Morgunblaðið - 16.05.1945, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.1945, Qupperneq 10
10 nn'~n MORGUNBLAÐIÐ [Miðvikuclagur 16. maí 1945 Á SAMA SÓLARHRIIMG Eftir Louis Bromfield Æfintýr æsku minnar Cfn, JJ. C -AJ. erien 63. áminntu mig um að fá ekki of háar hugmyndir um sjálfan mig. Já, ein af þeim konum, sem þóttist vera verndari minn, skrifaði mjer: „í Guðs bænum ímyndið yður ekki að þjer sjeuð skáld. þó þjer getið hnoðað saman nokkrum erindum, þjer getið fengið það á heilann. Hvað mynduð þjer segja, ef jeg hjeldi mig vera drottningu í Brasilíu? Væri það ekki brjálæði, og slíkt er. einnig trú yðar á það að þjer sjeuð skáld”. — En því trúði jeg nú alls ekki sjálf- ur, hefði svo verið, þá myndi það hafa verið lífsneisti minn og huggun. Klaufaleg framkoma mín olli mjer mestra álasana. meðan jeg dvaldi í Höfn, einnig hitt, að jeg sagði allt, sem mjer datt í hug og það strax. Þó voru þetta mestu dásemdardagar í Höfn, ekki síst vegna þess að þá sá jeg og ræddi við þann, sem jeg þá hyllti mest í huganum dfg bar mestu yirðingu fyrir, leit upp til í einu og öllu. Það var skáldið Adam Öklemchlág- er. Allir sem jeg heyrði til, hrósuðu honum, og mjer fanst ekki geta verið meiri maður til í heiminum. Og mikil var því hamingja mín þegar hann kom til'mín eitt kvöldið í dýrðlegum veislusal. þar sem jeg fann vel að jeg var lakast búinn af öllu fólkinu, — hann kom og rjetti mjer hendina. Jeg hefði getað fallið á knje fyrir honum. Við sáumst oft hjá Wullf, þar var Weyse líka tíður gestur. Hann talaði vingjarnlega til mín, og oft heyrði jeg hann leika sundurlausa þanka á slaghörpuna. Þar var líka að- als- og heimsmaðurinn Adler, vinur Kristjáns konungs áttunda, en dóttir Wullfs, Charlotta, var öllum til gleði með fyndni sinni og lífsgleði. — Já, þetta voru indælir dagar og kvöld í Kaupmannahöfn! Og úr slíkum stað kom jeg svo aftur eftir fríið til rekt- ors, og hefðu orðið mikil umskifti, jafnvel þótt heimili rektors hefði verið sæmilegt, — nú var þetta andleg þján- ing. Einn dag kom rektor til mín. Hann hafði heyrt það frá Höfn, að þar hefði jeg lesið upp kvæði eftir mig. nefni- 43. dagur 2. Þegar lyklinum var snúið í skránni, varð hún enn einu sinni gagntekin þrá eftir Tony, og henni datt í hug, hve undarlegt það væri, að hún skyldi enga stjórn hafa á líkama sínum — að hún skyldi stöðugt girnast Tony, hversu mjög, sem hún berðist gegn því. Hún hallaði sjer upp að rúm gaflinum og beið þess í ofvæni, er koma skyldi. Hurðinni var lyft gætilega frá stöfunum, og Tony smeygði sjer inn um þær. „Mjer hefir áður tekist að blekkja hann. Hann má ekki komast að þvi, að Jim sje hjer“, hugsaði hún. Tony hafði einhversstaðar náð sjer í óhreinan frakka, og I hann hafði togað derhúfuna langt niður á ennið, svo að hún sá ekki augu hans. Hann lok- aði hurðinni, stóð andartak og hallaði hjer upp að dyrastafn- um, og horfði þögull á hana. Rosie sneri sjer við, tók viskýglasið, og sagði eins kæru leysislega og henni var unt: — „Þú laugst þá til úm lyklana, eftir alt saman“. Hún hneppti frá sloppnum í hálsinn, svo að hvítar axlirnar komu í ljós, í von um, að geta snúið hatri hans og hefndar- þorsta í ást, því að ef henni tæk ist það, gæti hún bjargað bæði sjálfri sjer og Jim. — En hún vissi mætavel, að þegar hann var í þessum ham, þegar hverja taug í líkama hans þyrsti í kokain, gat hún ekki tælt hann. Hann gekk lengra inn í her- bergið, og leit í kringum sig, eins og hann væri ekki á því hreina með, hvernig hann hefði komist þangað inn. Hún sagði: „Þjer hefir sennilega tekist að ná í aðra byssu. Þú ert sjálf- sagt hingað kominn, til þess að drepa mig — bölvaður heigull- inn!“ Hún reyndi að tala rudda lega, en það var eitthvert afl hið innra með henni, sem hún rjeði ekki við. Hann tók hvorki af sjer húfuna nje fór úr frakk- anum. Hann leit á hana, og sagði: „Jeg vil fá peninga11. „Kokain?“ „Jeg vil fá peninga. Jeg er ekki hingað kominn, til þess að gera þjer mein. Það er hann, sem jeg ætla að jafrra um“! „Hann er ekki hjer. Hann var svo drukkinn, að jeg ljet aka honum heim til sín“. Hún sá nú augu hans, blóð- hlaupin — hvikul og gljáandi, og hún vissi, að hún var þess ekki megnug, að hafa nein áhrif á hann. Það var ekki Tony, sem stóð andspænis henni, og starði á hana — það var óargadýr. — Hún beið, meðan hann opnaði dyrnar að baðherberginu og fataskápnum, og leitaði að Jim, og henni datt í hug, að ef til vill hefði hann enga byssu með- ferðis — það myndi sjálfsagt þegar vera komið í ljós, ef svo væri. Hún stirðnaði af skelfingu, þegar hún sá hann ganga að dagstofudyrunum, og snúa hand fanginii. Þegar hann fann, að dyrnar voru læstar, sneri hann sjer að henni. „Hvar er lykillinn?“ „Veit það ekki. Minerva hef- ir hann sennilega“. „Þú lýgur, til þ'ess að bjarga þessum mannhundi!“ „Hvað á jeg að segja þjer það oft, að Jim er ekki hjer“, hróp- aði hún. „Ef þú lætur mig ekki fá lyk ilinn, brýt jeg hurðina“. ■ „Ef þú kemur við þessa hurð, opna jeg gluggann og hrópa á hjálp — og þá færð þú makleg málagjöld, karlinn11. „Það heyrir enginn til þín. Það er nótt, og allir 1 fasta- svefni“. Hún færði sig nær gluggan- um og opnaði hann lítið eitt. Vindurinn feykti snjóflyksun- um inn, og Rosie varð alt í einu J gripin undarlegri tilfinningu. Hún var alein í stórborg, þar sem bjuggu miljónir manna, sem ekki myndu heyra til henn ar, þótt hún hrópaði að hjálp. Þeir sváfu — og enginn gerði neitt, til þess að bjarga henni. Enginn þeirra virtist hafa hug- mynd um, að hún væri til. „Heyrðu Tony — er ást okk ar þá einskis virði í þínum aug um?“ Hún mjakaði sjer hægt og hægt nær litla borðinu, — ef hún gæti aðeins hent símanum á gólfið, myndi einhver heyra neyðaróp hennar. En Tony varð viðbragðsfljótari. Hann greip utan um báða handleggi hennar og glasið og viskýflaskan fjellu á gólfið. Þegar hann hafði náð góðu taki á handleggjunum, hrópaði hann: „Þetta er meira djöfuls lífið! Hversvegna erum við að halda því áfram?“ Þegar hún fann hendur hans koma við sig, var eins og straumur færi um hana. Hún hugsaði: „Hann drepur mig — en jeg vil lifa lengur“. Upphátt sagði hún: „Jeg sagði satt áð- an. Jeg veit ekki, hvar lykillinn er“. Hún reyndi aftur að setja borðið um koll, en hann sló hana með flötum lófanum í and litið, og henti henni upp í rúm- ið. Hún hljóðaði — einu sinni, því að um leið læstust langir, grannir fingur hans um háls hennar. Hún barðist um á hæl og hnakka, sparkaði í hann, — reyndi að bita hann, reif í and- lit hans með löngum, blóðlituð- um nöglunum. En alt kom fyr- ir ekki. Hann herti stöðugt á takinu um háls hennar — hún gat vart dregið andann. Húfan datt af honum, og svart, úfið hárið fjell niður á ennið. Andlit hans var alblóð- ugt — Rosie hafði langar negl- ur. Hún hugsaði með sjer: „Jeg er að deyja. Því er öllu lokið“. Hún gat ekki dregið andann lengur, en hugsun hennar var skýr: „Hversvegna skyldi jeg ekki deyja? Hversvegna læt jeg hann ekki drepa mig?“ Og hún hætti að streytast á móti. Hún fann þungann af líkama hans, og það var eins og ægilegt bál umlyki þau bæði, bræddi þau saman. Hún vissi, að hún elsk- aði Tony, hún hafði aldrei elsk að neinn annan mann, og ást þeirra var heit og bölvuð. Alt í einu fóru krampakippir um líkama hennar, svo að hann sveigðist upp á við. Hún reyndi að hrópa til hans, en henni sortnaði fyrir augum — og á næsta andartaki var lík- ami hennar máttlaus. 3. Tony hjelt áfram að hrista hana, í einhverju vitfirrings- æði, eins og hann gæti ekki skynjað að hún væri hætt að sýna sjer mótspyrnu. — Svo sleppti hann takinu af hálsi hennar, kraup við hliðina á henni í rúminu, og sagði lágt: „Vertu ekki með nein látalæti. Segðu mjer, hvar lykillinn er“. Þegar hún svaraði ekki, greip hann aftur utan um háls henn- ar og hristi hana, meðan hann hrópaði í sífellu: „Það þýðir ekkert að láta svona! Þú blekk ir mig ekki!“ En hann fjekk ekkert svar, svo að hann sett- ist loks á rúmið, og starði á lík ama hennar. Alt í einu varð hann skelf- ingu lostinn. „Það getur ekki, verið að hún sje dáin. Það getur ekki verið svo auðvelt að drepa konu, eins og Rosie“, hugsaði hann. Hann þreif viskýflösk- una, og reyndi a að hella úr henni milli vara hennar. En það kom fyrir ekki, viskýið rann aðeins út um munnvikin aftur. Hann henti flöskunni á gólfið, beygði sig yfir hana og hrópaði: „Það er jeg, Rosie — Tony. — Talaðu við mig. -— Þú ert ekki dáin. Segðu, að þú sjert ekki dáiA —~ Rosie! Jeg ætlaði ekki að gera þjer mein — jeg kalla guð til vitnis um það!“ ísköld skelfingin greip hann stöðugt sterkari tökum. Hann beið árangurslaust eftir því, að hún gæfi frá sjer eitt- hvert hljóð, og svo fór hann alt í einu að gráta ofsalega. Hann fleygði sjer á gólfið, og milli gráthviðanna runni hann úr sjer bænum, ýmist á ítölsku eða ensku. Hann barði höfðinu við rúmgaflinn, ruddi um koll borð inu, svo að síminn fjell á gólf- ið.. Hann reif í hár sitt, og kvein aði: „Það er ekki satt. Það get- ur ekki verið satt. Það skal ekki vera satt! Þú ert ekki dáin, Rosie. Segðu, að þú sjert ekki dáin!“ — Hann braust lengi um á gólfinu, en svo fór æðið að renna af honum — og seinast lá hann örmagna á grúfu, og grjet kyrrum gráti, með þung- um ekka. Hann hrökk upp við suðandi hljóð úr símanum, og skelfing- in greip hann á ný. Hann mundi ekki, hvenær síminn hafði dott ið á gólfið, og hjelt, að einhver hefði nú heyrt neyðaróp Rosie gegnum símann, og myndi senda lögregluna á vettvang, til þess að taka hann höndum. — Hann settist í hægindastólinn, horfði á líkið og beið þess, að einhver kæmi og gerði útaf við sig. LISTERINE R A K K K E M Læknirinn var að skoða gaml an bónda og sagði að skoðuninni lokinni: — Þú ert stálhraustur enn- þá, hvað gamall sagðist þú vera? — 88 ára, sagði sá gamli. 88 ára, nú er jeg aldeilis hissa, jeg hefi lagt stund á lækn ingar í 40 ár og aldrei fyrr sjeð svona fullorðinn mann með aðra eins hestaheilsu eins og þú hef- ir, segðu mjer nú, hverju þakk ar þú það aðallega, að þú ert svona frískur og fjörugur? — Jeg skal segja þjer, lækn- ir minn góður, að þegar jeg gifti mig fyrst, þá gerðum við kon- an mín og jeg samning með okk ur um það að rífast aldrei. Ef hún reiddist við mig, þá lofaði hún, að hún skyldi fara inn í eldhús og bíða þar, þangað til henni rynni. reiðin; og ef jeg reiddist við hana, þá lofaði jeg að jeg skyldi fara út fyrir hús og bjða, þangað til mjer yrði rórra. — En hvað kemur þetta heils unni við, spurði læknirinn. — Jú, sjáið þjer, læknir, það er víst hægt að segja, að jeg hafi verið mikið úti um dagana. ★ Það gengur sú saga, að skip nokkurt hafi verið skotið nið- ur úti á regin-hafi. Eftir fá- heyrðar raunir náðu loks 10 skipbrotsmanna landi á lítilli eyju, sem bygð var villimönn- um einum: Tveir skipbrots- mannanna voru Þjóðverjar, tveir voru franskir, tveir Amer ikanar, tveir Englendingar og tveir bankamenn, en þjóðerni þeirra er ekki kunnugt. Eftir hálfan mánuð var kom- in dálítil nýtísku borg þarna á eyjunni. Amerikanarnir voru búnir að reisa stálverksmiðju, Frakkarnir höfðu opnað heila röð af veitingahúsum, Þjóðverj arnir voru að skipuleggja her, bankamennirnir lánuðu pen- inga til framkvæmdanna, en Englendingarnir voru altaí að bíða eftir því að þeir væru kynt ir fyrir eyjaskeggjum. ★ — Jeg er og hefi altaf verið óflokksbundinn maður, jeg kýs altaf besta frambjóðandann, af hvaða flokki sem hann er. — Hvernig ferðu að vita, hver er besti frambjóðandinn áður en búið er að telja at- kvæðin. ★ — Fjórfalt húrra fyrir heima stjórn í írlandi, sagði írskur-föð urlandsvinur fullur ákafa. — Fjórfalt húrra fyrir hel- víti, sagði gamansamur Skoti, sem viðstaddur var. Irlendingurinn virti Skotann fyrir sjer frá hvirfli til ilja, en sagði síðan: — Það er ekki nema eðlilegt, að hver maður taki málstað síns föðurlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.