Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 4
4 MORGl'N B L A Ð I & Simnudagur 24. júní 1345. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. , Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óia. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þungur róður ÞEIR FORKÓLFAR Framsóknarflokksins hafa staðið í stríðu undanfarið, og standa enn í stríðu, — blessaðir. Þeim gekk illa að stjórna landinu, þegar valdaso'l þeirra var á lofti, eins og reynslan sannaði átakanlega, en nú lítur helst út fyrir, að þeim ætli að fara stjórnarandstað- an öllu ver úr hendi. Það hefir að vísu fengist ein skýring úr eigin herbúð- um þeirra Framsóknarmanna á því, til hverra orsaka megi rekja hin klaufalegu vinnubrögð stjórnarandstöð- unnar. Fyrverandi formaður Framsóknarflokksins hefir lýst tveim núverandi höfuðpaurum flokksins þannig, að þeir hafi orðið haldnir þeirri skynvillu, að þeim væri „áskapað“ að vera stöðugt ráðherrar á Islandi. Þetta er slæm skynvilla í hinum pólitíska heimi. Það er hinsvegar ekki undravert, að slíkir menn sjeu utan við sig, þegar þeir eru „dottnir af baki“. En það eru nú einnig fleiri orsakir en þessi, sem skýra, hvers vegna þeir Framsóknarmenn fá hlægilega litlu áorkað í stjórnarandstöðu sinni. ★ Því er þannig varið, að í stjórnarandstöðu Framsóknar- manna er herfilegur tvískinnungur, sem kemur æ betur í ljós. Þeir hafa lagt megin áherslu á tvent, sem er hins- vegar ó'gjörningur að samræma. Þeir lýsa í fyrsta lagi með fjálglegum orðum þessu óskapa fári, sem núverandi stjórnarstefna muni leiða yfir landið. í. öðru lagi hefir það svo verið önnur aðaluppistaðan í andróðri þeirra, að það sje ekki þeim að kenna, að þeir sjálfir sjeu ekki með í spilum um framkvæmd þessarar stjórnarstefnu, — þeim hafi ekki verið boðið upp á að véra með! Tíminn er enn, s. 1. föstudag, að barma sjer út af því, að Ólafur Thors hafi sagt að Framsóknarflokkurinn hafi neitað að ganga í stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins, og að hann hafi einnig neitað uppástungu Sjálfstæðis- flokksins um hlutlausan forsætisráðherra og yfirleitt öllu samstarfi öðru en því, að endurreisa stjórn Björns Þórðar- sonar. Um þetta segir blaðið: „Þessi saga Ólafs er alger uppspuni, eins og oft hefir verið rakið hjer í bláðinu. Framsóknarflokknum bárust aldrei tilboð frá Sjálfstæðis- flokknum um að ganga í stjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins o. s. frv.“. Af þessu og öðru slíku er mönnum svo sem ætlað að sjá svart á hvítu, að þessum Ijósum í Framsóknarflokknum er svei mjer ekki um að kenna að hafa skorist úr leik, þegar þjóðinni reið mest á sam- starfi og samheldni. ★ Að þessum tilburðum er og verður brosað. Menn eru ekki búnir að gleyma því að forseti íslands bað for- mann Sjálfstæðisflokksins á -síðastliðnu hausti að gera tilraunir um stjómarmyndun. Menn muna líka þá ómót- mæltu staðreynd, að hann sneri sjer fyrst til Framsókn- arflokksins. Ef hann hefir nú hvorki beðið Framsóknar- flokkinn um að ganga til stjórnarsamstarfs „undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins“ nje undir forystu „hlutlauss forsætisráðherra“, — um hvað skyldi hann þá hafa beðið? Þá er þess einnig að minnast, sem einn grandvar Framsóknarmaður ljet sjer um munn fara á dögunum, að það væri nú erfitt að fortaka, að það talaði ekki sínu máli, Framsóknarflokknum ekki til framdráttar, að hafa verið. viðriðnir tilraunir til þess að bjarga þingræðinu frá hruni, með myndun þingræðisstjórnar, framt að 100 vikur — en árangurslaust — og þetta björgunarstarf hefði svo heppnast á tveim vikum — þegar Framsóknarmenn stóðu ekki lengur í vegi, eða höfðu dregið sig út úr þess- um tilraunum! Það er margt, sem þyngir róður þeirra, sem töldu sjer ,.áskapað“ að vera ráðherrar. Og er þó enn ótalið, að sá er alls ófeigur, sem þeir síst hugðu pólitískt líf — og er þá heimilisböl ekki öðru böli betra. Vá ar óhrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Útmæling lóöa. EÍNN vonsvikinn skrifar: „Þar sem jeg hefi sjeð að í „Úr dag- lega lífinu“ hafa verið mörg á- gæt, en gagnrýnandi brjef um dag lega lífið, sem þó hafa verið rjett mæt og haft bætandi áhrif, leyfi jeg mjer að senda hjer eitt í , þeirri von, að því verði ekki stung ið undir stól. Það, sem jeg vildi skrifa um, er seinagangurinn á því, að fá mældar út lóðir þær, sem bæjar- ráð hefir veitt mönnum. Jeg er einn þeirra, sem á síðastliðnu vori var veitt til leigu lóð undir íbúðarhús við svonefnt Skipa- sund. Þegar jeg hafði fengið til- kynningu bæjarráðs, fór jeg að grenslast eftir lóð minni, en fann hana ekki, en jafnframt veitti jeg því athygli, að búið var að mæla út lóðir norðantil í sundinu. Jeg hugsaði með mjer, að eigi yrði langt að bíða, þar til mældar yrðu lóðir þær, sem eftir væru í syðri hluta sundsins. Sneri jeg mjer því til húsateiknara, til þess að fá gerða teikningu af húsinu, svo jeg gæti bráðlega hafist handa um byggingarframkvæmdir, því sjálfur ætlaði jeg að vinna sem mest að byggingunni, en alJt fór á annan veg, en ætlað var. • Svo liöu dagar. ÞRJÁR vikur liðu, ánÞess að hægt væri að ljúka við teikning- una svo hægt væri að senda hana til byggingarnefndar, því altaf stóð á að fá uppgefna lóðarstærð ina og var hún svo að lokum send, án þess að stærðin hefði fengist. Sex vikur eru nú liðnar frá því að tilkynning bæjarráðs var send mjer og þessi einmuna tíð megnið af tímanum, se mhefði Ijett mikið starfið við bygging- una, því allt varð að vinnast í hjá verkum. • Skýring. BORGARSTJÓRI hefir nýlega gefið skýringu á því, á bæjar- stjórnarfundi, hvernig ó því stend ur hve seint hefir gengið að fá mældar lóðir. Er það skorti á verkfræðingum um að kenna og engu öðru. Störfin á skrifstofum bsejarins hafa aukist gífurlega, undanfarin ár. En með engu móti verið hægt að fá verkfræðinga nægilega marga. En nú er að ræt ast úr þessu, til allrar hamingju fyrir brjefritarann og marga aðra. „Ó, blessuö vertu sumarsól". G. H. SKRIFAR: Orðum skálds ins um sólina megum við íslend ingar síst gleyma. Við megum ekki gleyma gildi sólarljóssins fyr ir líkamann, til uppbyggingar og bættrar heilsu en gott heilsufar er undirstaða allrar velgengni. — Aukin þekking og reynsla hefir sannað gildi sólarljóssins fyrir alt sem lifir. Þetta virðast margir hafa skilið og metið, sem verðugt er og reýna því að njóta hverrar stundar úti í ríki náttúrunnar, þegar ástæður leyfa, enda ekki vanþörf á slíku, fyrir fólk, sem vinnur að mestu allt árið innan- húss við misjafna aðbúð. Nú hag ar víða svo til kringum hús hjer í Reykjavík, að ekki er mögu- legt að njóta þar útivistar, ekki grasblettur eða neitt, sem hægt er að dveljast á. Bæjarbúum er heimilt að njóta útivistar á Arn- arhólstúninu og í Hljómskálagarð inum, og hefir það best sýnt sig, þegar sólin skín, hve margir hafa notfært sjer þetta, og er jeg ein ]>eirra þakklátu, sem þar hafa dvalið marga stund. Öllum er ljóst, hve sólríkt þetta vpr hefir verið til þessa, en oft hefir storm nepjan verið sterkari en sólin, og því ekki hægt að hafast við á bersvæði, sjer til gagns og gleði. • Tjöld til skjóls. JEG VILDI nú mega beina því til forráðamanna bæjarins með þessum línum, að þeir ljetu koma upp tjöldum á Arnarhólstúninu, sem nokkurskonar skjólgörðum. Tjöld þessi hefi jeg hugsað mjer þannig, að þau væru einföld og lengd þeirra 3—5 metrar, fest með súlum til beggja enda og væru þau sett á víð og dreif um túnið, eða fólk gæti fengið þau hjá vallarverðinum, til þess að hafa þau sjer til skjóls, ef hvast væri. Ekki tel jeg þetta neina skemd á túninu, þar sem tjöld- | in væru að sjálfsögðu tekin upp jafnskjótt og hætt væri að nota þau, og ekki þyrfti að setja þau á sama stað næsta dag. Þetta tel jeg mjög auðvelt að framkvæma, því kostnaður yrði lítill og fljót- legt að koma tjöldunum upp. — Ættu tjöldin að vera geymd í I skýli, og túnvörðurinn að hafa j_umsjón með þeim að öllu leyti. | Vænti jeg að þessari uppástungu minni verði vel tekið og fram- | kvæmd sem fyrst“. — Þetta seg ir G. H. og jeg vona að henni verði aÖ orðum sínum, því þetta er ágæt uppástunga hjá henni. Hún skrifaði meira, en það ræð- um við seinna. Grínfullir sumar- þankar. SPEGILLINN kemur ekki út á I sunnudögum, og hygg jeg ekkert spilli að birta hjer grínfulla sum- arþanka, sem einn kunningi sendi mjer, ef ske kynni, að einhver gæti hlegið að. Hláturinn er sagð ur lengja lífið, og hver vill ekki lifa sem lengst. Þankarnir eru svona: — „Það er enginn vafi á því, að sumarið er komið. Sjáðu hænuna, sem flýgur svo ljett yf ir þökum húsanna. Sjáðu skot- manninn, sem nú tekur byssu sína og fer á alifuglaskyttirí. — Sjáðu hinar blómstrandi ungmeyj ar bæjarins, sem ganga þungar í spori og reyna nú að sjarmera harmonikuleikarana, sem aka í ijótum og skitnum bílum eftir göt unum. Sumar verða heppnar og lenda hjá einum, sem er svo voða sætur. Ljóshærður og lekkert brú tal. Hver þorir að neita því, að það sje komið sumar í henni Reykjavík? Glæsileg hús eru reist vestur við öskuhaugana. :— Þessi hús eru byggð með það fyr ir augum, að þau standi. Þeir, sem byggja, treysta því að komið sje sumar. Treysta því að byggið sje komið til landsins“. — Já,'ein kennilega geta sumir menn skrif að. — Á INNLENDUM VETTVANGI Rannveig Schmidt: (ocktail-boð Frú Rannveig Schmidt er nú norður á Akureyri. Þar skrifaði hún grein á dögunum, er birtist hjer, um eitt og annað er fyrir hana hefir borið þar norður frá Hún er nú að skrifa bók um háttprýði, sem á að koma út í haust. Er þar m. a. samanburður á siðum og háttum Evrópu- og Ameríkumanna. Hjer er stutt frásögn um gesta boð þau, sem kend eru við „Cocktail“. Þegar jeg spurði íslenska konu í New York fyrir nokkru, hvað cocktail væri kallaður á íslensku sagði hún, að hann væri nú kall- aður „hanastjel", en er heim til Islands kom og jeg slöngvaði þessu fram — montin af að vita slíkt nýyrði — þá vissi enginn hvað jeg var að fara með. .. þeir hjeldu víst, að jeg væri ekki með öllu mjalla. Siðurinn, að halda cocktail-boð hefir færst gríðarlega í vöxt í Bandaríkjunum síðustu árin og hjer á íslandi eru margir farnir að komast upp á lagið með þetta líka. Þegar okkur hefir verið boð ið í ótal gildi upp á síðkastið og við höfum ekkí haft tækifæri til að endurgjalda alla gestrisnina, þá er það óneitanlega þægilegt, að geta uppfylt samkvæmis skyld ur sinar með því að bjóða upp á cocktails....Hún Guðrún Drew sen, vinkona mín norska, sem jeg oft vitna í, var vön að segja, þeg- ar svona stóð á fyrir henni: „nú þarf jeg að íara að hafa uppþvott og hreinsa til í samkvæmisheimin um mínum“. Þá hringdi hún upp þrjátíu eða sjötíu kunningja — eða kannske hundrað — alla'þá, sem þörf var á, að „þvo upp“ — og bauð þeim upp á cocktail milli fjögur og sex. Það er hægt að hafa aragrúa af gestum í cocktail-bóðum, því eng inn setst niður, hver stendur með glasið sitt í hendinni og skeggræð ir við þá, sem í kringum hann eru. í Bandaríkjunum eru venju- lega tvenskonar cocktails hafðir um hönd í svona samkvæmum — stundum þrjár eða fjórar tegund ir, ef maður kærir sig um, að vera sjerstaklega íburðarmikill, á stríðstímum láta annars flestir sjer nægja eina tegund, því íburð ur í mat og drykk þykir ekki við eigandi. Fyrir þá gesti, sem ekki drekka áfengi eru framreiddir tómat- eða ávaxtasafar. Ekki er skenkt í glösin í annað eða þriðja sinn, heldur annar bakki borinn um síðar, tómu glösin tekin af gestunum og þeim aftur rjett full glös. Sje þessum sið fylgt er auð vitað nauðsynlegt að hafa þjón- ustufólk til að bera bakkana með glösum á milli og tiLþess, að þvb upp glösin, en ef sömu glösin eru notuð og helt í þau smátt og smátt, þá er erfiðið, sem boðum þessum er samfara að sjálfsogðu miklu minna. Með cocktails eru bornir fram ar, oft sívalar, með smjöri og við ar, oft sivalar, með smjöri og við bæti á. Viðbætirinn er t. d. egg með ansjósum, þunnar sneiðar af pylsum, reyktur lax með hrærð um eggjum og kaviar, e£ okkur finst við þurfa að „flotta“ okkur. Einnig getur maður framreitt smápylsur, eða smástykki af stærri pylstím, en þá stingur mað ur í hvert stykki li'tlum trje- stönglum (tannstönglum), svo ekki þurfi að burðast með hnífa og gaffla. „Bacon“, olivur, agúrk ur o. fl. má framreiða á sama Franih. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.