Morgunblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 2
MORGUNBLADíÐ
Sunnudagur 1. júlí 1943,
i
I
!Vi 1 M IM I N €
*
.
i Einars Þorkelssonar
Einar Þorkelsson, fyrrum
! skrifstofustjóri Alþingis, and-
i aðist í Elliheimilinu Grund að
j jnorgni hins 27. f. m., eftir lang
| vinnar sjúkdómsþrautir. Hann
, 'varð fullra 78 ára gamall, fædd
ur 11. júní 1867 að Borg á Mýr
f urn, en þar bjuggu þá foreldrar
' lians, hín gagnmerku prests-
lijón, sjera Þorkell Eyjólfsson
■ og kona hans Ragnheiður Páls-
’ dóttir, og var Einar yngstur
barna þeiira. Er nú aðeins eitt
Jieirra á lífi, Kjartan, fyrrum
kaupmaður og organleikari í Ó1
alsvík, hálfníræður að aldri. A
meðal annara systkina Einars
var Dr. Jón Þorkelsson þjóð-
^kjalavörður. Foreldrar Einars
voru áður í Asum í Skaptár-
tungu, en fluttust þaðan að
Borg og síðar að Staðarstað
(Stað á Ölduhrygg). Mentunar
xiaut Einar ekkí utan heimilis,
■en 'þar var uppeldi og fræðsla
í traustasta lagi, og varð það
hvorttvegja að vera veganesti
hans á lífsleiðinni. Maðurinn
var bráðþroska og fjölhæfur,
lagði margt á gerva hönd, tók
.snemma að fást við skriftir fyr-
ir ýmsar verslanir þar vestra,
enda ágætur skrifari. Má sjá
merki þess m. a. á fjölmörgum
afritum hans í þjóðskjalasafn-
inu, en þar mun og sjón hans
bafa beðið þann hnekki, er
ekki varð bót á ráðin síðar
rneir. Þá stundaði hann og smíð
ar og búskap; var handhleypa
og áhlaupamaður til allra verka,
en nókkuð mun búsýslan hafa
orðið stopul í höndum hans, því
að einatt þurfti hann að skvetta
sjer upp á gæðingum sínum,
enda orðlagður hestamaður og
falinn sitja hest allra manna
best, og mun enn vitnað til þess
J»ar vestra. í Ólafsvík fjekkst l
Isann viþ margvísleg störf og í
.Sfcykkishólmi hafði hann á
hendi barnakenslu. Upp úr alda
mótunum mun hann hafa fluttst
dii Reykjavíkur og var þar bú-
i?ettur lengst af síðan. Skrif-
i-.Lofustjóri Alþingis var hann
; 1914—1922, en varð þá að láta
af þeim starfa vegna vanheilsu,
*er hann átti við að stríða í 25
ár, og sjónlaus varhann 10 síð-
xistu árin, einatt sárþjáður. —
JFjell honum mjög sárt, að geta
okki gefið sig að ritstörfum all-
þann tíma. Þó vanst honum
*fcóm til að semja nokkurar smá
isögur, flestar um dýr, og þó
• 'inkum heste Bera þær honum,
_jgott vitni um ríkan skilning á
t.,smælingjunum“, bæði í hópi
arnanna *og dýra. Mál hans var
breint og kjarnyrt — og enga
•tæpitungu talaði hann nje rit-
.aði. Hann var og skáld gott og
bragfróðui vel.
hjer að geta, að í Elliheimilinu
naut Einar sjerstakrar um-
hyggju og dánumensku gæða-
konunnar Astu Pjetursdóttur,
sem þar hafði verið samtímis
honum.
Einar Þorkelsson var mikill
að vallarsýn, hár og gildur, og
að öllu hin garplegasti — at-
gervismaður til lífs og sálar,
þótt ekki færi hann þar altaf á
jafnhreinum kostunum. Hann
var maður stórbrotinn í sjón og
reynd, örgeðja, og lundin rík.
Hann gat haft það til að þjóta
upp út af hvesdagslegustu smá
munum, en i-eyndist þó stór-
menni, ef í harðbakka sló, og
þoldi sinn þunga skapadóm með
slíkri karlmennsku og hugprýði
sem fáum einum er ljeð.
Einar verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni á morgun kl. 11
árdegis.
Kunnugur.
= n
s= UJ
=
I Silfurplett 1
= =
s Matskeiðar
Desertskeiðar =
= =
Kökugaflar
Fiskgafflar
Kjötgafflar
Smjörhnífar.
1 i
= Mjög vandað, nykomið. §
= 1
s s
I K. Einarsson I
i i
(& Björnsson h.f. |
Bankastræti 11.
njmiimiimiiimiimiitiiinniiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Málaflntninsa-
skrifstofa
Einar Þorkelsson var þrí-
ýkvæntur og eignaðist margt
bama; munu nú 13 þeirra á lífi-.
DEitt barna hans var Hrafnkell
_ (stúdent 1923), sem ljetst árið
_ 1927 suður í Vínarborg, en þar
Ujó hann sig undir doktorspróf
í hagfræði, afburðagóður náms
anaður og um alt hinn mann-
•/ænlegasti. En dóttursonur Ein
4ars er Lúðvík Kristjánsson rit-
'•i.fcjóri, heimildaglöggur fræði-
yiiatSur, er mjög var handgeng-
inn afa sínurn. Þess verður og
Eiaar B. Gaðmundasom,
Gaðlaagar Þorlákssoa.
Aosturstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
U. 10-12 og 1-5.
miiiiiiiiiiiuuiimnimHHHnomonuranDmaaBB
'a^niíi JJhorfacLui =
hæstarjettarlögmaður §
Aðalstræti 9. Sími 1875. a
«Hgtiii?imia!ii!T»i!5iiHnmmuuni!m!im!].’
Nefnd undirbýr
byggingu bænda-
skólans í Skáiholti
M I N M I M G
Brynjólfs Þorsteinssonar
LANDBÚNAÐARRÁÐ-
ITERRA Pjetur Alagnússon hef
ir nýiega skipaðþriggja manna'
nefnd til að annast ýmiskon-
ar undirb’úning'hins fyrirhug-
aða bændaskóla Suðurlands,
sem reistur verður að Skál-
holti. Nefndin ,á m. a. að gera
tillögu um hvar á landi
Bkalholts Skólinn skuli reistur.
Þessir eiga sæti í nefndmnj :■
feteingrímur Steinj)órsson bún-
aðarmálastjóri og er hann,
formaður. Sigurður Ágústssoir
bóndi í Birtingaholti og Guð-
mundur Erlendsson hrepp-
stjóri á Núpi.
Stjórnmáialundur á
ákureyri
Akurevri, laugardag.
Frá frjettaritara vorum.
í gærkvöldi var haldinn hjer
fundur sá, er boðaður hafði ver
ið af stuðningsflokkum ríkis-
stjórnarinnar. Af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins talaði Gísli
JónsSon alþm., fyrir Alþýðu-
flokkinn Guðmundur G. Haga-
lín rithöfundur og fyrir Sosial-
istaflokkinn Sigfús Sigurhjart-
arson, alþm.— Af hálfu Fram-
sóknarmanna toluðu þeir Bern
harð Stefánsson og Jakob Frí-
mannsson.
Funduririn var haldinn í Nýja
Bíó. Var hann mjög fjölsóttur
og stóð til klukkan 2.
Alhugasemd vegna
greinar Kristmanns
Guðmundssonar
VIÐVÍKJANDI Morgunblaðs
grein Kristmanns Guðmunds-
sonar, 22. þ. m., leyfi jeg mjer
að gera eftirfarandi athugasemd
ir: (Þess skal getið, að tilefni
umræddrar greinar, var ritgerð
sú sem birtist eftir mig í Vísi
21. maí, undir fyrirsökninni
Voltakrossar).
Kristmann kveður sig skorta
þekkingu, til að dæma um höf-
uðatriði greinar minnar. Þar-
með hefir hann kveðið upp dóm
inn yfir staðhæfingum sínum
og efa jeg ekki að sá dómur sje
rjettur.
Ummæli KriStmanns um „á-
rás“ mína á Ragnar Jónsson og
hans „stóru og notadrjúgu"
„menningar" starfsemi, skyldi
engan furða, þar sem lýðum
er Ijóst hve mikinn þátt Krist-
mann á í þeirri starfsemi Hann
hefir, eins og menn vita, end-
ursagt á vora tungu, Rekkjusiði
og efni víðkunnrar bókar, sem
ekki þoldi ljós venjulegs mark-
aðar.
Asgcir Bjamþórsson.
Húsaleiguvísitalan
óbreyti
Húsaleiguvísitalan hefir nú
verið reiknuð út. Reyndist hún
vera óbreytt, 136 stig. Þessi
vísitala gildir fyrir þrjá næstu
mánuði, júlí, ágúst og sept-
ember.
Brynjólfur Þorsteinsson, hinn
ágæti og áhugasami fjelagi vor
er horfinn til hins ókunna
lands, er vjer allir förum til
fyrr eða síðar.
Það er ofur eðlilegt, að þeir
sjeu margir, sem sakna hans,
manns á blómaaldri, manns
sem barðist með trúmensku og
fórnfýsi fyrir hverja fjelags-
starfsemi er hann tók að sjer.
Við, sem eftir erum, söknum
hins góða, fórnfúsa og ötula
fjelaga. En þau fjelagssambönd
in er hann starfaði mest fyrir,
voru Verslunarmannafjelagið,
og síðar Góðtemplara-Reglan
og þá um leið Jaðar.
Um starf hans í Reglunni er
mjer kunnast Við vorum báðir
fjelagar í stúkunni Verðandi nr.
9 og starfsbræður. Var hann þar
sem annarsstaðar, sjerstaklega
ötull og einarður starfsmaður,
sem vann með fórnfýsi og ó-
sjerplægni að heill og heiðri
stúku sinnar. Vildi hann í einu
sem öllu auka hróður hennar og
velgengni, og þori jeg hiklaust
að segja það, að enginn maður
er gengið hefir í Regluna hin síð
ari ár, hefir tekið meiri ást-
fóstri við hana eða unnið af
meira kappi að framför hennar
og heillariku starfi.
Sem fjelagi stúk. Verðandi
gekk hann í stjórn Jaðars. Þið
munuð spyrja, hvað er Jaðar?
Það er starf, sem templarar
hafa haft og hafa með höndum
upp í hrauni fyrir ofan Gvend-
arbrunna. Þar hafa verið gróð-
ursett trje og skrautjurtir, og
er ætlunin að þar verði fagrir
blettir, þar sem Reykvíkingar
geta hvílt sig og notið hvíldar.:
í sambandi við það hefir verið
byggt hús. þar sem hægt er fyr-
ir menn að dvelja í sumarfrii
sínu. En þó hús sje komið, og
trje gróðursett er verkið ekki
hálfnað enn, þau eru mörg hand
tökin, sem þarf til að gera land
ið að fögrum skrúðgörðum og
trjálundum, og enn eru ekki all
ar byggingar reistar. Þarna var
Brynjólfur og með lífi og sál.
Hann var meðal þeirra fjölda
manna er lagði fram vinnu sína
án nokkurs endurgjalds, vann
fyrir hugsjónina að búa Reyk-
víkingum fagran samastað. Og
máske skildi hann þetta öðr-
um betur, alinn upp með feg-
urstu blóm utan húss sem inn-
an. Hann hefir fundið hve feg-
urðin hefir mikil áhrif, hve
blómskrúðið bætir skapið, gef-
ur oss bjartari hug og aukinn
unað.
En víst er um það, að hann
starfaði að þessu með lífi og sál,
og þeim dugnaði, árvekni og
kjarki, sem hann átti í svo rík
um mælikvarða.
Banalega hans var þung, ó-
vanalega þung, og þrautir hans
miklar, svo miklar að óvenju-
legt er. En þótt hann væri rúm
fastur, og þrautirnar miklar, þá
fylgdist hann altaf með starfi
Reglunnar og Jaðars og 1 rúm-
inu vann hann fyrir fjársöínun
til Jaðars —■ (happdrætti) og
það þegar aðrir hefðu ekkert
sint slíkum störfum, en vilja-
þrek hans var óvenjulega mik-
ið og starfslöngun sívakandi.
Þegar við lítum yfir starf
Brynjólfs, hljóta þeir, er unnu
með honum og þekktu hann
best, að þakka honum starf^
semi sína. Þar var óvenjulegt
þrek samfaia miklum dugnaði
og framtakssemi, en jafnhliða
því ósjerplægni til allra starfa.
Við þökkum honum af alhug
starfið, og jeg vil setja fram
ósk hans til allra ungra manna,
takið upp starf fyrir Regluna
og Jaðar, takið hana upp með
alvöru og festu, ekkert göfgar
og þroskar ykkur meir.
. Vertu svo kvaddur Brynjólf-
ur minn! Innilegar þakkir fyrir
allar samverustundir okkar, og
fyrir starf þitt fyrir Góðtempl-
ar-Regluna.
Guð blessi og verndi þig og
þína.
Pjetur Zophoníasson.
ÚTVARPIÐ Á MORGUN:
(Mánudaginn 2. júlí):
8.30 Morgunfrjettir.
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Blómalög.
20.00 Frjettir. *
20.30 Þýtt og endursagt (Her-
steinn Pálsson ritstjóri).
20.50 Hljómplötur: Lög leikin á
sekkjapípu.
21.00 Um daginn og veginn —
(Ragnar Jóhannesson).
21.20 Útvarpshljómsveitin: Sum.
arlög. — Einsöngur (ungfrú
Svava Einarsdóttir).
22.00 Frjetir.
Minningarspjöld
barnaspítalasjóðs Hringsins
fást í verslun frú Ágústu
Svendsen, Aðalstræti 12.
| Haframjöl
I í pökkum. fyrirliggjandi.
lEggert Kristjánsson & Co., h.f. 1