Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 1. október 1944, Ölfusárbrúin opnuð á ný Vel unnið verk og þakklátt Mennirnir, sem stóðu fyrir aðgerðum á Ölfusárbrú. Talið frá vinstri: Benedikt Gröndal verkfræðingur, Þórður Stefánsson verkstjóri og Ásgeir Sigurðsson forstjóri. (Ljósm.: Mbl. Jón Sen) ÞAÐ VAR hátíðarsvipur yfir Selfossþorpi í gærmorgun. Fán a r voru dregnir að hún á hverri stöng í þorpinu. Óvenju margt fólk var á ferli utan húss, enda þótt kalt væri í veðri, og allir voru í ljettu skapi. Innan stundar átti að opna Olfusárbrú fyrir bílaumferð. Það var þessi atburður, sem Selfossbúar voru að fagna. Biiaraðir. Vegamálastjóri hafði tilkynt í útvarpinu á föstudagskvöld, að Olfusárbrú yrði opnuð kl. 9 árd. næsta dag, laugardag. Það leyndi sjer ekki að þessi tilkynning vegamálastjóra hafði verið mörgum kærkomin. — LÖngu fyrir hinn tilsetta tíma, sem opna átti brúna, voru bílar farnir að streyma að. Þegar stundin nálgaðist voru langar bílaraðir, beggja megin árinnar, aðallega vörubílar með alskonar varning. Vestan árinn ar bar mest á bílum Kaupfjel. mjólkurbrúsa. En austan voru aðallega bílar með sláturafurð- ir þar voru m. a. bílar sem kom ið höfðu alla leið austan frá Vík í Mýrdal. Bimin opnuð. Kl. rúmlega 9 ók fyrsti bíll- inn yfir brúna. Var það fólks- bíli og í honum voru vegamála stjóri, Benedikt Gröndal verk- fræðingur, Ásgeir Sigurðsson forstjóri Landssmiðjunnar og vfet'kstjórarnir, Þórður Stefáns- son og Jón Ingvarsson. Strax á eftir fór svo hver bíll inn af öðrum yfir brúna, en- verðir voru beggja megin og sáu um, að ekki færi nema einn bíJtl yfir í einu. Var óvenjumikii umferð yf- ir brúna þenna fyrsta dag, sem bén var opnuð. Lnaferðarregiur. Vegamálastjóri hefir tii briðabirgða sett eftirfarandi reglur um umferð á brúnni: Ekki mega bílar fara yfir brúna, sem eru þyngri en 6 tonn, að meðtöldum farmi. Bílstjórar á fólksbílum, sem hafa yfír 7 farþega eru hvattir tit að láta farþega ganga yfir brúna. Verðir verða beggja megin brúarinnar, til þess að gæta þess að settum reglum verði fyfgt. Vogir verða settar í veginn t>eggja megin árinnar, til þess að tryggja að ekki fari of þungir bílar yfir brúna. Það be.fir ekki verið unt að ganga fr.i þessum vogum ennþá. en þið verður gert eins fljótt og urú er. Vegamálastjóri skora-r á alla bílstjóra og aðra, sem hlut eiga að máli að gæta þess vandlega. að settum reglum vei-ði fylgt í hvívetna, Vel unnið verk. Þesi hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að vegamála- síjóri hafði falið þeim Bene- dákt Gröndal verkfræðingi og Áfegeiri Sigurðs^yni forstjóra Landssmiðjunnar, að lyfta bcúnni og setja hana í stand, ef þóss. væi'j nokkur kostur. Þeir tó!" þeíta að sjer og rjeðu Þórð Stefánsson verkstjóra hjá Slipp fjelaginu til þess að hafa verk- stjórn á hendi. Einnig var þarna Jón Ingvarsson Selfossi, verkstjóri Vegagerðarinnar. Þessum mönnum hefir tekist svo giftusamlega með þetta verk, að nú er Olfusárbrú opn uð á ný fyrir bílaumferð, og ó- efað má fullyrða, að brúin verð ur örugg meðan verið er að byggja nýju brúna. Ber að þakka þessum mönnum fyrir' híð ágæta starf, sem þeir hafa int af hendi. Samtal við Benedikt Gröndal. Morgunblaoið átti tal við Benedikt Gröndal verkfræðing og fjekk hjá honum eftirfar- andi upplýsingar um tilhögun og gang verksins. Það, sem hjer verður sagt, styðst við frásögn hans. Byrjað var á því að ná upp burðarstrengjunum, sem dreg- ist höfðu úr festunum og fallið niður í ána. Þegar strengjunum hafði verið komið fyrir á sín- um stað, voru settar „talíur“, sem festar voru frá aðalstrengn um og undir brúarvænginn, sem fallinn var. Þvínæst voru tvær dráttarvjelar, sem Vega- gerðin á, lálnar toga í, og tókst þannig að lyfta brúnni til hálfs. Þegar þessu var lokið, var komið fyrir mörgum keðju- „talíum“ víðsvegar á strengn- um og í neðri brúarkantinn. Þanmg "Var svo brúin dregin smám saman upp, þar til hún var orðin nokkurn veginn rjett. Þá var farið að ganga frá slrengjunum. Ný uppihöld (togbönd) voru smíðuð í alla brúna. Svo var settur einn nýr burðarstrengur beggja megin, til öryggis. Þeir voru festir á þann hátt, að strengjunum var vafið utan um steinstólpana, vestan árinnar, en að austan var setlur nýr járnbolti í gamla stöpulinn og steyptur nýr stöp- ull til öryggis. Var nú brúin komin í rjettar skorður og trjesmiðir fengnir lil þess að lagfæra og endur- bæta sjálfa brúna. Að lokum sagði Benedikt þetla: Enda þótt brúin megi teljast traust og örugg eins og hún er nú, er hjer aðeins um að ræða bráðabirgðaaðgerð og get ur því brúin ekki orðið til fram búðar. Benedikt kvað verkið hafa gengið vel, enda þótt óhentug veðrátta, allan tímann, hafi lorveldað vinnuna. En verka- mennirnir tjetu sig þetta engu skifta; þeir unnu með ágætum, sagði Benedikt. Tel jeg mikið happ að hafa fengið Þórð Stef- ánsson til þess að hafa verk- stjórn á hendi. Hann og Jón Ingvarss^n unnu verk sín með meslu prýði. Verslunarmanna- Sjelag stofnað í Veslm.eyjum Vestmannaeyjum 30. sept. Frá frjettaritara vorum. Að undanförnu hafa versl- unar- og skrifstofumenn í Vest mannaeyjum unnið að stofnun verslunarmannafjelags, er starfi á líkum grundvelli og Verslun- armannafjelag Reykjavíkur ger ir, og í gær var fjelagið sbofn- að. Stofnendur voru 42 og hlaut fjelagið nafnið Verslunarmanna fjelag Vestmannaeyja. Á stofn fundi voru kosnar ýmsar nefnd ir og stjórn kosi_n, en hana skipa: Páll Eyjólfsson formað- ur. Richard Pálsson ritari og Oskar Sigurðsson gjajdker.i. p- Bj. Guðm. I Sosnokowski farinn London í gærkveldi: I dag svifti forseti pólsku útlagastjórnarinnar í London, Sosnokowski yfirhershöfðingja stöðu sinni og tign, vegna dag- skipanar þeirrar, sem hann gaf út fyrir nokkru og kvartaði um í, að bandamenn veittu pólska uppreisnarliðinu í Varsjá eng- an styrk. — Verður Komor- owski, eða Bor, eins og hann hefir verið kallaður, foringi uippreisnarmanna í Varsjá, sett ur í embættið í hans stað. — Sosnokowski hefir verið yfir- hershöfðingi pólslta hersins gíð an Sikorski fórst í hitteðfyrra. — Reuter. Nýr íþróttaleiðtogi. London: Þýska frjettastofan segir, að Ritter Karl von Halt, fyrrum íþróttagarpur og Olym piumeistari, hafi af Hitler ver- ið skipaður íþróttaleiðtogi þýska ríkisins. Bæjarbúum mun nú í dag gef ast kostur á að sjá og heyra hinn heimfræga hljómsveitar- stjóra, Arturo Toscanini stjórna „Lofsöng þjóðanna“ eftir Verdi í kvikmynd, sem Gamla Bíó sýn ir í dag og næstu daga. Toscan- ini er nú orðinn aldurhniginn, eða 76 ára að aldri. Verkið er flutt af hljómsveit National Broadcasting Corpora tion í New York, með aðstoð Westminster-kórsins. Einsöngs- hlutverkið er sungið af Jean Peerce, söngvara við Metropo- litan operuna í New York. Verdi samdi verk þetta í til- efni af heimssýningunni í London 1862, og fljettaði inn í það þjóðsöngvum Breta og Frakka, ásamt hinum ítalska söng Mameli. Toscanini hefir sjálfur bætt. við það . alþjóOa- áttu hinni *sameinuðu þjóða. Engin ferðalög til Frakklands. London: Vegna allmargra fýrirspurna fólks um það, hvort ekki væri hægt að fara að ferð ast til Frakklands, hefir innan- ríkisráðuneytið breska gefið út ’yfirlýsingu þess efnis, að alt Frakkland sje enn skoðað sem hernaðarsvæði og komi ferðir óbreyttra borgara þangáð ekki til greina í bráð, nje til annara hertekinna landa Vestur-Ev- rópu. Kvölöskóli K. F. U. M. verður settur í húsi K. F. U. M. og K. við Amtmannsstíg mánud. 2. okt. kl. 8 Vz síðd. Nauðsyniegt er, að all- ir þeir, sem sótt hafa um skóla- vist, mæti þá eða einhver fyrir I þeirra hönd, því raðað verður í j deildir þegar að lokinni skólasetn ingu. Umsækjendur á biðlista eru einnig beðnir að mæta. Verða þeir þá teknir í skólann eftir röð í stað þeirra væntanlegu nem- enda, sem ekki koma til skóla- setningar eða senda einhvern fyr ir sig. söng verkamanna, sem til skamms tíma var þjóðsöngur Rússa, svo og þjóðsöng Banda- ríkjanna. í inngangi myndarinnar sjást þættir á heimili Toscanini. —■ Lagið, sem heyrist í þessum þáttum, er Garibaldasöngurinn, útsettur af Toscanini sjálfum. Myndin sjálf hefst með því, að Toscanini lyftir taktstokkn- um og byrjar á forleiknum ,,La Forza del Destino“,“ eftir Verdi. Ahrifamesta atriðið í myndinni er að sjálfsögðu „Lofsöngur þjóðanna“. Myndin sýnir vel Toscanini að verki, látbragð hans og til- þrif.. Toscanini og aðrir þeir, sem unnu að töku myndarinnar, gerðu það endurgjaldslaust, og var það framlag þeirra til bar- Toscanini á kvik- mynd í Gamla Bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.