Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. júlí 1945 fHoqptstMtefrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræli 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Misskilningur Þjóðviljans UNDANFARNA daga hafa birst hjer í blaðinu ýmsar greinar, sem hafa falið í sjer gagnrýni á sósíalismann. Hefir þar einkum verið bent á þá hættu, sem einstaklings- frelsi og lýðræði væri búin, ef sósíalistum hepnaðist að koma stefnu sinni í framkvæmd. Hafa blekkingar sósíal- ista um lýðræði og mannrjettindi í ríki sósíalismans verið tættar sundur — fyrst og fremst í hinni ágætu ræðu lýðræðishetjunnar Churchills, sem blaðið birti fvrir nokkru. ★ Þjóðviljinn hefir sjeð ástæðu til þess að gera þessar greinar að umræðuefni og að sjálfsögðu helt úr skálum reiði sinnar yfir höfunda þeirra. Er auðvitað ekkert við því að segja, því að þeir munu áreiðanlega vera menn til að svara fyrir sig og bera ábyrgð orða sinna, en það er rjett að leiðrjetta hjer misskilning, sem verður vart í öllum svargreinum Þjóðviljans. Þjóðviljinn telur það óviðeigandi hjá Morgunblaðinu að deila á sósíalismann, meðan stjórnarsamvinna sje milli Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins hjer á landi. Morgunblaðið getur að sjálfsögðu tekið undir þau orð Þjóðviljans, að flokkar, sem af fullum heilindum vilja starfa saman í ríkisstjórn, eigi á meðan að leggja inn- byrðis deilumál sín á hilluna og snúa bökum saman gegn andstæðingunum. En hjer koma fleiri atriði til greina, sem ekki má gleyma. ★ \J(íverji óbripar: UR DAGLEGA LIFINU Símaskráin kemur bráðum. FÚÁ ritsímastjóra, herra Olafi Kvaran hafa mjsr. borist eftir- farandi upplýsing'ar um síma- skrána nýju. „Út aí smágrein í dálkum yð- ar, herra Víkverji, um síma- skrána í Morgunblaðinu þann'22. júií, vil jeg leyfa mjer að upp- lýsa eftirfarandi: Síðan prentsmiðjan gat hafist handa um prenturi símaskrárinn- ar, hefir <verkinu miðað áfram á eðlilegan hátt og alt gert, sem unt hefir verið, til þess að flýta því, enda unnið að skránni jafnt helga daga sem virka. Prentun skrái innar verður að fullu iokið við lok þessa mánaðar. Þrjár bók bandsstofur hafa tekið að sjer bókband skrárinnar, en upplag hennar er stærra en nokkurar annarar bókar, sem gefin er út í landinu. Hinsvegar hafa bók- bandsstofurnar ekki treyst sjer til að 'ofa ákveðnum afhending- artíma, og verður því ekki, að svo stöddu, fullyrt um það, hve- nær hægt verður að bera skrána til simanotenda". • Gleðitíðindi. ÞAÐ VERÐUR vafalaust mörg um gleðiefni að heyra, að síma- I skráin skuli nú loks vera að koma út. Það hefir gengið eins með hana og svo margt annað sem þarf að fá gert, að það vill ganga illa. En í sambandi við þessar upp- lýsingar ntsímastjóra vil jeg nota tækifærið til að þakka hon- um og öðrum forráða og starfs- mönnum símans fyrir góðan skilning á starfi blaðamanna. Komi það fyrir, að við finnum að stai fsemi eða starfsháttum sím ans, hefir 'því riær ávalt verið tekið af skynsemi og ró. Það er ekki eins og' hjá sumum öðrum opinbtrum stofnunum, að starfs- menn þeirra þykjast hafnir yfir alla gagnryni og ætla alveg af göflunum ‘að ganga, ef fundið er að þvi sem aflaga þykir fara. Síminn er eitt elsta fyrirtæki hins opinbera og hefir þegar slit ið barr.sskónum. Almenningur á mikið undn því, að starfsmenn símans komi vel fram í hvívetna og það er hægt. að óska símanum til hamingju með þá forráða- menn og starfsfóik yfirleitt, sem hann hefir. Símastúlknrnar. ÚR ÞVÍ jeg fór að minnast á starfsfólk simans, þá get jeg ekki með öllu gengið fram hjá síma- stúlkunum. Við blaðamennirnir þurfum svo mikið á aðstoð þeirra að haida og kvabbið er oft marg víslegt. En það er nær undan- tekningarlaust, að þær gera manni glatt í geði með kurteis- um tilsvörum og vilja á því að gera það, sem hægt er. Er það oft ekki auðvelt eins og nú er hlaðið á línurnar. Einu sinni kofn jeg inn á sím- stöð hjer og sá stúlkurnar vinna. Þeir sem kvarta undan svolítið óþolinmóðri rödd símastúlku endrum og eins, hefðu gott af I því að Hta þar inn. Jeg verð að segja fyrir mig, að jeg myndi ekki halda geðprýði minni lengi, ef jeg ætti að starfa þar og er jeg þó ýmsu vanur, bæði til sjós og lanas. • Kurteisi kostar ekki peninga. VENJULEGA ER vitnað í þetta gamla máltæki þegar kvart að er um ókurteisi í einni eða annari mynd. Það er óhætt að fuliyrða, að heimsstyrjöldin hefir haft eitt í för með sjer og það er að menn eru yfirleitt ókurteisari en áður tíðkaðist. Það þykjast allir „hafa ráð á að rífa munn“. Það er sama hvort það er í verslunum, á veitinga- húsum eða annarsstaðar. Kurteis inni virðist mjög Hraka. Þegar menn hafa það gott og geta alls- staðar fengið vinnu, þá fer af þeim kurteisishúðin. Þeir j>urfa ekki a því að halda að sýna al- mennar kurteisisvenjur. Mislíki einhverjum, ja, þá það. Altaf má fá annað skip ... Þetta er leiðinlegur galli og hann er ekki sjerstaklega ein- kennandi fyrir okkur Islendinga. Það mun vera þannig víðast Hvar í heiminum. En þó við getum og ættum að taka margt eftir er- lendum þjóðum, þá er þetta ó- siður, sem við ættum að revna að losa oktvur við hið fyrsta. • Útiskemtistaðir. MAP.GIR SAKNA útiskemtan- anna, sem tiðkuðust hjer á árun- um í nágrenninu. Nú virðast þær alveg liafá iagst niður og ekk- ert fjelag hafa lengur áhuga fyr-, ir þeim. Sú var tíðin, að ungir, og gaailir hlökkuðu til annars ágústs, þegar Verslunarmanna- fjelagið gekkst fyrir útiskemtun- um. Var þar oft margt-um mann- inn og gleðskapur góður. En nú láta verslunarmenn sjer nægja kvöld í útvarpinu. Þetta finst mjer afturför. Þá var ekki leiðinlegt að koma inn að Eiði á sólbjörtum sunnu- degi. Hitta kunningjana- og fara- í-leikL Baða sig í vognum eða dansa á palli. Alt þetta hvarf með. stríðinu. Nú verður hver að sjá um sig, ef hann vill skemta sjer í frístundum sínum. Það er ekki ólíklegt að jiað fje- lag yrði vinsælt, sem á ný tæki upp góðar útiskemtanir á sumr- in. Sjálfstæðismenn og sósíalistar aðhyllast gerqlík þjóð- skipulagsform — Sjálfstæðismenn sjereignarskipulagið og sósíalistar sameignarskipulagið. Þessir tveir flokkar hafa nú tekið höndum saman um myndun víðsýnnar um- bótastjórnar, sem starfi á grundvelli ríkjandi þjóðskipu- lags — sjereignarskipulagsins. Hinsvegar hafa sósíalistar ekkert farið dult með það, að þeirra stefna væri eftir sem áður að koma hjer á sósíalistisku þjóðskipulagi síðar meir, þútt þeir nú gengju til stjórnarsamstarfs vegna hagsmuna alþjóðar. Reyndin hefir líka orðið sú, að Þjóð- viljinn hefir á engan hátt dregið úr, — heldur miklu fremur aukið — árásir sínar á ríkjandi þjóðskipulag og sósíalistiskan áróður sínn, enda þótt sósíalistar hafi nú gengið til stjórnarsamstarfs við aðalmálsvara sjereignar- skipulagsins. Við þessu er að sjálfsögðu ekkert að segja, og Morg- unblaðinu kemur ekki til hugar að saka Þjóðviljann um ódrengskap í stjórnarsamvinnunni, þótt hann prjediki um blessun sósíalismans og þá paradís, sem „alræði ör- ,eiganna“ múni færa þjóðinni, en Morgunblaðið telur sjer á sama hátt rjettmætt að túlka fyrir þjóðinni kosti þess þjóðskipulags, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir og sýna fram á galla sameignarþjóðskipulagsins. ★ Þjóðviljinn verður því að gera sjer það Ijóst, að með árásum sínum á sjereignarþjóðskipulagið er hann á sama hátt að deila á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið deilir á sósíalista með gagnrýni sinni á sameignarþjóðskipulagið. En slíkar deilur eru á engan hátt óeðlilegar, enda hefir aldrei verið um það samið, að flokkarnir skyldu ekki eftir sem áður leitast vlð að efla áhrif sín með þjóð- inni, jafnvel þútt það kynni að verða á hvors annars kostnað. Hinsvegar þarf Þjóðviljinn ekki að bera neinn kvíð- boga fyrir því. að Morgunblaðið muni ekki hjer eftir sem hingað til styðja af alefli hin merkilegu stefnumál og framkvaimdir núverandi ríkisstjórnar, óg mun ein- hverjum blöðúm frémur vera þorf á vísbendingum Þjóð- viljans en Mórgunblaðinu. A INNLENDUM VETTVANGI I. Morgunblaðinu fyrir 25 árum UM vetrarvertíðina hjer sunn anlands 1920 segir í blaðinu 8. júH þao ár: „Minnisstæður mun vetur hinn síðasti mörgum verða. Ógæftir voru svo, að sjaldan var hægt að róa, sjcrinn var fullur af fiski og því sárari varð landlegan. Kostn aður við útgerðina hefir aldrei hjer orðið eins gífurlegur eins og þetta ár. Útgerð 12 tonna mótor báts mun láta nærri að hafa kost að 25.000 krónur yfir veiðitím- ann, ef ekki hefir orðið að kaupa alt nýtt til hans, og þarf æði mik inn fisk og gott verð til þess að slík útgerð borgi sig. Afli kútt- era þeirra, sem hjeðan gengu, var fremur litill, þeir hrepptu hvert óveðrið eftir annað, og sum ir þeirra svo, að varla var þess að vænta, að þeir nokkurn tíma kæmu fram aftur. í einu slíku ofsaveðri hefir kútter Valtýr far ist. ' — Auk þess var fiskur heldur tregur' suður á banka. — Botn- vörpuskipin eru nú orðin úm 20 sem stundað hafa veiðar hjeðan og úr Hafnarfirði. Byrjuðu sum þeirra seint, því mörg eru ný og urðu síðbúin úr smíðum, en fisk inn hafa þau rifið upp síðan þau byrjuðu, enda mun fiskur nógur fyrir. Um tölu á fiski þeim, sem á land hefir kornið hjer við Faxa- fló'a, er ógerningur áð ségja neitt með vissu. í blöðunum er afli birtur nokkuð óljóst. Það er sagt1 svo, að þetta eða hitt skipið hafi komið inn með t. d. 90 föt af lif- ur, en það mun eiga að vera mæli kvarði fyrir tonnum af þeim fiski, sem skipið aflaði þá, en sá J útreikningur er þannig: úr skip pundi af þorski fást 30 lítrar af lifur; rúm 6 skippund fara í tonn ið. 30*6=180 lítrar lifrar, sem mun vera innihald steinolíu- tunnu, þar af leiðandi á 1 stein olíutunna af lifur að vera sönnun fyrir 1 tonni af fiski, og 90 lifrar föt sönnun fyrir því, að 90 tonn af fiski sjeu í skipinu, en þetta á nú ekki við allan fisk og eigi heldur við alla lifur. Útlit hefir sjaldan verið eins hörmulegt og það er nú, og margt illt getur af því leitt að vita ekki með vissu, hve miklar fiskbirgð irnar eru, en hjer er ómögulegt að fá vissuna fyrr en eftir langan tíma. Jeg hefi áður skrifað um nauðsyn þá er væri á að ver- stöðvar og skip gæfu einhverri stofnun hjer í bæ viku eða hálfs- mánaðar skýrslu um afla, en slíkt mun þykja óþarfi, að til þess sje kostað. Eftir því sem næst verð- ur komist, hefir vertíðaraflinn hjer sunnanlands og í Vestmanna eyjum orðið um 23.000 tonn af blautum fiski. Úr einu tonni af blautum fiski koma 4 skippund af verkuðum. Eftir þessu væri þá á land komið um lok efrii í 92.000 skippund af verkuðum fiski, og auk bess hefir heyrst, að i Grindavík muni vera um 900 skippund. Þessar tölur eru ekki ábyggilegar, en miklar líkur eru til, að hjer sje ekki oftalið. Síld hefir verið talsverð í fló- anum undanfarið. Hafa íshúsin keypt hana og fryst, gefið um 80 aura fyrir kílóið og selt hana frysta á 1 krónu og 1.10 kílóið. Síldin er farin að gera það vart við sig hjer í flóanum, að margt talar með því, að reknetaveiðar væru hjer sturidaðar meira én gert er. — Ægir“. Breskir verkamenn kvarta um maf- vælaskorí London í gærkveldi. UM 300.000 breskir skipa- smiðir, vjelsmiðir og kolanámu menn hafa kosið nefnd til þess að ræða við matvælaráðherrann ! um matvælaskort, sem þeir segj ast' búa við j Matvælaskammturinn var ný lega minnkaður, og segjast verkamennirnir hafa átt við raunveruU'i; n skort að búa síð an. —- Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.