Morgunblaðið - 27.02.1945, Page 4

Morgunblaðið - 27.02.1945, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Iriðjudagur 27. febrúar 1945. IViinningarorð um EYJÚLF BJÖRNSSON írá Laxnesi Skarð er fyrir skildi orðið Skapa-dómi enginn hnikar. -— Þegar dregur að 23. febr., minnast ýmsir enn mæts manns sem fyrir nokkrum árum er horfinn okkur sjónum, en var fæddur þann dag fyrir 62 ár- um, (1883). — Minnast hans og sakna, um leið og þeir harma að honum skyldi ekki verða lengra lífs auðið, en raun varð á. En það er oftar en þá, að menn minnast og sakna þessa manns, því svo eftirminnilegur var hann og seingleymdur öll- um þeim, sem þekktu hann best og jafnvel þeim, sem voru honum málkunnugir. — Það er sagt um sumt að betra sje seint en aldrei, en hvort svo verður um þessi minn ingarorð, skal ósagt látið. En ástæðan fyrir því að þau koma nú, — og fyrst nú — er m. a. sú, að sá sem þau ritar hefir ekki lengur getað varist þeirri áleitnu umhugsun, að ekki væri vansalaust að hann lægi leng- ur óbættur í Græði — án þess að hans væri að einhverju get- ið. Og það því fremur sem minn ingarorð, er skrifuð voru skömmu eftir að víst þótti um afdrif hans, misfórust hjá ritstj. ónefnds blaðs, þótt ekki væri um það vitað fyr en löngu seinna og ekki kostur á að bæta úr því þá. — Sú úrbót, sem hjer verður gerð tilraun um, getur þó ekki orðið svo vel úr garði gerð sem sú minningargrein var. Sá maður, sem hjer er farið orðum um, er Éyjúlfur Björns- son vjelstjóri og bóndi að Lax- nesi í Mosfellssveit, sem fórst með Jarlinum í sept. 1941. — Hann var fæddur í Laxnesi 23. febr. 1883, misti föður sinn ung ur, en ólst upp með móður sinni og stjúpföður í Norður-Gröf á Kjalarnesi. Snemma hleypti hann heim- draganum og rjeðst 18 ára gam all til járnsmíðanáms í Reykja- vík hjá Kristófer Sigurðssyni, síðar vara-slökkviliðsstjóra, er mörgum Reykvíkingum var að góðu kunnur. Þegar Eyjúlfur hóf járnsmíða nám sitt, þurfti meiri mann- dóm og einbeitni til að brjótast nýjar leiðir heldur en síðar varð. Og sýnir þetta m. a. það áræði og viljafestu sem með honum bjó. — Síðasta sumarið sem hann var lærlingur, hjá Kristófer og eins næsta sumar á eftir, vann Eyjúlfur að brúar smíði yfir Skjálfandafljót, en annars var hann áfram í smiðj- unni á Skólavörðustígnum. uns hann fór til sjós 26 ára gamall, 1908. — Hafði hugur hans snemma beinst að sjónum og nú því fremur sem nýir afkomu- möguleikar voru að skapast í sambandi við togaraútgerðina. Var Eyjúlfur nú ákveðinn í þvi að verða vjelstjóri og sá ásetn- ingur hans tókst þannig, að 4 árum síðar var hann orðinn 1. vjelstjóri á togara. Og sú varð hans aðalatvinna það sem eftir var ævinnar. Árið 1918 kvæntist Eyjúlfur Guðrúnu Guðmundsdóttur, ætt- aðri af Akranesi, ágætri konu og eignuðust þau 3 börn, sem öll eru uppkomin. — Með þessu stutta „æviá- gripi“ er í raun og veru lítið sagt. Þau atriði sem gripið hef ir verið á, eru fyrst og fremst áfangar á lífsleiðinni sem marka að nokkru megindrætt- ina í þeirri lífsmynd sem okk- ur var kunn. En bak við stend- ur maðurinn sjálfur eins og hann hefir mótast í deiglu ár- anna, heilsteyptur eða vansmíð- aður eftir því sem efni stóðu •til. — Jeg hygg að ekki orki tví mælis að Eyjúlfur Björnsson væri heilsteyptur maður. Per- sónuleiki hans var á þann veg, að maðurinn varð hvorttveggja í senn minnisstæður og kær, ef tækifæri gafst til nokkurar kynningar. Hvernig sem á stóð var Eyjúlfur jafnan glaður og reifur og að því er virtist var honum sá eiginleiki meðfæddur að gera gott úr hverjum hlut. Eftirminnileg tilsvör og hnitti- yrði lágu honum laus í munni og honum mun sjaldan hafa orðið svarafátt. Hvar sem hann var með einum eða fleirum var hann jafnan sjálfkjörinn hrók- ur alls fagnaðar. Og það hefði verið undarlega samsettur mað ur sem hefði getða leiðst í ná- vist hans. Því flestum mun jafn an hafa þótt sú stund ofstutt, sem samvistanna naut. Hann var ákveðin.n og sjálfstæður í skoðunum og Ijet ekki hlut sinn að óreyndu, ef því var að skipta, en þó sanngjarn og frjálslyndur í dómum sínum um menn og málefni. Hann valdi sjer ekki vini eftir stöðu nje stjettum og leitaði litt eftir mannvirðingum. Þeir sem f jellu honum í geð þurftu ekki að ef- ast um einlægni hans nje vin- artryggð. :— Hinir máttu gjarn an sigla sinn sjó óátalið og átölu laust. Allur smásálarskapur og styrfni var honum fjarri skapi, en greiðvikni og hjálpsemi svo í blóð borin að sjálfsagt þótti að leysa úr hvers manns vanda, ef tök voru til án allrar tilætlun ar um endurgjald. Á sjóferðum sínum fór Eyj- úlfur víða um, m. a. til Amer- íku. Kunni hann margt að segja frá þeim ferðum sínum, því hann kunni að gera glögg skil á því sem fyrir augu bar og eyru, bæði gagnlegum hlutum og kátlegum, yiðhorfum. — En þótt sjórinn hafi þannig orðið aðal-vettvangur Eyjúlfs, meira en helming ævinnar, var honum jafnan kært að minnast heimahagánna og það því frem ur spm á ævina leið. Bar hann órofa tryggð til átthaga sinna og móðurmoldar, og því var það að hann keypti Laxnesið (ásamt Einari bróður sínum) árið 1929 og hóf þar búskap. — Við það voru miklar vonir tengdar. Jafnframt búskapnum í Lax- nesi var Eyjúlfur samt áfram til sjós nokkurn tíma ár hvert, en nú átti,hver ferðin að verða síðustu og seljast síðan að heima, að fullu og öllu. — Að því stefndi nú hugur hans óg störf, enda jafnan svo verið að þótt hann yrði að dvelja lang- tímum saman fjarri heimili sínu, bæði á hafi úti og í öðr- um löndpm, var hann i eðli sínu heimilisrækinn og heima- kær. Og þær stundir mun hon- um hafa þótt bestar, sem hann gat notið heima meðal vanda- manna sinna og málvina. — Margvíslegar umbætur á bújörð hans biðu framkvæmd- ar. Að þeim hugðarmálum sín- um ætlaði hann nú að vinna, það sem eftir væri ævinnar. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og svo fór hjer. Og sannast þar sem oftar.að „enginn má sköp- um renna. — Nú er Eyjúlfur í Laxnesi fyrir nokkru síðan horfinn okk- ur sjonum, en minningin um hann mun lengi. vara. Það er oft erfitt að sætta sig við hin óvæntu örlög, og svo var hjer um. Og því er það að mjer kem ur oft í hug það sem Matthías kvað forðum: Vantar nú í vina-hóp. — Völt er lífsins glíma — þann, sem yndi og unað skóp, oss fyrir skemmstum tíma. G. Þ. UNGLING vantar til að bera blaðið í hús við Bergstaðastræti Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Morgunblaðið Brunatryggingar Innanstokksmunir. Framleiðsluvörur. Verslunarvörur. Flutningstryggingar Sjó- stríðs og landflutningstryggingar, milli landa og innanlands. Skipatryggingar Afla- og veiðarfæra- tryggingar Fullkomin og viðurkend sambönd í hverri grein. Tjón gerð upp hjer á staðnum. Carl D. Tulinius & Co. h.f. Austurstræti 14 1. hæð. Símnefni Carlos. Sími 1730 Framtíðaratvinna Maður vátiur bókhaldi og sem getur skrifað verslunar- brjef á ensku, getur fengið atvinnu um næstu mán- aðamót. Umsókji ásamt meðmælum merkt „Reglu- samur’' sendist blaðinu fyrir fimtudagskvölcf Höfum fengið gott úrval af harnaskóm. T. d. hvít, brún og svört stígvjel á eins til þriggja ára. Einnig lága skó í sömu stærð- um. Hvita telpuskó og brúna og svarta drengjaskó. St óversíun ^te^dnóóonar oCOL 14. Cj OL U & Cj 22 a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.