Morgunblaðið - 16.05.1945, Síða 6
6
'
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. maí 1945
Útg-: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
p.t. Jens Benediktsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Rilstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
TIMA MO T
EVRÓPUSTYRJÖLDINNI er lokið. Nýtt tímabil er
hafið, tímabil viðreisnar og uppbygginga. Það krefst mik-
illa starfa, og vafalaust mikilla fórna, þjóða og einstak-
linga.
Margir spáðu því, að mikil og snögg brevting yrði hjá
okkur íslendingum, þegar stríðinu lyki. Þá mundi verð-
hrunið skella yfir, með miklum og geigvænlegum afleið-
ingum fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar.
★
Andstæðingar núverandi ríkisstjcknar hafa látlaust
tönnlast á því, að stærsta glappaskot okkar hafi verið
það, að ekki var gengið til atiögu gegn dýrtíðinni á s.l.
hausti. Hitt geta þeir ekki um, hvað slík barátta hefði
kostað þjóðina. Með því hefði vitandi vits verið stofnað
til illvígrar styrjaldar í landinu, sem af hefði leitt lang-
varandi stöðvun atvinnuveganna og óhemju sóun verð-
mæta þjóðar og einstaklinga. Enginn veit hvað upp úr
þeirri styrjöld hefði komið.
Núverandi ríkisstjórn og flokkar þeir,. er hana styðja
að málum, sáu fram á, að slík innanlands barátta á við-
sjár- og hættutímum, gat haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir þjóðina. Hitt myndi giftusamlegra, að
stöðva dýrtíðina og reyna að koma á sem víðtækastri þjóð-
areiningu til úrlausnar vandamálanna. Á þessum grund-
velli var ríkisstjórnin mynduð.
★
Stjórnarsamstarfið hefir orðið til mikillar blessunar
fyrir íslensku þjóðina. Atvinnuvegirnir hafa verið í full-
um gangi og hvarvetna vinnufriður ríkjandi, enda var
hann trygður með stjórnarsamvinnunni.
Ríkisstjc'rnin gekk ötullega fram í sölu afurða lands-
manna erlendis, með þeim glæsilega árangri, að seldar
eru fyrirfram allar afurðir sjávarútvegsins, sem til falla
á þessu ári. Og verðið er einkar hagstætt. Þar með er trygð
góð afkoma fólksins í landinu á þessu ári.
Öllu þessu hefði verið í glæ kastað, ef fylgt hefði verið
ráðum stjórnarandstöðunnar og stofnað til illvígra deilna
í landinu, í stað þess að taka höndum saman og reyna að
koma þjóðarskútunni í höfn, með sem mijnstum áföllum.
Það er ótrúlegt, að nokkur maður með heilbrigða dóm-
greind geti verið svo blindaður af flokksofstækinu, að
hann sjái ekki nú, að ílokkarnir sem tóku höndum saman
á s.l. hausti og mynduðu ríkisstjórn, unnu með því verk,
sem alþjóð stendur þeim í ævarandi þakkarskuld fyrir.
★
Samstarf núverandi stjórnarflokka hefir orðið íslensku
þjóðinni til mikilla heilla og blessunar. En þess ber þá
einnig að minnast, að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar,
sem veita að framtíðinni eru að vonum enn á frumstigi
og árangurs þeirra gætir því lítið ennþá.
Ekki er vafi á því, að meginhluti þjóðarinnar æskir
þess af héilum hug, að samvinnan geti haldist, meðan
verið er að koma í framkvæmd nýsköpunaráformum rík-
isst j órnarinnar.
Og hví skyldi ekki þetta mega takast? Samstarfið innan
ríkisstjórnarinnar hefir yfirleitt verið gott. Þar hafa
aldrei komið þeir árekstrar, að ekki hafi tekist greiðiega
úr að leysa. Vafalaust verða mörg erfið viðfangsefni á
vegi ríkisstjórnarinnar. En ef stjórnin einbeitir huganum
að hinum stóru verkefnum, sem framundan eru, og hefir
ætið alþjóðarhag í huga, er leysa þarf vandamál, ætti
henni vel að farnast. Og þeir, sem einblína á dýrtíðina
ættu að láta sjer skiljast, að eina vonin um farsæla lausn
á því máli, er einmitt samstarf þeirra flokka, sem að rík-
isstjórninni standa.
Núverandi stjórnarsamstarf ber því að efla og styrkja.
Þar geta blöðin unnið gott starf. En þau verða þá að hætta
innbyrðis rifrildi og gieyma því um stund. að hjer starfa
saman flokkar, sem hafa. ólíkar skoðanir á ýmsum mál-
um, en hafa komið sjer saman um að vinna björgunar-
starf í þágu alþjóðar.,
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Það vár „reykvíski
skríllinn".
JEG HEFI fengið ákaflega
gremjulegt brjef frá manni, sem
nær ekki upp í nefið á sjer vegna
reiði yfir því, að hjer í blaðinu
skuli ekki allri skuldinni hafa
verið skellt á „reykvíska skríl-
inn“, eins og hann nefnir bæjar-
búa, fyrir óeirðirnar, sem hjer
urðu þann 8. og 9. maí s.l. Honum
finst það fjarstæða ein, að þær
hafi verið öðrum að kenna, jafn
vel þótt fyrir liggi skýrslur frá
lögreglunni, sem ekki verða vje-
fengdar og ótal sjónarvottar, sem
að vísu voru Reykvíkingar, sæu
hvernig í öllu þessu lá. — Jeg
þeid að maðurinn hefði átt að
tala fyrr og reyna að beita áhrif
um sínum til þess að sjá svo um
að „reykvíski skríllinn" væri lok
aður inni í húsum þessa merku
daga. En ætli rúðurnar hefðu orð
ið nokkuð fleiri heilar eftir fyrir
því? — Svo er hann iika að
hnýta í Bandaríkjahermennina,
líklega fyrir það eitt að sagt var
með rjettu, að þeir hafi komið
vel fram. Einkennilegir geta sum
ir menn verið.
•
Hægt að senda blaðið
til Norðurlanda.
NÚ ERU aftur byrjáðar sam-
göngur við Norðurlöndin, og bráð
um fara sjálfsagt „dönsku blöð-
in“, sem svo mikið þótti varið í
hjer, að koma aftur. Og nú geta
allir þeir mörgu, sem eiga ætt-
ingja, vini og kunningja á Norð
urlöndum, aftur sent þeim Morg
unblaðið, svo auðveldara verði
að fá fregnir að heiman en ver-
ið hefir síðastliðinn fimm ár. Og
jeg er viss um það að hjer verð-
ur glatt á hjalla, þegar blöðin
fara aftur að koma frá Dan-
mörku. Jeg fnan svo langt, að
hjerna á mestu kreppuárunum,
vildi fólkið ómögulega missa af
blöðunum sínum, og nú á stríðs-
árunum hafa gamlir árgangar
verið teknir fram og lesnir með
mikilli athygli, enda eru blöðin
fjölbreytt og skemtileg, — eða
voru það að minsta kosti.
•
Veðrið bregst illt við.
ÞÁ HEFIR maður nú aftur
leyfi til að tala og skrifa hvað
sem maður vill um blessað veðr-
ið okkar, og veðrið vill auðsjá-
anlega láta okkur hafa eitthvað
til að segja í frjettum af sjer og
ríkur upp í afskaplegan rosa, eigi
síst á Vestfjörðum, þar sem nú
er búin að vera blindhríð í tvo
sólarhringa að heita má, með
miklum snjómokstri. Og hjer í
Esjuna snjóaði í fyrri-nótt næst-
um niður í sjó. Ekki er hægt að
segja að þetta sje mikið sumar-
veður, en hitt er sanni næst að
það er íslenskt veður. Það er
verst, hvernig það leikur nýgræð
inginn, þenna viðkvæma boðbera
sumarsins. En við vonum að hret
þetta líði sem skjótast hjá.
•
Bókmentagagnrýni.
EINS OG kunUngt er fer harla
lítið fyrir bókmentagagnrýni hjá
okkur hjerna á Islandi, þótt
hvergi muni líklega að tiltölu
vera gefnar út fleiri bækur, og
þjóðin telji sig eina hina bók-
hneygðustu og bókfróðustu í
heimi og það með rjettu. Þetta
ástand hafa menn fyrir löngu
sjeð og viðurkent, en það fer síst
batnandi, heldur hitt, það eru
varla til hjer nokkrir bókmenta
gagnrýnendur, sem raunverulega
er tekið mark á, blöðin hafa ekki
rúm fyrir mikið af ritdómum og
ekki fasta ritdómara, flestum rit
dómum er því miður þannig far-
ið, að þeir verða til fyrir beiðni,
vegna þess að góð „kritik“ eykur
sölu bókarinnar. Og menn, sem
hafa sæmilegt vit á bókum, skrifa
stundum um verk, ef þeihi líkar
það reglulega vel, en láta hitt
eíginlega undir höfuð leggjast að
dæma vonda bók. Þeir nenna
ekki að standa í ritdeilum við
höfundinn, sem fjnst dómurinn
um verkið rangur og svarar hon-
um opinberlega oft og tíðum. —
Vegna þessa aldaranda, að gera
alt að deilumálum, jafnvel skrifa
ritdóma um ritdóma, trjenast
þeir menn, sem helst geta skrif
að, upp á því að gera það og alt
er í sama ástandinu og áður hjá
okkar miklu bókmentaþjóð. Jeg
efa ekki að við eigum nóga góða
ritdómara, sem gætu hlotið við^
urkenningu allra, en þeir halda
að sama reglan gildi enn og gilt
hefir, að þeir þurfi að rífast um
ritdómana á eftir og vilja því
heldur þegja.
En þetta er aumt
ástand.
ÞETTA er vissulega aumt á-
stand hjá okkar bókmentaþjóð,
að geta ekki' fengið heilbrigða
og hressandi, hispurslausa gagn-
rýni, sem Segir kost og löst á
verkum, í staðinn fyrir það logn
mollulof, sem nú er hrúgað á alt
sem skrifað er um, hvort sem það
er gott eða einskisvirði. ■— Al-
menningur hjer hefir góðan bók-
mentasmekk, og hið væmna hól,
sem skrifað er um ýmislegt rusl,
hefir ekki enn eyðilagt þennan
smekk. Fyrir nokkru gekk mað-
ur undir manns hönd að hrösa
bók einni. Þar voru ekki spöruð
lýsingarorðin, ritdómarnir voru
óralangir. En svo kvað almenn-
ingur upp sinn dóm. Bókin seld-
ist bara því nær ekkert. En þess-
um heilbrigða bókmentasmekk
alþýðunnar þurfa góðir ritdóm-
arar að halda við, menn, sem
fólkið getur treyst til að skrifa
dóma sína eftir bestu vitund.
Á INNLENDUM VETTVANGl
Nnkabrol eflir Rannvelp SdmM
„NÚ VERÐUR þjer fagnað,1
þegar til “íslands kemur“, sagði
amerísk vinkona mín við mig áð-
ur en jeg lagði af stað heim; rautt
teppi breitt fyrir fætur þjer og
söngsveit syngur uppáhaldslögin
þín“. .. Rautt teppi finn jeg og
mjer er fagnað ijieð fögrum söng
í hvert skipti sem jeg horfi í
augu gamalla kunningja og vina
á Reykjavíkurgötum og þeir
bjóðá mig velkomna heim til
gömlu ættjarðarinnar.
Margt er nú breytt í höfuð-
stað Jandsins á tuttugu og fimrn
árum, en snjóþökt fjöllin hafa
ekki breyst og er eins og maður
geti aidrei fengið nægju sína af
að horfa á þau. Litlu krakkarn-
ir fagna vorinu með því að hoppa
í „paradís“, eins og við stelpurn
ar, Beta, Soffa og Milla, Gunna
Dóra og Maja, gerðum fyrir svo
löngu síðan; og hann Sigurður
Eggerz tekur alveg eins djúpt
ofan hattinn og hann gerði í
garrila daga, en það er nú mun-
ur heldur en ómerkilegu smá-
hatt-lyftingarnar í Ameríku.
Hvað það er gaman að beyra
íslenskuna alt í kring um sig á
götunum — og í útvarpinu. —
Blessaðir krakkarriir í strætis-
vögnunum standa kurteislega
uþp fýrir fullorðna fólkinu og
ekki hefi jeg orðið vör við þessi
óiæíi í krákkagteyjunum, sém I
vérið1 er að kvarta yfir.
f En hvað íslendingar eru orðnir
stórir! Hann hafði rjett fyrir sjer
stórvaxni ungi maðurinn er jeg
spurði hann á ferðinni heim,
hvort hann væri stærsti maður
á Islandi, en hann svaraði, að
ungir íslendingar væru nú allir
risar að vexti. Þetta líkar mjer
vel — íslendingar eiga að vera
stórir. menn.
Ungu stúlkurnar eru fallegar
og vel búnar — neglurnar kanske
ívið rauðar. Allur er búningur
þeirra á ameríska vísus en þær
hafa ekki ennþá komist upp á að
nota skrítnu hattana, sem nú
tíðkast í Bandaríkjunum. — Það
kom fyrir mig á dögunum, þeg-
ar jeg var á gangi á Laugaveg-
inum með „pompom“-hattinn
minn, að kona nokkur staðnæmd
ist fyrir framan mig, horfði á
hattinn og sagði svo í skelfingu:
„Jesús Kristur".
Jeg dáðist að hvað allir vöruð
ust að stíga á grænu grasfletina
á Austurvelli við hátíðahöldin
um daginn — og hefði jeg svar-
ið fyrir, að lándinn ætti svo mikla
nærgætni til. Svei mjer, ef jeg
gat fundið að nokkrum hlut, jú,
Iðnó! Hversvegna, ó, hversvegna
er ekki drifið í að fullgera þjóð-
leikhúsið? Hvergi um víða ver-
öld myndi það víðgangast að
hleypa mörg huridfúð manns inri
|í brunágildfuna, sem köliuð ér
I Iðnó. Og að bjóða ágætum leik-
' urum eins og Lárusi Pálssyni og
Haraldi Björnssyni upp á að
leika í svona leikhúsi er alveg
ófyrirgefanlegt. En mig langar
annars til að taka fram, að betri
gamanleikara sjer maður hvergi
en Lárus í „Kaupmanninum í Fen
eyjum“.
Að hugsa sjer, að jeg gekk á
Reykjavíkurgötum heilan dag —
fyrsta daginn minn — og mætti
ekki einum einasta kvenmanni
á peysufötum; þessu varð jeg
hissa á, en þó enn meir undrandi
yfir að sjá kvenfólk í samsætum
hjer á upphlutum, svo útflúruð-
um, að þeir voru eins og grímu-
búningar. Eins og hvíta látlausa
Ijereftsskrytan var falleg við
upphlutinn. .. Stúlkurnar eru
augsýnilega að eltast við að apa
kjólbúninginn, en úr því verður
hámark smekkleysunnar. ..
Já, bíðið þið við, nú kem jeg
að því sem þið eruð að búast við.
Hitaveitan er alveg stórkostleg
og engin furða, að þið eruð ánægð
með hana og stolt af henni. Eins
er stýrimannaskólinn framúfskar
andi myndarlegur, þar sem hann
gnæfir yfir bænum; jeg er orð-
laus yfir öllum fallegu, nýju
hverfunum og hvað húsin eru vel
innrjettuð með öllum þægindum.
— Ilvað Hringbrautin er breið —
óg gardínurnar fyrir gluggunum
smekklegar.
Framha (d á 8. síðu.