Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagnr 25. júlí 1945 íþróltamót Ums. Dalasýslu HIÐ ÁRLEGA íþróttamót Ung mennasambands Dalasýslu var haldið á sunnudaginn var að Laugum í Sælingsdal. Keptu að þessu sinni íþróttamenn frá öllum ungmennafjelögum sýsl- unnar, en þau eru sex: Ólafur pá í Laxárdal, Unnur djúpúðga í Hvammssveit, Dögun á Fells- strönd, Von í Kloíningshreppi, Vaka á Skarðsströnd og Stjarn an í Saurbæ. Undanrásir fóru fram á laug ardaginn og var þá slæmt veð- ur, kalt og mikil rigning. En á sunnudaginn var besta veður og þar þá fagurt um að litast í Sæl ingsdal. Um hádegi fór fólk að streyma að úr öllum áttum, bæði á bílum og hestum. Kom ríðandi fólk í stórhópum hvað- anæva, þeysandi á úrvalsgæð- ingum, og voru um 300 hestar í girðingu öðrum megin hátíð- arsvæðisins, en fjöldi bíla á aðra hlið. Mótið hófst með því að Hall- dór á Staðarfelli bauð gesti og keppendur velkomna. Síðan flutti Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður skörulegt erindi og hvatti unga fólkið í sýslunni til dáða og drengskapar. Því næst hófst íþróttakepnin og verður hjer aðeins getið um þá, sem fræknastir reyndust í hverri grein. Sundkepnin fór fram í hinni ágætu yfirbygðu sundlaug, sem ungmennafjelögin hafa reist hjá Laugum, en aðrar íþróttir fóru f'ram niðri á bökkum árinnar. Kepni fór þannig: 50 metra drengjasund. Gunnar Kjartansson.Irá Lang ey (Von). 25 metra kvennasund. Sigurborg Helga Jónsdóttir, Sælingsdalstungu (U. d.). 50 m. sund karla, frjáls aðferð: Einar Kristjánsson, Leysingja stöðum (U. d.). 100 m. bringusund karla. Torfi Magnússon frá Fremri- Brekku (Stj.). 80 m. drcngjahlaup. Bragi Húnfjörð frá Víghóls- stöðum (D.). 100 m. hlaup karla. Bragi Húnfjörð. Kúluvarp. Bragi Húnfjörð. Hástökk. Sturla Þórðarson, Breiðabóls- stað (D). Þrístökk. Sturla Þórðarson. Spjótkast. Magnús Jónsson frá Gerði (Stj.). Langstökk. Bragi Húnfjörð. 2000 m. drengjahlaup. Þorsteinn Pjetursson, Ytra- Felli (D.). \3000 m. halup. Gísli Ingimundarson, Hvoli (Stj.). Keppendur á mótinu voru alls 25. j Að íþróttum lokqum skemti | Ríkarður Jónsson myndhöggv- \ ari með upplestri,, en Friðgeir Sveinsson flutti ' kveðju frá 'Breiðfirðingafjelaginu í Reykja | vík. j A3 lokum var dans stiginn í stóru tjaldi. I Á. Ó. Sfjómmálafundur á Húsavík á þriðjudag. Frá f”jettaritara vorum. í gær var að tilhlutun þeirra flokka, sem standa að núver- andi ríkisstjórn, boðað til al- menns stjórnmálafundar í Húsa vík, og mættu þar þessir að- komu menn: Sigurður Kristjánsson, alþm., Sigfús Sigurhjartarsson, alþm., og Jónas Jónsson frá Hriflu. Af | heimamönnum töluðu: Þráinn Maríusson, Arnór Kristjánsson, Karl Sigtryggsson, Karl Kristj ánsson og Júlíus Havsteen, sýslumaður. i Umræður urðu fjörugar og j fóru hið berta fram. Fundar- stjóri var Friðrik A. Friðriks- son, prófastur. Höfnin i Danzig opnuð LONDON: — Höfnin í Danzig hefir nú aftur verið opnuð fyrir siglingar. Hydrautic-pressur 70 tonna, fyrirliggjandi. Cjcu'kar CjísíaSon Sími 1500. >-♦>»« Stór íbúð 1 Háteigshverfinu er til sölu ný íbúð, 4 herbergi, eldhús og bað, ásamt 4 smáherbergjum og snyrtiher- bergi með WC í risi. Sjerinngangur og sjermiðstöð. Ibúðin er sólrík og útsýni vítt. CCasteijna (ÍC ^Jer&lrjejaSa L (LÁRUS JÓHANNESSON, hrm.) an Suðurgötu 4. Símar 4314 og 3294. AF SJÓNARHÓLI SVEITAMANNS „GERÐ sje áætlun um hvaða atvinnutæki þurfi að fá til þess að sem flestir landsmanna geti á venjulegum tíma haft vinnu við sem arðbærastan atvinnu- rekstur. Og ennfremur hvaða framkvæmdir aðrar skuli gerð- ar með hliðsjón af því, að at- vinnuleysi:1 skapist ekki í land- inu. Ríkisváldið hlutist til um að nauðsynleg atvinnutæki verði keypt utanlands eða gerð inn- anlands svo fljótt sem fært þykir. Skulu atvinnutæki þessi seld einstaklingum fjelögum eða rekin af ríkinu, ef starf- semi þeirra er þýðingarmikil fyrir þjóðarheildina eða mik- inn hluta hennar. Skulu fjelög til þess að reka atvinnutækin stofnuð að tilhlutan hins opin- bera, ef þörf reynist. Að svo miklu leyti sem fjár- magn til þeirra framkvæmda fæst ekki með venjulegum sköttum og eðlilegri eignajöfn- un, skal það fengið með lán- tökum, ef til vill skyldulánum eða eftir atvikum skylduhlut- töku í atvinnutækjum“. ★ ÞIÐ MUNUÐ líklega ekki vera í miklum vafa úm það, lesendur góðir, hvaðan ofan- greind klausa sje. Hún er nátt- úi’lega úr samningnum, sem stjórnarflokkarnir gerðu í haust, þegar ríkisstjórnin var mynduð. En þó undarlegt sje, þá er það nú ekki. Þetta er úr brjefi, sem Frs.fl. sendi hinum flokkunum í haust, þegar hann ætlaði sjer að verða með í stjórn armynduninni. Þetta vöru nú hans skilyrði fyrir þátttökunni. Þetta ætlaði hann sjer að gera, ef hann yrði í stjórn. (Raunar var ekkert af þessu hugsað af Framsóknarmönnum, því það er tekið orðrjett upp úr brjefi, sem ‘Sjálfstæðismenn sendu hinum flokkunum og í samræmi við það, sem fram hafði komið í 12 manna nefnd- inni. En Framsóknarmenn end- urtaka alt í brjefi sínu og ætl- uðu því hiklaust að ganga að því). ★ OG ÞETTA er einmitt það, sem stjórnin er að gera. Hún hefir látið gei-a áætlun um það, hvaða atvinnutæki þurfi að fá svd að landsmenn . geti stund- að arðsama vinnu. Sú aukning atvinnutækjanna á að koma í veg fyrir að okkur hendi þyngsta og sárasta bölið af öllu: Atvinnuleysi í okkar auðuga og litt numda landi. ★ RÍKISSTJÓRNIN hefir unn- ið ósleitilega að því,,að vjelar, skip og , verkfæri verði keypt utanlands og smíðuð í landinu. Þau munu yfirleitt verða seld einstaklingum eða fjelögum, því nógir virðast ætla að verða til að kaupa. Fjármagns til þess ara framkvæmda verður aflað með sköttum og lántökum, ef með þarf, alveg eins og Tíma- flokkurinn ætlaðist til. ★ NÚ, ER ÞÁ EKKI „alt í lagi“? Er þá ekki Tíminn með stjórn- inni? Vill hann ekki vinna að framgangi þeirrar stefnuskrár, sem hans eigin flokkur hefir sett fram? Nei, það er nú eitt- hvað annað. Iljer er nefnilega 10. júlí einn hængur á og hann meiri en lítill fyrir sjónum Tímaklík- unnar: Hermann er ekki forsæt isráðherra. Hann hafði sagt: „Þið skuluð fá að velja milli mín og „upplausnarinnar“. Her manni var hafnað. Þess vegna verður ,,upplausnin“ að koma. En sem betur fer hefir hún enn ekki komið fram nema í herbúð um Tímamanna sjálfra. Sigl- firskir Framsóknarmenn og Jónasarsinnar, þeir munu nú orðið kannast við hvað upp- lausn er. En sú „upplausn“ er af öðrum toga spunnin'heldur en venjulega er skrifað um i dálkum Tímans og Dags ★ FRAMSÓKNARFLOKKUR- INN hefir lengi af því gumað, að hann væri sáttasemjari í þjóðmálum, hann hefði löng- um staðið milli hinna stríðandi flokka og borið klæði á vopn- in, þegar sýnt- var að síga mundu saman fylkingar. En nú skeði það ,,undarlega“, að sjálf- ir „óvinirnir" sættust. Andstæð ir flokkar með ólíkar skoðanir á ýmsum pólitískum grundvall aratriðum sáu að þáð var þjóð- arnauðsyn að hefja samstarf og gerðu það. Og flokkurinn, sem áður var hinn blíði og hógværi friðflytjandi, hann gerðist nú hinn argasti friðarspillir, ber- andi róg milli samstarfsflokk- anna og gerði sjer við það síst minna ómak heldur en rang- æski Hofsbóndinn forðum daga við bræðurna á Bergþórshvoli. ★ EN HVAÐ ER nú orðið um klæðið góða, sem maddama Framsókn lagði áður á brugðna branda hinna stríðandi flokka? j Nú kom það í góðar þarfir til I annara hluta. Svo sem kunnugt j er, telur Hermann sig sjálfkjör- jinn eftirmann Þorgeirs heitins i Lj ósvetningagoða, sem stóð á j þingi, er við trúnni var tekið af lýði, fyrir löngu síðan. Áður en Þorgeir kvað upp þann skyn samlega úrskurð, að íslending- ar skyldu vera kristnir menn, er sagt að hann hafi legið heil- an sólarhring í búð sinni, breitt feld yfir höfuð sjer og hugsað málið. Þegar hið fyrra hlutverk Framsóknar — sættagerðin — var úr sögunni, þurfti H. J. að finna nýja „rullu“ handa flokki sínum. Hugðist hann nú fara að eins og Þorgeir, lagðist fyrir uppi á Tímaskrifstofu og dró yfir höfuð sjer klæðið góða, sem fyr getur. ★ EFTIR LÖNG heilabrot og miklar ígrundanir hafði spek- ingurinn fundið alveg nýja tefnu handa Framsóknarflokkn um. Hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: Hjer eftir á FramL sókn að gegna hlutverki aftur- haldsins í landinu. Hún á að boða hrun og öngþveiti, eymd og örbirgð á tímum velmegunar og framsækni. Hún á að boða kauplækkun og rýrnun á lífs- kjörum almennings, þégar út- flutningsverðmæti landsmanna eru í hámarki. Hún á að halda fast við úrelta atvinnuhætti og lítt byggileg landssvæði, svo hægt sje að halda áfram styrkjapólitík síðustu áratuga. ★ JÁ, svona hafa tímarnir stund um undarlega endaskifti á hlut unum — framsóknin er orðin að afturhaldi. Flokkurinn, sem einu sinni hafði að orðtaki: Alt er betra en íhaldið; flokkurinn, sem einsetti sjer að vinna til vinstri; flokkurinn, sem hafði það á stefnuskrá sinni að mynda róttæka umbótastjórn, hann mundi nú þurfa að snúa sig úr hálsliðnum, til þess að koma auga á sanna og djaríhuga um- bótaviðleitni. Svo gjörsamlega hefir hann snúið baki við allri framsækni og mist trúna á möguleika almennings í land- inu til batnandi lífskjara. ★ ÞAÐ ER AÐ VISSU leyti skiljanlegt, að yfirmenn Fram- sóknarflokksins hafa tekið þessa stefnu. Þeir hafa um alllangt skeið verið forrjettindastjett í þjóðfjelaginu og það er eðli slíkra manna að verja sjer- hagsmuni sína af atorku ’ og ákafa. Hitt er aftur á móti næsta ömurlegt, að sjá heið- virða, vinnandi bændur, sem ekki mega vamm sitt vita, setj- ast niður og skrifa blaðagrein- ar til varnar þeirri „helstefnu“, sem Framsóknarflokkurinn hef ir nú tekið. En það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem íslensk alþýða hefir safnáð hrísinu í vendina handa sínum eigin böðlum. Vegna sumarleyfa verður skrifstofu niinni og vörugeymslu lokað til .6. ágúst % Paul Smith I Þurkuð epli fyrirliggjandi. Eggert Kristjánsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.