Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 10
 f 1« MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. nóv. 1944 „Hann er farinn til móður minnar í Paliuli“, sagði Tamea, og reyndi að bera höfuðið hátt. „Hann kemur til hennar, blómum skrýddur — eins og brúðgumi. Ef mat5ur hefir glat- að allri lífslöngun, er siðqr á Riva, að ástvinir hans skrýði hann blómum. Síðan gengur hann út í öldurnar — — og hverfur“. Danni leit yfir borðstokkinn. Hann sá, að eitthvað rak í átt- ina til skipsins. Það var rósa- kransinn — tákn ástarinnar, sem Tamea hafði skrýtt hinn mikla heiðingja með, áður en hann fór til Paliuli. — Seinna mundi Danni eftir því, að Gast on hafðf verið í hinum dásam- lega landgöngubúningi sínum, og buxur hans höfðu gúlpað enn meira en venjulega. Hann hafði þess vegna grun um, að gamli maðurinn hafði fyllt vasa sína með blýsökkum eða járnbútum, og þar sem farið var að falla að þegar hann henti sjer útbyrðis, myndi hann reka í gegnum Gullna Hliðið, út á rúmsjó ....... Jæja, — þau myndu ekki sjá hann framar. Sólin var horfin bak við Síma hæðina. Það var farið að i * rökkva. „Jæja, hr. Henderson", sagði Danni. „Þá er verki okkar lok- ið. Báturinn bíður ennþá eft.ir okkur, svo að jeg legg til, að þjer farið með honum í land núna, og sendið hann síðan eft ir mjer. Konan bíður áreiðan- lega eftir yður með kvöldverð inn. Jeg hygg að best sje, að jeg verði hjer eftir, þangað til Tamea hefir gengið frá farangri sínum. Það er ekki vert að skilja hana eftir hjer eina í nótt“. Henderson kinkaði kolíi. -—• Þegar báturinn hafði lagt af stað í áttina til Meiggs Warf- bryggjunnar, hjelt Danni niður í skipstjóraklefann. Um leið og hann gekk inn úr dyrunum kom Tamea innan úr litlu kompunni, inn af káet- unni. Hún hafði fljettað hið dá- samlega, svarta hár sitt laus- lega og stungið ra-uðri rós í aðra fljettuna. Hún var ennþá í hvíta, ódýra Ijtereftskjólnum, sem hún hafði verið í um morg uninn, og þún var berhöfðuð. En hún hafði farið í gamlan strigajakka utan yfir kjólinn og undir hendinni bar hún hina dýrmætu harmoniku Gastons. „Nú er jeg Tamea yðar, herra Daníel Pritchard“, sagði hún, og rödd hennar titraðí. „í þessu ókunna landi þekki jeg engann nema yður. Jeg fer með yður, hvert, sem þjer viljið. Jeg mun ætíð hlýða yður, því að þjer er- uð faðir minn og móðir mín“. Treginn, sem lá á bak þess- ara látlausu orða, snart Danna djúpt. Veslings litli einmana ^tlendingur! Veslings .vegfar- andi í veröld hvíta mannsins — veröld, sem Danni vissi, að hún myndi aldrei fá skilið. Hve hún var dásamlega hrein, sak- laus og ósnortin! Hann óskaði þess, að hann fengi að mála hana þannig. — Hann langaði til þess að snerta hár hennar — og alt í einu ljet hann eftir þeirri löngun sinni. Hann strauk það blítt og föðurlega. En það var meira en drotning Riva-eyjar gat afborið. Hin nið ' urbælda sorg braust fram með ofsalegu afli, herpti saman háls hennar og ætlaði að kæfa hana...... Daníel Pritchard tók hana 1 I faðm sjer og reyndi að hugga hana, meðan hún grjet, eins og hjarta hennar ætlaði að bresta. Og honum fórst það vel — því að eins og Maisie hafði svo oft fullvissað hann um, var hann fæddtir til þess að bera byrðir annara. Hann var einn þessara göfuglyndú manna, sem virðast þau örlög sköpuð, að ganga van máttugum mannanna börnum í föðurstað. ! Hann þurkaði tárþvalar kinn ar hennar með vasaklútnum, og þegar báturinn lagði aftur að skipinu, kvöddu þau „Mooreu“. Tahitimaðurinn Ka- hanaha grjet, því að hann hafði siglt með Gaston gráskegg í tíu ár. Þegar þau hurfu út í myrkr ið, fylgdi hinn mjúki barriton hans þeim áleiðis. Hann söng „Aloha“. IV. Kapítuli. Á leiðinni frá „Mooreu“ að Meiggs Warf-bryggjunni, sat Tamea þögul við hlið Daníels og starði fram fyrir sig, á ljós borgarinnar. Hún hjelt dauða- haldi um hönd hans, og sleppti henni ekki einu sinni, þegar þau námu staðar við bifíeið Danna, sem beið þeirra á bryggjunni. Graves, bifreiðastjóri hans, hafði tekið sjer bessaleyfi, eins og gömlum og dyggum þjónum er títt, og hraut* hástöfum þeg- ar Danni opnaði hurðina og ýtti við honum. Þegar Graves sá hús bónda sinn standa þarna, með Tameu við hönd sjer, ætluðu augun beinlínis út úr höfðinu á honum af undrun og forvitni. Brár Tameu voru enn yotar af tárum, og hún var ákaflega barnsleg og einstæðingsleg að sjá. Danni bar harmonikuna hennar undir hendinni, og þeg- ar Graves rak augun í hana sannfærðist hann þegar um, að húsbóndi sinn hefði bundið trúss við einhverja sígauna- stúlku. Hann lyfti augnabrún- unum og «gaf frá sjer langt flaut. Augu Tameu skutu neistum. Hrygðin varð að víkja fyrir reiði. „Herra Daníel JPritchard“, spurði hún. „Er þessi maður þjónn yðar?“ Danni kinkaði kolli. „Ef við værum á Riva, myndi jeg láta húðstrýkja hann með slípól föður míns, til þess að kenna honum auðmýkt“. Danna datt í hug, að það væri líkt Gaston gamla gráskegg að nota slípól til als annars en þess, sem hún var ætluð til. En honum geðjaðist ekki að þess- ari athugasemd stúlkunnar. „Þú skalt ekki skeyta neitt um Graves“, sagði hann. „Hann gr ekki vaknaður ennþá. Hann heldur að hann sjái ofsjónir.“ „Maðurinn gónir á mig“, kvartaði Tamea. „Hann *segir við sjálfan sig: „Hvaða rjett hef ir þessi stúlka til þess að vera með húsbónda mínum? — Já, jeg veit það“. „Graves“, sagði Danni þreytu lega. „Jeg er hræddur um, að þú gerir þjer helst til dælt við ungfrúna. Reyndu að hafa þig á fætur og komast að stýrinu. — Og hjeðan f frá átt þú að taka við skipunum af ungfrú Larrieau. Hún er drottning 4 föðurlandi sínu, og vön því, að sjer sje hlýtt umyrðalaust. Jeg vona þess vegna, að þú fregðir þjer vel eftirleiðis. Mjer þætti heldur leiðinlegt að þurfa að húðstrýkja þig með slípól“. „Hypjaðu þig fram í“, skip- aði Tameá. Til allrar hamingju var Graves gæddur nógu mikilli kímnigáfu til þess að geta svar að auðmjúkur: „Eyrirgefið, yð- ar hátign. Það var ekki ætlan mín, að vera ófyrirleitinn. En eins og húsbóndinn sagði — mjer brá dálítið í brún við að vakna svona skyndilega og sjá ykkur standa þarna“. Hann dró vandlega fyrir all- ar rúðurnar, því að Graves þótti mjög vænt um húsbónda sinn, og vildi forða honum frá þeirri niðurlægingu, að láta sjá sig með svo grunsamlegri kvensu. Hann var sannfærður um, að húsbóndi sinn hefði skyndilega orðið vitskertur og þyrfti því meir á tryggri þjón- ustu sinni að halda en nokkru sinni áður. Hann var að brjóta beilann um það, hvert drotning in ætlaði með húsbóndann, eða húsbóndinn með hana. Hann hafði þegar fastráðið, að keyra fáförnustu göturnar, þar sem kunningja Danna var síst von. Drambsöm rödd Tameu reif hpin alt í einu upp úr þessum guðrækilegu þönkum. „Blygðist þjer yðar fyrir að láta sjá yður með mjer?“ „Vissulega ekki, barnið gott. — Graves, hvernig dirfist þú að draga fyrir rúðurnar í leyf- isleysi? Jeg skal flá þig lifandi fyrir þetta athæfi!“ „Afsakið, herra minn“, muldr aði Graves vandræðalega. Hann dró tjöldin aftur frá, fór út úr bifreiðinni, og stóð eins og myndastytta meðan Danni hjálpaði Tameu upp í hana. Um leið og Danni settist sjálfur upp í bílinn, sneri hann sjer við og þrumaði: „Þetta skaltu fá borg- að þrællinn þinn!“ En leiftr- andi glettnisblik í augum hans dró dálítið úr hótun þessari, og þegar Graves sá það, hneigði hann sig djúpt og auðmjúklega. En samt gat hann ekki skilið, hvernig í öllu þessu lá, því að þegar hann lokaði hurðinni á eftir þeim, sá hann, að Tamea tók utan um hönd Daníels. „Það eina, sem jeg bið Drott inn minn um‘ olíumælirnum litlu síðar, „er, að ungfrú Morrison komist ekki á snoðir um þetta“. „Keyrðu heim, Graves“, skip aði Daníel. — Graves nötraði eins og strá í vindi, þegar hann heyrði skipun þessa, en hlýddi þó, af gömlum vana. Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 15. Þegar djákninn kom inn í borgina um morguninn, var blátt áfram dásamlegt að sjá þá hrifningu og viðhöfn, sem fólkið heilsaði honum með. Hann var borinn á gullstól í höll, sem brottflúinn mektarmaður hafði átt og allir vildu alt gera, til þess að honum liði sem best. Fólkið troðfylti kirkjurnar, þegar hann flutti messur, svo að gömlu kon- urnar þrjár, sem ekki voru lengur einar í kirkjunni, gátu ekki fengið bestu sætin lengur; foreldrar vandræðabarn- anna ákváðu að reyna að ala þau upp sjálf, til þess að presturinn þyrfti ekki að vera að hafa fyrir því að halda skóla handa þeim. Auðvitað var djákninn gerður dóm kirkjuprestur, og biskup var hann orðinn, áður en hann dó. Fyrstu árin, eftir að hann kom aftur frá öræfunum miklu, leit fólkið upp til hans eins og manns, sem á skilið allan heiður og virðingu, en það leit líka stundum upp í .loftið, til þess að sjá, hvort drekinn væri ekki að koma aftur. En svo’fór, er tímar liðu fram, að fólkið lærði að heiðra og hlýða presti sínum, án þess að nokkur þyrfti að hræða það til að gera slíkt. En blessað fólkið hefði aldrei þurft að óttast drekann. Vetrarjafndægrin komu, en hann smakkaði ekki bita. Hann hafði langað í djáknann, en fyrst hann fjekk hann ekki, þá var sama um allan mat. Og þarna lá hann og starði á steindrekann, drógst smám saman upp og dó. Og það var vissulega gott að sumir af borgarbúum vissu það ekki. Og ef þú kæmir til borgarinnar, myndirðu enn sjá litlu steindrekana á hliðum kirkjunnar, en stóri drekinn, áem var yfir dyrunum, er horfinn. Endir. Tjörnin 09 töfrahringurinn Æfintýr eftir Maurice Barting. 1. EINU SINNI var konungur og drottning, sem áttu þrjá sonu. Tveir þeir elstu voru stórir og sterkir, en sá yngsti var með herðakistil og krypplingur, vegna þess að vond norn, sem drottningin hafði gleymt að bjóða í skírn- arveisluna hans, hafði galdrað hann og lagt á hann í vöggu. Samt þótti kcmungshjónunum lang vænst um hann af -öllum sonum sínum, og gerði það bræður hans af- brýðisama í hans garð. Þegar bræðurnir voru orðnir fuil- fJjTtU EDWIN BOOTH (1833— 1893) var mjög feiminn við kvenfólk og vildi sem minst hafa saman við það að sælda. Hann sagði eitt sinn frá hræði- legum atburði, sem kom fyrir nóttina, sem hann gleymdi að læsa herbergisdyrum sínum. „Jeg vaknaði við eitthvert þrusk“, sagði hann, „og hvað haldið þið, dyrnar voru opnað ar hægt og gætilega. — Jeg greindi að þetta var kvenmað- ur. Jeg stirðnaði* upp og gat ekki hreyft mig. Hún gekk á- kveðin inn — ákveðnastan kon an, sem jeg hefi nokkru sinni augum litið. Hún var stór, dig ur og sterkleg. Hún hlaut að verða var við að jeg skalf eins og hrísla í vindi. Hún nálgaðist rúm mitt og horfði stöðugt á tilkynnti hann.»mig — hún stóð við rúmið, beýgði sig niður án þess að stökkva bros af vör — og kysti mig beint á munninn. Hún sagði ekki neitt, en gekk nú út úr herberginu. Jeg hefi aldrei orðið neitt svipað því eins hræddur um líf mitj. Jeg lædd ist fram úr rúminu og tvílæsti hurðinni — en aðeins of'seint11. ir Kaupmenn frá Eeneyjum komu fyrst með kaffi frá Ara-- bíu til Evrópu árið 1624. Kaffi var fyrst þekt í London árið 1652 og í Kaupmannahöfn 1665 ★ ÞAÐ ER sagt, að ameríski blaðamaðurinn og útvarpsfyr- irlesarinn Edwin C. Hill hafi lent í slíku æfintýri í fyrsta sinn, sem hánn kom til New York, að það slái allar sögur O’Henry út. — Hann fór að skoða sig um í borginni og sá þá mjög glæsilega stúlku í strætisvagni. Hann fór upp í vagninn og settist á móti henni, en þegar vagninn var kominn nálægt Columbus Circle, hafði hann flutt sig að hlið hennar og var farinn að tala við hana. Það fór strax vel á með þeim. Loks, þegar wagninn kom að ráðhúsinu, fóru þau út úr hon- um, gengu þar inn og eftir hálf tíma var búið að gefa þau saman í heilagt hjónaband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.