Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ V Fimtudagur 28. sept. 1944. IttroMmMftfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanðs, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Beðið eítir svari í GREIN þeirri, er formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, skrifaði hjer í blaðið um ályktanir Búnað- arþings, hjelt hann því fram, að bændur hafi með tillög- um sínum sýnt bæði hyggindi og þegnhollustu. Þetta er áreiðanlega rjett ályktað. Við bændum blasti óviss stund- arhagnaður. En eins og baráttan hefir verið að undan- förnu í dýrtíðarkapphlaupinu, er það einmitt stundar- hagnaðurinn, sem setið hefir við stýrið og öllu ráðið, enda þótt hann hafi oftast verið bæði óviss og ótraust- ur. En eftir honum hefir samt altaf verið seilst. ★ Stefna Búnaðarþings markar því straumhvörf. Þar er beðið um öryggi, þótt tölurnar sýnist lægri. í fyrsta skifti um langt skeið varð sjónarmið stundarhagnaðar- ins að víkja. Enginn vafi er á því, að það eru raunhæf bændahygg- indi, að tryggja sjer útflutningsverðbætur og lækkað kjötverð á innlendum markaði með niðurgreiðslum úr ríkissjóði og sjá þannig árstekjunum farborða, í stað þess að gína við hækkuðu verðlagi en óvissri sölu. Það er jafnvíst, að það eru einnig raunhæf bændahyggindi, að berjast með þessum hætti gegn vaxandi dýrtíð, upplausn og óreiðu í þjóðfjelaginu. En eins og áður er bent á, sýndu bændur ekki aðeins hyggindi, heldur og þegnhollustu með aðgerðum sínum. Og það er rjett að menn geri sjer ljóst, að hlutverk Bún- aðarþings var engari veginn vandalaust. Það myndi þykja vel af sjer vikið, ef fámennur hópur leiðtoga verkalýðs- ins tækju nú á sig rögg og kvæðu upp úr um það, að verkalýðnum bæri að afsala sjer ekki aðeins kauphækk- un heldur og nokkrum hluta þess kaups, er hann ætti samningslegan rjett á að fá. En þetta er í rauninni svip- að því, sem Búnaðarþingið gerði, því vafalaust er nú að því komið, að ekki aðeins trygði verkalýðurinn hagsmuni sína best með því að falla frá öllum kauphækkunum, held ur benda og sterkar líkur til, að svo fari áður en langt um líður, að eina ráðið til að tryggja atvinnu almennings í landinu sje, að hann geri nauðsynlegar tilslakanir, til þess að framleiðslan geti borið sig. ★ Ef til vill skilja menn best hverja þýðingu þegnholl- usta Búnaðarþingsins hefir, á þeim undirtektum sem samþyktir þingsins hafa fengið. Allir málsmetandi aðilj ar hafa fagnað þeim. Og allir virðast gera sjer ljóst, að bændurnir hafa yrt á þjóðfjelagið og eiga kröfu á svari. Þetta kemur einnig skýrt í ljós í Þjóðviljanum, mál- gagni kaupkrafnanna. Blaðið gerir sjer fullkomlega ljóst, að nú stendur upp á Alþýðusambandið að gera sína skyldu. Þessvegna leggur nú Þjóðviljinn ríka áherslu á að skýra frá því, að Alþýðusambandið hafi boðist til að gera tveggja ára samninga um kaup og kjör um land alt, „í meginatriðum á grundvelli núverandi samninga, með nauðsynlegum lagfæringum og samræmingum“. Þetta sýnir og sannar, að nú er Þjóðviljanum og Al- þýðusambandinu alveg ljóst, að þeirra hlutur er eftir. En meinið er, að vfirlýsing Alþýðusambandsins segir hvorki sannleikann allan nje hálfan. ★ Sannleikurinn er sá, að þegar Alþýðusambandið átti að standa við sitt góða tilboð um tveggja ára kaupsamn- ing „á grundvelli núverandi samninga“, þá krafðist það allsherjar kauphækkana um land alt! , Þess er að vænta, að Alþýðusambandið endurskoði nú þessar kröfur og ,svari bændunum eins og spurt er. Svar ið getur ekki orðið' nema eitt: Að allar kaupkröfurnar falli niður. Þannig tryggja launþegar best hag sinn. Öll þjóðin bíð ^ ur eftir svarinu; Brjef: Sjúkrahús á Akur- eyri lyrir Norðlend- ingafjórðung Herra ritstjóri! MJER þóttu það tíðindi, er jeg varð þess vís, að fjórar kon ur af Akureyri eru komnar hingað til bæjarins, eingöngu í þeim erindum, að vinna að framgangi byggingár sjúkra- húss á Akureyri fyrir Norð- lendingafjórðung. Að vísu hafa konur á Ak- ureyri og víðar á Norðurlandi, um langt skeið unnið fyrir þetta mál, en slíkan áhuga, að taka sig upp frá heimilum sín- um á haustnóttum, þegar haustverk kalla að, er ekki hægt að misskilja. Þá er sú alvara komin í málið, að allur mótþrói er tilgangslaus. Málið hlýtur að ganga fram og það innan skamms. Mjer kemur nú í hug, að þegar jeg var unglingur á Ak- ureyri, fyrir 30—35 árum síð- an, var þegar talað um þörf á stærra sjúkrahúsi á Akur- eyri. Þetta hefir að sjálfsögðu stafað, meðal annars, af því, að á sjúkrahús Akureyrar höfðu valist dugandi læknar, sem komu góðu orði á sjúkra- húsið, en einnig mun ástæðan hafa verið sú, að þörfin var brýn, þá þegar, fýrir stærra og fulkomnara sjúkrahús, en sem síðan hefir vaxið risaskrefum, og orðið því brýnni sem lengra hefir liðið og er nú orðin óum- flýjanleg. Hinir ágætu læknar, er val- ist hafa að sjúkrahúsinu, hver af öðrum, hafa sennilega hvað best opnað augu Norðlendinga fyrir þeirri staðreynd, að eitt fullkomið sjúkrahús fyrir Norð Iendingafjórðung, í höfuðstað Norðurlands, muni vera marg falt æskilegra en mörg smá og sem komu góðu orði á sjúkra- hús á víð og dreif um fjórð- unginn. Því hefir sú hugmynd þróast fljótt og náð almennri hylli, að hefjast handa um byggingu sjúkrahúss á Akureyri fyrir Norðlendingafjórðung og hafa norðlenskar konur haft forust- una í málinu. Þær hafa safnað fje, í sjóð, til hinnar fyrirhug- uðu byggingar og er sá sjóður nú orðinn allgildur. „En meira má, ef duga skal“. Og nú eru þær komnar í eigin persónu tii þess að tala fyrir málinu við fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. Ekkert kák. Málið skal fram. Þannig hugsa norðlenskar konur. Þessa hugsjón styðja Norðlendingar með ráðum og dáð og þessa hugsun styðja allir góðir drengir, og málið fær framgang. Því fyr því betra. Þessar línur eru ritaðar til þess að vekja athygli á mál- inu jafnframt því, sem jeg óska þess, að konunum norð- lensku mæti skilningur og sam úð hjá fulltrúum þjóðarinnar, svo málalok nefndarinnar, sem hingað er komin, verði sem best. íslenskar konur komu upp Landsspítalanum. Norðlenskar konur munu koma upp sjúkrahúsi fyrir Norðlendingafjórðung. K. K. uerjt ;i álrijar: ^i|i *♦, ,| ^UIr dctc^lecj,ci líj^inu i Stórviðburður. STOFNUN Eimskipafjelags íslands og koma Gullfoss til landsins mun jafnan verða talinn sögulegur viðburður í Islands- sögunni. Núna, 30 árum síðar, er annað álíka stórviðburður að gerast hjá okkur og þegar Gull- foss kom. Hinn nýi flugbátur, sem Flugfjelag íslands hefir keypt í Ameríku, verður „Gull- foss“ í flugmálum okkar íslend- inga. Þetta verður fyrsta flug- vjelin, sem við getum notað til millilandaferða með farþega og farangur. Þegar Gullfoss kom til lands- ins, var flaggað á hverri ís- Ienskri höfn, sem hann kom á. Það ætti líka að flagga, þegar nýi, íslenski flugbáturinn kem- ur til landsins. Flugmálin. VIÐ ÍSLENDINGAR erum að mörgu leyti á byrjunarstigi hvað snertir samgöngumál í lofti. Þó hlýtur hverjum manni, sem um þessi mál hugsar, að vera ljóst, að flugsamgöngurnar eru fram- tíðin í okkar stóra, en strjál- bygða landi. En það er mikið verkefni fyr- ir höndum og vafalaust tekur það tíma að gera það, sem gera þarf til þess, að við getum orð- ið sjálfum okkur nógir í þessu efni, sem öðrum. Margir ungir, íslenskir menn hafa lagt stund á fluglist hin síðari ár. Þeir hafa sýnt, að þeir geta lært þá list til hlítar. En það þarf meira en menn til að stýra vjelunum. Það þarf vjelamenn, flugvallastarfs- lið og menn til að stjórna í hin- um ýmsu greinum. Flugfjelag Islands er ekki umfangsmikið flugfjelag á alþjóðamælikvarða. Það á nú einar fjórar flugvjelar, en samt er starfsfólk fjelagsins um 20 manns — og það verður ekki komist af með minna. • Verðum að vera sam- kepnisfærir. ÞAÐ KEMUR vonandi að ])VÍ, að íslendingar taka í sínar hend ur alla stjórn flugmálanna hjer innanlands. Flugvellir, sem nú eru í höndum setuliðsins, verða alíslenskir með íslensku starfs- liði. En það þarf meira heldur en að segjast ætla að taka að sjer flugvallarekstur og flugmála stjórn. Það þarf þaulæfða menn og vel mentaða á sínu sviði í hverja einustu starfsgrein. Þetta verðum við að gera okkur ljóst nú þegar. Það er til nóg af ung- um mönnum, sem hafa áhuga fyrir þessum málum. Sumir hafa brotist í það af eigin ramleik að leita sjer mentunar á sviði flug- málanna og fengið misjafnar undirtektir, ef þeir hafa leitað til hins opinbera um lítilsháttar aðstoð. Þetta verður að breytast. Það þarf að hvetja unga menn til að menta sig á sviði flugmálanna og veita þeim aðstoð ef með þarf. Það getur komið að því fyrr en varir, að við þurfum á þeim að halda. Eining' er nauðsynleg. ANNAÐ atriði, sem nauðsyn- legt er til |)ess, að flugmálin geti farið vel úr hendi hjá okkur, er eining. Það má ekki ske, að smá flugfjelög rísi upp í landinu eins og gorkúlur á haug. Það er ekki hægt að reka flugfjelög eins og leigubílastöðvar. í þessum mál- um má ekki hver hendin verða upp á móti annari. Góðar flug- vjelar eru dýr tæki •—• ekki leik- föng. Hvort útlit er fyrir þetta, skal jeg ósagt látið. En það skaðar ekki að benda á hættuna. Það verður að sameina krafta þá, sem fyrir eru í landinu, til þess að flugmálin nái sem fyrst þeim þroska, sem nauðsynlegur er. • ísland þýðingarmik- ill áfangi. FLUGMÁLASJERFRÆÐING- UM ber saman um, að ísland verði þýðingarmikill áfangi í flugsamgöngum milli landa í framtíðinni. Þetta verða Islend- ingar að gera sjer ljóst nógu snemma og haga sjer þar eftir. Islendingar þurfa að eignast sínar eigin flugvjelar til að halda uppi ferðum, bæði innan- lands og til útlanda, í samvinnu við aðrar þjóðir. Flugmálin eru mál, sem vand- farið er með og það getur oltið á miklu í framtíðinni, að rjett sje á þeim haldið fyrir okkar hönd, einmitt núna í byrjun. • Nýstárleg barnabók. „UNGUR VAR JEG“ heitir nýútkomin barnabók, sem barst mjer upp í hendurnar á dögun- um. Þetta er nýstárleg barnabók að því leyti til, að allar sögurn- ar í henni eru eftir íslenska menn og segir hver fyrir sig frá einhverju, er fyrir hann eða hana kom í æsku. Höfundar eru flestir þjóðkunnir menn. Utgáf a þessi er tileinkuð - Sig- urbirni Sveinssyni, höfundi Bernskunnar, sem miðaldra ís- lendingar og yngri kannast við og minnast sem skemtiíegustu bókar frá æskuárunum. Meðal þeirra, sem skrifa í „Ungur var jeg“ eru forsetinn, Sveinn Björnsson, sem segir frá ferðalagi austur yfir Fjall, þeg- ar Ölfusárbrúin var í smíðum. Aðrir höfundar eru t. d. Bjarni Jónsson vígslubiskup, Eyjólfur Guðmundsson bóndi, Hvoli, dr. Guðmundur Finnbogason, Krist- leifur á Kroppi, svo nokkrir sjeu nefndir. Það er spá mín, að þessi bók verði ekki síður vinsæl meðal fullorðinna en barna og ungl- inga, því fyrir mörgum munu rifjast upp æskuminningar í sambandi við þær frásagnir, sem í bókinni eru. „Konungur vor hefur lifað þreng- ingartíma með þjóð sinni" —Damgaard biskup FUGLSANG DAMGAARD biskup komst m. a. svo að orði í prjedikun, sem hann flutti í tilefni 74 ára afmælis Kristjáns/ 10. Danakonungs: „Konungur vor hefir lifað þrengingartíma með þjóð sinni. Guði sje lof og þökk fyrir, að elskuðum konungi vorum hef- ir ekkert mein verið gert. -—- Keppið að friði og reglu, en þreytist ekki í baráttunni fyrir rjettlæti og sannleika. Munið, að hin heilögu orð um trú og sannleika eru ykkur styrkur. Missið ekki trúna, sem þið vit- ið, að ber ávöxt“. (Frá danska útvarpinu hjer).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.