Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 5
Sunmidagur 24. júní 1945. MORGUNBLAÐIÐ 5 Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins. SÍBAN landsfundi Sjálfstæð ismanna lauk. hefir Tíminn ekki linnt látum með allskonar svívirðingar um forustumenn flokksins. Stafar sú geðvonska Tímamanna af því, að þeir sjá nú að vonir þeirra um sundr- ungu í Sjálfstæðisflokknum eru að engu orðnar. Samhliða ónotunum og skömmunum, hafa þeir þó hald- ið því fram, að fjármálaráðherr ann Pjetur Magnússon hafi í ræðu sinni um fjármálin flutt þjóðinni eftirtektarverðan boð- skap. Rjett er það hjá Tímanum, að ræða Pjeturs Magnússonar var mjög eftirtektarverð, þar sem hann rakti viðhorfið í fjármál- unum og sýndi fram á, hve alt væri nú með öðrum svip, en á þeim árum, er Framsóknar- flokkurinn fór með völd, þegar framtak manna var lamað af langri áþján Framsóknar, höft, skuldir og flokkskúgun Tíma- manna lá sem mara á þjóðinni. Pjetur Magnússon komst m. a. þannig að orði: „Væri þess óskandi, að aldrei framar þyrfti að leggja á þjóðina þann er- lenda skuldaklafa, sem hún nú hefir hrist af sjer og yfirleitt að þjóðin þyrfti aldrei framar að búa við það ófremdarástand, sem hún lifði við árin 1934— 39, meðan Framsóknarhramm- urinn hvíldi þyngst á atvinnu- og fjármálastarfsemi landsins“. Það éru ekki aðeins Sjálf- stæðismenn, sem taka undir þessi orð ráðherrans, heldur og flokksmenn annara flokka, jafn vel mafgir þeir, sem fylgt hafa Framsóknarflokknum að mál- um. Til þess að sannfæra sig um það, að traustið á tvímenningun um, Eysteini Jónssyni og Her- manni Jónassyni, er ekki upp á marga fiska, þurfa menn ekki annað en líta í blað Jónasar Jónssonar. Hann þekkir sitt heimafólk. Langar afsakanir. RITSTJÓRI Tímans notar hvern dálkinn af öðrum til þess enn að afsaka flokk sinn, fyrir það, að hann neitaði allri stjórn arsamvinnu á s.l. hausti. Segir Þórarinn enn, að Framsóknar- forustan hafi verið hin sam- starfsfúsasta. En það voru ólukku flokkarnir hinir, sem vildu ekki hafa okkur með, segir Tímatóti og ber sig aum- lega. Harmakvein sitt nefnir hann „Lífseiga skröksögu“, og er það viSsulega rjettnefni. Því sög- unni um samstarfsviljann hef- ir Tóti skrökvað að minsta kosti í öðru hvoru blaði, sem út hefir komið af Tímanum síð an í október í haust. Og hún er ennþá ljóslifandi á tungu- broddi hans. Og alveg er það jafnljóst öllum almenningi í dag, eins og það var í fvrra- haust, að Tóti litli er'að skrökva þessu. Því Hermann Jónasson vildi enga aðra stjórn til vors 1945, en 'utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar, hann vildi niður með þingræði, hann vildi glundroða í fjármálum, og alla þá ringulreið, sem utanþings- stjórnin skapaði, því hann hjelt eins og Jónas Jónsson hefir fyr- ir löngu tekið fram, að engin stjórn yrði mynduð í landinu án hans tilverknaðar. Hann var REYKJAVÍKURBRJEF búinn að telja sjer trú um, að hann væri glímukóngurinn í bændaglímu flokkanna og rjeði því, að mestu, hvaða menn tækju að sjer forustuna í stjórn landsins. En áður en hann og fjelagi Eysteinn vissu af, voru þeir liomnir út í horn og stjórn mynduð, án þess þeirra þyrfti við. Þegar þetta var runnið upp fyrir þeim, varð þeim svo illt við, að þeir sentust eins og til- berar út um öll kjördæmi, til að klaga fyrir þjóðinni, að þeir hefðu verið settir í skammar- krókinn. En þegar til funda- halda kom, og þeir áttu að standa fyrir máli sínu, fundu þeir fyrst hve málstaður þeirra var aumur — og sneru sneyptir heim. Þetta er sagan um Framsókn arkempurnar haustið 1944, og verður jafn alkunn og jafn- sönn, hversu oft sem Tóti litli er látinn skrökva einhverju öðru. 23. júní. í útlegð sinni hefir Jónas Jónsson ljóstrað því upp um þá fjelaga, er nú stjórna Framsókn að draumur þeirra sje, að taka saman við kommúnista við fyi'sta tækifæri, og renna niður eins og floti öllum þeim óbóta- skömmum, sem þeir áður hafa látið út úr sjer um þessa til- vonandi stjórnbræður sína. Skattahugsjónir Eysteins Jónssonar og ofbeldishneigð glímumannsins geta, eins og allir vita, stutt þessa spádóma gamla mannsins. bera að, rjett um sama leyti og minnihlutaílokkarnir vinna að því, að hækka útsvör bæj- arbúa. Sem betur fer ei'u það tiltölulega íáir kjósendur hjer í bæ, sem hafa ekki áttað sig j á hinum árlega snúningi minni hlutaílokkanna í útsvai’smál- inu, því hann er eins í'egluleg- ur eins og gangur himintungl- anna. Eins og i'eiknað er út með nákvæmni, hvenær tunglið er fult, eins er hægt, að reikna út hvenær á árinu Alþýðublaðið og Þjóðviljinn vilja hækka álögur á skattborgara bæjarins, og hve nær sömu blöð heimta að út- svörin sjeu lækkuð. Vil, vil ekki. ÞEGAR sögunni er haldið áfram um afstöðu Fram sóknarflokksins til hinna ílokk anna, siðan núverandi stjorn var mynduð, kemur þetta í Ijós. Framsóknarmenn eru fok- vondir yfir þvi, að þeim skuli hafa verið velt út í horn. Og Tóti er látinn h’arma það, svo annað hvort Tímablað er eins og votur vasaklútur af harma- hreggi Framsóknai'manna, út af óförum þeirra. En öðrum þræði eru þar birt- ar óhróðurs skammir um þó menn, sem vilja nokkra sam- vinnu flokkanna. Svona er tví- skinnungui'inn í tali þessara ut anveltumanna. Þeir vilja með engu móti hafa samstarf við Sjálfstæðismenn. Og þeir láta sem þeir telji það dauðasök, að rjetta kommúnistum litla fing- ur. Samt þykjast þeir eftir á hafa viljað hvorttveggja. Svo áttaviltir eru þeir, að þeir muna ekki úr einum dálki í annan, er þeir skrifa blað sitt. Hafi þeir viljað sam- starf, þá hljóta þeir að sjá, að hægt er að vinna með flokkun- um. Og þá taka þeir sjálfir ekk ert mark á óhróðrinum, er þeir láta út úr sjer í garð hinna flokkanna. En skrif þeirra öll benda til hins gagnstæða. Að þeir vilja vera út af fyrir sig. Og þeir mega það. Franitíðardraumur. Þ. e. a. s., Jónas Jónsson hef- ir nýlega skýrt frá því, hver sje framtíðardraumur Hermanns Jónassonar. Sú var tíð, að Jónas Jónsson dreymdi drauma fyrir Her- mann, er hann sá glímuskjálfta metorðagirndarinnar í augum hins unga lögfræðings og lyfti honum á knje sjer. En þau at- lot enduðu með því, sem kunn- ugt er, að Hermann lagði hæl- krók á fóstra sinn, og flæmdi hann öfugan út úr ritstjórn Tímans, xxt úr samstarfi við Dag og út úr miðstjói’n Framsókn- ai’flokksins. Svo hinn sextugi útgefandi „Ófeigs“ er nú eins utangátta í Framsóknarflokkn- um eins og Framsókn með tví- stirnið í enninu er utangátta í stjónimálum landsins. Útsvörin. SAGAN endui'tekur sig. segja menn. Þetta kemur mismunandi greinilega í ljós. En alveg sjer- staklega nákvæmlega, þegar lit ið er á afstöðu bæjai'stjómar minnihlutans til útsvaranna. A hverju einasta ári bera Al- þýðuílokkurinn og kommúnist ar fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun bæjarins,. þess efnis, að hækka útgjöldin og út svörin umfram það, sem meix’i- hlutinn vill fallast á. Hækkun- artillögur minnihlutaflokk- anna eru mismunandi róttækar. En alltaf skifta þær miljónum til samans. I vetur heimtuðu A1 þýðuflokksmenn í bæjarstjórn, að útsvörin yrðu hækkuð um 4 miljónir. Þegar meirihlutinn i bæjar- stjórn fellir hækkunartillög- urnar, og beitir sjer þannig gegn því, að álögurnar verði auknar eins og minnihlutaflokk arnir vilja vera láta, þá er þeirri varfærni Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn mætt með úlfúð og skætingi frá hendi minnihlutans. Þegar t. d. Sjálf- stæðismenn /ilja ekki fara lengra niður í vasa skattboi’g- aranna en svo. að fengnar sjeu hjá þeim 3 miljónir á einu ári til bygginga, þjTkir kommúnist um það óhæfa. að hækka ekki þessi gjöld upp í hálfan tug miljóna. Og þar fi-am eftir göt- um. Vorhret. DAGINN, sem hin svonefr.da útsvai’sskrá kemur út, bi'estur á einskonar kóngsbænadagshret í dálkum Alþýðubl. og Þjóð- viljans. Þann dag eru útsvörin, sem lögð eru á bæjarbúa sví- virðilega há, útsvörin, sem stuðningsflokkar þessara blaða vildu í janúai’—febrúar sama ár, hafa mun hærri. Ritsttjóri Alþýðublaðsins, er hefir fundið það út fyrir nokk- uru, að hann sje allra manna gáfaðastur í þessu landi, kom með þá uppástungu daginn eft- ir að útsvarsskráin kom út, nú síðast, að sú bók ætti helst að birtast viku fyrir bæjaxstjói’nar kosningar. Það kann að vera, að sú tilhögun myndi stuðla að því, að Alþýðuflokkui’inn fengi nokkur atkvæði meðal þeirra kjósenda, sem hafa aldeilis enga hugsmynd um neitt sem gerst hefir fyrir 4—5 mánuðum síðan, þegar Alþýðuflokkui'inn og málgagn hans vildi hafa út- svörin hærri, en Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn gátu felt sig við. Eins væri t. d. hægt að hugsa sjer, að kosningar yrðu látnar virkjun Neðri fossanna í Sogi, Kistufoss og írufoss. Er þar að sjálfsögðu farið eftir tillögum rafmagnsstjói’a og þeirra sjer- fræðinga' annax'a, er fjallað hafa um málið. í fyrra var um það talað, að hagkvæmt myndi að fresta því um sinn, að reisa nýtt orkuvei við Sog. í stað þess skyldi reisa hjer kyndingarstöð við bæinn, sem yrði daglega í'ekin þær klukkustundir sólarhringsins, sem vatnsorkan úr Ljósafossi og Elliðaánum hrekkur ekki Við áframhaldandi athuganir á þessu máli, hefir verið vik- ið frá þessari stefnu. Nú á að ráðast í nýja Sogsvirkjun sem fyrst. En fyi’st og fi'emst á að reisa eimtúrbínustöð hjer við bæinn, sem á að geta afstýrt i'afmagnsskoi’ti meðan virkjun Neðri fossana stendur yfir. Og síðan á þessi kyndingax’stöð að vera varastöð rafveitunnar, sem hægt er að grípa til, hvenær sem er, þegar t. d. rafieiðslux austan að bila, eða truflanir verða á oxkuvinslunni. Tvíveðrungtir. VIÐ umræður um þetta mál Útsvör og stríðsgróði. SÍÐAN hinn sjerstaki stríðs- gróðaskattur kom til sögunnar, hafa blöð bæjarstjórnar minni- hlutans reynt að blekkja les- endur með því, að prenta upp úr útsvarsskránni hæstu út- svör, sem lögð eru á fyrirtæki og einstaklinga í bænum. Þá kemur það í ljós, að hæsta útsvar í bænum er t. d. um 160 i; bæjai'stjói’ninni kom í ljós hjá þúsund krónur. Menn, sem einum fulltrúa Alþýðuflokksins efnalitlir ei'u, eiga svo að bera útsvar sitt samari við þá, sem hafa hæstu útsvörin og fá út úr þeim samanbui'ði það álit, að þeir, sem hafa hæstar tekjur, hafi altof lág útsvör. Með þenna samanbui'ð fyrir augum, skrifar svo Þjóðviljinn: Það þarf að hækka útsvörin á þeim, sem hafa hæstu tekjurn- ar. Nú lenda útsvörin með alt of miklum þunga á almenningi. Hjálpum smælingjunum. Niður með þá ríku o. s .frv. o. s. frv. í þessum dúr skrifar Þjóð- viljinn fyrir þá einu lesendur, sem vita ekkert um núverandi skattlöggjöf, vita t. d. ekki það, að útsvör eru ekki lögð á nema 200 þús. kr. tekjur. Þau fyrir- tæki eða einstaklingar, er hafa yfir 200 þús. kr. árstekjur, greiða ekki útsvar af þeim tekj um, sem um fram eru þessa upp hæð, heldur aðeins stríðspróða- skatt, er nemur 90% af alli'i þeirri tekjufúlgu. Bæjai’sjóður fær síðan 45% af því fje, sem bæjarbúar greiða í stríðsgróða- skattinn. Sú upphæð, sem þann veg hefir í'unnið í bæj- arsjóð Rvíkur, hefir síðustu ár numið 3—4 miljónum kr. Ef hækka á álögurnar á þær tekjui’, sem fyi'irtæki hafa um- fi’am 200 þús. kr., þá er, með núverandi skattlöggjöf ekki eft ir nema 10% af þeim tekjum í vasa skattgjaldenda. 90% fer sem sagt í stríðsgróðaskattirin. Það kann að vera að einhver fyrirtæki hafi þá þjóðhollustu til að bera, að þau verði í'ekin eftir sem áður, ef þessi 10%, sem eftir eru skilin nú af tekj- unum, vei’ði teknar líka. En hætt er við að sá atvinnurekst- ur vei’ði ekki lengi tekjulind, hvorki fyrir einstaklinga nje þjóðfjelagið, sem nýtur þeirrar aðbúðar í þjóðfjelaginu að hann verði að láta allan reksturs- hagnaðinn í skatta. Rafmagnsmálin. BÆJARSTJÓRN Reykjavík- ur hefir nú max'kað stefnuna í rafmagnsmálunum fyrir Reykjavík og' Suðvesturlandið. Samþykt hefir verið að hefja tvíveðrungur, sem minnir á hin árlegu áttaskifti flokksins gagnvart útsvarsálagningunni. Hann vildi að vísu ekki grípa fram fyrir hendurnar á verk- fræðingum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað. En hann sagði að sjer kæmi það alveg á óvart, að i'eisa þyrfti hjer aflstóð, er i'ekin væri með eldsneyti. Nær væri, hjelt hann, að halda sjer við fossaflið eitt. En þegar raf- leiðslur hafa bilað austur á Mos fellsheiði í stórviðrum, eða önnur óhöpp hafa komið fyrir Raíveituna, þá hefir hvorki þessi bæjarfulltrúi nje blað hans sparað gífuryrðin, um ólagið á Rafveitunni og van- kunnáttu verkfræðinganna. Ar eftir ár hafa verkfræðing arnir bent á, að ekki væri hægt að fá öryggi í rafveitunni, nema með því, að gera örygg- isráðstafanir sjerstakar t. d. að geta gripið til orku hjer nær lendis. Þegar lagt er til, að koma þessháttar ör.vg'gisráðstöf unum á, sem Alþýðuflokkur- inn árum saman hefir heimtað, þá geta Alþýðuflokksmenn tal- að eins og þeir komi af fjöllum ofan og látið sem hjer sje ura óþarfa fjársóun að ræða. Aburðarv erksmiðjan. Tíminn heldur áfram að stagl ast á því, að stjórnmálaflokk- arnir sjeu andvígir því að reist verði hjer áburðarverksmiðja og styðja þá umsögn sína við það, að flokkarnir vildu ekki að áburðarverksmiðjan yrði reist fyrri en nánari athugun hefir verið gerð á því máli. Ef óskir um frekari rannsókn málsins er sama sem andstaða gegn verksmiðjunni, þá gæti það eins verið talinn fjand- skapur við Rafveituna hjer í Reykjavík, að rafmagnsverk- fræðingarnir ljetu ekki sitja við fyrstu ályktanir sínar frá i fyrra, um stóra eimtúrbínu- stöð, heldur rannsókuðu málið áfram og komust á þann hátt að hagkvæmari niðurstöðu. Það er blátt áfram flónska að ætla sjer, að telja bændum trú um, að áburðarverksmiðju- samninga við ríkisstjórnina um'Frh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.