Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 10
10
n*—
1 1
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagfur 25. maí 1945.
Á SAMA SOLARHRING
Eftir Louis Bromfield
49. dagur
XIII. KAPÍTULI.
í.
Þegar Fanney skelti hurð-
inni við nefið á Melbourn og
hljóp af stað, vissi hún ekki,
hvað hún var að gera. Hún
vildi aðeins hlaupa áfram —
forða sjer — hún vissi ekki
hvert. Henni varð fótaskortur
á leiðirtni að stiganum, og hún
barði höfðinu við gólfið, í brjál
kendri löngun eftir að mis-
þyrma sínum eigin líkama,
hrekja á brott, með einhverju
móti, örvinlunina, sem var að
æra hana. I þessi þrjátíu og
átta ár, sem hún hafði lifað,
hafði hún aldrei haft neina
stjórn á sjálfri sjer, og nú, í
fyrsta sinn á ævinni, sem
henni hafði í raun og sannleika
sviðið sáran, hegðaði hún sjer
blátt áfram eins og vitstola
manneskja.
Email vörur
Kaffikönnur
Pottar, margar
stærðir
Skaftpottar
Balar
Kattlar
Þvottaföt
Ausur
Skálar
Girnilegt!
Brp.gðgott!
3 mínútna hafraflögunan eru
bakaðar í verksmiðjunni í 12
stundir.. Þessvegna hafa þær
hveitikeim! Þessvegna eru þær
svo lystugar og heilnæmar!
Hafið þær í matinn á morgun.
Öllum þykja þær góðar.
3-MINUTE OAT FLAKES
Hún heyrði ekki einu sinni
brothljóðið, þegar hún skelti á
eftir sjer útidyrahurðinni, en
þjónustustúlkan, sem hafði
beðið eftir henni, heyrði það,
'og þegar Fanney var loks kom-
in upp á loftskörina, stóð
Maggie þar. Hún var að gá að
því, hvað gengi eiginlega á.
Þegar Fanney kom auga á
hana, skrækti hún: „Farðu!
Farðu að hátta! Þú þarft ekk-
ert að hjálpa mjer“. Og þegar
Maggie opnaði munninn, til
þess að svara einhverju, hróp-
aði hún: „Haltu kjafti og farðu
í rúmið! Geturðu ekki látið mig
vera í friði?“ Á þessu andar-
taki var Maggie ímynd alls
þess, sem hafði reitt hana til
reiði og sært hana.
Þegar hún kom inn í svefn-
herbergi sitt, fleygði hún sjer
upp í rúm, grúfði andlitið nið-
ur í koddann, æpti og öskraði,
reif 1 rúmábreiðuna, sparkaði
með fótunum. Hún var eins og
keipóttur óknyttakrakki, sem
hefir fengið hirtingu, og ræð-
ur sjer ekki fyrir heift.
2.
Svefnherbergi Fanneyjar var
ósmekklegt. Húsgögnin voru
alsett Ijósrauðum kniplingum,
og herbergið var yfirleitt bet-
ur við hæfi átján ára stúlku
en þrjátíu og átta ára gamall-
ar konu.
— Eftir dálitla stund fór æð-
ið að renna af Fanneyju, grát-
ur hennar að stillast. Hún lá
í rúminu, í hálfgerðu móki, og
hugsaði um, hve svívirðilega
Melbourn hefði farist við hana,
það hefði áreiðanlega engin
kona þjáðst eins og hún þjáð-
ist nú. — Svo reyndi hún að
telja sjálfri sjer trú um, að
hún hataði Melbourn — hataði
hann — hataði hann. Hún
mætti sannarlega þakka sínum
sæla fyrir að vera laus við
hann — hann væri ómentaður
ruddi — tilfinningalaus með
öllu. En hún vissi, að það var
einmitt kaldlyndi hans og ó-
hagganleg ró, sem hreif hana.
Nei — hún myndi ekki afbera
það, ef hún ætti ekki eftir að
hjá hann framar, nema úr
langri fjarlægð, eins og hvern
annan óviðkomandi mann. —
Ef til vill snerist honum hug-
ur — ef til vill hfingdi hann
til hennar á morgun, og alt yrði
eins og áður. En henni tókst
ekki að blekkja sjálfa sig. Hún
hafði sjeð í augum hans, að því
var öllu lokið, og þegar maður
eins og Melbourn hafði afráð-
ið eitthvað, varð því ekki
haggað.
Hún þráði Melbourn meira.
en nokkru sinni. Þrá hennar
var áköf og sterk — meiri en
nokkur líkamlegur sársauki,
sem hún hafði áður fundið.
Hún bað þess, að hann kæmi
aftur til hennar, húðskammaði
hana og misþyrmdi henni. Það
myndi bæta henni dálítið upp
skilnaðinn, sem hafði verið
auðvirðilegur og hversdagsleg-
ur, í stað þess að hafa á sjer
rómantískan, ástríðuþrunginn
saknaðarblæ. En hún vissi, að
hann myndi aldrei snerta hana
framar, hann mynd.i aðeins
heilsa, henni með kaldri kurt-
eisi, þegar þau hittust næst.
Þegar henni varð rórra, iór
samviskán að segja til sín. Fyr-
ir ári síðán hefði hún aldrei lít-
illækkað sjálfa sig svo mjög,
eða borið í brjósti s'jer svo
blygðunarlausar hvatir — en
fyrir ári síðan hafði hana ekki
grunað, að til væri slík ástríða.
Þá hafði hún ekki verið ást-
fangin af Melbourn.
Það var ekki fyrr en hann
var orðinn elskhugi hennar, að
gamanið tók að kárna fyrir al-
vöru — og hún tók að glata
sínum fornu dygðum. Nú var
svo komið, að henni var sama
um alt. Hún myndi einskis svíf-
ast, til þess að fá hann til þess
að þiggja blíðu sína aftur. Hún
átti ekki lengur til neina sjálfs-
virðingu. Hún ætlaði að gerast
götudrós — fleygja sjer í fang-
ið á fylsta karlmanninum, sem
yrði á vegi hennar. — Svo greip
skelfingin hana. Myndi hún að
lokum verða eins og Mildred,
frænka Savinu, sem leitaði á
bílstjóra-og þjóna? Hún gat
ekki verið með öllum mjalla,
og það var Melbourn að kenna,
að hún var orðin svona.
Húsgagna-
fjaðrir
margar stærðir.
<u,z
imaenf
Gólfklútar
Gólfmottur
Þvottabretti
Vatnsfötur
Snúrusnæri
Þvottaklemmur
Stálull.
S MIPAUTC ERO
99
ivszr
Elsa6é
Vörumóttaka til Vestmannaeyja
í dag.
„Richard“
Vörumóttaka til Bolungarvík-
ur og Súðavíkur árdegis í dag.
Æfintýr œsku minnar
dftir J4. C. JU
eróen
66.
talaði eins og við fjelaga, og þá var þetta prófessorinn,
sem átti að yfirheyra mig í stærðfræðinni, hinn duglegi
og gáfaði von Schmidten, sem kunnur var fyrir það, hve
mjög hann var líkur Napoleon ásýndum, svo líkur, að
fc'lk í París myndi ekki hafa þekkt þá í sundur. Þegar við
svo hittumst við prcíborðið, vorum við báðir talsvert
feimnir, en hann var jafn hjartagóður og hann var gáf-
aður, hann vildi endilega hughreysta mig, en virtist ekki
vita almennilega, hvernig hann ætti helst að fara að því,
hann laut alveg niður að mjer og hvíslaði: „Hvað verður
nú fyrsta skáldverkið, sem þjer gefið okkur, þegar þjer
hafið lokið prófi?“ Jeg leit hissa á hann og svaraði óstyrk-
ur: ,,Það veit jeg ekki, — en viljið þjer ekki spyrja mig
um eitthvað í stærðfræðinni, bara ekki of þungt”. „Eitt-
hvað hljótið þjer að kunna”, sagði hann, ákaflega lágt.
„Já, í stærðfræðinni er jeg sæmilegur, í skólanum í Hels-
ingör varð jeg oft að reikna dæmin fyrir aðra, og þar
fjekk-jeg ágætiseinkunn, en nú er jeg hræddur”. Þannig
töluðu nú prófandinn og nemandinn saman, og meðan
verið var að yfirheyra mig, var jeg svo ákafur, að jeg
eyðilagði alla pennana hans, nema einn, sem hann lagði
rólegur til hliðar, svo hann hefði eitthvað til þess að skrifa
einkunnina með.
Þegar jeg var búinn með stúdentsprófið, flugu allar
þær einkennilegu hugsanir og draumórar, sem jeg hafði
verið sokkinn í á ferðum mínum heim frá kennaranum,
frá mjer í fyrsta riti mínu: „Gönguferð frá Holmens-sundi
til Amageroddans”. Það er skringileg og einkennileg bók,
sem lýsir ákaflega vel persónu minni og sjc'narmiðúm,
eins og þetta var þá. Aðallega kom fram í bókinni löngun
til þess að leiká sjer að hverju sem var, hæðast að mínum
eigin tilfinningum, en enginn bóksali var nógu hugrakk-
ur til þess að gefa þetta æskuverk út, svo jeg lagði í það
sjálfur, en fáum dögum eftir að bókin var komin 'út,
keypti Reitzel bóksali af mjer rjettinn til annarar- útgáfu,
já, jafnvel hinnar þriðju. í Fahlun í Svíþjóð kom eftir-
prentun af hinum dönsku útgáfum, og hafði slíkt ekki
Liðþjálfinn: — Hvað mundir
þú gera, ef vopnabúrið spryngi
í loft upp, meðan þú værir á
vakt?
Sá óbreytti: — Jeg mundi
skjóta þrem skotum úr rifflin-
um minum, til þess að vekja
fjelaga mína í herbúðunum.
★
Hermenn kváðu segja eftir-
farandi um liðþjálfa:
— Liðþjálfi er maður, sem
veit heilmikið um lítið og held-
ur áfrarri að vita meira um
minna, þangað til hann að lok-
um *veit bókstaflega alt um
ekki neitt.
★
Að vera riddaralegur, það er
að vernda allar konur fyrir öll-
um mönnum nema sjálfum sjer.
★
Tveir gamlir hermenn eru að
tala saman:
— Þessi styrjöld, segir annar,
er nú ekki mikið hjá því, sem
jeg lenti í, þegar jeg var að
berjast við Zulu-negrana. Þá
var jeg einu sinni rekinn í gegn
með spjóti og festur á því nið-
ur við jörð í þrjá sólarhringa.
— Var það ekki sárt?
—■ Nei,jeg fann ekkert til,
nema þegar jeg hló.
Ibúar í þorpi einu í Noregi
sáu flugvjel, sem var að nauðr
lenda skamt frá þorpinu. Sjó-
maður nokkur, sem var meðal
þeirra, sem urðu varir við lend
inguna, gekk að vjelinni, en
sneri fljótlega við aftur, tóm-
hentur, og gaf þá skýringu, að
þetta hefðu verið Þjóðverjar.
— En voru þeir ekki lifandi?
var spurt.
— Annar þeirra sagðist vera
það, en jeg held maður þekki
lygarnar í þessum nasistum.
Falleg, ljóshærð stúlka var
stödd á heræfingu, en þegar
hleypt var af rifflunum, varð
henni svo bilt við, að hún datt
aftur yfir sig og fjell í fangið
á hermanni, sem stóð.fyrir aft-
an hana. Blóðrjóð af skömm
sagði hún:
— Þjer verðið að fyrirgefa
mjer, en jeg hrökk svona við,
þegar þeir fóru að skjóta úr
rifflunum.
— Alt í lagi, vina mín, sagði
hermaðurinn. — Nú skulum við
koma og horfa á stórskotaliðið.
'k
Foringinn (við hermann, sem
mætir of seint á heræfingu):
— Þú ættir að taka þjer iðni
býflugnanna til fyrirmyndar,
ungi maður.
Hermaðurinn: — Jeg geri
það. Seinast í gærkvöldi var
jeg úti með hunanginu mínu.