Morgunblaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. júní 1945,
Á SAMA SÓLA RHRIIMG
»
Eftir Louis Bromfield
70. dagur
„Já, þakka þjer fyrir. Það vil
jeg gjarnan“.
Svo sagði hún alt í einu: —
„Nancy Charstairs er komin
heim“.
„Systir Hektors?“
„Já“.
„Jeg hefði gaman af að hitta
hana aftur. Hún var mjög fal-
leg“.
„Jeg skal segja henni það. —
Hún drekkur kaffi hjá mjer í
dag. — Vertu sæll, og þökk
fyrir“.
„Vertu sæl“.
Þegar Savina var setst inn í
bílinn og komin á leið heim,
rann alt í einu upp fyrir henni,
að hún hafði steingleymt Alidu.
Hún gæti vitanlega ekki giftst
Hektor — því að hvað yrði þá
um Alidu? Þær voru bundnar
svo sterkum böndum að það var
ekki hægt að rjúfa þau hjeðan
af. Ef hún giftist Hektor, myndi
það vekja almennt hneyksli, og
fólk myndi segja: „Vesalings
Alida! Hvað verður nú um hana
þegar Savina hefir hegðað sjer
eins og fífl og giftst á gamals
aldri?“
Það gilti einu, hversu mjög
hana langaði til þess að giftast
Hektor og annast hann í ellinni
— hún gat ekki farið frá Alidu,
og þau myndu aldrei geta dval-
ið undir sama þaki, Alida og
Hektor. Þau hötuðu hvort ann-
að eins og pestina. — En ef til
vill gæti hún annast þau bæði
án þess að giftast Hektor. Hún
gæti farið með honum til Ev-
rópu. Þau voru orðin svo göm-
ul, að engum myndi koma til
hugar að hneykslast á því — og
svo voru menn yfirleitt hættir
að hneykslast á því, þótt ógift
fólk ferðaðist saman — jafnvel,
þótt það væri ungt fólk. Alida
myndi að vísu verða fokvond,
en í rauninni hafði hún eng-
an rjett til þess að rígbinda
hana við heimili þeirra á Murry
hæðinni.
— Savina komst ekki að,
neinni niðurstöðu í þessu mikla
vandamáli — en það yljaði
henni um hjartaræturnar að
hugsa til þess að tveim mannver
um skyldi þykja svo vænt um
hana; að báðar vildu hafa hana
hjá sjer.
XXI. Kapítuli.
I.
Þegar Melbourrl hafði fylgt
Elsmore-hjónunum til her-
bergja þeirra á Ritz-gistihús-
inu, ákvað hann að fara heim
til sín í stað þess að fara til skrif
stofunnar. Hann þurfti að skrifa
nokkur áríðandi brjef.
Þegar hann var setstur inn í
bílinn, kom hann auga á blað-
ið, sem lafði Elsmore hafði skil
ið eftir. Hann tók það og leit
kæruleysislega á fyrirsögnina:
„Næturklúbbs-söngkona myrt
á heimili sínu á Murry-hæð-
inni“. Þegar hann fletti blaðinu
við, til þess að lesa frásögnina,
sem var á annari síðu, sá hann,
sjer til mikillar furðu, að söng-
konan var Rósa Dugan. — Þá
horfði málið dálítið öðruvísi
við. Hún var ekki venjuleg flan
fluga. Hún var Rósa Dugan.
Hann iðraðist þess nú, að
hann skyldi ekki hafa farið til
þess að hlusta á hana syngja,
þegar Fanney bað hann koma
með sjer fyrir þrem dögum. En
það kvöld hafði Fanney venju
fremur gert honum gramt í geði
og hann vissi, að hún vildi að-
eins fara í „Rosa’s Place“ vegna
þess að það var tíska, svo að
hann hafði þvertekið fyrir það.
— Þegar hann hafði lesið
helming frásagnarinnar, vakn-
aði áhugi hans alt í einu. Hann
las um „Wilson“, „litla svart-
hærða manninn“ — skyrtu-
hnappana og óhreinu derhúf-
una, og í huga hans skaut upp
dálitlu atviki frá því nóttina
áður. Hann hafði sjeð hávaxna
konu í loðkápu hjálpa drukkn-
um manni út úr bíl, yfir götuna,
að húsi í Þrítugustu og fimmtu
götu, á Murry-hæðinni. Og
hánn hafði kannast við mann-
inn. „Jim Towner er hr. Wil-
son“, hugsaði hann alt í einu.'
Um leið nam bifreiðin staðar
fyrir framan hús hans. Hann
stakk blaðinu í vasa sinn og
sagði við bifreiðastjórann: „Jeg
þarf að nota bílinn aftur, fimmt
án mínútum fyrir eitt“.
Þegar hann var kominn inn í
bókaherbergi sitt, settist hann
við skrifborðið og tók aftur að
lesa um morðið. Hann sá, að
húsið," þar sem Rosa Dugan
hafði búið, hlaut að vera sama
húsið, sem hann hafði sjeð bif-
reiðina fyrir utan nóttina áður.
Meðan hann braut heilann
um þetta varð honum alt í einu
ljóst, að hann gat átt á hættu
að flækjast í málið. þar eð hann
hafði sennilega verið einn
þeirra sem síðast sá Rósu Dug-
an í lifanda lífi.
„Litla, svarthærða mannin-
um, tækist ef til vill að komast
undan, en þeim myndi áreiðan-
lega takast áð hafa hendur í
hári „Wilson". — Jim Towner
yrði ákærður fyrir morð á Rósu
Dugan, og einskis mátti láta ó-
freistað til þess að bjarga hon-
um. — Jim Towner gat ekki
hafa drepið hana. Hann var
þannig gerður, að hann myndi
aldrei geta drepið mann — og
auk þess hafði hann verið svo
drukkinn þetta kvöld, að hann
hafði verið algjörlega ósjálf-
bjarga.
Hann leit aftur í blaðið og sá,
að lögreglan gat þess, að morðið
myndi hafa verið framið kl. 3
um nóttina. Það var því ógjörn
ingur, að Jim hefði gert það,
því að klukkan tvö hafði hann
verið svo drukkinn, að hann
hafði ekki getað staðið á fótun-
um — og þaðan af síður að hann
hefði verið fær um að kyrkja
hraustan kvenmann eins og
Rósu Dugan.
Hann hvarflaði augunum
hugsunarlaust niður eftir síð-
unni, og rak alt í einu augun í
eftirfarandi klausu:
I morgun kl. 8 fann Jaime
Anappie, bryti hjá frú Henry
Ellsworth, lík af manni, þeg
ar hann sópaði burt snjónum
úr garðinum fyrir framan
- húsið. Síðar kom í ljós, að
líkið var af manni, sem kall-
aður var Sam Lipschitz, al-
ræmdur smyglari og glæpa-
maður. Þrem skotum hafðij
verið skotið á hann. Ætlað er
að hann muni hafa verið drep
inn í miðhluta borgarinnar,
og líkið síðan falið í garðin-
um í óveðrinu í nótt. — Mun
þetta vera í fyrsta sinn, sem
morð er framið í miðhluta
borgarinnar, og mun lögregl
an því láta sjer sjerstaklega
ant um, að uppljóstra morð-
inu“.
Hann fleygði frá sjer blaðinu.
Það leit helst út fyrir, að morð
væru daglegt brauð í New York
borg.
Svo fór hann aftur að hugsa
um Jim Towner. Og þegar hann
hafði íhugað málið stundarkorn
sá hann, að erfiðast myndi að
tjónka við Fanneyju. — Fyrst
í stað myndi hún vitanlega
hegða sjer eins og fórnfús sögu
hetja í dramatískri skáldsögu,
en siðar var ógjörningur að
segja um, upp á hverju hún
kynni að taka.
Ef í harðbakkann slæi, væri
hann ef til vill eini maðurinn,
sem gæti bjargað Jim Towner,
og smám saman fór honum að
verða ljóst, hve óþægilegar af-
leiðingar sú staðreynd gæti
haft, að hann hafði sjeð Jim
Towner og Rósu Dugan saman
þessa nótt. í anda sá hann Jim
Towner fyrir rjettinum, þar
sem hann myndi hægt en ör-
ugt þokast nær fangelsinu, ef til
vill höggstokknum, — svikinn í
sjálfum rjettarhöldunum af
kviðdómnum, en hann sátu
mestmegnis undirtyllur á skrif-
stofuin og smákaupmenn, sem
myndu hata hann vegna þess að
hann var vel efnum búinn og
þurfti ekki að vinna — hafði
efni á að halda við og elska fal-
lega konu, eins og Rósu Dugan.
Og fyrirlitningin á múganda
þeim, er einkenndi flest alla
kviðdóma, greip hann sterkari
tökum en nokkru sinni.
Hin gamla skoðun hans, að
heiminum ættu að stjórna með
harðri hendí fáeinir útvaldir
gáfumenn, skaut aftur upp koll
inum — og alt í einu snerist
hann á sveif með Jim, þótt hann
hefði ætíð fyrirlitið hann.
Nei, hugsaði hann með sjer,
Jim Towne-r átti sjer ekki und-
ankomu auðið — og þegar öll
von væri úti fyrir hann, yrði
hann, Davíð Melbourn, að koma
fram á sjónarsviðið og flækja
sjer í þetta andstyggilega mál,
með því að segja kviðdómnum,
að hann hefði sjeð Jim Towner
einni klukkustund áður en morð
ið var framið, og þá hefði hann
verið svo drukkinn, að hann
hefði ekki einu sinni getað drep
ið flugu. Og þá myndi hinn op-
inberi ákærandi spyrja hann,
ef hann væri ekki því heimsk-
ari, — hvort hann væri góðvin-
ur ákærða, og þeirri spurningu
yrði hann vitanlega að svara
neitandi. Þá myndi sækjandi
— þ, e. a. segja, ef hann væri
ekki alveg skyni skroppinn —
líta kankvíslega á hann, og
spyrja, með sjerstakri áherslu:
„En þjer eruð góður vinur frú
ToWner — er ekki svo?“ Því
yrði hann að svara játandi, og
þá myndi sækjandi brosa fleðu-
lega og segja:
Yiðlegan á Felli
JjJ'tir JJóniion
12.
„Við förum að búa upp á klukkan 6, svo dregst víst
fram á mjaltir, að farið verði af stað“.
„Geta karlmennirnir ekki farið á undan, til þess að
slá?“ spurði hún.
„Nú, heldurðu manneskja að jeg láti alt fólkið ganga
í að búa upp á þenna farangur. Og ekki held jeg það,
nei, það held jeg ekki. Þeir ríða á undan, allir karlmenn-
irnir, en við Bjarni og drengirnir búum upp á og leggj:
um á“.
„Ætlarðu að lofa krökkunum í dalinn?“ spurði Sæunn.
„Jeg læt strákana, Elliða og Karl, fara, þeir verða að
fara á milli með mjer á víxl, og verða svo ýmist heima
eða frammi í tjaldi, eftir því sem á stendur“.
„Já, já, hverjum ætlarðu þá að gæta ánna?“
„Hún Þóra ætti að geta það með yngri krökkunum“.
„Þau eru nú bundin við að gæta kúnna, minsta kosti
á málum“.
„Jú, en við lítum líka eftir fjenu, sem förum með“.
„Þóru litlu langar mikið til að liggja við, ef nokkur tök
yrðu á að lofa henni það“, sagði Sæunn.
„Og það er ekki mikill fengur að liggja við, hvernig
sem viðrar. Og svo fær hún það líklega seinna, ef hún
lifir“, ansaði Jósef.
„Hvað ætlarðu að láta marga fara í dalinn?“ spurði
Sæunn.
„Þeir fara þrír kaupamennirnir og báðir vinnumenn-
irnir. Er svo ekki rjett að Gunna Jóns og Bína fari og
Sigríður okkar eða þá hin kaupakonan?“
„Það er best að Sigríður fari. Jókunn getur verið við
mjaltirnar hjá okkur og tekið á móti heyinu framan að.
Það verður ekki of sterkliðað heima, þó að við höfum
Bjarna gamla einan karlmanna“.
„Það er orðið meira en mál að mjólka“, sagði Rúna
gamla og kom með 11 engjafötur inn í búrið.
Rúna var kona Bjarna, og voru þau hjónin vinnuhjú
hjá Jósef og Sæunni.
„Þeim hefir liklega dvalist í krakkahópnum á Brekku
í dag, strákunum, það verður að láta einhvern piltanna
fara og smala“, sagði Rrma.
Sá maður, sem gengur við
staf er haltur — að einhverju
leyti.
★
Sjúklingurinn var að vakna
eftir svæfingu.
— Guði sje lof að þetta er af-
staðið.
— O, vertu nú ekki of viss
um það, sagði sjúklingurinn í
næsta rúmi. Þeir skyldu nú eft-
ir svamp innan í mjer og urðu
að skera mig upp aftur.
— Það er nú ekki mikið, sagði
sjúklingur í öðru rúmi, þegar
þeir skáru mig, skildu þeir eft-
ir hníf og skæri innah í mjer.
Rjett í þessu kom læknirinn
inn og hrópaði: — Hefir nokk-
ur sjeð hattinn minn?
Sjúklingurinn fjell í yfirlið.
★
Tískulæknirinn strunsaði inn
í herbergið til frúarinnar og
spurði:
— Jæja, frú mín, hvað get
jeg gert fyrir yður í dag?
— Svei mjer, ef jeg veit það.
Hvað er nýtt?
★
Dóttir prófessorsins: — Pabbi
úr hverju dó Dauðahafið?
Prófessorinn: — Nú veit jeg
ekki, góða mín.
Dóttirin: — En hvert fara
draumarnii, þegar maður vakn
ar á morgnana?
Prófessorinn: — Það veit jeg
ekkert um.
Dóttirin: — En, pabbi, af
hverju hefir guð látið svona
mörg bein í fiskana?
Prófessorinn: — Það veit jeg
heldur ekkert um góða mín,
hættu þessum bjánaspurning-
um.
Dóttirin: — Hvernig fórstu
eiginlega að því að verða
prófessor, pabbi?
★
Hann var búinn að biðja
hennar og hún var búin að
hryggbrjóta hann.
— Jæja, sagði hann og
stundi vonsvikinn, nú giftist
jeg líklega aldrei.
— Hvaða vitleysa er í þjerj
sagði hún hlægjandi og dálítið
drjúg. — Þó að jeg hafi hrygg-
brotið þig, þá er ekki $ar með
sagt, að allar hinar geri það
líka.
— Auðvitað gera þær það,
sagði hann samanfallinn, úr því
að þú vilt mig ekki, hver held-
urðu að vilji mig þá?