Morgunblaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 1
8 síður og Lesbók Í2. trgangur. 133. tbl. — Sunnudagur 17. júní 1945. fsafoldarprentsmiðja h.f; Londsfundurinn ú Þingvöllum Hjer bjé Jón SigurSsson í DAG ætlar íslenska stúdentafjelagið í Kaupmannahöfn að afhjúpa minningartöflu á húsinu Ostervoldgade 8, þar sem Jón Sigurósson bjó lengi. Við það tækifæri inun Jón Helgason pró- fessor halda ræðu. Húsið sjest á niyndinni hjer að oi’an. Frjetiabrjef irá Höfn Hafnarbúar fagna frelsi Forsetakosningar í Iriandi DUBLIN í gær: •— Verið er nú að telja atkvæðin frá fyrstu forsetakosningum á írlandi. Fyrstu tölurnar voru þessar: Sean Ó’Kelly, varaforsætisráð- herra og fjármálaráðherra hafði fengið 883006, en Sam Ma- eéoin, stjórnarandstæðingur, 111284 og dr. Mccartan, Ulst- ermaður 77993. Búist er við, að talningu verði lokið í dag. — Reuter. Tveir þekiir skip- sfjórar iálnir SAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Er- lendi Pjeturssyni forstjóra Sameinaða hjer, hefir sú fregn nýlega borist hingað frá Kaup- mannahöfn, að tveir af þekt- ustu skipstjórum Sameinaða hjer við land, þeir Emdal, sem síðast var skipstjóri á m.s. Al- exandrine og Lydersen, er síð- ast var skipstjóri á s.s. Island, sjeu látnir fyrir nokkru. Mun Emdal hafa látist 1. apríl, en Lydersen nokkrum dögum síð- ar. — Capt. Lydersen var einn af elstu skipstjórum Sameinaða fjelagsins og sigldi mestan hluta æfi sinnar hjer við land. Var hann íslendingum að góðu kunnur og átti hjer marga vini yíðsvegar um landið. Hann var lipurmenni og unni íslandi og íslendingum. Capt. Emdal var um mörg ár skipstjóri á m.s. Dronning Al- exandrine. Hann var mjög vin- sæll maður og hvers maflns hugljúfi. Var á orði haft, hve honum var umhugað um far- þegana og gerði sjer far um að leysa hvers manns vanda. Hann kom hjer síðast í febr. 1940 og var þá skipstjóri á s.s. Bergenhus. Þessir báðir íslandsvinir voru riddarar af ísl. Fálkaorðunni. Horðmenn vilja bráðabirgðahús Frá norska blaðafull- trúanum. TIL ÞESS áð bæta að hinum tilfinnanlégu húsnæðisvand- ræðum, sem nú eru bæði í Osló og á -öðrum stöðum, þar sem innrásarherinn hefir farið um eyðandi' eldi, hefir „Arbeider- bladet“ gert það ,að tillögu sinni, að hafin verði framleiðsla á ódýrum timburhúsum í stór- um stíl. Meðan verið er að framleiða húsin í verksmiðjunum, má leggja skolpleiðslur og vatns- leiðslur og gera vegi. Blaðið hugsar sjer, að myndað yrði fjelag til þess að koma þessu í kring, en fjárhagslegar skuld- bindingar ábyrgist ríkið. í GÆR fjekk blaðið brjef frá ungum mentamanni í Höfn. dagsett mánudaginn 8. maí. Þar segir m. a.> ,,Nú þegar kirkjuklukkurú- ar hafa hringt frið yfir land og lýð, og mestu skothríðinni í höí'uðborg Danmerkur er farið að linna, flýgur mjer í hug, hvort þið, góðir og gamlir vinir mínir við Morgunblaðið sjeuð ekki orðnir frjettaþyrstir hjeð- an. Ógerningur er að lýsa atburð unum hjer síðustu daga, nema að. litlu leyti. Svo umfangsmikl- ir eru þeir. H Klukkan var 8% (danskur sumartími), er fregnin þarst um það til danskra hlustenda, að þýski herinn hefði hjer gef- ist upp. Óviðjafnanleg gleði greip alla unga sem gamla. Fán- ar voru hvarvetna dregnir að hún, þar sem tök vöru á, ljós öll kveikt um alt. Fólk kveikti á kertum sínum, er það hafði geymt sjer, ef á þyrfti að halda þegar úti væri um alt rafmagn. Fólk þusti út á götur og stræti, hló og grjet, hrópaði húrra óg söng danska ættjarð- arsöngva og þjóðsöngva Banda- manna. Bráðókunnugt fólk fðamaðist af gleði á götum úti. Myrkvunarskýlur sporvagn- anna voru rifnar niður. Fólk þusti í sporvagnana. Allir þurftu að ílýta sjer, komast leiðar sinnar þangað sem safn- "ást skyldi til fagnaðar, til kunningja og vina. Stórborg, sem hafði árum saman legið í fjötrum, var leyst úr læðingi. Aldrei hafa danskir spor- vagnsstjórar ekið með farþega á sama hátt og þetta kvöld, þ. 8. maí. Unglingar ýmist sátu anna. hjengu aftaná vögnunum og framaná þeim. Á þeim bílum, sem voru á ferð, sat fólk á þökum þeirra, brettum og' burðargrindum. Hjólreiðamenn komust naum ast áfram fyrir mannþrönginni á götunum. Einn mann sá jeg, sem varð að lyfta reiðhjóli sínu yíir höfuð sjer, til að bjarga því frá hnjaski. Annan hjól- reiðamann sá jeg með fjelaga sinn á háhesti. Brátt komu dönsku frelsis- vinirnir fram á sjónarsviðið. Þeir voru ýmist í bílum eða á reiðhjólum. Þeim var tekið með slíkum fagnaðarlátum, að því vei'ður ekki með orðum lýst. Um 10 leytið kom skyndileg truflun á þessi óundirbúnu há- tíðahöld. Skothríð ltvað við hjer og þar í borginni. Þetta skaut mönnum ekki svo mjög skelk í bringu. Menn eru orðnir sliku svo vanir í seinni tíð. Þarna voru síðustu krampadrættir í leyniskyttum Hipo-manna. Nú byrjuðu frelsisliðar a'ð fangelsa landráðamenn. Þær fangelsanir halda áfram. Jeg hefi sjeð bílfarma af landráða- mönnum, með hendur fyrir aft- an hnakkann, ellegar rjettar upp í loftið. Mörg þúsund land- ráðamenn eða „vafasamir“ eru þegar teknir fastir. Hatur Dana á þessum mönnum er margfalt magnaðra en hatrið á þýsku harðstjórunum. Einn landráða- maður hefir þegar meðgengið, að hann hafi myrt 16 danska frelsisvini. Nokkur mistök haúa orðið. einkum fyrstu nóttina. Framh. 6 2. aíðu Fjörugar umræður á föstudags- kvöld Á FÖSTUDACSKVÓLD var settur fundur að nýju í stóra salnum . Valhöll. Fundarstjóri á þeim fundi var Tómas MÖlíer póstaf- afgreiðslumaður í Stykkis- hóírai, en ritarar Egill Stefáns- son á Siglufirði og Björn Lofts- son lrá Bakka. Fundur þessi stóð yfir í rúm- lega tvær klukkustundir. Rætt var um ýmsar þær tillögur, sem lagðar voru íram á hinum fyrra fundi um daginn, er Gísli Jónsson alþm. hafði íramsögu að. Þessir tóku til máls á fund- inum: Ólafur Thors forsætis- ráðherra, Bjami Benediktsson útgerðai maður í Keflavík, Guð mundur Erlendsson frá Núpi, Erlendur Erlendsson Hlíðar- enda, Sigurður Halldórsson, Páll Kolka, iæknir, Enok Helga son, Hafnarfirði, Sigbjörn Ár- mann kaupmaður. Ræður manna fjölluðu um ýmislegt viðvíkjandi tillögum þeim, sem lágu fyrir fundin- um. En ákveðið var að atkvæða greiðsla um þær færi ekki fram fyrri en daginn eftir. Ujarni Benediktsson borgar- stjóri talaði m. a. um afstoðu stjórnmálaflokkanna til lýðræð isins, og hvernig trygð þeirra við hið rjett’a og sanna lýðræði í fjelagsmálum kæmi misjafn- lega fram í verki. Páll Kolka ræddi m. a. um sama mál. Verð ur hjer vikið að undirtektum og afgreiðslu þess máls hjer í blaoinu að loknum landsfund- inum. Ýmsir ræðumanna töluðu um afstöðu Framsóknarflokksins til annara flokka í landinu, og til- raunir Framsóknarmanna til þess að vekja tortrygni meðal bænda í garð Sjálfstæðismanna, tilraunir, sem bæru ekki þann árangur, er Framsóknarmenn væntu sjer. Var mikill þróttur og fjör í umræðum þessum er báru vott um einhug og einbeitni fund- armanna í baráttu Sjálfstæðis- flokksins fyrir velferð þjóðar- innar. Vegna þess hve blað þetta fer snemma í prentun, verður ekki hægt að segja frá laugardags- fundinum fyrri en í næsta blaði. Fá ekki að fara heim LONDON: — Rússar hafa til- kynt, að svissnesku fólki, sem er á hernámssvæðum þeirra, verði ekki leyft að fara heim til Sviss, fyrr en Svisslending- ar sendi heirn þá rússneska borgara, sem nú eru í Sviss, en. þeir eru taldir um 9.000. Segja Rússar, að meðferð Svisslend- inga á þessum mönnum sje aga leg, en þeir hafa flestir flúið úr fangabúðum til Svisslands. — Reuter. Varðsveitir stofn- aðar í Horegi Frá norska blaðafull- trúanum. BEICHMA.NN, yfirmaður norska herráðsins, hefir skýrt blaðinu „Morgenbladet“ svo frá, að í Noregi sje verið að koma á fót varðsveitum, sem verða með líku sniði og varð- sveitir, sem verið er að stofna um alla Evrópu. Sveitimar fá ágætis útbún- að. Klæði og vopn koma frá Englandi. Herráðið hefir einn- ig trygt sjer allmikið af þýsk- um vopnum, sem henta varð- sveitunum. Nýir árgangar verða ekki kvaddir til varðsveitanna, held ur verða þær að mestu skipað- ar árgöngunum 1937, 1938 og 1939, en þeir árgangar eru best æfðir. „Þeir eru á móii mjer" London í gærkvöldi. CHURCHILL forsætisráð- herra hefir gefið út yfirlýsingu varðandi kosningarnar,. og kemst svo að orði: „Sumir af hinum frjálslyndu frambjóð- endum Sinclairs erú að segja kjósendum það, að þeir eigi að „greiða atkvæði með Churchill“ Verð jeg því að taka eftirfar- andi fram: Þessir frambjóðend- ur eru í andstöðu við mig og stjórnina, og að greiða þeim at- kvæði, er ekki að greiða mjer atkvæði, heldur með stjórnar- andstæ'ðingsm og móti mjer og stjórninni. En hinir þjóðlegu frjálslyndu menn fylgja stjórn inni að málum, og held jegr að þeir sjeu í meirihluta í þeim flokki. En fyrir alla ætti orð- tækið að vera: Föðurlandið gengur fyrir flokknum. Ráðherrar Quislings fyrir rjetti. Frá norska blaða- fulltrúanum: SEX MENN úr stjórn Quisl- ings voru fyrir yfirheyrslu- rjettinum í gær. Enn hefir ekki borist nein skýrsla um það. sem þar gerðist. eða stóðu á þökum sporvagn- I borgarstjóri, Ólafur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.