Morgunblaðið - 23.01.1945, Page 6
MORGUNBLAPTÐ
Þriðjudagur 23. janúar 1945
m Útg.; H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rltstjórar; Jón Kjartansson,
Yaltýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi»1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10 00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
ÓLÍK VIÐHORF
ÞAÐ ER EKKI alveg ómerkilegt að gefa því gaum,
hvernig brugðist hefir verið við núverandi ríkisstjórn,
ekki aðeins rjett fyrst í stað, heldur og þann tima. sem nú
er liðinn frá myndun hennar.
Að sjálfsögðu tóku Framsóknarmenn dndköf þegar í
stað og hafa þau andköf orðið æ þyngri og erfiðari eftir
því. sem á hefir liðið.
★
Dagblaðið Vísir, sem dyggilega hafði stutt fyrverandi
ríkisstjórn, enda einn ráðherrann einn ráðamanna blaðs-
ins, fór reyndar í upphafi stilt af stað. Sagði: „Ritstjóm
þessa blaðs vill enga ábyrgð taka á þessari stjórnarsam-
vinnu og telur sig óbundna með öllu af meiri hluta sam-
þykt Sjálfstæðisflokksins um stuðning við stjómina. —
Blaðið mun gagnrýna aðgerðir hennar svo sem rjett þykir
hverju sinni og láta sig engu skifta önnur sjónarmið en
hag alþjóðar”.
★
Reynslan hefir nú samt orðið sú, að lítt hefir hallast
á um stjórnarandstöðuna hjá Tímanum og Vísi, en bæði
þessi blöð róið dyggilega á sama borð.
Fyrst var haft í háði um áform stjórnarinnar varðandi
atvinnumál landsmanna, að stefna að algjörri nýsköpun
í atvinnulífi þjóðarinnar. Þegar stjórnarandstaðan varð
vör við að þjóðin lagði hinsvegar hlustir við nýsköpun-
arstefnu stjómarinnar, — var breytt um tón. Jú, — ný-
sköpun var að vísu góð, — en það var bara tómt mál að
tala um slíkt, fyrr en búið væri að tryggja fyrir fram, að
allt gæti borið sig.
Nú er svo orðin uppistaðan í áróðri stjómarandstöð-
unnar, að allt ráð stjórnarinnar sje bygt á sandi. Það
eina. sem hefði átt að gera, var að skera niður dýrtíðina
með allsherjar launalækkun í landinu.
★
Það vill syo til, að það er uþplýst staðreynd að meðan
á samningaumleitunum allra þingflokkanna stóð í haust,
einnig Framsóknar, þá ritaði Sjálfstæðisflokkurinn hin-
um flokkunum brjef þann 14. september, þar sem lögð
vom frumdrög að málefnasamningi samstjórnar flokk-
anna. í þessu brjefi Sjálfstæðisflokksins segir svo um
kaupgjaldið: „Unnið verði að því, að koma á allsherjar
samningum um kaupgjaldið um land allt. Samið verði
um núgildandi kaupgjald óbreytt. Þó verði einstakar
breytingar gerðar til samræmingar, en þó hvergi svo,
að vísitöluhækkun leiði þar af’.Við þetta hafði Framsókn-
arflokkurinn ekkert að athuga, enda hvorki af Fram-
sóknarflokknum nje neinum öðrum krafist kauplækkana
allar þær vikur, sem samningaumleitanir stóðu yfir milli
flokkanna, heldur aðeins krafist vinnufriðar, sem átti að
vera keyptur fyrir vissar kauphækkanir. Eina skilyrðið
sem sett var af hendi Framsóknarflokksins og annarra
var, að þessar kauphækkanir yrðu ekki svo miklar, að af
þeim leiddi hækkun vísitölunnar.
★
Þannig hefir þá stjórnarandstöðunni farið.
Á hitt er svo að líta, hvernjg þjóðin hefir brugðið við.
Þá kemur í ljós að kaupstaðir, kauptún, sveitir, fjelög
og einstaklingar vænta sjer allir nokkurs og ýmsir mikils
af þeirri stefnubreytingu, sem orðið hefir í stjórnmálum
landsins með nýsköpunaráformum ríkisstjórnarinnar.
★
Allsstaðar er fólkið sammála um, að fyrsta skilyrðið til
þess, að geta nú vænt sjer nokkurs á komandi árum, var
að standa saman. Annað það, að sameinast um viðsýn og
djarfhuga áform.
Að þessu fengnu er, skapaður möguleiki til stórræða í
þjóðfjelaginu. Það er von fólksins, að sá möguleiki verði
að raunveruleika. ! i 1 ' í:
Kvenna-
heimili reist
á næsta ári?
BANDALAG KVENNA í
Reykjavík hefir ákveðið að
hefja á ný fjársöfnun til bygg-
ingar kvennaheimilis hjer í
Reykjavik. Verður það reist á
næsta ári ef unt þykir.
Bandalagið hefir beðið blað-
íð í þessu sambandi fyrir eft-
irfarandi ávarp:
„ÞAÐ mun mörgum minnis-
stætt, að fyrir allmörgum ár-
um hófu konur hjer á landi
fjársöfnun lil byggingar kvenna
heimils, er bera skyldi nafn
fyrslu húsfreyju landsins, Hall
'veigar Fróðadóttur. Varð bygg-
ingarsjóður þessi aldrei svo hár
að ráðlegt þætti að hefjast
handa með byggingu hússins,
og er striðið skall á og dýrtíðin
fór sífelt vaxandi, dró það mál-
ið enn á langinn. En jafnhliða
þessu óx þörfin fyrir stofnun
líka þeirri, er fyr var hugsuð,
stofnun, þar sem hin ýmsu kyen
fjelög og kvcnfjelagasambönd
gætu fengið svigrúm til þess að
vinna að áhugamálum sínum,
sem öll að meira eða minna
leyti stefna að því, að efla heill
og hrg þjóðarheildarinnar.
Það var Bandatag kvenna i
Reykjavík, er fyrst hafði for-
ustu í þessu byggingarmáli, og
á aðalfundi sínum 5. desember
síðaslliðið ár, samþykti það, að
beita sjer fyrir málinu á ný
með því að mynda fjáröflunar-
nefnd sem skipuð er fulltrú-
um frá hinum ýmsu fjelögiim
Bandalagsins.
Þessi nefnd hefir haldið
nokkra fundi og ákveðið að
skora á landsmenn, konur og
karla, að styðja þetta nauð-
synjarnál. Til þess er ætlast, að
húsið varði reist á næsta ári,
ef málið fær nú góðar undir-
tektir.
Undirrituð fjáröflunarnefnd
tekur með þakklæti á móti gjöf
um í þessu skyni, sömuleiðis
skrifslofa Kvenfjelagasam-
bands Islands í Lækjargötu 14
B, (Búnaðarfjelagshúsinu), og
veitir hún jafnframt upplýsing-
ar um málið.
Reykjavík 19. janúar 1945.
I fjáröflunarnefnd Hallveig-
arstaða:
Guðrún Jónasson. Kristin Sig-
urðardóttir. Laufey Vilhjálms-
dóttir. Anna Ásmundsdóttir.
María Maack. Guðrun Arna-
dóltir. Arnheiður Jónsdóttjr.
Elín Þorkelsdóttir. Ingibjörg
Jónsdóttir. Friðrikka Sveins-
dótt'r.
Sókn á Luzon
London í gærkveldi.
BANDARÍKJAHERINN á
Luzon sækir stöðugt fram á íeið
sinni til Manilla og hefir orðið
vel ágengt þar síðustu tvo daga.
Þar sem Japanar hafa gert
hörðustu gagnáhlaup sín, á
vinstra fylkingararmi innrásar
liðsins, hafa Bandaríkjamenn
hrundið mörgum árásum og
bætt aðstöðu sína til mikilla
muna. Flugherinn veitir land-
hernum öflugan stuðning.
Reuter. •
Örstutt gönguferð.
ÞAÐ ER ekki ótítt að við lleyk
víkingar leitum langt yfir skamt
til að hressa upp á hugann í frí-
stundum okkar. Það fara fleiri
bæjarbúar austur á Hellisheiði á
góðviðrisdögum, en í gönguferð-
ir hjer í nágrenninu og þó getur
það bæði verið lærdómsríkt,
skemtilegt og holt að leggja leið
sína umhverfis bæinn á góðviðris
dögum, eins og var t. d. á sunnu
daginn. Það er gaman að sjá um-
hverfi Reykjavjkur í vetrarham.
Það þarf enginn að kvarta yf-
ir útsýninu af hæðunum hjerna
í kringum bæinn. Það er ein-
kennilegt að sjá fjöruna við
Skerjafjörð lagða ís og skoða
fuglalífið hjerna vestur i Sels-
vörinni. Og það eru nokkuð
margir, sem gera þetta.
•
Fólkið á óskuhaugun-
um.
ÞAÐ ER alveg furðulegt hvað
ber fyrir augu á örstuttri göngu-
ferð hjer í nágrenni bæjarins. —
Það vita t. d. ekki margir, að
I inni fær hann far í lyftu — upp-
ávið.
Myndin er skemtilega tekin í
, eðlilegum litum og vel leikin. —
I Upphaflega var þetta leikrit og
fjekk góðar viðtökur í Ameríku
á sínum tíma.
Feitlagni
kvikmyndaleikarinn.
í KVIKMYND þessari leikur
m. a. hinn feitlagni leikari Laird
j Creger, sem nýlega er látinn vest
ur i Ameríku. Hann fer með hlut
verk kölska, eða umboðsmanns
hans. Cregar var einn af feitlögn
ustu kvikmyndaleikurum í Holly
! wood. Aðeins 28 ára að aldri er
hann ljest. Hann hafði átt erfitt
uppdráttar áður en hann komst
að í kvikmyndum, en vakti brátt
á sjer athygli.
Fyrir nokkrum vikum tók
! hann sótt og lagði þá af svo mik-
í ið, að hann varð ekki nema 200
pund. Þá fjekk hann hjartaslag
og dó.
í amerískum blöðum hefir ver
ið ritað um Creger eftir lát hans,
öskuhaugarnir hjerna vestast í
bænum eru eftirsóttur staður. En
þetta sá jeg með eigin augum á
sunnudaginn var. fjöldi fólks og
flestir gengu hálfbognir fram og
aftur, eins og þeir hefðu týnt ein-
hverju. Nú kemur það fyrir, að
fólk fleygir óvart einhverju verð
mæti í sorpílátin sín, en jeg var
að hugsa um, að varla gæti það
verið svo alment, að menn kæmu
í tugum vestur á öskuhauga til
að leita að einhverju, sem þeir
hefðu fleygt í ógáti, enda lítil von
til að það fyndist aftur.
Það kom líka á daginn, að fólk
ið — aðallega unglingar — var
ekki þarna í þeim tilgangi að
leita að týndum munum, heldur
eins og einn unglinganna sagði
við mig: „Við erum bara að
„gramsa“.
En þar sem jeg var í göngu-
ferð m. a. mjer til hressingar,
dvaldi jeg ekki lengi þarna við
öskuhaugana. Fanst líklegt, að
það myndi ekki hressa neitt upp
á heilsuna.
Fuglarnir og
hitaveitan.
ÞEGAR jeg gekk vestur með
Selsvörinni, tók jeg eftir, að þar
var óvenjulega fjörugt fuglalíf.
Þar var æðarfugl, máfar, rita,
tjaldur og fleiri fuglar. í fyrstu
fanst mjer einkennilegt, að þetta
mikið af fugli skyldi hópast
þarna saman á tiltölulega litlum
bletti. En er jeg kom nær fjekk
jeg skýringu á því. Þarna er
skolpræsi út í sjóinn og vatnið í
því er volgt. Það er afrenslisvatn
frá hitaveitunni og blessaðir fugl
arnir voru þarna umhverfis hlýj-
una.
En nú er jeg hræddur um að
jeg verði að hætta að lýsa þessari
stuttu gönguferð. Annars gæti
farið svo, að jeg gæfi of miklar
upplýsingar um veðrið. En það
er „bannvara" ennþá af hernað-
arástæðum. En hitt vil jeg hik-
laust gera og það er að mæla með
stuttri gönguferð hjer um ná-
jgrennið í björtu og góðu veðri.
Það verður enginn svikinn af
því.
Sjerkennileg
kvikmynd.
NÝJA BÍÓ hefir undanfarið
sýnt sjerkennilega kvikmynd,
sem heitir „Himnariki getur beð
ið“. í mynd þessari er sagt frá
Thanni einum, sém segir sögu
sina í biðsal vítis. Að sögunni lok
því hann þótti mjög efiýlegur
I leikari, sem leikstjórar gerðu
jsjer miklar vonir um. Var talið
að hann myndi ekki hafa gefið
eftir skapgerðarleikurum eins og
Charles Laughton og Emil Jank-
ins, ef honum hefði entst aldur
til.
„Samferða".
BESTA kvikmynd ársins, sem
j leið, er að dómi kvikmyndagagn-
jrýnenda vestur í Ameríku, nefn-
iist „Going my way“ og mætti
jkanske þýða á íslensku „Sam-
ferða“. Aðalhlutverkið í þeirri
mynd leikur Bing Crosby, söngv
■ari. Leikur hann prest, og þó
hann muni ekki yfirleitt hafa ver
ið álitinn prestlega vaxinn mað-
ur, þá fer hann Ijómandi vel með
hlutverk sitt. En í þessari kvik-
mynd mun gamli presturinn þó
vekja samúð og hrifningu á borð
við Bing og sennilega þó hafa
vinninginn hjá flestum.
Hlutverk gamla prestsins leik
ur Barry Fitzgerald, sem hingað
til hefir haft á hendi smáhlut-
verk. Gagnrýnendur segja, að
hann muni fá „Oscar“-verðlaun
ársíns fyrir snildarlegan leik sinn
|í þessari mynd. Og loks má geta
iþess, að sömu gagnrýnendur
telja, að leikstjóri myndarinnar,
Leo McGary, sje besti leikstjóri
ársins fyrir stjórn sína við þessa
myfíHatöku.
„Saratoga Trunk“.
OG UR því við erum komin
þetta langt í kvikmyndahugleið-
íngum, er best að jeg segi ykkur
frjett, sem mun gleðja marga les-
endur Morgunblaðsins, og þá
ekki síst kvenfólkið.
Næsta framhaldssaga í Morgun
blaðinu, sem hefst núna einhvern
næstu daga verður „Saratoga
Trunk“ eftir Edna Ferber. Sag-
I an hlýtur nafnið Saratoga. Þetta
| er bráðskemtileg saga, sem farið
hefir sigurför um Bandaríkin á
s. 1. ári.
Nýlega hefir sagan verið kvik
mynduð. Var nýlega heimsfrum-
sýning á henni hjer í Reykjavík
— hjá setuliðinu. í kvikmyndinni
leika þau Gary Cooper og Ingrid
Bergmann aðalhlutverkin. Ekki
hafa borist dómar um sjálfa kvik.
myndina ennþá, enda er alveg
nýbyrjað að sýna hana vestur í
Ameríku, en talið er að þetta
muni vérða einstaklega góð kvik
! fnynd óg þeir, sem hafa sjeð hana
njer, eru mjög -hrifnir af hennl.