Morgunblaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 5
I
Sunnudagur 17. júní 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
Samstarfið var, er og verður þjóðarnauðsyn
SAMSTARFIÐ í ríkisstjórn-
inni hefir, eftir atvikum, geng-
ið vel. Að sjálfsögðu hafa ekki
altaf allir verið sammála, enda
er þess ekki að vænta, jafn
mikið sem ber á milli um grund
vallar sjónarmið þeirra, er að
ríkisstjórninni standa. En því
ánægjulegra er að geta sagt
frá því, að með fáum undan-
tekningum hafa ráðherraa'nir
ýmist orðið sammála, eða getað
sætt sig við þær ákvarðanir,
er teknar hafa vetið. En, svo
sem kunnugt er, ræður hver ráð
herra sinni stjórnardeild og
getur, innan þeirra takmarka,
sem lög setja, ráðið þar málum
eftir vild. Geta aðrir ráðherrar
eigi hindrað slíkt nema með
samstarfsslitum, sem þó oft og
einatt myndu eigi fá hindrað
þann verknað, er um kvnni að
vera deiit.
Þess er enginn kostur að
rekja hjer þau verkefni, er
stjórnin hefir þurft við að fást.
Þau hafa verið ákaflega mörg
og margvísleg og ekki altaf
vandalaus, eins og jeg að
nokkru hefi vikið að. Hafa og
eftir lok Evrópustríðsins skap-
ast ýms ný úrlausnarefni, sem
reynt hefir verið og reynt mun
verða að mæta eftir því sem
‘best þykir henta í íslenskum
hagsmunum. Verður það auð-
vitað altaf matsatriði hversu
giftusamlega til hefir tekist.
En þó hika jeg ekki við að
fullyrða, að fram úr mörgu eða
jafnvel flestu er mestu skiftir
hefir ráðist ólíku betur en áuð-
ið var, ef eigi hefði tekist að
koma á ábyrgri þingræðis-
stjórn.
★
ÚT Á VIÐ hafa verkefnin
einnig verið mörg. Liggur það
í hlutarins eðli, að á meðan svo
standa sakir, að sala afurða,
kaup nauðsynja, flutningur til
landsins og frá því eru að lang-
mestu leyti samningamál rík-
isstjórna milli. er í mörg horn
að líta út á við fyrir þjóð, sem
jafnframt hýsir erlend setulið
í landi sínu, en þarf, auk þess,
að byggja frá grunni alt skipu-
lag utanríkismálefna sinna.
Skortir án alls efa á að nægi-
Jega vel hafi verið haldið á
þeim afar mikilvægu málum.
En þó hefir verið leitast við að
haía þá framsýni, sem takmork
uð þekking og reynsla leyfði,
og syna, þegar svo bar undir,
jafnt kurteisi án fleðuháttar
sem festu án hroka eða rudda-
mensku. Er nú í undirbúningi
ný skipan á umboði íslands er-
lendis, jafnt varðandi sendi-
sveitir sem ræðismensku, og
verður þeim væntanlega mjög
bráðlega hrint í framkvæmd.
Að því er snertir hina afar
þýðirgarmiklu samninga, er
íslendingar hafa nýverið gert
við erlendar þjóðir, tel jeg við
megum fagna ágætum árangri.
í Svíþjóð höfum við trygt sölu
á mikilli síld, fyrir gott verð
og jafnframt tekist að fá lof-
orð un^ýmsar þær nauðsynjar,
er okkur vanhagar um, þ. á. m.
um skipabyggingar. Eru þeir
.samningar al’ir hinir ánægju-
legustu.
Enn stærri og þýðingarmeiri
eru þó samningarnir, er gerðir
voru við Breta í febrúar og
Kaflar ur ræðu Ólafs Thors formanns
Sjalfstæðisflokksins við setn-
ing Landsfundarins
Síðasti hluti
mars síðastl., og þá cinkum þeg-
ar þess er gætt, hversu þau mál
st iðu er stjórnin tók við í októ-
ber s. 1. Skal jeg að sönru eigi
rekja það mál, en þó vil jeg
minna á, að um þær mundir,
og alt fram undir samningalok,
var það ekki aðeins stjórnar-
andstaðan íslenska, undir for-
vstu Tímans, sem spáði verð-
falli og boðaði hrun. Nei, einn-
ig knupandi afurða okkar,
breska stjórrin. fór fram á
stórfeldar verðlækkanir, og
hjelt fram til hins síðasta fast
á sínu máli. Nam sú verðlækk-
un sem kunni gt er, að því er
hraðfrysta fiskinn einan á-
hrærði, nokkuð á annan miij-
óna tug. Dettur engum í hug
að ámæla Bretum fyrir að
freista þess að kaupa þarfir sin
ar sem ódýrast, svo margar og
stórar fórnir sem þeir hafa
þuift að færa, og ekki síst þeg-
ar þær raddir kváðu stöðugt
við úr herbúðurr. núverandi
stjórnarandstæðinga, að helst
var á að skilja, að íslendingum
væri því betur borgið, sem verð
fallið riði fyr yfir.
Sem kunnugt er, lyktað þess
um samningum farsællega fyr-
ir Islendinga. Þykist jeg engar
fullyrðingar þurfa í frammi að
hafa um það, hvort stjórnarsam
vinnan hafi nokkru um það
ráðið. En til leiðbeiningar er
að hver og einn setji sig í spor
kaupandans og spyrji síðan,
hvort nokkru máii skifti, hvort
heldur fer með umboð íslend-
inga stjórn, sem telur best fara
á að verðfall komi sem fyrst,
eða aftur á móti stjórn, sem
sett hefir efst á skjöld sinn að
halda uppi afkomuskilyrðum
almennings í landinu, og átti
því, eins og þá stóðu sakir, líf
sitt undir að verjast verðfall-
inu.
Að öðru leyti skal ieg ekki
fjölyrða um þessi mál. Má það
vera öllum, sem ekki eru fólsku
blindaðir, mikið gleðiefni, að
þegar er búið að selja nær all-
ar framleiðsluvörur sjávarút-
vegsins á þessu ári við hag-
kvæmu verði. Jafnframt hefir
tekist að tryggja fyrirheit um
nauðsvniar landsmanna og
skipakost til flutnings til lands
ins og frá því.
★
JEG HEFI þá í höfuðefnum
gert grein fyrir stjórnarsam-
starfinu í orði og á borði, 3of-
orðum og efndum. Jeg hefi
þótst sýna fram á að á nær
öllum sviðum stjórnmálanna
urðu fullkomin straumhvörf
þegar Alþingi að nýju tók for-
ystuna í sínar hendur. Jeg hefi
sannað, að ekki aðeins tókst
Alþingi að forminu til að
rjetta við, eftir * nær tveggja
ára niðurlægingu, heldur og að
að samræma hin ólíku sjónar-
mið. Það tókst að sameina kraft
ana i því skyni að tryggja
frelsi landsins og hagsmuni
þess út á við og rjetta hag-
nýtingu skjótfenginna efna til
bættra lífskjara og áukins ör-
yggis komandi kynslóða.
Það hefir þegar tekist að
hrinda mörgu þörfu áleiðis,
jafnt á sviði löggjafar sem at-
hafna. Það lánaðist að skapa
sæmilegan vinnufrið í landinu
í stað langvarandi og sivax-
andi verkfalla. er sviftu þús-
undir manna Hfsviðurværi. Það
hepnaðist að ná tökum á óreið-
unni, sem framundan var í
sölu og útflutningi sjávaraf-
urða. Það tókst að selja allar
afurðir svo góðu verði, að kom-
ist verður hjá að lækka lífs-
kjör almennings í landinu.
Það hefir tekist að þoka svo
langt áleiðis nýsköpunar fyrir-
ætlunum stjórnarliðsins, að ör-
ugt er, að þar verður eigi látið
sitja við loforðin ein, heldur er
nú’sýnt, að framundan eru stór
virkari framfarir .en áður eru
dæmi til í atvinnusögu þjóð-
arinnár.
★
MEÐ ÞESSARI skýrslugjöf
um jákvæðar athafnir stjórn-
ai'liðsins er eytt áróðri stjórn-
arandstöðunnar. Hirði jeg því
ekki að rekja gagnrýnina sjer-
staklega, enda um að ræða ým-
ist ómerkilegt illkvitnisnöldur
smásálna, eða fúkyrði stjórn-
lauss ofstækis og heiftar. Munu
þess vart dæmi í stjórnmála-
sögu nokkurs lands, að forystu-
menn gamals valdaflokks hafi
fyrst setið að mánaðalöngum
viðræðum um úrlausn vanda-
málanna og í öllum höfuðatrið-
um reynst sammála þeim úr-
lausnum, er upp voru teknar,
en síðan, þegar til framkvæmda
kom, róið lífróður gegn öllu,
sem þeir áður fjellust á, ein-
vörðungu vegna þess, að þá á
síðustu stundu brast raunsæi
og hyggindi til að skilja hvern-
ig landið lá, og urðu því utan
við valdaaðstöðuna.
Það er alveg þýðingarlaust
fyrir menn, sem aðhyllast hátt
kaupgjald meðan þeir ætla að
verða í stjórn, að telja það
fjárglæfra, þótt þeir í slysa-
byltu yrðu utan við stjórnina.
Það er vonlaust verk fyrir
þann flokk, sem flutti launa-
login og bar síðan fram hverja
hækkunar tillöguna af annari,
að ætla sjer að sverta stjórnina
fyrir setningu þeirra.
Það tekur enginn mark á
árásum þeirra mann út af
háum gjöldum ríkisins, sem
sjálfir báru fram hækkunar-
tillögur, er námu mörgum
miljónum króna, og beittu sjer
uppástungu um ný'ja tekju-
stofna.
Það má lesa leiðinlegt inn-
ræti í hinum gleiðgosalegu,
stórýktu írásögnum blaðanna,
um stórfeld tjón þjóðarinnar af
skemdum á útfluttum ísfiski.
Er fögnuðurinn líkastur því sem
stjórnarandstaðan fengi stór-
fje fyrir hvern fisk, sem eyði-
legðist, eða væri, án lögform-
legra ástæðna, kastað á glæ.
Og svo er helt krókodilatárum
yfir alt. saman. Þetta er ekki
stjórnarandstaða. Þettta er naut
i flagi.
Er og barátta stjórnarand-
stöðunnar fyrir það vonlaus,
að nær öll þjóðin veit að hún
á a31a sina velferð undir því,
að gæfa fylgi stjórnarliðum að
starfi, svo að hinar stórvirku
framkvæmdir lánist sem allra
best. Þjóðin veit og skilur, að
með þeim og þeim einum hætti
verður auðið að skapa nenni ný
skilyrði blómlégs atvinnulífs
og mikillar menningar í stað
þess að daga uppi í hinum
nýja heimi og hverfa aftur til
fyrri vesaldóms.
Það er frumskylda stjórnar-
andstöðunnar í sjerhverju lyð-
ræðislandi að halda uppi heil-
brigðri gagnrýni á valdhafana.
Þeirri skyldu hafa andstæðing-
ar ríkisstjórnarinnar gjörsam-
lega brugðist. Hitt verða stjórn
arliðar þakksamlega að játa, að
með baráttu sinni hafa etjórn-
aranastæðingar sannað alþjóð
manna, að annað tveggja er, að
efni standa ekki til rjettmætr-
ar gagnrýni á stjórnarliðið eða
hitt, að í andstöðuliði stjórn-
arinnar skortir hyggindi og
hófsemi til að halda sæmilega
á máium. Hvort sem heldur er,
festir menn beint eða óbeint
til fylgis Við stjórnarliðið.
Barátcta stjórnarandstöðunn-
ar gegn þcim velferöarrnálum
komandi kynslóða á Islandi, er |
stjórnarliðið hefir einsett sier
að bera fram til sigurs, mun
þvi efla stjórnina en ekki
veikja, og ekki mun það síst
safna þorra manna til fylgis
við stefnu stjórnarliða, að þeir
setji sjer fyrir hugskotssjónir
hvað af hefði leitt og hversu
hjer væri umhorfs, ef sú stefna
hefði náð vaidaaðstöðu, sem
Tíminn hefir á oddinum frá
því stjórnarskifti urðu.
Meðan sjávarútvegurinn skil
r arði, sættir verkalýðurinn við
sjávarsíðuna sig ekki við kaup-
lækkanir. Þetta getur verið öðr
um atvinnurekstri landsmanna
örðugur baggi. En það cr engu
að siður staðreynd. Meðan svo
standa Sakir, er alveg víst, að
hin nýja krafa Framsóknar-
flokksins um kauplækkanir
hlaut að leiða til harðvítugra,
langvarandi verkfalla og þar
af leiðandi íramleiðslustöðvun-
ar.
I þeirri baráttu hefði Tíminn
hefja stórvirka sókn. Það tókst auk þess síðan gegn sjerhverri ekki gleymt hinum stöðugu
hrakspám um lækkað verðlag,
einmitt meðan sala afurðanna
fór fram. Auðsætt er hvað af
þessu leiddi: Annarsvegar al~
veg áreiðanlega stórfeldur sam
dráttur framleiðslunnar, hins
vegar mjög sennilega stórfeld
lækkun afurðaverðsins þ. e. a.
s. svo stórfelt tap fyrir þjóð-
arbuið, að þess þekkjast engirr
dæmi.
Þessi mynd- er svo skýr, að
þar þarf engu vio að bæta.
Stjórnarandstaða með slíká
helstefnu, sem auk þess heldur
óhönduglega á málum, getur
aldrei reynst hættuleg jafn póii
tískt þi’oskaðri þjóð sem íslend
ingum.
Þeir timar eru. liðnir, þegar
Framsóknarflokkurinn gat ’lifað
á bvi að reita atvinnurekstur-
inn inn að skyrtunni, en halda
eigin fylkingu saman á fríð-
indum og hlunnindum, sem for
kólfarnir af náð ,.hjálpuðu um“
á rikíssjóðs kostnað.
Slik pukurpólhík þrífst kann
ske urn skeið í harðæri og hor-
felii, en á sje’ ekkert skjól og
engin afkomuskilyrði í þeim
vorhug, sem r>ú hefir gripið
þjóðina, og mun leysa krafta
hennar úr læðmgi, til nýs fram
taks og aukins starfs i þágu
komandi kynsióða.
'A'
JEG HEFI með pessari skýrslu
gjöf minni leitast við að sanna
m. a. bessi atriði:
1. Siðasti landsfundur Sjált-
stæðismanna var rjettdæmur-,
er hann taldi samstarf á svíði
stjórnmálanna ófrávíkjanlega
þjóðarnauðsyn, og krafðist þess
að flokksstjórnin beitti sjef
eindregið fyrir slíkri samvinnu.
2. Sjálfstæðismenn hafa eigi
þurft að víkja frá stefnu sinni
til að koma á þessu samstarfi,
heldur hafa andstöðuflokkarnir
um stundarsakir fallist á að
leggja gjörva hönd á plóginn,
innan ramma sjálfstæðisstefn-
unnar.
3. Stjórnarliðið setti sjer skyn
samlega og stórhuga stefnu-
skrá.
4. Það er nú þegar búið að
efna mörg loforð stjórnarsamn
inganna og furðu langt á
veg komið með önnur.
5. Ault þess hafa mörg að-
steðjandi, stórvægileg hags-
muna og vandámál nú fengið
farsæla lausn eing'öngu vegna
stjórnarsamstarfsins, til mikill-
ar blessunar landi og lýð.
Af þessu dreg jeg þá óhrekj-
anlegu ályktun, að rjett hafi
verið að efna til samstarfsins.
Framundan bíða hin mörgu,
stóru viðfangsefni.
Er bað ekki h’utverk þess-
arar skýrslugjafer að rekja þau,
enda get jeg í þeim efnum'látið
nægja að vísa til stjórnarsamn-
inganna, að því viðbættu, að
éins og flestum mun auðskilið,
skapast' nú við lok Evrópu-
styrjaldarinnar mörg ný úr-
lausnarefni.
Sjálfstæðisflokkurinn er þess
ekki umkominn að leysa þessi
verkefni einn. Jeg tel því sjálf-
sagt að hvetja til áframhaldandi
samstarfs, að óbreyttum kring-
umstæðum, á meðan þess er
kostur. á skynsamlegum grund
vellí.
Pramh. á bls. 7,