Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. júlí 1945 10 Viðlegan á Felli Jfónáóon 39. Gunna Jóns rjetti engjaföturnar að fólkinu, hálfar af hræringi, sjálft tók það sjer út á úr mjólkurkútnum. „Jeg held það sje nú tími til kominn að fara að hreiðra um sig í tjaldinu“, sagði Gunna Jóns og tíndi engjaföt- urnar út, þegar fólkið var búið að eta. „Það væri gott, ef þið vilduð fara út rjett á meðan jeg laga til hjerna inni“, sagði Bína. „Já, við skulum fara út, meðan húli hreiðrar um okk- ur“, sagði Jósef. „En hvernig ætli þið að sofa?“ spurði Bína. „Já, jeg sef nú með aftur augun og munninn líka“, sagði Karl. „Jeg var nú ekki að tala við þig, jeg var að tala við húsbóndann“. „Æ, mjer er sama, hvernig þið liggið, nema jeg verð innst öðru hvoru megin“, sagði Jósef. • „Og jeg verð við dyrnar eins og vant er“, sagði Magnús. „Eigum við stúlkurnar að sofa þarna hjá karlmönnun- um?“ spurði Sigríður. „Þið kvenfólkið og drengirnir sofið annars vegar“, sagði Jósef. „Tjaldi þið þá ekki á milli með neinu, stúlkur?“ spurði Sigríður. „Tjöldum við ekki á milli? Ætti að fara að tjalda á milli okkar og karlmannanna? Jeg segi nú fyrir mig, að jeg er ekki svo hjegómleg, að jeg geti ekki legið í tjaldi me&karlmönnum, án þess að tjalda á milli mín og þeirra“, sagði Gunna. „Sá er munurinn, að jeg ‘vildi vinna til að kaupa sjálf tjald, til þess að geta verið út af fyrir mig“. „Þetta hefir nú verið haft svona hjerna, Sigríður mín, og enginn fengist um það, allir hafa sofið vel, og öllum hefir fallið vel“, sagði Jósef. „Jeg er nú kominn hjerna inn að innri súlunni, nú geti þið komið og lagst þar sem þið viljið“. IttSllln IK'I' Oli IIWJK Hann vai dálítið við skál og var búinn að aka í tvo tíma í 19. dagui Lafði Carmel þagði andar- tak. Svo sagði hún: „Já -— en jeg hefi þegar boðið henni“. í augum hennar var það merg- urinn málsins. „Jeg held hún geti komið hingað, þó að jeg sje í borg- inni“. „Nei — það er ekki hægt“, sagði lafði Carmel ákveðin. „Jeg bauð henni hingað þín vegna — og þú verður að gera svo vel að vera heima þessa viku“. Sextándi kafli. í hvert sinn, sem Andrjes kom aftur til Friars Carmel — þótt hann hefði aðeins dvalið skamma stund að heiman — bærðist í brjósti hans einkenni- leg tilfinning — sem hann reyndi að bæla niður. Þá fann hann, að hjerna átti hann heima — þetta var óðalssetr- ið hans. Þótt hann reyndi að telja sjálfum sjer trú um, að hann yndi hag sínum miklu bet ur í Lundúnum — og þótt hann hefði oft gengið fram af móð- ur sinni, með því að segja, að breyta ætti húsinu og gera það að hvíldarstað fyrir námumenn, leyndist engu að síður í hug- arfylgsnum hans ósk um, að Friars Carmel hjeldi áfram að vera eins og það var — um ald- ur og ævi. — En hvað átti hann að gera við óðplssetur? Ðagar enskra óðalsbænda voru taldir — allar þær gömlu erfða- venjur og hjegiljur, er við þá voru íengdar, hlutu að hverfa úr sögunni von bráðar. Slíkt var aðeins eðlileg þróun. Andrjes var venju fremur hnugginn þegar hann kom heim í þetta sinn, því að auk þessa bættist það við, að hann þjáðist af óendurgoldinni ást. Hann þurfti því nauðsynlega að tala við einhvern — og það lá beinast við að leita á náðir Belinski. Morguninn eftir fór hann að leita að honum og fann hann í húsagarðinum, þar sem hann stóð hjá Sir Henry, sem var að fara í útreiðatúr. Sir Henry gerðist nú gamall og lúinn og kom sjaldnar á hest bak með hverju árinu sem leið. Þeir Andrjes og Belinski stóðu og horfðu á eftir honum og Rauð gamla úr hlaði. „Gamla England!“ sagði pró- fessorinn alt í einu. „Jeg veit, að þetta er lítið frumlegt — en jeg get ekki að því gert. Mjer dettur þetta í hug í hvert sinn, sem jeg sje föður þinn“. ',,Jeg er viss um, að fátt myndi gleðja hann meira en heyra pað“, sagði Andrjes. Eft- ir drykklanga stund hjelt hann áfram: „Heldurðu að jeg ætti að reyna að feta í fótspor hans?“ „Getirðu það?“ „Nei“, sagði Andrjes hrein- skilnislega. „Hann er góður maður. Jeg held, að hann hafi aldrei á ævi sinni sagt ósatt orð eða ætlað nokkrum manni illt. — En hann hefir aldrei þurft neitt fyrir lifinu að hafa. Frá öndverðu hefir hann haft öll þau lífsþægindi, sem nöfn- um tjáir að nefna. Nú vill hann, að jeg komi heim, setjist í helg- an stein og taki við af honum — og hann er dálítið áhyggju- fullur út af því, að jeg skuli vera ófús á það“. Belinski settist í grasið og tók með báðum höndum utan um hnjen. „Það er fallegt hjerna“, sagði hann vingjarn- lega. „Mergurinn málsins er“, hjelt Andrjes áfram, „að það, sem faðir minn á við, þegar hann segir, að jeg eigi að koma heim og taka við af sjer, er, að jeg eigi að halda öllu hjer í sama horfinu og áður. Hann heldur ennþá, að það sje nóg starf fyrir einn mann, að fára á veiðar fjórum sinnum í viku. Sennilega elur hann einnig þá von í brjósti, að jeg fari að búa aftur. — Á sama hátt og bú var rekið hjer fyrir hundrað árum síðan, — því að honum hefir sjálfum tekist að halda sig hundrað ár á eftir tíman- ufh“. Belinski andvarpaði. „Jeg hygg, að ef þú myndir dvelja hjer dálítinn tíma, færir þú að una lífinu vel. Þegar öllu er á botninn hvolft, hlýtur það að vera hugsjón þín að setjast að á fallegu sveitarsetri, þar sem þú kærir þig ekki um kven- fólk“. „Jeg get nú ekki sjeð, hvað það kemur málinu við“, sagði Andrjes undrandi. „Það liggur í augum uppi. Jeg hefi oft verið að hugsa um hvað það er einkennilegt. En maður rekur sig iðulega á það i enskri list,, að landslag kemur í- stað kvenna. Maður sjer það allsstaðar í skáldskap ykkar — og' þið eigið ótal lands lagsmálara. í öðrum löndum sólundnr maður peningum sín- um í að eiga hjákonu. Hjer kvæmst pið peningum — til þess að óðalssetur ykkar falli ekki ’ hendur lánardrotna. — Þú hefir ferðast erlendis. Þú hefir fengið áhuga á stjórnmál- um. Þjer finnst þú vera einn af hinni óþreyjufullu og eirð- arlausu ungu kynslóð. En í raun rjettri ertu aðeins að berjast gegn Jandslaginu". Andrjes varð að viðurkenna að hann skildi ekki hvað Bel- inski væri að fara. Eftir stund- arþögn spurði hann: „En hvað segirðu þá um iðnaðar bylting- una?“ Beiinski ypti öxlum. „Hún var aðeins verslunarbragð. — Og hvað gerir kaupsýslumað- urinn, þegar honum hefir græðst fje? Jú — hann kaupir sjer sveitasetur. — Það er það sem þið viljið allir. Þið getið ekki umflúið það. Moldarþorst- inn er runninn vkkur í merg og bein. Það er grænt grasið — það er himnesk kyrð sveitar- innar, sem seiðir og laðar“. — Belinsiú lagðist endilangur í grasið. Andrjes horfði á hann and- artak og sagði síðan snöggt: „Það getur ekki verið ætlan þín, að jeg eigi að grafa mig hjer. Þú veist hvað í vændum er“. „Áttu við stríðið?“ „Já“. Belinski andvarpaði. „Jeg man eftir, að mjer var einu sinni boðið að skoða póststöð- ina í Gdynia. Það var allra snotrasta póststöð — ekki vant- aði það, en þeir heimtuðu, að jeg skrifaði um hana á öllum Evrópu-málunum. — Jeg á við, að ef maður er Pólverji, ætlast allir til þess, að maður sje stækur þjóðernissinni. Það er jeg ekki. Eiginlega er jeg eins- konar „lusus naturae11. Eins og allir listamenn. Jeg hugsa ekki um styrjöldina vegna þess, að ef styrjöld skellur á, verð jeg að hætta vinnu. En ef þú ert í raun rjettri að hugsa um styrj öld, skaltu fara í flugherinn11. Belinski geispaði. „Loftið hjer“, sagði hann, „það er alveg eins og mjóik“. Andartak stóð Andrjes graf- kyrr. Svo spurði hann: „Finnst þjer það í rauninni?11 „Að loftið sje eins og mjólk? Hefirðu ekki tekið eftir því?“ „Að jeg ætti að fara í flug- herinn á jeg við“. „Vitanlega. Ef þjer er alvara. — Það mun vera þjóðarvani með ykkur Englendingum að fara að öllu með hægðinni — bíða rólegir og sjá hverju fram vindur. En ef þú vilt þiggja heilræði frá mjer, skaltu láta innrita þig þegar í stað, því að þú getur áreiðanlega gert meira gagn pf þú ert þjálfaður flug- maður“. Belinski velti sjer yfir á aðra hliðina og lokaði augunum. Hann ætlaði bersýnilega að fara að sofa, — þótt hann væri ný- kominn á fætur. Andrjes horfði á hann dálitla stund, og fór svo sína leið. ★ — Sir Henry reið fót fyrir fót. Hann hugsaði fátt — naut þess aðeins að fara þarna um. Hann þekti hvert trje — hverja laut — hvern hól og hverja hæð — og hann unni hverjum bletti. Megnið af landi því, sem hann fór um, hafði faðir hans átt — og afi hans ennþá meira. Tíminn og skattarnir höfðu skert Carmel-eignirnar. Sir Henry harmaði það ekkert, því að það hafði altaf erfiði í för með sjer að eiga miklar jarðir. Ef Andrjes kærði sig um að fara sð búa að nýju, myndi hann án efa geta náð jörðun- um aftun. Við skulum láta drenginn sýna, hvað hann get- ur, hugsaði Sir Henry með sjer. Jeg veit að hann er ekki latur og værukær, eins og jeg. Hann vill hafast eitthvað að. leigubifreið fram og aftur um bæinn. Þá var bílstjóranum nóg boðið og stoppaði. — Hvað skulda jeg þjer mik- ið? spurði maðurinn. — 40 krónur, svaraði bílstjór inn. — Jæja, viltu þá gjöra svo vel að bakka sömu leið, þang- að til bú eit kominn niður í 1 krónu og l'immtíu, því að það er alt, sem ieg á af peningum. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer hvort efnafræðingur geti ekki líka verið einskonar verkefna- fræðingur. ★ Gamall negri átti son, sem hann hafði látið ganga undir gagnfræðapróf. Eftir prófið hitti hann gamlan vin sinn á götu og þeir tóku tal saman. — Jæja. Sam, sagði vinur- inn, — hvernig gekk stráknum þínum í prófinu? — Þeir feldu hann. — Hvað var að, var það reikninguri.in, eða hvað? — Já. -—- Var það nokkuð annað, sem hann var slakur í? — Já, landafræði. — Og fleira? — Hann var heldur ekki góð ur í lestri. — Og þar með upptalið? — Nei, bann stóð sig heldur ekki \el í málfræði, sögu og nokkrum öðrum fögum. — Jæja, Sam, hvað ætlarðu nú að gera úr piltinum? — Jeg er að hugsa um að gera hann að kennara. ★ Snáðinn hafðí hvað eftir ann að komið heím með fyrirmynd- ar einkunnir í bókinni sinni, en einn góðan veðurdag sýndi hann föður sínum bókina, og þá hötðu þær lækkað ískyggi- lega. — Kvernig stendur á þessu, sonur sæll? spurði faðirinn. — Þnð er kennaranum að kenna. svaraði strákur. — Hvermg getur það verið kennarnnum að kenna? — Hann færði strákinn, sem sat við hliðina á mjer. ★ Sumir menn eru eins montn- ir af íorfeðnim sínum og mað- ur, sem helir komist áfram af eigin ramleik, er af sjálfum sjer. ★ Fre’saður maður stóð upp á vakningarsamkomu og vitnaði á þessa leið’ — Jeg viligera alt, sem herr- ann krefst ai mjer, svo framar- lega sem það er ekki neitt ó- heiðarlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.