Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. október 1944. Ut.g.: H.f. Arvakur, Reykjavík Fram]cv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiCsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innaniands, kr. 10.00 utanla-nds f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. i________________________________________________________ Iðju verkfallið ALDREI hefir það sannast eins átakanlega og nú, í sambandi við Iðju-verkfallið, hversu skaðsamlegt það er að kaupdeilur sjeu reknar með offorsi, í stað þess að reyna til hins ítrasta að leysa þær friðsamlega. Iðjuverkfallið hófst 1. ágúst s. 1. Bar þá svo mjög á milli, að ekki var viðlit að koma á sættum. Til þess að almenningur geti betur áttað sig á þessari langvarandi deilu, þykir rjett að skýra í stórum dráttum hvernig mál- ið stóð í upphafi deilunnar og hver lausnin varð að lok- um. Karlmenn í hæsta launaflokki höfðu samkvæmt eldri samnnigi 440 kr. grunnkaup á mánuði og 10 veikindadaga, á fullu kaupi. Þessir 10 veikindadagar eru taldir samsvara kr. 13.75 mánaðarkaup, svo að hið raunverulega kaup var kr. 453.75 á mánuði. Með samningunum nú var fallið frá veikindadögunum, en mánaðarkaupið hækkað upp í 460 kr. Raunveruleg kauphækkun því kr. 6.25 á mánuði, eða um 1.4%. Krafa þessara manna var hinsvegar 500 kr. kaup á mánuði, auk veikindadaga. Kaup kvenna var samkvæmt fyrra samningi 265 kr. á mánuði og veikindadagar, sem reiknuðust kr. 8.32, eða samtals kr. 273.32 á mánuði. Hjer var einnig fallið frá veikindadögunum, en mán- aðarkaupið hækkað upp í 290 kr. Raunveruleg kaup- hækkun því kr. 16.68 á mánuði, eða um 6%. Krafa kvenmanna var hinsvegar 325 kr. kaup á mán- uði, auk veikindadaga. Þetta er þá árangurinn eftir tveggja mánaða verkfall. Karlmenn fá 1.4% kauphækkun og konur um 6%. Hvað skyldi svo þetta fólk þurfa langan tíma til þess að vinna upp beina tapið, sem það beið vegna vinnu- stöðvunarinnar? Ef til vill er það sjálft búið að reikna út tapið; en útkoman hlýtur að hafa verið miður glæsileg. Nú er öllum ljóst, að ef Iðja hefði strax í upphafi verið fáanleg til að semja upp á þessi sömu kjör, hefði aldrei neitt verkfall orðið. Þetta sýnir best, hve mikið tjón get- ur af því hlotist fyrir verkalýðinn, .að fela pólitískum ofstækismönnum forsjá kaupgjaldsmálanna. Reynslan hefir jafnan sýnt og sannað, að það er ekki fyrst og fremst velferð verkalýðsins, sem þessir menn hafa í huga. ★ íslenskur iðnaður hefir verið í örum vexti síðustu árin. Er ekki nema gott eitt um það að segja. En hinu megum við ekki gleyma, að allur okkar iðnaður er ekki reistur á traustum grundvelli. Og þetta er ekki aðeins alvarlegt íhugunarefni fyrir þjóðfjelagið í heild, heldur fyrst og frest fólkið, sem á lífsafkomu sína undir þessum atvinnu- rekstri. Þegar styrjöldinni lýkur og samkepnin hefst á öllum sviðum við aðrar þjóðir, er ákaflega hætt við að margs- konar erfiðleikar verði á vegi okkar unga iðnaðar. Og það er alveg víst, að verði kröfurnar á hendur iðnaðinum - hinar sömu eftir stríð og verið hafa að undanförnu, mun mörg iðngreinin hníga að velli. En þá er ekki ósennilegt að menn fari að skilja rjettmæti hinna gömlu sanninda: { Enginn veit hvað átt hefir, fyrr en mist hefur. 25 ára starhafmæli: Hjörfur Björnsson XJíluerji Árifar: M*1?****************^******************^! z ÚI Fái iðnaðurinn hinsvegar að blómgast og dafna. eru við hann tengdir ótal möguleikar. Ef vel og viturlega er á haldið, á iðnaðurinn einmitt að geta orðið mesta öryggi verkalýðsins. Hann' áí að geta bægt atvinnuleysinu frá dyrum verkalýðsins í framtíðinni. Þess vegna á það að vera keppikefli verkalýðsins að koma iðnaðinum á fastan og öruggan grundvöll. í DAG á Hjörtur Björnsson 25 ára starfsafmæli. Mörgum mun efalaust eins farið og skipstjóranum, sem jeg hitti um daginn. Jeg vissi, að hann þekti Hjört og spurði, hvort hann vissi, að Hjörtur Björns- son ætti afmæli á sunnudag- inn. — Nei. Hjörtur Björnsson, hvaða maður er það? sagði hann undrandi. — Það er hann Hjörtur hjá honum Magnúsi Benjamíns- syni. Þann þúsundþjalasmið kann aðist hann strax við og svo munu fleiri gera. Hjörtur hefir unnið hjá Magnúsi Benjamíns- syni í 25 ár, fyrst sem læri- sveinn, en síðar sem meðeig- andi. Hann er tvímælalaust ein hver hagasti maður hjer á landi og fæst við fleira en viðgerðir á úrum og klukkum. Oft sjást ótrúlegustu hlutir, sem ekki koma sigurverkum við, á verk- stæðinu hjá honum. Þeif hafa lent þar, af því að sjerstakrar nákvæmni og snilli þurfti til viðgerðanna. Við bæjarbúar erum margir þakklátir Hirti fyrir það að hafa gert við úr okkar og klukkur, svo að við getum komist á bíó og stefnu- mót í tæka tíð, en sjómennirn- ir minnast Hjartar eigi síður en við ,,landkrabbarnir“, því að þá gerir hann úr höfn með hárrjetta „krónómetra". Skipstjórinn, kunningi minn, sagðist hafa hitt Hjört í Vest- mannaeyjum í frosthörkunum í vetur. Hjörtur var að gera þar við vitann, sem var allur af göflunum genginn. — Við þyrftum bara að ná honum í Portlandsvitann líka. Það eru bölvaðir dutlungar 1 honum annað slagið. Það er meira öryggi fólgið í því að sigla eftir rjettum vita en þið „landkrabbarnir“ gerið ykkur ljóst. Við sjómennirnir erum ósjálfrátt þakklátir þeim manni, sem gerir vandvirknis- lega við þau tæki, sem auka öryggi okkar. Þannig sagðist skipstjóran- um, og hann lagði áherslu á orð in. Jeg efast eigi um, að hon- um sje hlýtt til Hjartar, og svo mun hverjum manni, sem kynnist honum Hirti hjá Magn úsi Benjamínssyni. Sem betur fer er 25 ára starfsafmæli Hjartar í dag, en hvorki fimtugs- eða sextugs- afmæli. Hann fylgir öldinni að áratáli, er fæddur árið 1900 Og er Húnvetningur að ætt og úppruna. Hann er maður, sem Fraiah. á bls. 10. (i (j ri Íí^inu Það, sem var í skúrnum. EINHVERNTÍMA á dögunum sagði jeg ykkur frá því, hve menn hjer í bænum eru fast- heldnir á ruslið sitt. Þeir, sem eru að hreinsa tii í bænum, hafa þráfaldlega orðið varir við þetta. Menn ætla bókstaflega al- veg vitlausir að verða, ef gam- alt og ónýtt rusl er tekið af lóð- unum þeirra. í gær gafst mjer tækifæri til að sjá eitt dæmi þessa. Hreins- unarmennirnir, sem mætti líka kalla þrifnaðarsveitina, voru að vinna í Suðausturbænum. Bak við hús á Bergstaðastígnum rák- ust þeir á fornfálegan skúr. Eig- andi skúrsins hafði farið fram á við þrifnaðarsveitina, að hún tæki hann burt, en annar maður hafði afnot af skúrnum og geymdi þar ýmislegt, sem honum var illa við að missa úr eigu sinni. Þetta var fremur lítill skúr, varla mikið stærri en píanó- kassi. Hafði skúr þessum auð- sjáanlega verið hróflað upp úr kassafjölum, einhverntíma í fyrndinni. En hann var fullur af því und- arlegasta samsafni, sem jeg hefi nokkru sinni sjeð saman komið í einni hirslu. Þarna voru fata- leppar, strigapokadruslur, sem ekki hjekk saman fyrir fúa. Stól- lappir, pappír og fleira og fleira. Innan um alt þetta voru beina- grindur af fiskum. Sennilegt, að upphaflega hafi þarna verið geymdur harðfiskur, en rotturn- ar höfðu nagað utan af beinun- um. Innan um alt þetta voru rottuhreiður. Ekki neitt nýtt. ÞEIR voru þarna báðir við- staddir, Stefán Jónsson lögreglu- þjónn og Sigurbergur Eiíasson, sem stjórnar vinnuflokknum fyrir hönd bæjarins. Þegar jeg ljet í Ijós undrun mína á sóðaskapnum, sagði Sig- urbergur: — Blessaður vertu. Þetta er svo sem ekki það versta, sem við höfum sjeð. Nei, það er nú stund um svartara en þetta. Og svo sagði hann mjer frá nokkrum dæmum, „þar sem rotturnar koma hlaupandi á móti manni“, þegar byrjað er að hreyfa til í ruslhaugunum á bak við hús manna. Hafi jeg ekki verið sannfærð- ur fyrr, þá varð jeg það þarna, um að þetta hreinsunarstarf er eitt af því nauðsynlegasta, sem ráðist hefir verið í. Stefán lögregluþjónn sagði mjer, að búið væri að aka um 500 vörubílahlössum af rusli í öskuhaugana úr hinum ýmsu bæjarhverfum. Sjest á því einu, hverja nauðsyn bar til að vinna þetta verk. Lokun Valhallar. GAMALL VALHALLARGEST UR skrifar mjer á þessa leið um lokun Valhallar: „Kæri Víkverji! Jeg sá í pistlum þínum á laug- ardaginn, að það ætti að loka Valhöll á Þingvöllum nú um mánaðamótin. Mjer þótti þetta slæmar frjettir, og vona, að þær reynist ekki rjettar. Undanfarin ár hefir Valhöll jafnan verið op- in alt árið, svo að hægt hefir ver ið að taka á móti ferðamonnum á vetrum. Jeg býst við, að mörg- um ferðamanninum þyki nokk- úrs vant, ef lokað verður í vet- ur. Oft á vetrum, þegar ófært er yfir Hellisheiði, hafa fólks- og mjólkurflutningar allir legið yf- ir Mosfellsheiði. Þingvallavegur inn nýi er nefnilega mjög snjó- ljettur. Oft hafa samt ferðamenn þessir lent í talsverðum hrakn- ingum og þótt gott að koma til Jóns í Valhöll og fengið hjá hon um hinar hlýjustu móttökur. — Þetta hefir jafnvel orðið hrökt- um ferðamönnum, innlendum og erlendum, til lífs, eftir því sem mjer er tjáð. Sjálfur hefir Jón sagt mjer, að aldrei hafi hann eins gaman af að taka á móti gestum eins og þegar þeir koma hraktir og þjakaðir úr erfiðu ferðalagi. Enda hafa menn róm- að það, hvað vel hafi verið tek- ið á móti þeim í svona tilfellum, og oft fyrir litla eða enga borg- un. Enda hefir Jón jafnan kapp- kostað að gera öllum fært að heimsækja staðinn, jafnt þeim efnaminni og þeim, sem hafa meiri auraráð. Jeg vona, að fregnin um lok- un Valhallar reynist röng, og að Jóni megi auðnast að taka þar á móti gestum mörg ár enn“. • Uppskrúfuð bílleiga. FJÖLDI MANNS hjer í bæn- um kvartar yfir misræmi, sem sje í leigubílatöxtum. Sagðar eru sögur um það, að einn bílstjóri taki 5 krónur fyrir ákveðna vegalengd á vissum tíma dags, en svo komi fyrir, að annar taki 10 krónur fyrir jafnlangá ferð og á sama tíma daginn eftir. Því miður mun vera nokkuð til í þessu. Jeg veit dæmi um konu, sem ók að kveldi dags með leigubil innan af Laugavegi vestur á Mela. Bílstjórinn heimt aði 18 krónur fyrir „túrinn“ og fjekk það, því kbnan var óvön að aka í leigubílum. Börn konunnar sáu, að móðir þeirra hafði verið svikin í við- skiftum og fóru að kynna sjer þetta nánar á viðkomandi bíl- stöð. Þar bar stöðvarstjóra og öðrum bílstjórum, er viðstaddir voru, saman um, að sanngjarnt gjald hefði verið 10 krónur fyr- ir ferðina. Hjer er um svik að ræða, sem bílstjórastjettin á ekki að þola innan sinnar stjettar. Það kemst- óorð á alla leigubílstjóra fyrir þá fáu, sem reyna að okra á við- skiftavinum sínum. Þegar slíkt kemst upp, ætti að reka viðkom- andi bílstjóra úr fjelagsskapn- um. Myndi þá brátt hætt að svíkja fólk í viðskiftum þessum. Lið flult frá Tylflareyjum London í gærkveldi: Orustuflugvjelar banda- manna hafa skotið niður tvær þýskar flutningaflugvjelar af gerðinni Junkers 52 yfir Eyja- hafi og hafa margar aðrar af sömu gerð sjest á flugi norður af Tylftareyjum. Er álitið, að Þjóðverjar noti flugvjelar þess- ar til að flytja lið sitt brott frá eyjunum. — Reuter. 990 menn drukkna. London: Japanska frjettastof an segir frá því, að 930 amerísk ir stfíðsfangar hafi látið líf sitt er tvö japönsk flutningaskip, sem þeir voru á, voru skotin í kaf af kafbátum bandamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.