Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 8
i Átiræður: _ Styrjöldin Hallsteinn Olafsson 80 ÁRA verður í dag hinn góðkunni bóndi Hallsteinn Ólafsson að Skorholti í Leir- ársveit. Munu því margir vinir hans víða um land, sem ekki geta heimsótt hann, renna lil hans hlýjum og þakklátum huga- Ótaldir eru þeir, sem borið hafa að garði hans og hlotið þar góðar viðtökur, enda er hann og heimili hans víð- kunnugt fyrir gestrisni og góð- vild. Og hvarvetna þar, sem Hallsteinn keraur, er honum fagnað sem góðum gesti, því sólskin og gleði er sífelt í för með honum. Hallsteinn hefir verið hið mesta hraustmenni, orðlagður fyrir dugnað og at- orku eins og verkin sanna best. Hjer verður ekki sögð nein æfisaga eða skráð nein eftir- mæli, því við, vinir hans, von- um og óskum að fá að njóta lengi enn samfylgdar hans, þótt degi sje farið að halla. Sendum við honum aðeins hjartanleg- ustu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni dagsins og þökkum fyrir liðna daga. Gamall vinur. 'Miiiiiuiiimiiiiiiiiiiiiuimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiu a = fBifreið ti! söluj g Af sjerstökum ástæðum er 1 g til sölu Ford fólksbifreið, | B model ’36. Bifreiðin er í | g fyrsta flokks standi. Uppl. i í Versluninni Holt, Skóla- i vörðustíg 22 kl. 5—7 e. h. i í dag og laugardag. i >WBBIllMBPBWBinBBniBMMM Framh. af bls. 7. skipin eins og venjuleeir flutn ingaprammar. Hann bætti því við, að eftir því, sem hann vissi best, hefði ástæða þýska her- íoringjaráðsins til þess að hætta við innrás á Brettands- eyjar, verið ótti við breska flotann. Að minsta kosti varð sá kost- urinn, sem þeir tóku þjóðinni til falls. Því það voru þeir, e'n ekki bandamenn, sem sneru gangi styrjaldarinnar sjer í óhag. Með því að ráðast á Rúss- land mistu þeir hernaðarlega yfirburði sína. Á þessavi skissu topuðu þeir greinilega slyrj- öldinni. En í hugum Þjóðverja bar líklega á annari skoðun — sem sje, að ef Rússar, sem þá voru í óða önn að búa sig undir árás, yrðu ekki sigraðir árið 1941, mundi Þýskaland aldrei verða nógu slerkt til að ráða niður- lögum þeirra. Þá hefði Þýska- land getað unnið aðra heims- styrjöldina, en tapað hinsvegar þeirri þriðju fyrir Rússum, en hún hefði að öllum líkindum byrjað tveimur, fimm eða tutt- ugu árum síðar. Enginn getur nokkru sinni sagt, hvort sú áætlun var rjett. En sje svo, þá hafa Þjóðverjar gert kórvilluna, en hún var sú, að vera nokkrun tíma að hefja stýi-jöld. MOKGUNCLAÐIÐ ----,--------- Föstudagur 25. maí 1945. Frú Anna Þ. Kristjánsdóffir F. 5. júlí 1915. D. 13. maí 1945. Ertu horfin, elsku Anna mín! Ennnú beinist kveðja mín til þín. Eftir þrautir ógnar þungar, stríðar, opnaðist þjer dýrðar hliðið blíða. Svifin ertu sonar þins á fund, sönn mun gleði ykkar hverja stund. Aldrei skilja aftur þurfið þið, eilíft sumar brosir ykkur við. Þú varst svo góð, þú vildir ekk- ert ilt, varðst að reyna margt, sem reyndist strítt. Alfaðir, sem allra dygðir sjer, yfir vakir hvílu þinni hjer. Hvíldu í friði. F. J. Frú Hrefna Einarsdóttir — Bílvegir Fædd. 11- mars 1895. Dáin 14. maí 1945. „Því skyldu aðrir yrkja um þig, og ekki jeg?“ Þannig orkti skáldið eftir vin sinn. MJER finst jeg ekki geta veitt öðrum þann rjelt en sjálfri mjer, að kveðja frænd- konu mína síðustu kveðjunni, það er rjettur harmsins, er jeg ber eftir hana. Vissulega er «»sár harmur kveðinn öllum frændum og vin um Hrefnu, við burtför henn- ar af þessum heimi. Alla, sem . þektu hana, langaði til þess aðt j hún fengi að lifa lengur, jafn-l vel þó heilsa hennar væri henni svo erfið sem hún var. Langaði til þess, af því Hrefnu þótti svo vænt um lífið, •— henni fannst svo dásamlegt að fá að lifa — fá að vera til. — Hún gladdist yfir hverri sól- skinsstund — yfir hverju blómi — yfir hverju brosi •— líklega af því, hve hart hún sjálf var leikin af lífinu. Þess vegna gekk hún ekki fram hjá gæðum lífsins eins og sjálfsögð um hlut, heldur tók hún við þeim með hljóðri, þaklátri gleði. Rúmlega tvítug kendi hún þess sjúkdóms, sem nú hefir orðið henni að fjörtjóni, aðeins 50 ára að aldri. I nærfelt 30 ár, hefir hún borið þungan, þjáningarfullan sjúkdóm án þess að mögla. — Aldrei heyrðist möglunar- eða æðruorð af hennar vörum, held ur reyndi hún að láta sem allra minst bera á þjáningum símim, en notaði hvert tækifæri, sem henni gafst til þess að gleðja aðra. Heimilið hennar, sem hún kveður nú í dag, hafa 7 nán- ustu ástvinir hennar kvatt á fáum árum. Alla þessa ástvini sína bjó hún sjálf til hinnstu ferðarinnar: eiginmann sinn, Kristmund Guðjónsson, lækni, foreldra sína, Ólínu og Einar Finnbogason, bróður sinn, mág konu sína og 2 börn hennar, alt af fækkaði hópnum. Svo kom röðin að henni sjálfri. Eftir er sonur hennar, dreng urinn, sem hún lifði fyrir, hans vegna þráði hún að fá að lifa, — og bróðir hennar, sem ásamt Konu sinni, stundaði hana sein- ustu erfiðu mánuðina, með inni legri kærleiksríkri nákvæmni. .Teg kveð nú þig, frændkona mín og vina, eins og allt frænd fólk þitt, með þökkum fyrir góða samveru, þökkum þjer þinn mikla þált í samheldni okkar. Þökkum þjer fordæmi þilt, sannarlega ættum við að vera búin að læra af þjer hvern ig á að taka því, sem að hönd- um ber. Jeg hlakka til samfundann við þig, frændkona, þá, og þar verður svo margs að minnast. Farðu heil á fund Drottins. Blessuð sje minning þín. Frændkona. [Grunnur til söluf = = = 80 ferm. að stærð. — Horn = = lóð. Samþykt teikning á = S verslun og íbúð. — Allir i 5 gluggar til smíðaðir. Tilboð § S sendist blaðinu fyrir 1. 1 = júní, merkt „Grunnur í § | Kleppsholti — 740“. 1 — B — = 5 B jTiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinniiiiiiniivnmiiiui UlllllllllllllllllllllllUUIlUUUIlllUUlUIIIIIillllllíllUUUI | Amerískir 1 (telpukjólar = Garðastræti 2. Sími 4578. = aiiiiiimiiimmiiimiiiimimiimmiiiimmimimmiiai Framh. af bls. 2. * — Hvernig stóð hugur manna þar vestra til ríkisstjórnarinn- ar? -— Það var áberandi, hve menn voru ánægðir yfir því, áð tekist hafði aftur að mynda þingræðisstjórn í landinu. Hins vegar voru Framsóknarmenn mjög óánægðir yfir því,. að Framsóknarflokkurinn skyldi einn allra flokka skorast und- an samvinnu og stjórnarmynd- un. Töldu, að flokkurinn hefði með þessu brugðist umbjóðend- um sínum, með því að hafa ekki manh í stjórninni, til þess að gæta þar hagsmuna þeirra ög þess utan væri nú annaðr og stærra . hlutverk ætlað þing- mönnum en að deila um eigin og flokka hagsmuni, þar sem allir þyrftu að leggja kraftana fram til uppbyggingar og at- hafna, en ekki til niðurrifs og ádeilna. — Fer fylgi þitt vaxandi í sýslunni? — Það er mál, sem jeg ræði ekki um á þingmálafundunum. Næstu kosningar munu best svara þeirri spurningu. Hitt er mjer ljóst, að samvinna mín við kjósendur hefir verið hin ánægjulegasta í hverju máli, og Barðstrendingar hafa jafn- an metið og virt þingmenn sína, hvaða stjórnmálaflokki sem þeir tilheyrðu og þola engum að deila á þá ódrengilega á meðan þeir fara með umboð þeirra. Jeg hefi mjög orðið þess var, að sá háttur fer þar ekki þverrandi. Bið jeg þig að bera þeim öll- um kveðju mína með þakklæti fyrir margvíslegar fyrirgreiðsl ur á ferðum mínum um sýsluna. ■ Pyrex Eldfast gler Skálasett Pönnur Skálar Skaftpottar JLZ ■ ■ ^■'■■jonrijijiXRMAMJDurooupcrrrrrB ■ X'9 Eftir Robert Storm ■ nmrn r»■ ■ ■ ■ , 1—2) Yutsk: — Jeg er ekfci alveg viss um, að /það hafi verið sami bíllinn, en það kom kvenmaður ' út úr honum. Hún bar tösku. Eyrnalangur: — Þetta ' passar allt saman, maðurinn með grírnuna hefir kvenmannsrödd. Best að athuga vel á morgun, hver á þetta bílnúmer. 0 3—4) Daginn eftir: Yutsk: — Það er einhver stelpa, serh á þennan bíl, Vilda Dorré heitir hún víst. Eyrnalangur: — Hvað? Vilda Dorré, glæpa- mannasöguhöfundurinn. Það er ómögulegt — og þó. Yutsk: — Maðurinn með grímuna var að koma rjett í þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.