Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 9
Fimtudagur 28. sept. 1944. MORGUNBLAÐIB LÆKNAVÍSINDIN OG SÁRSAUKININI I EINUM af spítölunum á Suður-Kyrrahafssvæðinu heyrði jeg landgönguliða, sem misst hafði annan hand legginn, tala við lækni um . sársauka, sem hann þjáðist af löngu eftir að sárin voru gróin. Hann sagðist finna til í úlfliðnum, lófanum og fingrunum og handleggnum sem hann hafði misst. Þegar landgönguliðinn var farinn, sneri læknirinn sjer til mín og sagði: „Pilturinn finnur í raun og veru til handarinnar. Efnislega sjeð, þjáist hann af skynvillu, en sársaukinn er samur og þungbær". Sama kveldið horfði jeg á lækninn dæla hovocdinupp- lausn (deyfingarlyf) inn á taugarnar, sem eitt sinn fluttu skynjanir frá hand- leggnum, er tekinn hafði verið. Jeg sá sljettast úr þján- ingarhrukkunum á andliti piltsins, er sársaukinn hvarf. — Mörgum dögum seinna var harm enn þján- ingarlaus, hann fann til handleggsins, sem ekki var til, eins og áður, en sárs- aukinn var horfinn. Læknirinn gat ekki gefið neina örugga skýringu á þessu, en hann hafði samt myndað sjer skoðun á fyr- irbrigðinu. Hann hjelt, að fólk, sem missi hönd eða fót, geymdi í undirvitund- inni mynd af limnum, eins og hann var. Hinir sundur- skornu taugaendar, í stúfn- um, hjeldu áfram að senda sársaukaboð til heilans, og að þessum boðum væri þar skipað á sinn gamla stað, og skynjuðust eins og limur- inn væri erm áfastur við líkamann. Þótt læknar geti ekki fyllilega skýrt hvernig á því stendur, tekst oft að gefa langvarandi bata, stundum fullkominn bata, með því að dæla hovocdin inn í tauga- endana. Þessi lækning tekst ekki alltaf, en þegar hún tekst, er það engu líkara en kraftaverk. Nú, á síðustu árum, hafa taugas j úkdómafræðingar, taugaskurðlæknar og lífeðl- isfræðingar komist að fleiru um sársaukann og hvernig á að hafa hemil á honum, en nokkurn tíma hefir verið vitað áður. Mikill hluti þessarar nýju visku hefir fundist með til- raunum, sem vísindamenn- irnir hafa framkvæmt á sjer sjálfum. Einn af fremstu mönnum Breta á þessu sviði, skar, með mikilli nákvæmni, mis munandi þykkar sneiðar af hörundi sjálfs sín, til þess að mæla sársauka skynið í hinum ystu lögum hörunds ins. Aðeins með þessari sjálfs pyndingu gat hann með vissu, fengið að vita, að ytri lög hörundsins geymdu snertiskynið og líffæri þess, en dýpri lögin fluttu sárs- aukataugarnar. Á meinafræðirannsókn- arstofnun einni í New York EFTIR ALBERT Ö. MAISEL Eitt erfiðasta viðfangsefni læknavís- indanna um aldáraðir var, að finna ráð til að yfirbuga sársaukann, eða deyfa hann það mikið, að fært væri að fremja handlæknisað- gerðir á líkama mannsins. Enn eru menn all- fjarri því marki að hafa náð fullkomnun í þessari list, en mikið hefir þó áunnist og meira er í vændum eins og sjá má af grein þessari. framkvæmdu tveir menn ertingar þurfi að vera til jafn-einkennilegar tilraunir þess að fólk skynjí hana sem á sjálfum sjer. Á.hverjum sársauka. degi lagðist annar hvor þeirra á legubekk, sem stóð hjá leirkrukku, sem full var af ísköldu vatni. — Hann rak annan handlegginn nið- ur í vatnið, sem var að frjósa og hjelt honum þar, uns sársaukinn varð því nær óbærilegur og fekk manninn til að kófsvitna, þrátt fyrir kuldann. Fjelagi hans hafði gát á líðan hans, mældi áhrif sársaukans á blóðþrýsting- inn, hjartsláttinn og hand- legginn sjálfan. Því næst tóku þeir að mæla áhrif lyfja á sársaukakenndina. Þeir komust að því, að lyf, sem víkka út æðarnar, höfðu engin áhrif á kulda- skynið, en lyf,. sem herptu æðarnar saman juku sárs- aukann og lengdu tímann, sem til hans fannst um 50%. Að lokum tókst þessum mönnum að ákveða með ná- kvæmni hvaða taugar það væru, sem flyttu kulda- skynið, og núna hjálpar sú viska læknum, að koma í veg fyrir ofkælingu og að ljetta kvalir þeirra manna, er fara í sjóinn, þegar skip- um er sökkt eða flugvjelar hrapa við* Grænland eða Alaska. Læknir nokkur, er vinn- ur við spítala í New York, fann upp tæki, sem mælir sársauka-þröskuldinn, en það er, hve mikill styrkleiki Hve mikilvægt það er, að geta framkvæmt þessar mælingar, sjest af því, að takmark því nær allra sárs- aukadeyfandi lyfja er að hækka sársauka-þröskuld- inn. Við höfum notað mor- fin, alkohol og aspírin í marga mannsaldra, en að mestu leyti í blindni. Núna hefir tekist að mæla með nákvæmni hin deyfandi áhrif hvers lyfs. — Morfin t. d. hækkar sárs- aukaþröskúldinn um 200%* codein (sem ásamt morfin o. fl., er eitt efnið í ópíum), aðeins um 50%, alkohol 45'/( og aspirin 35%. Það hefir einnig tekist að sýna fram á að ef magn lyf j anna fer fram úr vissu marki, er ekki hægt að bú- ast við meiri verkunum, og að ef tvö deyfandi lyf, eru í sömu blöndu, þá hækkar hún ekki sársaukaþröskuld- inn um meira, heldur en það lyfið, sem sterkara var, myndi. hafa gert eitt út af fyrir sig. En aftur á móti eru blöndur stundum til hagnaðar, t. d. þegar bland- að er saman tveimur lyfj- .um, þar sem annað verkar mjög fljótt en skammt, og hitt aftur á móti verkar seinna og lengur. Sjerfræðingar hafa einn- ig getað sannað, að það þræoir. inn gat beint huganum frá kvölunum, sama er að segja um dáleiðslu. Allar þessar rannsóknir hafa sannað hluti, sem læknar um langan aldur hafa haldið að væru svo. — Nú að síðustu vita þeir, að svona er það, og geta nú mælt allt og grannskoðað af mestu nákvæmni. Núna geta taugasjerfræð- ingar teiknað margbrotin og nákvæm kort yfir tauga- leiðirnar, sem líta út eins og símalínur, er liggja úr öllum áttum að skiftistöð, þar sem einstakir þræðir renna saman í aðra sverari, er svo halda áfram upp mæmuns og til heilans. Læknum hefir ekki ein- ungis tekist að sýna fram á, að skilaboðin eftir taug- unura eru rafmagnsstraum- ur, heldur hefir þeim og tekist að mæla rafmagns- magnið í einum taugaþræði og með hve miklum hraða það fer eftir honum til heil- ans. Með rafeindaáhaldi. sem kallað er katóðugeista os- cillograph (titringsmælir), var hægt. að sýna fram á, að rafstraumurinn fer mis- munandi hratt eftir taugun- um. Taugar þær, sem mjósta þræði hafa, flytja strauminn hægast, einn eða tvo metra á sekundu, eða með göngu- hraða. Hröðustu skilaboðin fara með 120 metra hraka á sekúndu, eða álíka og steypiflugvjel. Við skulum nú athuga hvað skeður, þegar maður t. d. missir eitthvað þungt ofan á stórutána aðra hvora. Fyrst finnur maður skyndi legan snöggan sársauka, sá sársauki hefir farið eftir tugunum með gildum þráð- um, sem kallaðar eru af líf- eðlMræðingum A-flokks hækkaði sársaukaþröskuld- inn að mun, ef sjúklingur- Sfimson 09 Eis&nkower HENRY STIMPSON hermálaráðherra Bandaríkjanna hefir verið á vígstöðvunum í Frakklandi í eftirlitsferð. Þar hitti hann Eisenhower yfirhershöfðingja og var þessi mynd tekin af þeim við það tækifæri. Nokkru seinna verður . maður var við aðra tilfinn- inpu; sársaukinn verður jafn og hækkar yfir alla tána og það er eins og hann slái líkt og slagæð innan í henni. Þessi ..hægfara"- sársauki fór eftir C-flokks taugum, sem eru mjóar og kom rjett með gönguhraða til heilans. Læknar hafa fundið upp margar skurðaðgerðir, sem beinast að því, að minnka pársauka, en aðgerðirnar bvpgiast á náinni þekkingu á lenu brauta og stöðva í tupakerfinu. Þegar sársaukinn er bund inn við eina -taug, er hin stundum skorin í sundur. Stundum barf að skera í sundur aftari mænutauga- ræturnar. En í öðrum til- fellum er framkvæmd að- gerð, er nefnist „cordoto- mie", en það er að skera í sundur hluta af taugastreng er flytur hita-kulda-sárs- auka-snerti og þrýstiskyn frá líkamanum til heilans. Við þessa aðgerð ríður mikið á, að vera vel kunn- ugur á þessum slóðum, þar sem taugarnar liggja. Ytri hluti taugastrengsins flytur boð frá neðri hluta líkam- ans. — Taugaskurðlæknar geta því skorið mátulega djúpt til þess að gera mann inn tilfinningalausan, rjett upp fyrir þann stað, sem sársaukinn stafar frá. — Ef aðgerðin er gerð með lægni og kunnáttu á hún ekki að hafa íför með sjer missi snerti- nje djúpskyns, en losa menn aftur á móti við sársauka-, hita- og kulda- skyn frá þeim bletti, sem skynjunin kemur frá og fyrir neðan hann. Læknar forðast samt sem mest skurðaðgerðir á taug- um, en reyna heldur í lengstu lög að nota lyfin. — Mörg ný lyf hafa komið á markaðinn nú síðustu árin, eitt af þeim merkari er svæfingalyf, er nefnist Nat- rium-Pentothol. Það er gef- ið inn í æð og er óhætt að gefa það nokkuð fljótt. Jeg minnist þess, að hafa sjeð ungan hermann, sem særst þafði af japanskri sprengikúlu. Yfirlæknirinn talaði nokkur orð við hann og bað hann svo að telja upp hátt. Á meðan byrjaði að- stoðarmaður læknisins að dæla lyfinu inn í æð í ann- ari olnbogabót hermanns- ins. Hermaðurinn taldi upp hátt, hátt og skýrt fyrst framan af, en er hann var kominn upp að þrettán, fór röddin að verða óskýr og er komið var upp að sextán var hann steinsofnaður og læknirinn byrjaður að skera. Læknar dæla nú novoca- ini inn í taugar til þess að draga úr sársauka þegar menn togna. í staðinn fyrir að búa um öklalið, sem tognað hefir eftir öllum kúnstarinnar reglum, svo að sjúklingur- inn getur lítt notað fótinn, þá er notuð deyfing, sem gerir það að. verkum, að maðurinn er fær um að fara strax aftur til starfs síns. Þótt taugaskurðlæknum hafi tekist svo vel í baráttu sinni gegn sársaukanum, að enginn hefði trúað því fyrir fimm árum síðan, þá vita þeir, að margar enn stór- kostlegri framfarir eru í vændum innan skamms tíma. Það tvent fór ekki saman. London: Guy Gibson flug- foringi, sá er stjórnaði árás bresku flugmannanna á Möhne og Eider-flóðgarðana í Þýska- landi í fyrra, og hlaut mikla frægð og heiðursmerki fyrir, hefir á síðustu stundu hætt við að bjóða sig fram til þings, sem frambjóðandi stjórnarinnar bresku, við aukakosningu. A- stæðan var sú, að þingmenska og foringjatign í hernum fór ekki saman að hans dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.