Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLÁÐIÐ Föstudag’ur 25. maí 1945. X JltorgtjttMftMfc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. , Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. ■— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. LANDRÁÐ Á ÞVÍ leikur ekki vafi, að íslendingar eiga nú meir en nokkru sinni fyrr undir því, hverjum augum umheim- urinn lítur á þá. Má og vel vera, að öll velferð þjóðar- innar í fjárhagslegum efnum velti á því, hvernig sigur- vegararnir líti á hugarfar og þátttöku íslendinga í bar- áttunni. íslendingar hafa ekki kviðið þessum dc'mi, vegna þess að þeir vita, að þeir hafa ekki ástæðu til að kvíða honum. Öll þjóðin veit, að það er rjett, sem forsætisráðherrann sagði, er hann á friðardaginn mælti þessi orð: ,,í dag minnast íslendingar þess, að þeir af frjálsum vilja báðu um hervernd Bandaríkjanna, beinlínis í því skyni að ljá land sitt til þeirra afnota fyrir styrjaldarrekstur bandamanna, sem bandamenn sjálfir töldu sjer hagkvæmust. — Þeir rifja nú upp þær ráðstafanir, sem sumpart fram að þessu hafa farið leynt, sern íslensk stjórnarvöld á fyrri árum styrjaldarinnar gerðu af frjálsum vilja, en samkvæmt óskurtí herstjórna bandamanna, er talið var nauösynlegt að slökkva á vilum, loka höfnum og höfum, banna umferð á vegum, takmarka afnot síma og loft- skeyta og undirbúa algeran skyndibrottflutning íbúa höfuðstað- arins til óhultari dvalar. Þegar þannig stóðu sakir, víluðu íslendingar aldrei fyrir sjer að leggja áhættuna sjer á herðar, nje heldur æðruðust þeir, þótt hættan virtist yfirvofandi. Og hvorki mæltust þeir þá, nje nokkru sinni síðar undan nokkurri þeirri þátttöku í styrjaldar- rekstri bandamanna, er á þeirra færi var að láta í tje og talið var að gagni mætti verða. ---- -----Vjer gleðjumst því eigi eingöngu vegna friðarins, heldur einnig og einkum af sigrinum, sem unnist hefir“. Þetta voru orð forsætisráðherrans. EngiTin hefir gert tilraun til að hnekkja þessum staðreyndum. Og enginn mun heldur geta hrakið þær. Þess vegna voru íslendingum það sár vonbrigði, að þeim skyldi ekki vera boðin þátttaka í San Francisco ráðstefnunni, nema með þeim skilmálum, að þeir gæfu út þýðingarlausa yfirlysingu um stríðsþátttöku. íslend- ingar töldu að þeir með verkum sínum hefðu rjettlætt veru sína á slíkum fundi. Hjer á landi hafa heyrst raddir um að alvarlegustu afleiðingar þess, að íslendingar gáfu ekki út hina innan- tómu stríðsyfirlýsingu, yrðu ekki þær, að við færum mjög mikils á mis við það út af fyrir sig, að vera ekki á þeirri ráðstefnu, heldur hitt, að þessi afstaða íslendinga — að vilja ekki vopnlausir segja stórveldum stríð á hendur, þegar stríðinu var líka raunverulega lokið — gæti gefið misskilningnum eða fjandmönnum íslendinga, ef ein- hverjir eru, byr undir vænginn, á þann hátt, að reynt yrði með þessum tyllirökum að ala á því, að íslendingar hefðu haft samúð með öxulveldunum. Morgunblaðið, eins og flestir aðrir, telja þetta hættu- laust, jafnt vegna þess hve mikil fjarstæða þetta er, sem og hins, hversu afstaða íslendinga til yfirlýsinganna er eðlileg og rökrjett. Hitt er svo annað mál, og það játa auðvitað allir, að verði hægt að festa nasista-róginn við íslendinga, eru þar með borin á þjóðarhagsmunina hin eitruðustu vopn. í Alþýðublaðinu í gær standa þessar setningar: „Sjálfstæðisflokkurinn var gegnsýktur af nasisma, svo gegn- sýktur, að bæði aðalblöð hans máttu frekar leljast nasislablöð en venjuleg borgaraleg málgögn. ----Og þessi afstaða hjelst óbreytt hjá öllum þessum málgögnum og flokkum þar til í júní 1941, er Hitler rjeðist á Sovjetríkin. Þá söðlaði Þjóðviljinn um, en Morgunblaðið ekki fyrr en alllöngu síðar, eða þegar sýnt var að Þjóðverjar mundu verða undir í viðureigninni“. Hver einasti íslendingur veit, að hjer er faYið með ómengaða og vísvitandi lygi. Slíkur vopnaburður er landráð. Sökudólgarnir eru tveir. Annar er höfundur óþverrans, Jónas Guðmundsson. Hinn er ritstjóri Alþýðu- blaðsins, sem þrentar alt upp og smjattar á. Hve lengi ætla íslensk stjórnarvöld að þola slík land- ráðaskrif; án þess að draga sakborningana til ábyrgðar? Vil ar ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sóleyjargatan. BOLLI THORODDSEN, bæjar verkfræðingur hefir sent mjer eftirfarandi, að gefnu tilefni: í haust er leið, var ekki hægt að malbika nema lítinn hluta af Sóleyjargötunni, malbikun varð að hætta vegna veðráttu.. Til þess, að gatan væri hæf til um- ferðar i vetur, var borið ofan í hana. Eftir því sem veðrátta hefir leyft í vetur hefir verið unnið við Skothúsveginn, áframhald af vinnu þeirri, er byrjað var á, á síðastliðnu ári, sem sje að tengja Suðurgötu við Fríkirkjuveginn. Þegar malbikun gat byrjað nú fyrir stuttu, var akbraut Skothús vegar tilbúin undir malbikun. — Þótti því sjálfsagt að byrja á henní til þess að fullgera hana og þar fylgja þeirri góðu reglu, sem hr. St. Thorarensen minnt- ist í brjefi sínu til Víkars, að Ijúka sem fyrst verkum sem byrjað er á, ef þess er kostur. An vitundar minnar fjekk blaðamaður hjá Vísi upplýsingar í skrifstofu minni um fjTÍrhug- aðar framkvæmdir á næstunni hjá bænum. Þær voru góðar að því leyti sem þær náðu. Frá fyrirhuguðum nýlagning- um og viðgerðum á malbiki, var þar ekki sagt. — Aður en mal- bikun hófst, var að vel athuguðu máli, ákveðið að næst Skothús- veginum kæmi nýpúkkaður hluti af Framnesvegi, viðgerðir í mið- bænum og víðar (Túngötu hjá spitala) og því næst Sóleyjar- gatan. Eftir það verða malbikaðar ýmsar púkkaðar rauðamelsgöt- ur og í þeirri röð, að þýðing gatn anna fyrir umferð og tengingar milli malbikaðra gatna, verður aðallega látin ráða. Eins munum við stefna að því, eftir föngum, að malbika götur þær, sem ný- lagðar verða. Malbikunartæki okkar í Rauð arárholti eru nú nýuppgerð og önnur jafn afkastamikil tæki bráðlega tilbúin inni við Elliða- ár. Jafnhliða malbikun verða göt ur yfirbikaðar með asfalti og sandi, eftir því, sem þörf krefur. Skömmu eftir yfirbikun má bú- ast við ryki í þurkum, þangað til hægt verður að sópa afgangs- sandinum í burt. Þó verður eins og undanfarið, reynt að hafa hemil á því, þar sem annarsstaðar, með þeim bremur vökvunartækjum, sem bærinn á, eftir því sem kostur er á. • Friður umhverfis Austhrvöll. í FYRRAKVÖLD ljek Lúðra- sveit Reykjavíkur á Austurvelli, og var þá engin umferð bifreiða umhverfis völlinn, enda kom miklu fleira fólk þá til þess að hlusta á hljómleikana en í næsta skifti áður, en það var einmitt yfir þvi, sem kunningi kvartaði vfir við mig hjer í pistlunum fyr ir skömmu, að enginn friður hefði verið þá fyrir bifreiðum umhverf is völlinn. — Síðan hefir mjer verið tjáð, að lögreglan hafi alt- af ætlast svo til, að engin bif- reiðaumferð yrði umhverfis völl inn við þessi tækifæri, og það aðeins orðið fyrir smávægileg mistök, sem bílarnir fengu að bruna þar síðast nokkurn hluta þess tíma, sem lúðrasveitin Ijek þarj Svo þetta virðist alt vera í besta lagi. Þessi kvöld lúðrasveit arinhar hafá mjög leiigi verið vin sáel hjá hæjarbúum, og er von- andi, að sú hefð fari ekki af, því ! >arna -'er' eitthvert besta tæki- færi, til þess að sýna sig og sjá aðra og ganga úti í góða veðrinu um leið. Og Austurvöllur ér nú einu sinni frægur staður í borg- inni okkar, umhverfis hann hafa flestir einhverju sinni gengið, við svona tækifæri, sem hjer hafa dvalið langdvölum á annað borð. • Ilúsnæðisþörf manna. LESANDI skrifar: „Eitt af því, sem orðið hefir útundan í upp- byggingaráætlununum, er hús- næðisþörf manna. Væri ekki ráð að stofna eitt fjelagið enn og kaupa nokkur þúsund hús frá Svíþjóð. Þau eru ódýiymiðað við byggingarkostnaðinn hjer, en svala hinsvegar öllum kröfum, sem venjulegir menn gera til íbúðarhúsa. Húsin hjer eru alt of dýr og viðamikil. Þau eiga að miðast við þarfir líðandi stund- ar og vera öllum til reiðu, eins og matur og drykkur. Húsabrask sem atvinnugrein er siðleysi og á ekki að vera til. Tilbúnu húsin myndu nægja fólkinu, 10 þúsund krónur koma að sömu notum og 100 þúsund í innlendúm húsum. Hið opinbera myndi vera hlynt þessum fjelagsskap, láta í tje land og hjálpa til að byggja grunn- ana. Það er kórviHa að vera að byggja stóra og dýra steinkumb- alda, sem ekki er hægt að breyta, og enginn getur keypt. Húsin eiga ekki að vera neinir eilífð- arbústaðir. Hver kynslóð á að geta breytt þeim og lagað þau eftir sínu höfði, án þess að leggja í þau fjármuni, sem ekki eru til. Jeg er viss um, að margir fögn- uðu þessum ódýru húsum. Hat- urshugur og illur þegnskapur, sem heimilisleysið elur upp í mönnum, myndi hverfa, þegar úr því væri bætt. Góðviljaðir og fróðir menn ættu að athuga þetta“. •— Þannig var brjef les- anda um húsnæðismálin. Skrif hans um annað mál birti jeg e. t. v. síðar. • Burt með kórónuna! MONITOR skrifar: „í sam- bandi við lýðveldisstofnunina hefir í dálkum þessum oft verið rætt um afmáun hinna ytri tákna fyrra konungdæmis, svo sem kórónurnar á peningunum og einkennishnöppum opinberra starfsmanna o. s. frv. En það veld ur mjer mikillar furðu, að aldrei hefi jeg sjeð minst á það, að fjarlægja kórónuna, sem Alþing- ishúsið krýnir. Það hlýtur þó að vera hverjum ainum ljóst, hversu fáránlegt það er að skreyta þing- húsbyggingu lýðveldis með kon- ungskórónu. Jeg hafði reyndar haldið, að það yrði eitt hið fyrsta verk hins nýja lýðveldis að nema á brott kórónu þessa, en á þeim framkvæmdum hefir orðið óskilj- anlegur dráttur. Það liggur í aug um uppi, að auk þess að fara nijög hjákátlega á höfði hins unga lýðveldis, hefir Alþingi eng an rjett til þess að krýna sig með kórónu konungdæmis, sem það hefir hafnað. Eins er með kon- ungsmerkið á turni Dómkirkj- unnar og kórónuna í vindhana hennar. Alt þetta á tafarlaust að hverfa til varðveislu í Þjóðminja- safninu“. • Við erum ekki upp- næmir. JEG MAN ekki betur, en þetta mál með kórónuna á Alþingis- húsinu hafi verið rætt hjer í dálk unum áður, og ef jeg man rjett, þá hjelt Vikverji fram þeirri skoð un, að ekki gerði svo mikið til með það, hvenær kórönan yrði tekin af húsinu og gæti jafnvel farið svo, -að hún yrði alls ekki tekin, til þess að skerða ekki hina upprunalegu mynd hússins. Þetta finst mjer rjett. Ef við erum ekki jafn-sjálfstæðir, þótt ein kóróna sje einhversstaðar uppi á gömlu, merkilegu húsi, jafnvel þótt það kunni að vera þinghús þjóðar- innar, og ef við erum ekki jafn- sjálfstæðir fyrir því, þótt kóróna snúist í vindhana Dómkirkjunn- ar, — ja, þá er sjálfstæði vort ekki mikils virði á borðinu. Og undir konungsvaldi vorum við, þegar nefnd hús voru bygð. Konungar rjeðu, hvort þau voru það. Hví mega þau ekki bera sín merki. Mjer finst við jafn sjálí- stæðir fyrir því. — Annars skrif- aði Monitor meira, en um það ræði jeg við hann síðar. Eisenhower heiðurs- borgari í London London í gærkvöldi. Yfirborgarstjörnin í London hefir ákveðið að gera Eisen- hower yfirhershöfðingja að heið ursborgara Lundúnarborgar, vegna frábærrar framgöngu í baráttunni við Þjóðverja. Mun vegleg athöfn verða, er hann verður sæmdur nafnbót þess- ari. — Reuter. — Himmler Framhald af 1. síðu eiturglasinu. Það var um þumlungur að lengd“. Þetta var hin opinbera tilkynning. Og þar liggur hann nú. í kvöld liggur lík þessa yf- irmanns fangabúoanna og leyni lögreglunnar og innanríkisráð- herra Hitlers í húsi einu með rauðu þaki, þar sem yfirher- stjórnin er til húsa. Gráleitt, varaþunt andlitið með gleraug un snýr upp, hálfhulið af breskri hermannaábreiðu. Lik- ið er klætt í breska hermanna- skyrtu og stutLbuxur og sokka. Við hliðinu á bekknum, sem líkið liggur á, eru vantspollar á gólfinu og þar standa vatns- fötur, sem læknarnir notuðu, þegar þeir voru að reyna að lífga Himmler við. Einnig nokkrir bollar. Rússar fá sannanir. Rússnesku liðsforingjarnir Gorbushin, Ivoleff og Cutchi kapteinn hafa komið til að sjá líkið og sannfæra sig um það, af hverjum það væri. Voru þeir fulltrúar Zukovs marskálks. Einnig fengu þeir mjmdir af því. Frjettamönnum hefir einn- ig verið gefinn kostur á þessu, og hefir fregnritari vor verið þar í dag. - Golf Framh. af bls. 2. bragur að því fyrir Reykjavik að eiga góðan golfvöll innan sinnar „landhelgi“ eins og aðr- ar höfuðborgir Norðurálfu. Dagblöðunum í Reykjavik' munu birta frjettir af þessari fjölmennu íþróttakeppni svo áð bæjarbúar geti sem gleggst fylgst með úrslitunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.