Morgunblaðið - 06.04.1945, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. apríl 1945
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Rilstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Átökin framundan
VERKEFNIN eru mörg og stór, sem bíða ríkisstjórn-
arinnar. Aðgerðirnar í sambandi við nýsköpunaráform
stjórnarinnar eru í fullum gangi. Ekki er annað sjáan-
legt, en að einstaklingarnir hafi fullan hug á að verða
þátttakendur í því mikla viðreisnarstarfi, sem þar er
stefnt að. Ætla því engan veginn að rætast hrakspár
stjórnarandstöðunnar, sem reyndi á alla lund að telja
mönnum trú um, að ekkert vit væri í að ráðast í kaup
nýrra framleiðslutækja á þessum tímum. Einstakling-
arnir hafa til þessa ekki látið á sjer standa, að gerast
kaupendur þeirra framleiðslutækja, sem þjóðinni hafa
staðið til boða.
★
Allar líkur benda til þess, að unt verði að sjá nokkurn
veginn fyrir eðlilegum vexti bátaútvegsins. Hitt er enn
í meiri óvissu, hvernig gengur með öflun hinna stærri
skipa, sem þjóðina vantar nú svo tilfinnanlega. En það
stendur ekki á einkaframtakinu, að kaupa þessi skip strax
og þau eru fáanleg, sem okkur hentar. Eimskipafjelagið
hefir þegar öll spjót úti í öflun hentugra skipa, til þess
að geta fylt eitthvað í það mikla skarð, sem höggvið hefir
verið í skiþastól fjelagsins. Hvort fjelaginu tekst að fá
skip fyrr en eftir stríð, er enn í óvissu.
Um togarana, er svipaða sögu að segja. Togarafjelögin
hafa mikinn hug á að eignast ný og fullkomin skip. ís-
lendingar þekkja best enska togara og þýska, enda hafa
þau skip reynst hjer vel. Um það er ekki að ræða, að fá
togara smíðaða í Þýskalandi og verður ekki fyrst um sinn.
Hinsvegar vænta íslendingar þess, að Bretar sýni nú sem
endranær skilning á þörfum þjóðarinnar og leyfi smíði
togara fyrir þá, þegar skipasmíðastöðvar Bretlands geta
á ný farið að sinna friðsömum störfum. Vonandi rætist
vel úr þessum málum.
★
En þótt allvel horfi í nýsköpuninni, getur hitt ekki
dulist, að ýmsir erfiðleikar verða á vegi ríkisstjórnar-
innar.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, voru fjármál rík-
isins í megnustu óreiðu. Til þess að bjarga ríkissjóði frá
yfirvofandi greiðsluþrotum, varð ríkisstjórnin á síðasta
þingi að beita sjer fyrir álagningu nýrra skatta. Þessir
skattar koma víða þungt níður og því ekki viðlit, að
þeir geti orðið til frambúðar. Enda var því yfirlýst af
ríkisstjórninni, að stærsti skatturinn (veltuskatturinn),
yrði ekki á lagður nema þetta eina ár.
Af þessu leiðir, að þegar á þessu ári verður að hefjast
handa um niðurfærslu á rekstrarútgjöldum ríkissjóðs.
Ber í því efni að leggja höfuðáherslu á, að gera sjálfan
ríkisreksturinn einfaldari og hagkvæmari en hann nú
er. Hefir ríkisstjórnin lýst yfir, að hún vilji vinna að
þessu og í þinglokin fekk hún stuðning frá Alþingi, að
hefjast þegar handa um framkvæmdir í þessu efni.
★
Eitt erfiðasta viðfangsefnið. sem ríkisstjórnin fær við
að glíma á þessu ári, verður án efa í sambandi við afurða-
sölu landbúnaðarins á næsta hausti. Hjer var aðkoman
þannig hjá ríkisstjórninni, að búið var að flækja ríkis-
sjóði svo hatramlega inn í þessi mál, að hann varð að.
standa undir 20 milj. króna bagga árlega, eða jafnvel
enn meir, til þess að halda dýrtíðinni í skefjum.
Núverandi fjármálaráðherra hefir lýst yfir því, að ekki
sje viðlit að halda áfram á þessari braut. En hvaða úrræði
verða fundin, til þess að losna út úr þessum ógöngum?
Það verður áreiðanlega eitt erfiðasta viðfangsefni ríkis-
stjórnarinnar, að ráða fram úr þegsu vandamáli.
En takist ríkisstjórninni að leysa þenna flókna hnút, ^
verður gatan greiðari í framtíðinni og auðveldara að i
ráða fram úr öðrum erfiðum viðfangsefnum.
Þjóðin myndi af alhug fagna því, að ríkisstjórnin fyndi
farsæla lausn á þessu máli.
\Jílar ólrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Messur í skíðaskálum.'
ÝMSIR hafa skrifað mjer
vegna ummæla, sem birtust í
Bæjarpósti Þjóðviljans 4. þ. m.
og voru um kirkju og kenni-
menn, næsta viðurstyggileg. Til-
efnið mun vera það, að messað
var í skíðaskálanum um pásk-
ana, og er það nýbreytni, en
Þjóðviljamönnum er sem kunn-
ugt er ekki sem best við messur
og presta, og hefir það þó aldrei
komið eins glöggt í ljós eins og
nú. Þá er þeim ákaflega mikið
í nþp við hús, sem kallast kirkj-
ur, og fer líklega að minka það
álit, sem þeir hafa haft á skíða-
skálum, fyrst búið er að hafa
Guðs orð um hönd þar.
•
Illa kom það við þá.
SKÉÐAMAÐUR skrifar um
þetta efni: „Það hefir verið sagt
að síðan Sovjetríkin lentu í styrj
öldinni, hafi kommúnistar um
allan heim farið að gerast ákaf-
lega trúaðir og tilbiðja Guð í
stórum stíl, en hann höfðu þeir
áður fyrirlitið. Ef maður hefir
heyrt þetta og ekki trúað því, þá
fær maður staðfestingu á því að
trú manns var rjett, við að lesa
bæjarpóst Þjóðviljans í gær. Þar
ætlar sá, sem skrifar að umhverf
ast yfir því, að prestar flyttu
messur þar sem margmenni er
saman komið á einni aðalhátíð
kirkjunnar.
•
Dáfallegt orðbragð.
ORÐBRAGÐIÐ í áðurnefndum
Þjóðviljapistlum er líka þannig,
að höfundurinn virðist aldrei
hafa á æfinni orðið reiðari og
hatursfyllri, en þegar hann
frjetti, að messað hefði verið í
skíðaskálum. En hvað ætli sá
góði maður segði, ef orð postula
hans, Lenins sáluga, væru köll-
uð andlegur mygluruddi og
slepjugt heimskusúrhey? Ætli
hann gæti reiðst meira af því,
en þessu, að prestar voguðu sjer
að fara með gott orð upp til
fjalla á páskum“.
•
Hjer datt gæran af.
SKÁLAGESTUR skrifar: „Jeg
sje ekki betur en kommúnistarn-
ir sjeu eins inn við beinið og
þeir hafa altaf verið, ef það á að
dæma eftir því sem þeir sögðu
í Þjóðviljanum í gær um messur
í skíðaskálunum um páskana.
Ef þeir halda að menn sem boða
kristni sjeu að færa út starfið og
vinna fleiri áhangendur einhvers
staðar, þá rjúka þeir upp með
svívirðingum og skömmum. Á
því sjer maður og sjer vel, að
þeir vilja kristna trú feiga, hvað
sem skoðanabræður þeirra í Rúss
landi kunna að vera orðnir trú-
aðir upp á síðkastið. Þessvegna
finst mjer líka dálítið napurlegt,
þegar þessir herrar geta ginnt
kirkjuhöfðingja iijer á Islandi
eins og þursa, til þess að styrkja
sinn málstað.“
•
Svo mörg eru þau orð.
ÞETTA verður nú að nægja úr
þeim brjefum, sem mjer bárust
um skíðaskálamálin, að minnsta
kosti í bili. Það, sem Þjóðviljinn
skrifaði um þetta, hefir vakið á-
kaflega mikla reiði sumra, en
gapandi undrun annnarra, sem
voru farnir að halda, að mennirn
ir, sem að því blaði standa, hafi
nákvæmlega jafn miklar mætur
á kristindómi og kirkjum og
hverjir velkristnir menn. En
þarna sjest bara að mörgum hef
ir skjátlast hraparlega, og að þeir
hafa gleymt hinu fornkv.eðna: —
Sjaldan bregður mær vana sín-
um. Ennfremur virðist það
sanna hitt, að því aðeins finnast
Þjóðviljamönnum staðir góðir, að
þar komi aldrei prestar, síst til
að messa.
•
Smábilanir í útvarp-
inu.
ÚTVARPSHLUSTANDI skrif-
ar: „Hr. Víkar! Mig langar til að
grenslast eftir hvernig á því
muni standa, hve oft koma fyr-
ir smábilanir í útvarpinu okkar.
Eins og allir vita, skeður það
ósjaldan, að útvarpssendingin
hættir alt í einu en síðan biður
þulurinn hlustendur að afsaka
þetta hlje, sem stafað hafi af bil
un í stöðinni. — Jeg minnist
ekki að jeg hafi nokkru sinni
heyrt það í erlendum útvarps-
stöðvum, að slíkar truflanir eigi
sjer stað. Hvað er það, sem bilar
hjer? Og hvað skyldi þurfa til
þess að losna við slíkar trufl-
anir?
Þær eru heldur
margar..
ÞETTA er rjett hjá hlustanda.
Þessar truflanir á útvarpinu eru
orðnar helst til margar, og væri
mál komið til þess að fá að
minsta kosti að vita af hverju
þær stöfuðu. Þær koma eins og
þruma úr heiðskýru lofti, enginn
tími útvarpsdagskrárinnar er
laus við þær. Og svo þessar leið
inlegu afsakanir, eins og útvarp
ið sje að biðjast afsökunar á því
að það sje til. Stundum byrjar
útvarp ekki nærri í tæka tíð, og
þá er það afsakað með bilun á
stöðinni. Maður skyldi ekki
halda að hún yrði langlíf þessi
stöð, annað eins gargan og hún
er orðin og hefir raunar altáf
verið. í þessu sambandi má geta
þess, að síðast í fyrrakvöld, er
verið var að leika ísl. þjóðsöng-
inn, hætti útvarpið í miðju lagi.
•
Að múrhúða sundhöll.
K. Guðmundsson skrifar: —
„Mig langar tll að spjalla við yð
ur um Sundhöllina. Hún er okk
ar myndarlegasta íþróttahús og
heilsulind besta, sem við eigum
völ á og fullkomin vel. Jeg er
alveg á því, að þetta sje rjett,
nema að einu leyti, þ. e. a. s. út-
litinu að utan, sem er mjög til
minkunnar. Það fyrsta, sem mað
ur sjer erú gráflekkóttir stein-
veggirnir, svo ljótir að óvíða
sjest annað eins. Jeg vil þess-
vegna beina þessum fáu línum
til þeirra, sem hlut eiga að máli,
að láta ekki eitt sumar enn líða
án þess úr þessu verði bætt. —
Æskilegast væri að sundhölhn
yrði múrhúðuð með hrafntinnu
og kvarsi. Þá fyrst á hún hallar
nafnið“.
•
Göring er seigur.
1 FYRRADAG bárust eftirfar-
andi frjettir frá Stokkhólmi: 1)
Göring hefir framið sjálfsmorð.
2.) Göring var í bifreiðinni, sem
skotið var á nýlega nærri Berlín,
og stjórnin hjet 100.000 mörkum
fyrir að finna þann, sem skaut
og 3.) Göring er fyrir nokkru
flúinn frá Þýskalandi. Ef Gör-
ing hefir gert alt þetta, ekki síst
sama daginn, þá verður ekki ann
að sagt, að við ýmsu er enn hægt
að búast af þeim feita.
FRÁ FRÆNDÞJÓÐUNUM
NÚ NÁLGAST 9. apríl, sá
dagur, er þýski herinn gerði inn-
rás í Noreg og Danmörku fyrir
5 árum síðan. Engir, sem háfa
verið utan við þessi löhd, geta
gert sjer fulla grein fyrir því,
hvernig líðan Dana og Norð-
manna hefir verið þessi þung-
bæru ár.
★
Fyrir nokkrum dögum andað-
ist í Svíþjóð einn sá maður, sem
þar í landi hefir lagt mesta á-
herslu á, að þjóð hans gerði alt,
er í hennar valdi stendur til þess
að verða hinum bágstöddu frænd
þjóðum að liði, Torgny Seger-
stedt aðalritstjóri blaðsins Göte-
borgs Handels och Sjöfartstidn-
ing. í frjettaskeyti frá norska
blaðaíulltrúanum í gær segir, að
forsætisráðherra Norðmanna,
Johan Nygaardsvold kæmist svo
að orði um þenna látna Noregs-
vin.
Hann var einn af fremstu for-
vígismönnum freísis og lýðræð-
is á Norðurlöndum. Hann vann
áf alefli gegn yfirdreþsskap, of-
beldi og þvingun. Hann var ekki
aðeins vinur Noregs, heldur einn
af fremstu stuðningsmönnum
Norðmanna í baráttu þeirra hin
erfiðu hernámsár. Nafn Torgny
Segerstedts mun ekki gleymast.
Minning hans mun lifa í hugum
frelsisunnandi norskra karla og
kvenna. Allir Norðmenn munu
syrgja fráfall hans, með þakklát-
um hug fyrir alt það, sem hann
hefir unnið fyrir þjóð vora“.
Þessi fremsti blaðstjóri Svi-
þjóðar varð 68% árs að aldri.
★
Svo segir í fregn frá norska
blaðafulltrúanum, að quislingar
Noregs sjeu nú í hinni svörtustu
örvæntingu um framtíðarhag
sinn, síðan útlitið varð eins og
það er orðið fyrir Þjóðverjum á
vígstöðvunum.
Quislingar þeir, sem eru á her-
skyldualdri, hafa líka fengið al-
varlega áminningu um það, hvar
þeir eru staddir. Þeir hafa feng-
ið leynilegt herútboð frá flokks-
stjórninni.
Á hverjum degi birta nazista-
blöð Noregs hinar einbeittustu
áskoranir til flokksmanna sinna
um það, að láta flokksþjónustuna
sitja fyrir öllu, og gefa sig fram
til varnarsveita „hirðarinnar“
eða til annarar vopnaðrar þjón-
ustu. Er það lögregluráðherrann
svonefndi, Jonas Lie, og hirðfor-
inginn Thronsen, er senda út á-
skoranir þessar. En hinir ó-
breyttu flokksmenn reyna með
öllu móti að hliðra sjer hjá því
að verða við áskorunum þessum.
Vegna þessara orðsendinga yf-
irmannanna hafa margir quisl-
ingar horfið frá heimilum sín-
um og blátt áfram lagst út. Sann-
ir Norðmenn vilja að sjálfsögðu
ekkert samneyti hafa við þessa
menn og enga hjálp veita þeim.
En þeir vilja heldur reyna að
draga fram lífið í óbygðum held-
ur en að lenda í herþjónustu við
hlið Þjóðverja.
Þeir sem fá útboðsskjalið, eiga
að framvísa því við þýsk yfir-
völd, sem síðan eiga að greiða
göfu þessara manna, svo þeir geti
komist leiðar sinnar til ákveð-
inna staða, þar sem þeir fá nán-
ari fyrirskipanir.
Framhald á bls. 9.