Morgunblaðið - 27.02.1945, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.02.1945, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 1945. Hann blíðkaðist ofurlítið við þessa ræðu hennar. ,,En setjum svo, að mjer geðjist hreint ekki að þessum konum, sem þjer er- uð sýknt og heilagt að mæla með við mig. Þjer og móðir mín!“ „Ó — hugsið þjer eins til mín og móður yðar, kæri hr. Van Steed! Það var fallega gert af yður! En þrátt fyrir alt, er jeg ung og vona a. m. k. — hún hikaði, og þagnaði síðan alveg. „Jeg virðist altaf segja það, sem síst skyldi — við yður“, hrópaði hann í örvæntingu. „Nei, nei. Það er jeg, sem altaf er að segja einhverja vit- leysu — og þjer verðið að reyna að fyrirgefa mjer!“ • — Hann sendi henni daglega blóm '— mikið af blómum. Kaka var lítið hrifin af því. „Blóm! Rósir! Ef karlmaður sá móður þína úti á götu, sendi hann henni skartgripi — dýr- indis gimsteina. Og þú segir, að hann sje ríkur, þessi litli, með rauðu kinnarnar?“ „Já, blessuð vertu — hann er biljónamæringur!" „Hvers vegna sendir hann þá aðeirts blóm?“ „Vegna þess, að jeg er virðu- leg ekkja, góða mín — og það ér ekki siðsamlegt að þiggja dýrar gjafir af mönnum, sem maður er ekki einu sinni heit- bundin!“ „Bella frænka þín var ekkja. Hún átti að vísu aldrei neinn manninn — fremur en þú. En hún fjekk skartgripi. Hún þurfti ekki að gera sjer að góðu auðvirðileg blóm eins og þú!“ Clio hafði gaman af fyrir- litningu gömlu konunnar, og sagði Clint frá samtali þeirra. „Þú hefir heldur ekki fengið neina skartgripi frá mjer. — En þú getur fengið stóra dem- antinn minn, þennan eina, sem jeg á, ef þú’ aðeins vilt!“ „Clint! Þú ættir að blygðast þín! Ertu þá ekki trygglynd- ari en þetta! Þú veist, að þessi demantur á að prýða trúlofpn- arhringinn handa litlu, góðu stúlkunni heima í Texas!“ Hann andvarpaði, en ansaði engu. ★ Clio var stöðugt að koma mönnum á óvart. Þegar hún bragðaði hinn fræga Saratoga- kartöflurjett í fyrsta sinn á gistihúsinu — en hann vah framreiddúr þannig, að kartöfl urnar voru skornar niður í ör- þunnar sneiðar, er síðan voru bakaðar ljósbrúnar — bað hún um nokkrar sneiðar í brjefpoka og bruddi síðan kartöflurnar eins og hvert annað sælgæti, meðan hún horfði á veðreið- arnar. Eftir nokkra daga var það orðin tíska að bera með sjer ibakaðar kartöflur í brjef- poka! — Þegar hún kveikti sjer í vindling úti í súlnagöngunum í fyrsta sinn, göptu menn blátt áfram af undrun og skelfingu. Jafnvel ljettúðardrósir leyfðu sjer ekki að reykja opinberlega! Þetta skeði rjett fyrir klukkan níu að kvöldi, og þá var altaf margt um manninn úti í súlna- göngunum. Hún var í fylgd með Van Steed — yndisleg á að líta, klædd stuttum, svörtum jakka og hvítu, víðu pilsi. Van Steed hafði horft á hana með vaxandi skelfingu, þegar hún dró vindlingaveski úr gulli upp úr tösku sinni, opnaði það, tók vindling og stakk milli var- anna og beið róleg eftir því, að harin gæfi sjer eld. Hann kveikti á eldspýtu, en hönd hans skalf svo mikið, að það slöknaði á henni. Hann kveíkti á annari. „Þjer reykið vindlinga, frú De Chanfret?“ Þetta var held- ur bjánaleg spurning, þar sem hann sat og horfði á hana anda að sjer reyknum með sýnilegri ánægju. — „Jeg — jeg hefi aldrei sjeð konu reykja fyrr“. Hann talaði í sama tón og eig- inmaður, sem er að setja ofan í við konu sína. Clio ypti kæruleysislega öxl- um. „Þetta er siður á megin- landinu. Jeg hefi reykt síðan jeg var þrettán ára. Það er fátt eins notalegt og góður vindl- ingur eftir kvöldverð“. Van Steed leit órólegur í kringum sig. Hann sá, hvernig allra augu mændu á þau. „Það er hætt við, að fólkið hjerna misskilji — eh — það er talað svo mikið á gistihúsum, eins og þjer vitið“. „Skelfing er fallegt af yður að bera svona mikla umhyggju fyrir mjer, hr. Van Steed! Ef til vill hafið þjer rjett fyrir yð- ur. Jeg er ekki enn farjn að venjast háttum og siðum hjer í Bandaríkjunum. En vindling- ur!“ — Hún andaði reyknum djúpt að sjer. — „Það getur oft verið gott að fá sjer vindling" þegar maður er einmana. Finst yður það ekki líka, hr. Van Steed?“ „Jeg reyki vindla", ansaði hann luntalega. „Já, auðvitað“, muldraði hún með aðdáun. „Það er svo karl- mannlegt!“ Hann ræskti sig. „Jeg get varla ímyndað mjer, að þjer sjeuð nokkurn tíma einmana, frú De Chanfret. Þjer eruð svo vinsæl og eftirsótt — eh — svo mikil heimskona“. Hún svaraði engu. Þegar þögnin var að verða óþolandi, leit hann á hana. Hún sneri andlitinu til hálfs frá honum og hann sá ekki betur en tár seitluðu niður kinnar hennar. „Frú De Chan- fret! Hefi jeg sagt eitthvað — það var ekki ætlun mín — Hún sat þögul langa stund. Svo sneri hún sjer að honum og þurkaði sjer um augun með vasaklútnum. — „Heimskona!“ endurtók hún mjög lágt. Rödd hennar var ekki ásakandi — aðeins hrygg. „Reynið að ímynda yður, að systir yðar hefði alt í einu mist mann sinn — og skömmu síðar móður sína — og væri alein á ferðalagi, t. d. í Frakklandi, þar sem hún þekti engan. Þar myndi hún fylgja siðum föðurlands síps, og væri hægt að kalla hana heimskonu —“. Hún þagnaði og þrýsti vasaklútnum að vörum sjer. „Frú De Chanfret! Clio!“ Andlit hennar ljómaði alt í einu. Hún hallaði sjer áfram og snart handlegg hans. „Þjer sögðuð Clio! Bart!“ Hann hreyfði sig vandræða- lega í sætinu. „Eigum við ekki að koma inn? Jeg heyri, að hljómsveitin er farin að leika“. Þau stóðu á fætur og hjeldu heim að gistihúsinu. Fólkið í súlnagöngunum hvískraði: Hún reykti vindling — jeg sá það með mínum eigin augum! Hann kveikti í vindl- ingnum fyrir hana, án þess að blygðast sín hið minsta — og nú leiðast þau heim að gistihús- inu!“ Það hafði ekki verið lengi að kvisast, að Clio færi stundum á fætur klukkan 6 á morgnana og snæddi morgunverð í hest- húsunum hjá veðreiðabraut- inni, með Van Steed eða Mar- oon — innan um hestasveiria, knapa og annan lýð. Var Cup- ide oftast í fylgd með henni í þessum leiðangrum. Hann var í essinu sínu inn- an um hestana, og hafði kom- ið sjer svo í mjúkinn hjá hesta sveinunum, að þeir leyfðu hon um að æfa hestana fyrir sig. — Cupide vissi sitt af hverju, og þegar hann fór með Clio og Clint til hesthúsanna, sagði hann þeim altaf einhverjar frjettir. „Þessi Nellie Leonard er leik kona, og þeir segja, að hún muni verða mjög fræg, vegna þess, hve Jim Brady, sem hún heldur við, sje loðinn um lóf- ana.....Stúlkan, sem býr hjá Sam Lamarr, er alls ekki dótt- ir hans — heldur frilla. — Það er von á Bandaríkjaforseta hingað í næstu viku. — Gisti- húsið ætlar að halda stóran dansleik á næstunni. — Ung- frú Forisini hefir fengið nýj- an hest, hvítan, sem kann að hneigja sig. — Gould ætlar að kaupa Manhattan-fjelagið. — Hann ætlar að reyna að koma því á höfuðið fyrst, svo að það verði ódýrara. Jeg hlustaði við skráargatið. — Kaka er að kenna matreiðslukonunni í spilahúsinu framreiðslu á frönskum rjettum og hún er farin að spila fjárhættuspil, kerlingin. Hún fær þjónana til þess að spila fyrir sig, og þeir þora ekki að stela neinu frá henni, vegna þess að þeir vita, að hún er göldrótt. Hún vann 75 dollara í gærkvöldi. ... . Gamla frú Van Steed er á leið- inni til Saratoga. Hún er lítið hrifin af þjer, Clio . . . .“. — Dvergurinn vissi alt. Hann dansaði og söng fyrir þjónana, eða sagði þeim mergjaðar lyga sögur — og fjekk frjettir að launum. Hann var stöðugt áð nauða á Clint að láta Alamo keppa í veðreiðunum og lofa sjer að ríða honum. Fyrst hafði Clint aðeins hleg- ið að honum. „Að heyra til þín! Jeg skil ekki, hvernig þjer getur dott- ið önnur eins endaleysa í hug“. Æfintýr æsku minnar £ftir JJ. C. 4,1 eróen 12. borða þurt”. — En bráðlega varð leikhúsið einn af mín- um kærustu stöðum, en þar sem jeg gat ekki komist þang- að nema í fáein skifti á hverjum vetri, vingaðist jeg við Petar Junker, sem bar út auglýsingarnar fyrir leikhúsið, og hann gaf mjer altaf auglýsingarnar, með því skilyrði að jeg bæri þær út í hverfinu þar sem jeg bjó, og gerði jeg það mjög samviskusamlega. Og þótt jeg kæmist ekki í leikhúsið, þá gat jeg setið heima hjá mjer með auglýs- inguna og hugsað upp heilt leikrit eftir nafninu einu og persónunum. Þetta var minn fyrsti skáldskapur og hann kom eiginlega alveg ósjálfrátt. En það voru ekki aðeins leikrit og skáldsögur, sem fað- ir minn las, heldur einnig sagnfræðirit og Heilög Ritning. Svo hugsaði hann um það, sem hann las, en mamma skildi hann ekki, þegar hann var að tala um þetta við hana, og þessvegria varð hann æ einrænni, eftir því, sem tímar liðu fram. Einn dag lokaði hann Biblíunni með þessum orðum: „Kristur hefir verið maður eins og við, en óvenju- legur maður“. Móðir mín varð skelkuð yfir þessum orð- um og fór að gráta, og í angist sinni bað jeg til Guðs, að hann fyrirgæfi föður mínum þessi ógurlegu orð. „Það er enginn annar djöfull til, en sá, sem við sjálf höfum í sálum okkar”, heyrði jeg föður minn segja, og jeg varð dauðhræddur um hann og velferð sálar hans, og var alveg á sömu skoðun og mamma, einn morgun- inn, þegar hann hafði þrjár djúpar rispur á handleggn- um, — hann hafði líklega rifið sig á nagla í rúminu, — en við hjeldum að fjandinn hefði klórað hann um nóttina og viljað sýna honum að hann væri til. Faðir minn um- gekkst ekki marga. í tómsturidum sínum var hann helst einn, eða með mjer úti í skógi, heitasta ósk hans var að geta átt heima úti í sveit, og nú hittist einmitt svo á að skósmið vantaði á eitt af herrasetrunum á Fjóni. Hann átti að setjast að í litlu þorpi þar rjett hjá, hafa þar hús og kálgarð og fóður fyrir eina kú. Fengi hann þessa at- vinnu, gat hann sjálfsagt orðið sæmilega efnaður maður. Pabbi og mamma rjeðu sjer varla fyrir voninni- um að komast þangað og föður mínum var látið í tje verkefni til Aðstoðarprestur var a-ð koma til kirkju á sunnudagsmorgni. Gömul kona, sem aldrei hafði sjeð hann, stóð fyrir neðan kirkjutröppurnar og stöðvaði prestinn. „Vilduð þjer gera svo vel að hjálpa mjer upp tröppurnar? sagði hún við prestinn. „Sjálfsagt, frú“, svaraði að- stoðarpresturinn kurteislega. Þegar þau voru komin upp á tröppurnar, sagði gamla kon- an: „Hver er það annars, sem messar í dag?“ „Aðstoðarpresturinn, frú mín góð“, var svarið. „Einmitt það“, sagði konan. „Vilduð þjer vera svo góður að hjálpa mjer niður tröppurnar aftur?“ ★ — Hvers vegna tilkynnirðu ekki lögreglunni, að bílnum þín um var stolið? — Mjer er nokkurn veginn sama um bílinn, en það sem jeg skil ekki ér, hvernig þjófurinn gat komið honum í gang. ★ Hverfisstjóri loftvarna ljós í glugga og kallaði: — Hæ, þicí þarna, slökkvið ljósið strax. Gömul kona leit út um glugg ann og sagði önuglega: — Hvað viljið þjer? — Það er loftvarnamerki, var svarið. — Jeg vil ekki sjá það, svar- aði sú gamla. Þessar merkjasöl ur eru hreinasta plága. ir Gamall prestur var að gifta sig í fjórða sinn. Hann út- skýrði það svo fyrir vini sín- um: — Jeg er orðinn gamall mað ur, eins og þú sjerð, og jeg á ekki langt eftir ólifað. En jeg vil hafa einhyern til þess að loka augunum mínum, þegar stundin kemur. — Já, sagði vinurinn. •—- Jeg hefi nú átt tvær konur á lífs- leiðinni og þær opnuðu báðar mín augu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.