Morgunblaðið - 19.11.1944, Side 6

Morgunblaðið - 19.11.1944, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. nóv. 1944 JfbtpwiMaMI* Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavflc Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbék. Vaxandi þróttur sjálí- stæðisflokksins EFTIR að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929, við samruna íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokks- ins, hefir hann alltaf átt að fagna mestudylgi pólitískra flokka í landinu meðal þjóðarinnar. Pólitísk flokkastarfsemi, í þeirri mynd, sem nú er, á ekki langa sögu að baki hjer á landi. Skipulögð flokks- starfsemi Sjálfstæðismanna hefir þróast jafnt og þjett og gefið flokknum fastara form og meiri festu. Sjálfstæðismenn hafa haft forystu um margt þar í flokksstarfsemi hjer á landi, sem til góðs horfir og til aukinnar pólitískrar þróunar. Þannig hófu Sjálfstæðis- menn fyrstir flokkslegan erindrekstur, sem miðaði að því 'að tengja böndin og sambandið milli miðstjórnar flokksins og þingflokks og fólksins í dreifðum bygðum landsins. Sjálfstæðismenn byrjuðu á því, að efna til hjer- aðsmóta í sveitunum á sumrin, á þeirri árstíð, sem fólkið í strjálbýlinu á hægast með að mæta á stórar samkomur, til aukinna kynna og samstarfs. Sjálfstæðismenn byrj- uðu fyrstir á því, að efna til stjórnmálanámskeiða með- al yngri flokksmanna til þess að efla meðal þeirra fræðslu og þekkingu á stjórnmálum. Nú eru Sjálfstæðismenn hjer í Reykjavík að hefjast handa um stórbyggingu á besta stað í bænum, við Aust- urvöll. Slík bygging verður kjörin miðstöð fjelagsstarf- seminnar í höfuðstaðnum og um leið miðstöð flokksstarf- seminnar í öllu landinu. , Sá vaxandi þróttur, sem Sjálfstæðismenn sýna með þessu átaki, er gleðilegur vottur þess vaxtar og lífænu þróunar, sem innan flokksins á sjer stað. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sig allan fram til þess að Koma á einingu þjóðarinnar um stjórnarsamstarf. Það er gleðilegur vottur, að hann býr sig einnig inn á við undir það, með hinni nýju glæsilegu húsbyggingu sinni, að mæta kröfum komandi tíma með vaxandi þrótti og djörfung, „Raddir nágrannanna“ SKÖMMU EFTIR að núverandi ríkisstjórn var mynd- uð og Hermann og Eysteinn lentu í stjórnarandstöðu, var tekinn upp sá nýi siður í Tímanum, að birta ýmsa pistla undir fyrirsögninni: „Raddir nágrannanna". Ýmsir hafa verið að leiða getum að því, hvort það hafi aðeins verið tilviljun ein, að fyrsti „nágranninn”, sem Tíminn tók að vitna í, skyldi einmitt vera Björn Ólafsson, eða skrif hans í Vísi. En það er þó ekki ein'báran stök í þessum efnum, Björn Ólafsson mun nú ráða mestu um skrif Vísis, sem í bili hefir valið sjer stað á „nágrannabekk” Tímans í and- stöðu við ríkisstjórnina. „Raddir nágrannanna” eru ekki ólíkar. Eysteinn Jónsson segir í Tímanum 14.- þ. m. um stefnu stjórnarinnar: „Allt, sem fyrirhugað er, verður til þess að veikja traust manna á fjármálakerfi landsins og fram- tíð atvinnuveganna”. Björn Ólafsson í Vísi þ. 9. þ. m.: „Loforðin um hina stórhuga nýsköpun atvinnuveganna eru, fallegar myndir, en ljettvæg og innantóm orð —”. Jú, — það er áð vísu ekki um að villast. Eftir er að eins að vita, hvort sá hihn hvimleiði nákrannakritur skyldi nú samt eiga eftir að stinga við stafni hjá „ná- grönnunum” — og þá er naumast að sökum að spyrja, — hvað sem líður vinskapnum í dag. Eitt er víst, að einhvern tíma hefðu þótt tíðindi, að Tíminn og Vísir lentu í pólitískt nábýli, — ekki til þess að sameina krafta þjóðarinnar, — heldur hins, að vinna gegn þeirri einingu, sem þjóðinni nú ríður á mestu. Flugferð með Gruman-bá) Loftleiða í GÆR bauð stjórn h.f. Loft- leiða blaðamönnum í flugferð í hinum nýja Grumman-flug- báti sínum. Var lagt upp frá Vatnagörðum, en þar hafa flug vjelar Loftleiða bækistöð sína. Flugbáturinn er eins og fyr getur af Grumman-gerð, smíð- aður hjá Grumman Aircraft Engineering Corps. Báturinn er af nýjustu gerð og hefir öll nýtísku tæki, hin fullkomnustu sjálfstýritæki og tæki til þess að varna, að ísing geti sest á flugbátinn. Flugbáturinn hefir 8 sæti fyrir farþega, í stefni hans er póst- og farangursgeymsla, en aftan við farþegaklefa er klefi með hreinlætistækjum. Innrjett ing og þægindi eru af hinni full komnustu gerð farþegaflug- vjela. Flugbátar af þessari gerð eru hinir traustustu. Eru þeir not- aðir í Bandaríkjunum til björg unar- og strandgæsluflugs. — Tveir 540 hestafla hreyflar knýja bátinn. Mesti hraði, er báturinn getur náð, er 325 km. á klukkustund, en hagkvæm- asti flughraði 260 km. á klst. Geymar bátsins geta tekið bensínforða til 1300 km. flugs án lendingar. Einn mesti kostur flugbáts- ins er, að hægt er að lenda bæði á -landi og sjó, og þarf mjög stutta braut til þess að hefja sig til flugs af. Hann er því af sjerfróðum mönnum tal inn vera mjög hentugur og ör- uggur til farþegaflutnings með ströndum fram, með tilliti til veðurfars og lendingarskilyrða, enda er honum ætlað að halda uppi ferðum til Vestfjarða, en þangað hefir hann farið 25 ferðir þegar. Sigurður Ólafsson flugmaður flaug bátnum hingað, ásamt ferjuflugmanni og loftskeyta- manni. Það er talið næsta furðulegt, að takast skyldi að útvega nýja flugvjel á þessum tímum, en þar hefir fjelagið notið velvild- ar og skilnings herstjórnar Bandaríkjanna og sendiherra okkar, Thor Thors. Er fjelagið í mikilli þakkarskuld við þessa aðila. H.f. Loftleiðir hefir starfað síðan í aprílmánuði s.l. Var starfsemin hafin með einni 4—5 farþega vjel af Stinson-gerð. Var sú vjel við síldarleit s.l. sumar og reyndist prýði- lega. Um síðustu mánaðamót eignaðist fjelagið aðra vjel af sömu gerð, búna öllum nýjustu tækjum. Við komu Grummans-báts- ins hefir fjelagið því eignast þrjár vjelar, eftir aðeins 6 mán aða starfsemi. I þjónustu fjelagsins eru nú 3 flugmenn: Kristinn Ólsen, Sigurður Ólafsson og Alfreð Elíasson og einn vjela- og eft- irlitsmaður, Halldór Sigurjóns son, sem nýlega hefir lokið námi í Bandaríkjunum með góðum vitnisburði. Strandarkirkja. Það misritað- ist í síðasta gjafalista A. G. 250, en átti að vera A. E. kr. 250.00. Samkomuhús Sjálfstæðisflokksins. SJÁLFSTÆÐISMENN hafa ráðist i þarft fyrirtæki þar sem er bygging samkomuhúss flokks ins við Vallarstræti. Myndirnar sem birtar voru hjer í blaðinu og frásögnin um hið væntanlega samkomuhús hefir að vonum vak ið mikla athygli bæjarbúa. Það er gleðilegt að sjá, að ekki er neinn kotungsbragur á þessum fyrirætlunum. Samkomuhúsið verður alt hið glæsilegasta og stærra og betra en við höfum átt að venjast hjer í bæ í þeim efn- um. Þó að reikna megi með, að sam komusalir Sjálfstæðismanna verði fyrst og fremst fyrir starf- semi flokksins og sjálfstæðisfje- laganna, munu þessir glæsilegu salarkynni og verða notuð af öðrum fjelögum. Það hefir lengi verið þörf fyrir rúmgóða og smekklega samkomusali hjer í bænum. Eins og er, geta fjölmenn fjélög varla haldið mót, þar sem það hefir sýnt sig, að þeir sam- komusalir sem fyrir eru í bæn- um, eru ekki nógu stórir. Það hef ir t. d. komið fyrir, að sjálfstæðis fjelögin hafa neyðst til, að halda fundi eða skemtanir í tveimur húsum í senn. il Tilbúið á næsta hausti. ÞAÐ ER ráðgert að hið nýja samkomuhús Sjálfstæðismanna verði fullbúið á næsta sumri, eða fyrir næsta haust. Vonandi er að þær áætlanir standist. Það ætti ekki að þurfa að hvetja Sjálf- stæðismenn til að styrkja býgg- ingu samkomuhússins með ráð- um og dáðum. Innan fjelaganna ríkir mikill áhugi fyrir bygging unni, sem von er. Eftir teikningum og áætlun- um, sem birtar hafa verið um samkomuhúsið, verður það sann kölluð bæjarprýði fyrir Reykja- vík. Herði Bjarnasyni arkitekt hefir tekist prýðilega að sameina það smekklega hinu hagkvæma. Það er ástæða til að þakka þeim mönnum, sem af viðsýni sinni hafa lagt þessu máli lið og með dugnaði sínum hafa kvatt til þess að verkið væri hafið. • Erindin um byggingamálin. ÞAÐ HAFA margir-sprðið fyrir vonbrigðum út af því að fá ekki tækifæri til að hlusta á erindin, sem flutt voru á byggingamála- ráðstefnunni. Brjef, sem jeg hefi fengið um þetta mál, eftir að jeg hafði hreyft því hjer í dálkunum, hve óheppilegur tími var valinn til erindaflutningsins T útvarp, sýna, að mjög almennur áhugi hefir verið fyrir þessum erind- um. St. G.-skrifar t. d. á þessa leið: „Vikverji“ mintist á það fyrir stuttu síðan, að erindi þau, er flutt voru í sambandi við Bygg- ingamálaráðstefnuna, hafi verið flutt á óhentugum tíma dags, vegna almennings. Undir þetta vildi jeg taka. Hvort sem það er Útvarpsráði eða öðrum um að kenna. Jeg hefi orðið þess var, að menn eru óánægðir út af þessu og að fjölmargir hafa orð- ið að fara á mis við þessi vísindi fyrir það á hvaða tíma þau voru flutt. En hinsvegar talin mörg af þeim mjög góð og fróðleg. Jeg átti þess kost á að sjá sýninguna, og taldi mjer ávinning að. En erindin varð jeg að fara á mis við, vinnu minnar vegna, og þótti mjer það miður, svo fróðleg, sem þau eru talin að hafa verið. En líklega sjer stjórn byggingamála- ráðstefnunnar sjer ekki fært að birta þau almenningi í einni heild, á annan hátt?“ • Island var þar ekki með. VERSLUNARFYRIRTÆKI eitt hjer í bænum hefir nýlega fengið fregnir frá viðskiftavini sínum í Kanada, að ríkisstjórnin þar hafi nú tekið upp flugpósts- ferðir til nokkurra landa, þar sem áður var aðeins hægt að senda flugpóst til kanadiskra her manna. Löndin, sem talin eru upp á lista þessum, eru: Bretlandseyjar, Ástralía, Nýja Sjáland, Suður-Afríka, Rhodesia, Indland, Ceylon, Malta, Iran, Iraq, Austur-Afríka, Palestína, Egyptaland, Sudan og Fiji-eyjar. Eins og sjá má af lista þessum er Island ekki tekið með. Það er í sannleika sagt undarlegt, hve póstmálum okkar hefir verið lít- ið sint. 4500 ára gamlar eplasneiðar finnast í Svíþjóð Stokkhólmi. Það hefir vefið sannað með 4500 ára gömlum fundi hjá Alvastra í Mið-Sviþjóð, að jafn vel húsmóðir steinaldarinnar vissi, hvernig geyma átti epli. Sænskur vísindamaður, sem fyrir nokkru var að rannsaka gamlar steinaldarrústir, rakst þar á nokkur epli og eplasneið- ar á tveggja metra dýpi, og voru nokkur eplanna sviðin. — Hafði þeim bersýnilega verið komið fyrir við eldstæði, til þess að þurka þau. En það, sem mesta athygli vakti, var ,að eplin höfðu ekki aðeins verið skorin í tvent, heldur höfðu þau verið sneidd snyrtilega niður með tinnuhníf, til þess að þau þornuðu fyr og geymdust bet- ur — eða þau höfðu, m. ö. o. verið meðhöndluð nákvæmlega eins og húsmóðir tutlugustu aldarinnar hefði gert. London—Kairo á 10 klst. London í gærkveldi: — í gær flaug bresk York-farþegaflug- vjel fjögurra hreyfla frá Lond- on til Cairo í Egyptalandi, beint án millilendingar. Var flugvjel in aðeins rúmar 10 klukku- stundir á leiðinni og er það með á þessari leið, hvað snert- ir fjögurra hreyfla flugvjelar. — Sex menn voru í flugvjel- inni. — Reuter. Rússar fá nikkelnámur. Rússar hafa tekið við starf- ráekslu nikkelnámanna við Petsamo, og hefir Sovjetstjórn- in greitt kanadisku stjórninni fimm miljónir sterlingspunda í bætur fyrir þetta, en tvö kana disk námafjelög átlu námurn- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.