Morgunblaðið - 14.06.1945, Page 1
STAÐUR OG STUND ÁKVEÐIN FYRIR
RÁÐSTEFNU „HINNA ÞRIGGJA STÓRU
Truman segir Rússa hafa slakað
Bókaútgáfa menning-
arsjóðs efnir til sam-
kepni um skáldsögu
Verðlaunin 10 þúsund krónur
, BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafjelagsins hefir
ákveðið að efna til samkeppni um skáldsögu. Bókaútgáfan mun
greiða tíu þúsund krónur í verðlatin fyrir bestu skáldsöguna,
sem henni berst, og áskilur sjer rjett til útgáfu á henni gegn
ritlaunum auk verðlaunannaa.
til í Póllandsmálunum
Rcgnvaldur Sigur-
jónsson fær ágsSa
dóma
Kaupmannahöfn
fundarstaðurinn?
Stærð bókarinnar sje um 10
—12 arkir, miðað við Skírnis-
brot. Rjettur er áskilinn til að
skifta verðlaunum milli tveggja
bóka, éf engin þykir hæf til
fvrstu verðlauna, eða láta verð-
launin niður falla, ef engin
þykir verðlaunahæf.
Handritum sje skilað í skrif-
stofu bókaútgáfunnar fyrir árs-
lok 1946 og sjeu þau vjelrituð
og merkt með einkenni höfund-
arins, en nafn hans og heimilis-
fang fylgi í lokuðu umslagi,
merktu með sama einkenni.
Laval framseldur
Frökkuml
London í gærkvöldi.
í FRJETTUM frá Helsingfors
er það haft eftir Parísarútvarp-
inu, að Pierre Lával, sem dval-
ist hefir á Spáni um skeið, hafi
verið framseldur Frakklands-
stjórn.
Pierre Laval hafði aðsetur í
Mont Julich og fylgdist þar
með rjettarhöldunum í máli
Petains og beið dóms í máli
hans.
Laval hlustaði ávalt á útvarp
á frönsku frá bresku útvarps-
stöðinni. Var öflugt viðtæki í
dagstofu hans. Þar voru líka 4
ritvjelaborð sem hann og rit-
arar hans unnu við. Ritz Hotel
ijet honum í tje frönskumæl-
andi matreiðslumann, þjón og
stofustúlku. Á hverjum degi
voru fluttar til hans allskonar
munaðarvörur.
Við morgunverðarborðið
ræddi Laval dægurmál við mat
reiðslumanninn, og á sunnudög
um neytti hann kræsinga að
frönskum sið. Á kvöldin borð-
aði hann yfirleitt enga máltíð,
en fjekk sjer eitthvert snarl,
áður en hann fór að sofa.
Laval fjekk að vera úti í
garði. Fór hann þangað eftir
morgunverð og þegar hann var
búinn að lesa frönsk, spönsk
og ensk blöð. — Reuter.
Óþekkt iík rekur
í GÆRDAG fanst lík af
karlmanni rekið á fjöruna
skamt frá bænum Gufunesi. —
Rannsóknarlögreglan fór þang-
að uppeftir. Ekki telur lögregl-
an að hjer sje um að ræða lík
íslendings og kannast hún ekki
við það. Líkið var bert að ofan,
en var í einum buxum. Þetta
heíir verið stór maður og margt
bendir til að maður þessi hafi
verið kyndari. Ekkert fanst í
vösum buxnanna. eða nokkuð,
sem gæti gefið skýringu á hvert
líkið sje. Þá mátti og sjá á því,
að það hefir verið lengi í sjó.
Útilokasl frá heims-
viðsklffum
London í gærkveldi.
| MORGENTHAU fjármálaráð-
i
Iherra Bandaríkjanna hefir sagt,
að í framtíðinni muni Þýska-
land og Japan verða algerlega
útilokuð frá heimsviðskiftun-
um. ,,En það mun enginn sakna
þeirra“, bætti hann við. Hann
sagði að það væri alveg nóg
fyrir Þjóðverja að versla við
þjóðirnar á meginlandi Evrópu.
Ráðherrann sagði þetta, er
harin var að ræða við fjárhags-
nefnd Öldungadeildarinnar. —
—Reuter.
Sonur von Ribb-
enfrop handtekinn
LONDON í gærkvöldi: — í
gær var Rudolf von Ribbentrop
sonur þýska utanríkismálaráð-
herrans fyrverandi, handtek-
inn. Fanst hann í hópi þýskra
stríðsfanga. Ekkert hefir enn
frjettst um föður haps, en leit
að honum er stöðugt haldið
áfram. —Reuter.
Frjettatilkynning frá ríkis-
stjórninni:
LISTDÓMENDUR Washing-
tonblaðanna ljúka einróma
miklu lofsorði á pianóleik
Rögnvaldar Sigurjónssonar. —
„Times Herald“ skrifar:
„Tónlistarlíf íslands hlýtur
að hafa þróast á mjög hátt stig
til að skapa listaman'n (vir-
tuoso), sem sýnir jafn-mikinn
tekniskan og tónrænan þroska
og Rögnvaldur Siguriónsson.
Þessi ungi píanóleikari hefir
gífurlegt vald yfir nótnaborðmu
og leikur með kraftmiklum tón
þó að hann eigi einnig til mýkt.
Hann þekkir margar listastefn-
ur og virtist einkum una sjer
við músík Prokofieff’s“.
..Daily News“: 1— „Sonur fs-
lands hlaut inndegan fögnuð
að láunum fyrir píanóleik sinn
í gærkvóldi. Rögnvaldur Sig-
urjónsson kann í framtíðinni
að verða talinn einn af hinum
miklu meisturum píanóleiksins,
því að í honum búa voldugir pí-
anistahæf ileikar".
„Evening Star“: — „Ungur
og gáfaður íslenskur píanóleik-
ari, Rögnvaldur Sigurjónsson,
hjelt í gærkvöldi hljómleika í
National Gallery of Art, og
minti leikur hans á glæsileik
og meistdraleg tilþrif (virt-
uosity) liðinna tíma. — Þó að
Rögnvaldur Sigurjónsson sje
enn ungur að aldri, þá er hann
þegar þaulkunnugur mörgum
mismunandi, listastefnum og
músík ýmissa tíma, sem hann
leikur af miklum myndugleik".
Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
biaðsins frá Reuter,
TRUMAN forseti tilkynnti í dag á blaðamannafundi í
Washington, að búið væri að ákveða stað og stttnd fyrir fund
þeirra Stalins, ,Churchills og hans, en sagðist ekki geta gefið.
frekari upplýsingar um, hvar eða hvenær fundurinn yrði
haldinn, fyrr en hann væri byrjaður. Hann sagði, að þetta
hefði verið ákveðið af sendimönnum þeim, sem liann sendi
til Moskva og London nýlega, Harry Ilöpkins og Joseph
Davies. Fara þeir báðir á ráðstefnuna með Trnman, svo og
Leahy flotaforingi og Stettinius utanríkisráðherra.
Kaupmannahöfn
fundarstaðurinn?
í Helsíngfors er það haft
eftir frjettvim frá London, að
ráðstefan muni verða haldin
í Kaupmannahöfn, en staðfest-
ing hefir ekki fengist á þessu,
sbr. það, sem að ofan segir
Fundartíminn
St j órnmálaf r j ettaritarar í
Washington búast við því, að
ráðstefnan verði haldin í bvrj
un júlí. Er gert ráð fyrir því,
að þessi ráðstefna mnni hafa
enn víðtækari afleiðingar en
ráðstefnnrnar í Ýalta og
Teheran.
Ei
aður
i
er heiðr-
París
London í gærkvöldi.
EISENHOWER hershöfðingi
! kom til París í dag.
j Á morgun verður honum
| sýndur margvíslegur heiður. I
| fylgd með Walter Bedell Smith
! og herráðsmönnum hans og Sir
Arthur Tedder flugmarskálki
mun Eisenhower aka til Sig-
inbogans, en þar verður heið-
1 ursvörður og hljómsveitir. De
1 Gaulle mun sæma Eisenhower
frelsiskrossinum svonefnda við
Sigurbogann.
Margvislegur heiður annar
mun Eisenhower verða sýndur
þennan dag. — Reuter.
„Rússar hafa nóg
lið í Þýskalandi"
London í gærkvöldi.
BRESK BLÖÐ hafa undan-
farið látið í ljós efa um, að Rúss
ar myndu hafa nægilegan liðs-
styrk í Þýskalandi til þess að
taka að sjer hernám þess hluta
Þýskalands, sem um var samið
í Berlin fyrir nokkru.
Vegna þessa hefir Tass-
frjettastofan rússneska birt til-
kynningu þess efnis, að Rúss-
ar hefðu nógan liðstyrk í Þýska
landi og myndu þeir senda her
til þeirra hjeraða, sem þeir
hefðu með samningum tekið að
í sjer að hernema, strax og
i Bandaríkjamenn væru farnir
J þaðan. — Reuter.
Póllandsmáb'n rædd
Truman sagði, að á ráð-
stefmvnni yrðu rædd öll þau
vandamál, senv nú bíða úr-
lausnar, og yrðu Póllandsmál-
in eitt aðalmálið. Kv.aðst hann
vonast til, að á ráðstefnunni
yrði vutt að leysa þau mál á
viðvvnandi hátt. Trumam sagði
Rússa hafa slakað nokkuð til
í Póllandsmálunum. Forsetinn
lagði áherslu á það, að sam-
húð stórveldannaþrigg'j þyrfti
að vera sein best til þess að
rjettlátur friður næðist.
Ráðstefan í Moskva
Truman kvaðst vona, að um
ræður þær, sem nú eru að hei'j
ast í Moskva um Póllandsmál-
in. beri árangur.
Annars virðasl sumir Pól-
verjar vera óánægðir mcð til-
högun ráðstefnunnar. Pólverj-
ar segja, að þeir Pólverjai'
sem boðnir sjeu á ráðstefnnna.
sjeu allir gamlir menn. sem
Framhald á 8. síðu.