Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 24. júní 1945. A SAMA SÓLARHRING ! Eftir Louis Bromfield 76. dagur En þetta var Nancy. Á því Ijek enginn vafi. Hún hafði sömu djúpu, dökku augun og áður. Hún rjetti Alidu höndina — kysti hana ekki. Savina virti hana fyrir sjer. Hún var fersk og fögur — eins og ung blómarós. Og þær hlýju tilfinningar, sem hún hafði bor ið til Nancy endur fyrir löngu, vöknuðu á ný í brjósti hennar. Það var ekki hægt apnað en láta sjer þykja vænt um þessa konu — hvað svo sem hún hafði brotið af sjer á lífsleiðinni. Lát- bragð hennar var svo hrífandi og aðlaðandi, að jafnvel Alida hlaut að blíðkast — en hún hafði altaf borið kala til Nancy. — Þegar Nancy sneri sjer frá Alidu, sá Savina, að augu henn- ar voru full af tárum. Hún sagði ekki neitt. Hún myndi hvort eð er ekki geta látið í Ijós tilfinn- ingar sínar með orðum. — En Savina skildi, hvernig henni myndi vera innanbrjósts. Minn- ingarnar voru lífseigar — ogj þessi gamla, hlýlega stofa var nákvæmlega eins nú og fyrir tuttugu og fimm árum. Þær settust að tedrykkju og tóku að rabba saman um sam- eiginlega vini og kunningja. En samtalið gekk stirðlega, því að engin þeirra hafði í raun rjettri áhuga á því, sem verið var að tala um. Svo tóku þær að ræða um Sir John og Melbourn. Þegar nafn hans var nefnt, kom þykkju- svipur á andlit Alidu, eins og hún ætti bágt með að þola það, að minst væri á slíkan æfin- týramann í návist sinni. En Nancy virtist mjög hrífin af honum og sagði: „Jeg held, að hann sje einn sá geðfeldasti maður, sem jeg hefi nokkru sinni kynst, og John segir, að hann sje einhver snjallasti fjármálamaður í heimi“. Savina sagði glaðlega: „Jeg hefi aðeins hitt hann einu sinni — og mjer leist prýðisvel á hann“. Alida varð enn þyngri á brún ina. „Jeg hefi aldrei sjeð hann. Jeg vona, að jeg eigi ekki eft- ir að hitta hann. Jeg þekki nógu margt fólk“. „Þú kemst nú ekki hjá því að hitta hann, væna mín“, sagði Savina, og var dálítill vottur af illgirni í rödd hennar. „Hann kemur hingað í dag með frú Wintringham. Hún hringdi og spurði, hvort hún mætti ekki hafa hann með sjer“. „Já, þarna sjerðu“, sagði Al- ida beiskjulega, og sneri sjer að Nancy. „Svona er New York borg gjörbreytt". „O-o — jeg er nú ekki viss um það“, sagði Nancy. „Jeg man vel eftir mönnum af hans sauða húsi frá æskuárum mínum hjer í New York — og nú eru börn þeirra og barnabörn aðall borg- arinnar11. Savina vissi, hvað hún hugs- aði — en ljet ósagt: Patrick Dantry hafði einmitt verið slík- ur maður — og það hafði gilt einu, því að öll hin svo kölluðu „góðu heimili“ höfðu staðið hon um opin. Savina gat sjer þess til, að Nancy myndi sífellt vera að hugsa um Patrick Dantry, meðan hún sat og drakk teið. ! En hún kom sjer ekki að því | að minnast á hann. Hún vissi ' ekki, hvort Nancy væri nokkur þægð í því. Savina reis á fætur og kveikti ljós. Þegar hún settist aftur og tók að virða Nancy fyrir sjer á ný, sá hún alt í einu, að þessi rauðhærða kona, sem sat við arineldinn, var allsólík þeirri Nancy, sem hún hafði þekt. Jafnvel hún hafði látið blekkj- ast. Þessa konu skorti þann eld- móð og hita, sem Nancy hafði átt í svo ríkum mæli. Hún var líflaus — eldurinn var brunninn til ösku. Þetta var gömul kona, sem kom hvorki henni nje Alidu neitt við. Á einhvern óskiljanlegan hátt var hún miklu eldri og miklu þreyttari en bæði hún og Alida. Og Savina öfundaði hana ekki lengur af unglegu út- liti. Hún kendi í brjósti um hana. Hún heyrði að Alida var far- in að segja frá morðinu á Rósu Dugan. „Það hlýtur að hafa verið framið einhversstaðar hjerna rjett hjá“, sagði Nancy. Alida brosti því nær ástúð- lega, og sagði: „Já. Það var hjerna hinummegin við kirkju- garðinn. Komdu — jeg skal sýna þjer húsið“. Þær risu báðar á fætur, og Alida sagði: „Ný hlýturðu að sjá hve New York hefir breyttst, þegar slíkt og þvílíkt getur átt sjer stað á Murry-hæðinni.“ — Þær gengu upp þrepin, út að hornglugganum. Alida dró gluggatjöldin frá og sagði: — „íbúð hennar var á þriðju hæð í húsinu þarna. Það er búið að flytja líkið burtu. Það var flutt þaðan snemma í dag“. Nú opnuðust dyrnar, og Filip Dantry kom inn, ásamt fallegri, dökkhærðri konu. Savina kippt ist við, því andartak fannst henni þetta vera Nancy —• eins og hún leit út fyrir tuttugu og . fimm árum, sem kom inn í stof 'una. En þegar stúlkan kom nær sá hún, að hún var ekkert svip- uð Nancy. Hún átti ekki hið tig inmannlega látbragð, sem Nancy hafði ætíð átt, þrátt fyrir alla sína ljettúð. Hún var ör- ugg — alt að því frökk í fasi. Savina vissi þegar í stað, að þetta myndi vera hin óvænta j frjett, sem Filipp hafði ætlað að færa þeim, og hún hugsaði með sjer: „Nú hefir Filip gert yfirsjón, sem hann mun iðrast alla sína ævi“. Hún reis þunglamalega á fæt ur. Filip var óvenju glæsilegur að sjá — og líktist föður sínum sáluga meira en nokkru sinni Hann sagði: „Þetta er konan mín, Savina. Við giftumst í dag“ Við stúlkuna sagði hann: „Þegar jeg var lítill var jeg vanur að kalla hana Savinu frænku. En jeg er nú hættur því“. Savina kyssti stúlkuna laust á kinnina og óskaði þeim til hamingju. Meðan hún ljet móð an mása, var hún sífellt að hugsa um það hvernig færi, þeg ar Nancy losnaði frá Alidu, og kæmi niður í stofuna. Hún var dálítið nærsýnn, og hún myndi ganga fram á mitt gólf og nema þar staðar og horfa á gestina. Svo myndi hún lyfta loníettun um og sjá Patrick Dantry standa ljóslifandi við kaffiborðið. Það yrði hræðilegt áfall fyrir hana. Hún hefði aldrei átt að leyfa það, að þau hittust í þessu her- bergi. Það myndi verða óbæri- legt fyrir vesalings Nancy. Hún bauð ungu hjónunum sæti við kaffiborðið og rjetti frú Dantry kaffibollann annars hug ar. Hún sá út undan sjer, að Janie beygði litla fingurinn glæsilega, um leið og hún hugs aði með sjer: „Þetta er hræðileg ur kvenmaður. Hvar skyldi Fil- ip hafa náð í þetta? — Hann er svo trúgjarn og einfaldur, að það hefir vitanlega verið leikur einn fyrir hana, að tæla hann. Faðir hans hefði aftur á móti aldrei látið glepjast svo hrapal- lega. Hann var of veraldarvan- ur til þess“. Nú spurði Filip: „Hvenær kemur Nancy frænka?“ og um leið sá Savina, að Nancy og A1 ida gengu niður þrepin, sem lágu frá pallinum niður í stof- una. — Hún sagði: „Þarna er Nancy frænka þín“. Filip sneri sjer við og horfði á konurnar tvær. „Hvar?“ „Konan, sem er að tala við Alidu“. „Þetta er ekki Nancy frænka“ Nú var Nancy komin fram á mitt gólf, og stóð og horfði á þau. Savina sagði yólega: — „Hjerna er Filip, Nancy. Hann kvæntist í dag og tók nýju konuna með til þess að sýna okk ur hana“. LISTERINE TANNKREM Akranes—Reykholf Áætlunarferðir alla mánud. þriðjud, og miðvikud. Frá Akranesi kl. 9 f. h. Frá Reykholti ld, 4. Farið verðúr að Norðtungu ef farþegar eru. Afgreiðsla á Bensínstöðinni Hafnarstræti 23 ltevkja- vík, sími 1968, Ilvítárvallaskálanum, Reykholti og síma 31 Akranesi. MAGNÚS GUNNLAUGSSON. Viðlegan á Felli (L-f'lit' ^Jía (Íg.rítn Jót onSion 18. ,,Það þætti sumstaðar ekki varlegt að hrúga þessu öllu saman í eitt ílát“, sagði Sigríður. Ertu hrædd um að það kvikni í lestinni?“ spurði Karl. ,,Og minna hefir nú þurft til að eldur kæmi upp í Reykjavík en dembt væri saman í eina kássu, selspiki, trjespónum og eldspýtum". „Kviknar oft í, þarna í Reykjavík?" spurði Elli. „En hvernig þú spyrð, flónið þitt. Hefirðu ekki heyrt talað um þessa óttalegu húsbruna, sem orðið hafa þar nuna undanfarið?“ „Nei, jeg hefi engan heyrt minnast á það“. „Nei, jeg veit það. Hvað ætli þið heyrið talað um? Jeg get frætt þig um það, að hús brennur í Reykjavík á hverju ári“. „Er það nú aðgæsla!“ sagði Rúna gamla. „Aðgæsla! Það dugir engin aðgæsla þar. feinhver mesta spákonan í allri Reykjavík hefir sagt mjer, að öll Reykjavík muni einhvern tíma brenna til kaldra kola. Og jeg get vel trúað því. Þeir ágerast svo þessir brunar. Stundum brenna kotbæir í útjöðrum borgarinnar, sem enginn lifandi maður er í“. „Hvernig stendur á því?“ spurði Sæunn. „Já, hvernig stendur á því? Það er ekki mitt að svara því. Jeg efast um að yfirvöldin viti það. En því hefir verið fleygt, að það kviknaði í af núningi. Þar syðra er alt dautt og lifandi á ferð og flugi, altaf eitthvað að rekast á, eitt- hvað að núnast saman. Eldhættan liggur í þessu“. „Engan lifandi mann hefi jeg fyr heyrt segja, að það kvikni í húsum af núningi. En það var sagt, að nágranna- hatur og óvild ollu oft brununum. Sálfræðingarnir segja, að svo geti óvildin verið mögnuð að hatrið taumlaust í anda nágrannans, að sá eldur kveiki bókstaflega í for- blautu torfi og trje. Þetta hefi jeg nú heyrt sagt“, sagði Kalli. „Þetta er nú hreint ekki svo vitlaust, en miklu betur trúi jeg því, að núningurinn orsaki bruna. Þekkir þú ekki Söfnuður, sem nikkar höfði undir ræðu prestsins, er ef til vill að láta í ljós samþykki sitt, en ef til vill ekki. ★ Það ætti að vera auðvelt að koma sjer áfram í heiminum á heiðarlegan hátt, það er ekki svo mikil samkeppnin. ★ I síðustu styrjöld voru nokkr- ir Ameríkanar, sem höfðu gerst sjálfboðaliðar með Bretum í Mesopotaníu, settir til að gæta tyrkneskra fanga. Til þess að hafa ofan af fyrir sjer í fásinn- inu kenndu þeir Tyrkjunum knattleik (baseball). Þegar fyrsti Tyrkinn tók glóf ann snjeri hann sjer í austur og mælti: — Allah, vertu með þjóni þínum Sá næsti sagði: — Allah, gef mjer góða sjón — og sá þriðji: — Allah, gef mjer kjark. — Þeg ar svo éinn Amerikaninn tók glófann, sagði hann stillilega Þú þekkir mig, Al“. r ★ Ungi maðurinn sagði við prest inn að giftingarathöfninni lok- inni: — Jæja, prestur minn, hvað á jeg að borga? -— Við prestarnir höfum nú engan ákveðinn taxta fyrir svona athafnir, en þjer megið greiða mjer eins og þjer metið fegurð konunnar yðar. . Ungi maðurinn rjetti þá prest inum 2 krónur, sem þá leit gaumgæfilega á brúðina og gaf eiginmanninum 1 krónu til baka. ★ Hvað tíminn flýgur með ást- inni! Hvað ástin flýgur með tím anum. IjiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiimmmiirmiimiimiiiimpuumiiu ] Eldfast gler | Skálar, 6.20 Skálar með loki, 7.30 = Pönnur, 10.00 Skaffpottar, 14.00 do með loki, 19.40 s Hringform, 21.00. Skálasett, 3stk„ 11.15. 1 Gjafasett, 22.50 Tertuform, 3.80 Kökuform, 7.60 Kaffikönnur, 30.00 Flautukatlar, 24.60 | K. Einarsson g 1 & Björnsson fi.f. 1 Bankastræti 11. miiiiiiuiinniiiiiuiniiiiiiiuiuiiiiiiiiiiffliiiiiiiiiiiiiiiia BEST AÐ AUGLTSA I MORG UNBLAÐINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.