið _er jafnan fult, eða því sem næst. • Þyrfti að breytast. ER ÞETTA lofsverður vitnis- burður fyrir músik-áhuga Reyk- víkinga, en engu að síður .finst mjer rjett að beina þeirri spurn- ingu til rjettra hlutaðeigenda, hvort eigi væri unt að fá breytt þessum óheppilega tíma, og skemtanir þessar látnar hefjast kl. 7 eða 7.15 að kvöldi, eins og tíðkaðist hjer áður. Til þess að fá þessu breytt þyrfti ekki annað en að fella niður eina kvikmyndasýningu kl. 7 þau fáu kvöld, yfir vetur- inn, er umræddar skemtanir fara fram. Finst mjer það ekki til mikils ætlast, þar sem dag- lega fara fram 3 sýningar og á sunnudögum 4 í þessu húsi. Vænti þess, að eigendur Gamla Bíó sjái sjer fært að verða við þessari sjálfsögðu beiðni allra þeirra í Reykjavík, er músik unna, því jeg efast ekki wm, að jeg tali fyrir munn þeirra. Væri gott að fá svar við þessu hjer í dálkúnum“. Tónlistarhöll sem fyrst. BRJEFRITARINN hefir á rjettu að standa. Það váiitár til- finnanlega tónleikasal 1 ög það verður ékki bætt úr þeim skorti fyr en Tónlistarhöllin er komin upp, sem Tónlistarfjelagið er nú að safna í. Það er ekki hægt að ætlast til af Gamla Bíó, að það leggi niður kvikmyndasýningar vegna hljómleikahalds. Það virð ist ekki vera of mikið af kvik- myndasýningum og kvikmyndirn ar eru nú einu sinni þær skemt- anir hjer í bæ, sem allur almenn ingur notfærir sjer einna mest, enda ekki um auðugan garð að gresja á öðrum sviðum skemt- ana. Nei, það sem gera þarf gang- skör að nú þegar, er að koma upp Tónlistarhöllinni eins og fyrirhugað er, og að því eiga all ir góðir menn að stuðla eftir bestu getu hvers eins. • Ljótt rottubæli. SUNNAN með Stúdentagarð- inum nýja leggur vegur, sem töluverð umferð er um. En þar við veginn er líka eitthvert ljót- asta rottubæli, sem sjest hjer á almannafæri. Vegkanturinn er þarna á allstóru svæði eins og lundaeyja. Það er hola við holu og rotturnar skjótast þarna út og inn um hábjartan daginn og með an umferðin er mest, eins og þessi blettur hafi verið friðaður fyrir rotturnar. Það hefir mörg- um ofboðið að sjá rottumergðina við Tjarnanendann syðri, en þar er þó ekki mikið af rottu, miðað við þenna stað. Það er ómögulegt annað en að hægt sje að útrýma rottunni með öllu af þessum stað, ef gengið er að verkinu með dugnaði. Og það þarf að gera sem allra fyrst. Ný, skemtileg drengjabók I GÆR kom á bókamarkað- inn mjög skemtileg og spenn- andi drengjabók, sem nefnist „Daníel djarfi“, en höfundur- inn er Hans Kirk. — Bókfells- útgáfan gefur bókina út af mikilli prýði, en Ólafur Ein- arsson þýddi hana. í bókinni segir frá æfintýr- um tveggja fóstbræðra, kenn- ara þeirra og gamals sjómanns og eru þau hin ótrúlegustu. — Bókin er fjörlega rituð og efn- ið þannig fram sett að það hef ir bætandi áhrif á lesandann. I bókinni eru nokkrar skemti legar myndir. Þeir verða ekki fáir drengirnir og sjálfsagt margir fullorðnir líka, sem ekki sleppa þessari bók, fyrr en þeir eru búnir með hana. Flóttamenn frá London eru um 900.000. London: Talið er, að mikill fjöldi þess fólks, sem flutt var frá London vegna svifsprengju árásanna, vilji nú endilega komast heim aftur, en það hef ir ekki verið leyft enn sem komið er. — Aftur á móti hef- ir flóttamönnum frá hjeruð- um á Suðurströndinni verið leyft að fara heim. -— Um 900 þús. mans frá London er enn í örruggurri stöðum annarsstað- ar á landinu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.