Morgunblaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. nóvember 1944 í Dragonwyk-höll gekk lífið sinn vanagang. Nikulás fór ekki aftur upp í turnherberg- ið. Hann var önnum kafinn við ýmsar framkvæmdir á jörð sinni og virtist nú aftur hafa fengið áhuga á gróðurhúsum sínum.Hann var ætíð mjög kurt eis við Miröndu. Hann sýndi henni ekki framar hið kalda kæruleysi eða ofsafengna ástríðu, sem hún hafði orðið að þola áður. Og Miranda, sem var inni- lega þakklát fyrir það, taldi sjálfri sjer trú um að nú væri hjónaband þeirra loks orðið lygnt og rólegt, eins og vera bæri. 20. KAPÍTULI. Það var föstudaginn 24. maí, sem Miranda gerði uppgötvun sína. Hún vaknaði snemma um morguninn. Veðrið var yndis- legt, skafheiðríkt og vorilmur ^ í loftinu. Hún var í prýðisskapi. Nikulás hafði skroppið til New York. Hann hafði ekki boðið henni að koma með sjer, og hafði raunar verið dálítíð und- arlegur dagana áður en hann fór. — Þegar Peggy kom inn með morgunkaffið, fann hún hús- móður sína óvenju káta og fjör- uga. „Góðan daginn, Peggy“, — hrópaði hún glaðlega. „Er þetta ekki dásamlegt veður?“ „Jú, veðrið er gott, frú, og þjer eruð sjálfar á að líta eins og maímorgunn“. „Hvernig líður honum Hans þínum, Peggy?“ spurði Mir- anda og brosti stríðnislega. „Viltu ekki fá frí eitthvert kvöldið, til þess að hitta hann?“ Peggy flissaði og hristi höf- uðið. „Jeg held jeg hitti hann svo sem nógu oft. Hann er alt- af að flækjast hjerna í kring. Hann er að vonast eftir að komast hjer að sem þjónn“. „Er það?“ sagði Miranda undrandi. „Jeg hjelt, að hann væri járnsmiður“. ,,Já, og hann er meira að segja góður járnsmiður“. — Peggy hikaði. „Það er mín vegna, sem hann vill komast hingað. Hann veit, að jeg fer aldrei frá yður, svo að hann hjelt — ef til vill---— „Já, auðvitað“, sagði Mir- anda og setti frá sjer kaffiboll- ann. „Jeg hefi verið mjög eig- ingjörn. Elskarðu hann, Peggy? Heldurðu, að þú getir orðið hamingjusöm, ef þú giftist hon- um?“ Stúlkan kinkaði kolli. Svip- ur hennar varð blíðari. „Hann er fús til þess að taka kaþólska trú, mín vegna. Og hann er svo góður. Hann — hann minn- ist aldrei einu orði á — fótinn á mjer“. Hún sneri sjer und- an. „Þú giftir þig í júní“, flýtti Miranda sjer að segja. „Við fá- um prestinn frá lludson. Og þú skalt fá hvítan brúðarkjól. Jeg á einhvers staðar hvítt músse- lín uppi á lofti“. ,,Já, en góða frú“, hrópaði Peggy. „Hvítt er aðeins handa hefðarfólkinu. Það er ekki sæmandi, að jeg og mínir lík- ar klæðist hvítu“. „Jú, auðvitað“, ansaði Mir- anda. „Brúðurin á altaf að vera hvítklædd. Hvítt er ham- ingjuliturinn“. Hún þagnaði. Henni datt alt í einu í hug stúlka, sem hafði gift sig í græn um silkikjól. Það voru fjögur ár síðan. Fjórar aldir. Hún stökk fram úr rúminu. „Jeg ætla að flýta mjer að klæða mig. Svo förum við upp á loft og leitum að músselín- inu. Jeg veit alveg, hvernig kjóllinn á að vera. Treyjan á að vera aðskorin og pilsið vítt og kniplingakragi í hálsinn“. Gletnisglampa brá fyrir í augum Peggy. Andarunginn getur víst aldrei orðið svanur, hugsaði hún, en sagði ekkert. Það var svo gaman að sjá húsmóðurina áhyggjulausa á svipinn. Að morgunverði loknum fóru þær saman upp á loft. En hvernig sem þær leituðu, fundu þær ekki músselínið. Miranda hafði keypt það fyrsta vorið, sem hún var gift, og hafði ætl- að það handa barninu. Það hlaut að hafa verið tekið með öðru, er því hafði tilheyrt. Frú MacNab hafði sjeð um það, bg Miranda hafði aldrei haft hug í sjer til þess að spyrja hana, hvað hún hefði gert við það. Hún sá nú, að þ&rna uppi á loftinu var ekki einn einasti hlutur, er hafði tilheyrt barn- inu. Þær fundu ekki einu sinni vögguna. Þetta hlýtur að vera verk Nikulásar, hugsaði Miranda. Harmur hans hefir verið svo þungur, að hann hefir ekki getað afborið að sjá neitt, er minti hann á litla soninn. Augu hennar fyltust tárum. O, hvers vegna efást jeg nokkru sinni um hann, hugs- aði hún, aðeins vegna þess, að hann er karlmaður og dylur tilfinninganæmi sína. Hún sett ist á brotinn stól í einu horn- inu og hugsaði um Nikulás. Það var þá, sem hún kom auga á dýnuna. Peggy var eitt- hvað að bauka inni í einu litlu herbergjanna, og hún sat þarna ein innan um gömul, brotin húsgögn. Lítill, áræðinn sólargeisli smaug í gegnum köngulóárvef- inn og ryklagið á glugganum, og fjell á strádýnu, sem stóð upp við stóran skáp. Henni fanst hún eitthvað kamíast við skápinn, og þegar hún aðgætti betur, sá hún, sjer til mikillar skelfingar, að þetta var skáp- urinn, sem staðið hafði í her- bergi Jóhönnu. Hún sá nú, að öll húsgögnin, sem voru þarna í horninu, höfðu tilheyrt Jó- hönnu. Og þessi strádýna hafði verið í Van Rún-rúminu. Hún var geysistór og rifin á mörgum stöðum. Út úr einni rifinni stóð dökkur smáhlutur. Miranda reis snögt á fætur og gekk að dýnunni. Sá hún ]áá, að þetta var lítil bók, bundin í leðurband. Hún dró hana út og opnaði hana. Sá hún, að þetta myndi vera dagbók, eða eitthvað því um líkt, og voru síður hennar þjettskrifaðar. Hún fletti bókinni í gegn, og á öftustu síðunni rak hún aug- un í eina málsgrein: „Og hvers vegna færir hann mjer blóm? Það er hann ann- ars aldrei vanur að gera. Rauðu óleandruna. Jeg er dauðhrædd — en hvers vegna ætti jeg að vera það? Jeg hlýt að hafa ein- hvern hitasnert með þessu kvefi. Altaf síðan stúlkan kom-------“. „Hann náði í lækni handa mjer. En jeg er ekkert veik. Það var ekki gamli læknirinn okkar, heldur þessi nýi----- Og neðar á blaðsíðunni stóð: „En hvað jeg hefi verið heimsk. Nikulás var hjer áð- an og hann var svo góður við mig. Hann skar fyrir mig hun- angskökuna og rjetti mjer, eins og hann var vanur að gera fyrst eftir að við giftumst. Hann sagði mjer, að stúlkan færi eftir nokkra daga. Jeg er svo glöð. Nú verður alt gott — —“. Bókin fjell úr höndum Mir- öndu niður á gólfið. Hún stóð eins og negld niður og starði á hana. Eftir andartak beygði hún sig niður og tók-hana upp. Hún stakk henni í vasann á svuntu sinni og gekk síðán nið- ur, án þess að skeyta nokkuð um Peggy. Hún fór niður stigana og út úr húsinu. Hún gekk í gegnum garðana, niður að fljótinu. Þar nam hún staðar í ofurlitlu rjóðri og fleygði sjer niður í grasið. Hún dró bókina upp úr vasa sínum, og las aftur síð- ustu blaðsíðuna. Hún marglas setninguna: „Hann sagði mjer, að stúlkan færi eftir nokkra daga“. — Hvernig hafði Nikulás vitað það, að hún myndi fara frá Dragonwyck eftir nokkra daga? Það hafði ekkert verið um það talað. Það var aðeins vegna dauða Jóhönnu. ------- „Nei“, sagði hún hátt. „Jeg verð að vera róleg. Jeg verð að reyna að hugsa skýrt“. Nikulás hlaut að^ hafa haft gilda ástæðu til þess að láta hana fara frá Dragonwyck. Ef til vill hafði hann ætlað að gera það einungis til þess að gleðja Jóhönnu. Hún fletti framar í bókina og tók aftur að lesa. Það kom kökkur í háls hennar, því að 1 það, sem hún las, bar vott um þögla örvæntingu elskandi konu. •» „Jeg held, að hann hati roig, síðan stúlkan kom. Jeg vissi altaf, að hann elskaði mig ekki eins og jeg elskaði hann, en hann var þó hamingjusamur. Ef jeg gæti aðeins eignast son. — Guð hjálpi mjer, hvers vegna þarf alt að vera eins og það er?“ Og á öðrum stað stóð: Ef Loftur getur bað ekki — bá hver? Undrablómið egyptska j Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 9. inu, en að lokum tókst það þó og þeir skfiðu út. Tungl- skin var á og langt burtu sáu þeir úlfaldann Fatima með arabann Ondurman á bakinu. Fór reiðskjóti þessi hratt yfir og stefndi til Cairo. Brátt hvarf hann úr augsýn, og vindurinn hvein drungalega umhverfis pýramidana, eins og hann vildi segja: Þetta sagði jeg ykkur. Svo settust þeir niður í sandinn. „Þetta er alt þjer að kenna“, sagði herra van Houten. ,,Alt mjer að kenna?” sagði van Dunk steinhissa. „Já”, sagði van Houten. ,,Ef þú hefðir ekki farið að álpast í að rækta tómata, þá hefði þetta aldrei komið fyrir”. „Heyrið hvað hann segir”, sagði túlípanaræktandinn út í loftið, eins og hann væri að tala við fugla uppi í loft- inu. „Mjer að kenna. — Og hver kom mjer til þess að selja garðinn minn og húsið mitt og fallegu kúna, sem hann van Gogh málaði?” „Skiftir ekki máli”, sagði van Houten. „Við skulum láta hið liðna vera gleymt. Aðalatriðið er það. að nú höfum við túlípanann dýrmæta”. „Víst er svo, en ekki komumst við á honum til Cairo, og ekki getum við borðað hann í kvöldmat. Þú þurftir að flýta þjer svo mikið inn í þenna pýramida, sem hefir staðið hjer í tíu þúsund ár, og hvað eigum við nú að gera? Ekki getum við gengið til Cairo?” „Jeg veit hvað við gerum”, sagði van Houten. „Og hvað skyldi það vera?” „Þú getur borið mig á bakinu til Cairo”. Að þessu hló van Dunk háðslega og svo fóru þeir að stæla aftur. Það var langt liðið á nótt, þegar þeeir urðu sammála aftur, og samkomulagið var þannig, að van Dunk átti að fara til Cairo, en hann átti enn nokkra peninga á sjer. Þar átti hann að fá leigðan úlfalda og fara svo aftur og sækja van Houten, sem á meðan átti að geyma túlipan- inn dýrmæta, svo hann gæti verið viss um að hinn kæmi aftur. Ferðin tæki fimm daga, önnur leiðin þrjá, hin leið- in tvo. „Og getur þú verið matarlaus í fimm daga”, surði van Dunk. „Reyna skal jeg það”, sagði hinn aldrei vísindamaður og tók út úr sjer fölsku tennurnar og spenti beltið fast- ar utan um sig. HENDERSON, leikarinn, var mjög geðgóður maður og kom sjaldan fyrir að hann reiddist. Eitt sinn, þegar hann var í Ox- ford, var hann að skemta sjer með nokkrum kunningjum sín um. Einn þeirra reiddist við hann og kastaði framan í hann úr fullu brennivínsstaupi. Hend erson tók upp vasaklút sinn og þurkaði rólega framan úr sjer. Síðan sneri hann sjer að fje- laga sínum og sagði: „Þetta var útúrdúr; þá skul- um við snúa okkur aftur að efninu“. láta segja sjer þetta tvisvar, — settist við skrifborð sitt og inn- an stundar las hann brjefið fyr ir forsetanum. „Þetta er ágætt“, sagði Lin- coln, „alveg prýðilegt“. „Með hverjum á jeg að senda það?“, spurði ráðherrapn. „Senda það,“ sagði Lincoln, „þú átt alls ekki að senda það. Rífðu það í smátætlur. — Þú hefir friðað sálu þína af þessu áhyggjuefni, og það var ein- mitt það, sem þú þarfnaðist. -A Rífðu það, svona brjef áttu ekki að senda; jeg geri það aldrei“. LIÐSFORINGI nokkur hafði óhlýðnast skipun eða mistekist að framkvæma hana. „Mjer skilst svo, að jeg verði að sitjast niður“, sagði Stanton hermálaráðherra, „skrifa þess- um unga manni og segja hon- um rækilega til syndanna“. „Gerðu það‘, sagði Lincoln, „og byrjaðu strax á meðan þú mannst, hvað það er, sem þú vilt segja. Vertu harðorður, og skammaðu hann rækilega.“ Ráðherrann þurfti ekki að EITT SINN sagði Englend- ingur við amqjrískan vin sinn: „Það hlýtur að vera lejðinlegt fyrir ykkur Ameríkumenn, að vera stjórnað af mönnum, sem engum myndi detta í hug að . bjóða til miðdegisverðar“. Ameríkumaðurinn hugsaði sig um eitt augnablik, en sagði síðan: „Ekkert leiðinlegra, en að vera stjórnað af mönnum, sem aldrei myndi láta sjer detta í hug að bjóða ykkur til mið- degisvcrðar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.