Morgunblaðið - 19.11.1944, Síða 10
MORGUKBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. nóv. 1944
,,Það hlyti að vera yndisleg-
ur dauðdagi að láta rífa sig á
hol með þessum tönnum! Og
svo aðeins eitt enn, ef þjer vild-
uð gjöra svo vel. Þess er kraf-
ist, að jeg horfi mjög vandlega,
í augu yðar. Skeð getur, að
þjer hafið trakóm (augnasjúk-
dcd'nur), en ef svo er, lifi jeg
það áreiðanlega ekki af, að
þurfa að afhenda yður yfirvöld
unum.
Tamea ypti öxlum. Undar-
legt land er þetta, hugsaði hún
með sjer.
„Jæja. — Ef þjer eruð gott
sýnishorn af kvenfólkinu á
Riva-ey, Tamea Oluolu Larri-
eau, þakka jeg guði fyrir, að
jeg er ekki læknir þar! — Jeg
myndi aldrei vinna mjer inn
eyrisvirði".
,,Og þótt þjer gerðuð það,
myndi engum detta í hug að
borga yður“, sagði Tamea hlæj-
andi. ,,Ef þjer kærðuð yður aft
ur á móti um að fá banana eða
kókoshnetur — —“, og hún
lauk setningu sinni með yndis-
legri, glettnislegri, axlayptingu
Ungi læknirinn hló glaðlega.
„Drottinn hjálpi og varðveiti
veslings trúboðana, ef svona
töfradísir eru daglegt brauð
þarna á eyjunum“, hugsaði
hann um leið og hann hjelt af
stað niður í káetu skipstjórans.
Þar var Gaston að ræða við emb
ættismann þann, er hafði um-
sjón með innflutningi fólks inn
í landið, um rjettindi dóttur
sinnar í landi. Þegar hann
hafði lokið því, og það var alt
klappað og klárt, sagði læknir-
inn vjð hann:
„Skipstjóri — jeg þarf að fá
að rannsaka yður, áður en þjer
fáið landgönguleyfi“.
„Opnaðu munninn, og segðu
Ah-h-h!“ skipaði Tamea, sem
hafði elt lækninn niður. ,,Opn-
aðu síðan augun, og reyndu að
vera dálítið gáfulegur á svip-
inn. — Finst yður ekki faðir
minn skelfing vesaldarlegur
maður?“ spurði hún lækninn.
„Jú, yðar hátign“.
Gaston Larrieau gekk til
læknisins, og opnaði munninn.
„Ah-h-h!“ sagði hann.
,,Ah!“ endurtók<" læknirinn
lágt. Hann hafði komið auga á
örlitla, þrútna bletti ofarlega á
sitt hvorri kinn skipstjórans.
Þegar hann þrýsti á blettina
hvítnuðu þeir, en óðar og hann
sleppti hendinni af þeim, fengu
þeir aftur sinn upprunalega lit
og urðu örlítið ljósrauðari en
húðin í kringum þá.
Ef til vill hefðu aðeins lækn
isaugu, — er voru sjerstaklega
þjálfuð í því augnamiði — get
að greint þessa bletti.
„Þetta er nú meiri undratókn
irinn, Larrieau!“ hrópaði
Tamea, og stóð því nær^á önd-
inni. „Maður opnar munninn
— og svo horfir hann í aagun
á manni!“
Læknirinn leit á hana. Fyrir
andartaki síðan, þegar þau voru
uppi á þilfarinu, hafði hinn dá-
samlegi yfirlitur hennar vakið
sjerstaka athygli hans — föl-
gullinn, með örlitlum rósrauð-
um blæ — líkt og þegar fölrauð
ur silkidúkur er breiddur yfir
gult ljós. Nú var rósaliturinn
horfinn og í stað hans kominn
litur á gömlu fílabeini. Hann
sá óttaglampa bregða fyrir í
draumlyndum augum hennar
og brosið, sem fylgdi orðum
hennar, var dálítið þvingað. -—
Augú þeirra mættust og hvort
um sig sá, að hitt vissi það.
„Jeg get ekkert gert. Jeg verð
að gera skyldu mína“, muldr-
aði lækn/irinn hjálparvana, og
sneri sjer aftur að Gaston.
„Hafið þjer nokkur sárindi í
nefinu, skipstjóri?“ spurði
hann..
„Já, það er ekki alveg laust
við það — núna undanfarið,
læknir“, svaraði hann.
„Hafið þjer nokkur eymsli
annarsstaðar?"
„I nokkra mánuði hefi jeg
haft stöðugan verk í hægri öxl-
inni — líklega gigtarskömmin
búin að grípa mig“.
„Nei. Það er' taugaverkur“.
Hann tók í hönd skipstjórans,
sem var stór eins og hrammur,
og á handarbakinu sá hann
svipaða bletti og á andliti hans.
„Viljið þjer gjöra svo vel og
fara úr skyrtunni".
Tamea lokaði augunum
snögt. Þjáningarsvipur kom á
andlit hennar. Hún snerist á
hæl og gekk inn í smákompu,
sem var inn af káetunni.
Larrieau fór úr skyrtunni og
læknirinn skoðaði hann vand-
lega. Á baki hans, fyrir neðan
vinstra herðablaðið, fann hann
það, sem hann leitaði að. —
„Þakka yður fyrir. Nú megið
þjer fara aftur í fötin“, sagði
hann.
Aðstoðarmaður hans hellti
sótthreinsunarlyfi yfir hendur
hans, og hann þvoði þær vand
lega og þurrkaði á vasaklút,
sem hann síðan henti fyrir
borð, út um kýraugað. Hann
gaf hinum mönnunum merki
um að fara, og þeir urðu einir
eftir í klefanum, læknirinn og
Gaston.
Læknirinn kveikti sjer í
vindlingi, og þegar Gaston leit
spurnaraugum á hann, mælti
hann:
„Hvað ætlist þjer fyrir með
dóttur yðar, skipstjóri?“
„Jeg kom með hana hingað
til San Fransiskó til þess að
setja hana í klausturfeskóla. -—■
Eins og þjer hafið heyrt, talar
hún góða ensku, en þó með
frönskum hreim. Hún hefir filot
ið mjög sæmilega mentun, en
jeg ætla að sjá um, að hún geti
nú fullkomnað sig, eftir því sem
föng eru á“.
„Móðir hennar var ættuð af
Suðurhafseyj unum ? “
„Já, hún var Suðurhafseyja-
búi í húð og hár. Hún dó fyrir
ári síðan“.
„Þjer verðið að afsaka, skip
stjóri, ef spurningar mínar virð
ast ósvífnislega • persónulegar.
Raunar er það ekki í mínum
verkahring, að spyrja þessara
spurninga, en maðurinn, sem á
að gera það, hefir látið mjer
það eftir, í þetta sinn. — Eigið
þjer, eða dóttir yðar, nokkra
ættingja eða vini i Ameríku?“
„Við eigum enga ættingja,
herra læknir, og einu vinirnir,
sem j,eg á hjel í Ameríku, eru
eigendurnir að skipi þessu“.
„Er fjárhagur yðar þannig,
að dóttur yðar væri borgið,þótt
þjer fjelEið frá?“
Gaston Larrieau brosti. „Og
þjer spyrjið Frakka að þessu,
sem lítur á sparsemina sem eina
af hinum æðstu dygðum! Jeg
hefi ekki verslað á Kyrrahafs-
eyjunum í meira en 35 ár fyrir
ekki neitt. Jeg á eitthvað um
250 þúsund dollara, og fyrir
utan nokkrar perlur og hluta í
þessu skipi eru allar mínar eig
ur í reiðu fje“.
„Ætluðuð þjer að halda aftur
til eyjanna, eftir að hafa kom-
ið barni yðar fyrir hjer?“
„Drottinn minn — nei! Það
gæti enginn ráðið við Tameu
án minnar hjálpar. Nú er jeg
hættúr allri sjómensku. Jeg
hefi selt allar eigur okkar
Tameu á eyjunum. Eftir tvö ár,
þegar Tamea er farin að venj-
ast siðum og háttum menning-
arlandanna, förum við til Frakk
lands — til Normandi, en þar
er jeg fæddur“.
„Tamea fær sennilega góða
giftingu í Frakklandi“, hjelt
læknirinn.
„Já. Við Frakkar erum frjáls
lyndari í vali eiginkvenna en
Englendingar og Bandaríkja-
menn. Þeir rriyndu ekki gleyma
því, að Tamea mín er kynblend
ingur, þótt hún sje fegurri og
yndislegri en hvítu stúlkurnar.
Jeg var giftur móður hennar“,
bætti hann við, eins og hann
grunaði lækninn um að vera að
brjóta heilann um það í laumi,
hvort svo hefði verið. „Það var
trúboðsprestur í Nukahiva, sem
gaf okkur saman“.
Alt í einu henti læknirinn
hálfreyktum vindlingnum út
um kýraugað.
„Jeg þoli þetta ekki lengur!“
urraði hann. „Jeg geri ekki ann
að, en svipta menn vonum og
lífshamingju“.
„Hvað er þetta? Hafið þjer
þá einhverjar slæmar frjettir
að færa mjer?“
Læknirinn kinkaði kolli,
hryggur í bragði. „Jeg hefi
mjög slæmar frjettir að færa
yður, skipstjóri. í raun rjettri
hræðilegar frjettir. Jeg er því
nær viss um, að þjer hafið sýkst
af — holdsveiki".
Skipstjórinn á ,,Moorea“ tók
þessum ógnarfrjettum eins og
skip tekur óvæntum kastvindi.
Hánn skalf og nötraði andar-
tak, en rjetti síðan úr sjer. Úti
tekið, veðurbarið sjómanns-
andlit hans varð grænhvítt'. —
Hann lokaði augunum -— ekki
meira en 10 sekúncíur. Karl-
mannlegar axlir hans-og brjóst
virtust falla saman. I þessar tíu
sekúndur virtist kerling Elli
hafi snortið hann spróta sínum,
í fyrsta sinn. — Þegar hann opn
aði augun aftur, var hann sami,
rólegi, góðlátlegi — nærri -því
drengjalegi maðurinn, sem ver
ið hafði að glettast við Tameu
um morguninn. Hann brosti og •
yppti öxlum.
Djákninn og drekinn
Æfintýr eftir Frank R. Stockton.
7.
lokuðu húsum sínum og ferðuðust til fjarlægra staða,
og aðeins vinnandi menn og fátæklingar urðu eftir. Eftir
nokkra daga fór þetta fólk að þora að fara út, sem það
reyndar mátti til með að gera, svo það hefði eitthvað að
borða. Tóku menn nú nokkuð að venjast því að sjá drek-
ann, og þar sem þeir höfðu fregnað, að hann neytti ekki
matar nema á jafndægrum vor og vetur, þá voru þeir
ekki nærri eins hræddir við hann og áður.
Eftir því sem tímar liðu fram, varð drekinn stöðugt
hændari að djáknanum. Hann hjelt sig altaf nærri hon-
um og lá oft á nóttunni fyrir framan dyrnar á húsi hans,
þar sem hann bjó einn með gamalli fóstru sinni. Þessi
fjelagsskapur var hinum unga kennimanni oft hálf leið-
ur, en á hinn bóginn gat hann ekki neitað því, að hann
hafði margt gott af kynnum sínum við drekann. Því sú
gamla ófreskja hafði sjeð margt á sinni löngu æfi og sagði
djáknanum marga merkilega hluti.
„Þetta er eins og að lesa æfagamlar bækur“. sagði
djákninn við sjálfan sig, ,,en margar bækurnar þyrfti jeg
að lesa áður en jeg fengi vitneskju um alt það, sem drek-
inn hefir sagt mjer um jörðina, vatnið, um málma og
jarðargæði og vaxandi grös og undur veraldarinnar“.
Þannig leið sumarið og haustið með. Og nú fór fólkið
að verða mjög órólegt aftur.
,,Nú fer að styttast til jafndægranna“, sögðu menn
hverjir við aðra, ,,og þá þarf skrímslið eitthvað að jeta.
Og það verður alveg glorhungrað, eins mikið og það hefir
hreyft sig upp á síðkastið. Drekinn jetur börnin okkar,
— vissulega jetur hann þau öll. Og hvað eigum við að
gera?“
Þessar* spurningu gat enginn svarað, en öllum kom
saman um það eitt, að það yrði að koma drekanum úr
borginni fyrir jafndægrið. Um þetta var rætt fram og
aftur lengi og vel. Og að því búnu'fór stór hópur fólks
heim til djáknans.
„Þetta er alt yður að kenna“, sagði fólkið, „að þetta
hryllilega skrímsl er á meðal okkar, og þjer ættuð að sjá
um að það færi í burtu. Það er aðeins vegna yðar, sem
drekinn heldur áfram að vera hjer í borginni, því þótt
hann líti daglega á myndina af sjer, þá er hann þó með
yður mestan hluta dagsins. Ef þjer væruð ekki hjer,
myndi hann löngu vera farinn burtu hjeðan. Það er því
skylda yðar að fara hjeðan og þá eltir hann yður og við
losnum við hina stórkostlegu hættu, sem yfir okkur vofir.
BALFOUR lávarður (1848—
1930) var í heimsókn hjá einum
vini sínum í Skotlandi. Fyrsta
kvöldið, sem hann borðaði þar,
tók hann eftir þyí að litla dótt-
ir gestgjafa hans veitti honum
mjög nánar gætur. Hann brosti
til hennar. Við það óx henni
kjarkur og hún ávarpaði hann:
„Ertu í sannleika sagt raun-
verulegur enskur lávarður?“
„Já“, svaraði hann í einlægni
,,í sannleika sagt raunveruleg-
ur“.
„Jeg hefi lengi hugsað um
það, hvað mjer myndi þykja
gaman að sjá enskan lávarð“,
hjelt hún áfram, „og — og —“.
„Og nú ertu ánægð“, greip
Balfour fram í“.
,,N-nei“, svaraði hún hægt.
„Jeg er ekki ánægð — jeg hefi
orðið fyrir dálítið miklum von-
brigðum“.
★
komnar um þúsund konur. Vin-
ur hans spurði hann á eftir,
hvernig honum hefði fallið það.
„Ja“, svaraði Barrie, „ef jeg
segi nú sannleikann, þá vil jeg
heldur tala þúsund sinnum við
einn kvenmann, en einu sinni
við þúsund kvenmenn".
★
ÞAÐ ÁTTI að fara að reisa
stórhýsi. Coolidge forseti var
fenginn til þess að hefja gröft-
inn fyrir grunni hússinrf með
því að stinga fyrsta skóflufarið.
Hann gerði það án þess að segja
orð. En þeim sem sá um athöfn
ina fanst að forsetinn þyrfti að
segja eitthvað við þetta tæki-
færi og stakk því að honum.
Forsetinn leit í skóflöfarið og
sagði:
„Þetta er reglulega fallegur
áðnamaðkur, sem skríður
þarna“.
★
ÞEGAR breski rithöfundur-
inn James M. Barrie (1860—
1937) kom eitt sinn til Ameríku
var hann kyntur fyrir kvenna-
samkomu, þar sem saman voru
Fullkomin eiginkona er* sú,
sem altaf hlær að bröndurum
manns síns og fullkomin eigin
maður er sá, sem aðeins segir
brandarana einu sinni/