Morgunblaðið - 19.11.1944, Page 1

Morgunblaðið - 19.11.1944, Page 1
INNRÁS BRETA í ÞÝSKALAND Funda- og kröfu- göngubanni afljett í Belgíu Briissel í gær: — Stjórnmála ástandið í Belgíu er enn all al- varlegt. Þó hefir stjórnin á- kveðið að leyfa megi funda- höld og kröfugöngur, sem fyr- irhugaðju- eru á morgun (sunnu dag) víða í Belgíu. Emhættis- menn í hverju hjeraði eða borg um fyrir sig skulu ákveða, hvort fundahöld og kröfugöng- ur verða leyfðar eða ekki. Stjórnin hefir fyrirskipað, að þess skuli stranglega gætt, að menn beri ekki vopn á fundum, sem haldnir verða, eða í kröfu- göngum. I nokkrum borgum verða fundahöld alls ekki leyfð, þar á meðal í Briissel. Rússar lefia fram skíðahermönnum London í gærkvöldi. I fregnum frá Moskva í dag segir, að vetur sje nú fyrir al- vöru genginn í garð ávígstöðv uiTunr í Norður-Rússlandi og miðvígstöðvunum. Hefir rúss- neska lierstjórnin því teflt frám skíðahersveitum. 1 Ungverjalandi eru háðar hárðar orustur umhverfis Budaþest og segjast Rússar liafa unnið nokkuð á á þeim slóðum. Bandamenn nálgasf Ravena RÓM í gær: •— Áttundi her- inn hefir enn sótt fram á aust- urströnd Italíu og er nú eina 3 km. frá Ravena. í Appenina- fjöllunum hafa Pólverjar sótt fram. um nokkra kílómetra. Skam.t frá Genúa tóku frels- isvinir smáborg og 400 fanga. Þjóðverjar hafa.hafið miklar hefndarráðstafanir í þessu hjer aði í tilefni af hernaðaraðgerð- um frelsisvina.. —- Reuter. Petain í Suður-Þýska- landi. LONDON: — Þýska frjetta- stofan lýsti í gær lifnaðarhátt- um Petains marskálks, þar sem hann nú dvelur í borg einni í Suður-Þýskalandi. Sagt er, að hatin hafi komið til Þýskalands með konu sinni og líflækni sín um. Ekkert hefir hann þjón- ustufólk, utan einn bifreiðar- stjóra, en þýsk matreiðslukona býr til mat þeirra hjónanna. Furðuleg björgun Það þótti kraftaverk, er átta af áhöfn þessarar brennandi flug- vjelar björguðust. Vjelin var flugvirki, sem nauðlenti nærri Pittsburg í Bandaríkjunum. Fjórir af áhöfninni vörpuðu sjer út í fallhlífum, en hinir fjórir, sem björguðust, nauðlentu flugvjel- inni, og rjett sluppu út, áður en kviknaði í bensíninu. Skipaljónlð í sjó- orustunni við Fil- ipseyjar Washington í gær: — Flota- málaráðuneytið hefir nú birt iista yfir skipatjón, sem varð í orustunni miklu við Leyte-ey í októbermánuði. Japanar mistu 14 stór her- skip; auk þess voru 7 orustu- skip Japana löskuð, 10 minni skipum sökt og 17 tundurspill- ar sukku, eða voru laskaðir mikið. Bandaríkjamenn mistu 10.000 smálesta flugvjelamóðurskipið „Princetön“, tvö minni flug- vjelamóðurskip og 3 tundur- spilla. Ennfremur var ástralSkt beitiskip laskað í orustunum. — Reuter. Harðar loftárásir á þýskar borgir London í gærkveldi. Harðar loftárásir hafa í dag verið gerðar á þýskar bor.gir. Breski flugherinn fór til árása á flugvelli og aðra hernaðaf- staði við Múnster, en amerísk- ar flugvjelar fóru til árása á olíuvinslustöðvar og sani- gönguæðar Þjóð verj a. Reuter. Tirana failin London í gærkveldi. Þýska frjettastofan skýrir frá því í dag, að Þjóðverjar hafi hörfað úr Tirana, höfuð- borg Albaníu. 1 fregnum frá bandamönnum í dag var hins- vegar sagt, að albanskir frels- isyinir hafi náð ráðhxisi borð- arinnar, útvarpsstöðinni og nokkrum öðrum aðalbygging- uni borgarinnar á sitt vald# Þjóðverjar segjast hafa komið' liði s'ínu umlan frá borginni. Þjóðverjar hörfa til Sarajevo. Ffegnir frá aðálstöðvum Titos marskálks segir, að Þjóð verjár 'hörfi riú norðuf á bóg- inn á Bálkanskaga og stefni með undanhaldslið sitt til Sarajevo. Bústaður Hitlers í reyk- skýi. LONDON: — Fregnir frá Sviss herma, að í hvert skifti, sem óvinaflugvjelar fljúgi yf- ir Berchtesgaden og nálægar sveitir, sje bústaður Hitlers og alt umhverfi hans sveipað þykku reykskýi, svo flugmenn- irnir sjái ekki til jarðar. Geilenkirchen um- kringd Bandaríkjamenn í Metz London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ANNAR HERINN breski, sem er undir yfirstjóm Mont- gomerys hershöfðingja, hóf í morgun innrás á þýska grund og hefir þegar sótt nokkuð fram. Þetta er í fyrsta sinn, sem Bretar berjast í Þýskalandi sjálfu og bendir margt til, að þessi nýja breska sókn hafi komið Þjóðverjum mjög á óvart. Bretar hófu sókn sína í morgun klukkan 7, fyrir norðan Aachen og sækja úr tveimur áttum að þýðingar- mikilli borg, Geilenkirchen. Fregnir seint í kvöld herma, að Bretar sjeu komnir um 12 km inn í Þýskaland og að þeir hafi nærri umkringt Geilenkirchen. Sækja Bretar fram úr suðaustri og norð- vestri að borginni. en á hægra fylkingararmi hersveita þeirra, berst 9 ameríski herinn. Hollendingar og Belgir vilja taka þátt í hernámi Þýskalands Brússel í gær Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. Eftir Denis Martin RÍKISSTJÓRNIR Ilollands, Belgíu og Luxembourg hafa farið fram á, að þessar þrjár þjóðir fái að taka þátt í her- námi Þýskalands. Þetta var tilkynt í dag í ntanríkisráðu- neyti Belga. Stjórnum Breta og Bauda- ríkjanna var tilkynt ]>essi ósk viðkomandi ríkisstjórna í sjer stakri orðsendingir, sem utn leið var svar við fyrirspurn- urn frá nefnd, sem unnið baf- ir að því að nndanförnu í London að semja vopnahljes- skilmála, sem krafist verður af Þjóðverjum, er þeir gefast HPP. , Sjö flotaforingjar fallnir. LONDON: — Japanska flota stjórnin tilkynti fyrir skömmu, að síðan Japan lenti í styrjöld- inni, hefðu alls sjö flotaforingj ar þeirra fallið í bardögum. — Stjórnuðu menn þessir ýmist flotadeildum, eða deildum úr flugliði flotans. Patton sækir inn í Metz. Á öllum vesturvígstöðvun- um hafa bandamenn sótt fram í dag. Veður hefir verið gott og hafa hersveitir bandamanna notið góðrar aðstoðar flughers- ins. Á Metz-vígstöðvunum hafa hersveitir Pattons sótt fram í dag. Fregnir seint í kvöld herma, að Bandaríkjamenn sjeu komnir inn í borgina og hafi vesturhverfi hennar á sínu valdi. Margt bendir til þess, að Þjóðverjar hafi yfirgefið borg- ina, eða sjeu sem óðast að flytja austur á bóginn, eftir einustu undanhaldsleiðinni, sem þeim er enn opin. Bandaríkjahersveit ir geta skotið á veg þenna með fallbyssum. Tveir þýskir bæir teknir. Við landamæri Luxembourg, Þýskalands og Frakklands hafa bandamenn tekið tvo bæi í dag. Heita þeir Perl og Ober. Á þessum slóðum hafa banda- menn sótt fram nokkra kíló- metra. Franskar hersveitir sækja fram. Á vígstöðvunum í Vosgesa- fjöllum og Juralfjöllum hafa franskar hersveitir sótt fram um 16 kílómetra og er riú sótt að Belfort úr suðri og austri. Benda líkur til, að þarna ætli Frakkar að láta til skarar skríða og leggja áherslu á að ná Belfort. Þjóðvarnaliðsmenn handteknir. Bandamenn tóku í dag fyrstu fangana úr hinu svo- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.