Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 1
16 síður
Bl. árgangu*.
218. tlb. — Fimtudagur 28. september 1944.
Isafoldarprentsmiðja hJ.
FALLHLÍFAHERDEILD BRETA HJÁ
ARNEM HÖRFAR VESTUR YFIR RÍN
Varsjábúar verða
að borða hundakjöt
LONDON 1 gærkvöldi: —
Varsjábúar, sem nú hafa barist
við Þjóðverja í 7 vikur neyð-
ast nú til að leggja sjer hunda-
kjöt til munns, til að deyja ekki
úr hungri ,eftir því, sem segir
[ fregn, sem barst í dag frá
Vai'sjá til pólsku stjórnarinnar
hjer í London.
Segir í sömu fregn, að birgð-
ir þær, sem borist hafi með
flugvjelum til borgarinnar,
sjeu alveg ónógar.
—Reuter.
Bandamenn ssekja
yfir Rubico á Ífaiíu
Róm í gærkveldi.
Hersyeitir iir 8. hernum
haida áfram sókn sinni frá
Rimini og eru komnar til
hæ.jar eins um 12 km. frá
Rimini. Hersveitir banda-
manna hafa sótt norður yfir
Rubico ána á nokkrum stöð-
um og náð öruggri fótfestu á
norðurbokkum árinnar. Þjóð-
ver.jar verjast af miklu kappi.
Á miðvígstöðvunum í Italíu
hafa bandamenn sótt fram lít-
ilsháttar. — Reuter.
Manntjón Þjóð-
verja 900 þúsund
á Vestur-vígstöðv-
unum
LONDON í gær: — Frjetta-
ritari Reuters, sem er með 1.
hernum ameríska í Frakklandi
símar í dag, að í aðalstöðvum
hersins sje talið, að frá því
bandamenn gerðu innrás sína
í Frakkland í sumar, hafi mann
tjón Þjóðverja numið um 900
þúsund manns; fallnir, særðir
og leknir höndum.
Stormur hindrar kosn-
ingar.
London: Nýlega áttu þing-
kosningar að fara fram á eynni
Jamaica, en kjördaginn var
svo mikill stormur, að engum
manni var fært úr húsi allan
daginn. Voru greidd fáein at-
kvæði, en gerð ógild og kosn-
ingum frestað fram í febrúar
næst komandi.
Forsefi Fitippseyja
SERGIO OSMENA heitir forseti Filipseyja, eftirmaður
Manuel Quezon, sem nýlega er látinn í útlegð í Bandaríkj-
unum. Myndir hjer að ofan var tekin er hinn nýji forseti var
að vinna eið að stjómarskránni, eftir að hann hafði tekið
við forsetaembættinu.
Rússar fara inn í
Ungverjaland
LONDON í gærkveldi: Rúss-
neskar hersveitir og rúmensk-
ar hafa sótt fram inn í Ung-
verjaland og tekið þar nokkra
bæi. í þýskum fregnum er tal
að um sókn Rússa inn í Júgó-
slafíu, en þær fregnir hafa ekki
verið staðfestar af Rússum, sem
ekki hafa getið um sókn inn í
Júgóslafíu síðan fyrir alllöngu,
að þeir sögðu frá sókn hjá
Turno Severin.
í Eistlandi hefir enn verið
um framsókn að ræða hjá Rúss
um, en litlar breytingar virð-
ast hafa átt sjer stað á öðrum
vígstöðvum í dag.
Slys við skotæfingar.
Zurich: Sex hermenn og einn
liðsforingi fórust, er fallbyssa
sprakk við æfingar svissnesks
stórskotaliðs fyrir skemstu. Er
talið að þetta hafi verið að
kenna skeytingarleysi þeirra,
sem hreinsuðu byssuna.
Flaug undir Eiffelturn-
inn.
París: Amerískur orustuflug
maður flaug nýlega Thunder-
bolt-orustuflugvjel sinni gegn-
um neðsta boga Eiffelturnsins
fræga og það með 320 km.
hraða á klukkustund. Þykir
þetta djarft afrek.
LoHárásir á borgir
í Ruhr-hjeraði
LONDON í gær: — Um 1100
amerísk flugvirki og liberator
Sprengjuflugvjelar fóru í dag
til árása á borgir í Ruhr-hjer-
aði- Voru gerðar harðar árásir
á samgönguleiðir og verk-
smiðjur.
Til allsnarpra bardaga kom
við orustuflugvjelar Þjóðverja
og voru að minnsta kosti 41
þýsk flugvjel skotin niður. —
Bandamenn misstu 42 sprengju
flugvjelar og 7 orustuflugvjel-
ar. —Reuter.
Úthluiun matvæia-
seðla hefst í dag
ÚTHLUTUN matvælaseðla
fyrir næsta úthlutunartímabil
hefst í dag. Afgreiðslan verður
í Hótel Heklu og verður opin
kl. 10—18 í dag og á morgun,
en kl. 10—12 á laugardag.
Seðlarnir verða aðeins af-
hentir gegn stofnum núgildandi
matvælaseðla, greinilega áletr-
uðum.
ítölum bannað aðgangur
London: Borgarstjórinn í
bænum Saffron Walden í
Essex, hefir lagt blátt bann við
því, að ítalskir stríðsfangar
fái að vera á dansleikjum, sem
haldnir eru í þessum bæ.
Lið þetta bjargaði
brúarsporði Banda-
manna við Nijmegen
London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
BRESKA FALLHLÍFADEILDIN, sem send var til Arnhem í
Hollandi fyrir sunnudaginn 17. september í þeim tilgangi að ná
brúm yfir Lek-fljót (Neðri-Rín) og sem varist hefir þar ein-
angruð í 9 sólarhringa, hefir verið flutt vestur yfir fljótið aft-
ur. Upphaflega voru sendir 6—7 þúsund manns til svæðisins hjá
Arnhem. Rúmlega 2000 komu aftur, en um 1200 særðir her-
menn voru skildir eftir ásamt hjúkrunarliði. Hinir hafa fallið
í einhverjum mestu orrustum, sem um getur í styrjöldinni.
Bandamenn senda
lið fil Albaníu
LONDON í gær: — Tilkynt
er í aðal^Jöðvum banda-
manna við Miðjarðarhaf, að
bandamenn hafi sent lið sjó-
leiðis til Albaníu og eyjanna
við Dalmatíuströnd. — í liði
þessu eru bæði hermenn banda
manna og föðurlandsvinir.
Nokkuð lið hefir einnig ver-
ið sent loftleiðis og sviíið til
jarðar í fallhlífum.
Liðsflutningar þessir hafa
staðið yfir undanfarna 10 daga
og hafa bandamenn allmikið af
strandhjeruðunum á sínu valdi.
—Reuter.
Pjetur Gautur
leikinn í London
LONDON: Nýlega hófust
hjer sýningar á Pjetri Gaut. —
Er hann sýndur í The New
Theatre. Hákon Noi’egskonung
u.r var viðstaddur frumsýning-
una, ásamt sendiherra Norð-
manna í London. — Eftir sýn-
inguna var Ralph Richardson
kyntur fyrir konungi, en hann
ljek aðalhlutverkið, Pjetur
Gaut.
Lávarður ákærður
LONDON: Lávarður nokkur
hefir verið tekinn fastur, fyrir
að ná peningaávísun af konu
nokburri undir fölsku yfir-
skyni. •— Avísunin nam að verð
mæti um 900 krónum.
Situr lávarðurinn nú í varð-
haldi.
Björguðu brúarsporðinum
hjá Nijemegen.
Það var þetta fallhlífarlið, er
gerði Bretum mögulegt að ná á
sitt vald brúnni miklu yfir
Waal, sem er um 16 km vestar
og stækka yfirráðasvæði sitt á
brúarstæðinu fyrir austan
brúna. Með vörn sinni við
Arnhem hefir þetta fallhlífar-
lið unnið bandamönnum ómet-
anlegt gagn í sókninni til
Þýskalands. Upphaflega var
ætlanin, að hersveitir úr öðr-
um her Breta sæktu fram
milli ánna Waal og Lek og
kæmi fallhlífaliðinu við Arn-
hem til hjálpar, en Þjóðverjar
veittu svo öflugt viðnám, að
það tókst ekki og á mánudag
var gefin skipun um að liðið
skyldi hörfa vestur yfir Lek.
Mikil hetjudáð,
Frjettaritarar, sem voru með
fallhlífaliðinu breska við Arn-
hem róma mjög hetjuskap fall
hlífaliðsins, sem þarna barðist
gegn úrvalssveitum Þjóðverja
í níu daga. Liðið var matar-
laust og hafði ekki nema riffla
og önnur smávopn gegn skrið-
drekum og vjelahersveitum
Þjóðverja. Fallhlífaliðið náði á
sitt vald brúnni yfir Lek hjá
Arnhem um tíma, en misti
hana aftur. Rigning var á þess
um slóðum og lágskýjað allan
tíminn. sem liðið barðist við
Arnhem og var það ein aðal-
orsökin til þess, að ekki var
hægt að flytja birgðir loftleiðis
til liðsins.
Brúin yfir Waal, hjá Nije-
megen var miklu þýðingar-
meiri en brúin yfir Lek, því
Waal er miklu meira vatns-
fall og erfiðara yfirferðar en
Lek.
Pramh. á bls. 12