Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 2
MORQUNBEABIB
Föstudagu 24. ágúst 194.'
Berklarannsöknin:
? ¦
A 'af rúmlega 43
búum reyndust sjúkir
BERKLARANNSÓKNINNI
hjer í bænum er senn lokið.
Er aðeins eftir að skoða á 4.
hundrað manns, sem ekki
hefir náðst til sökum fjar-
veru. Rannsóknin hefir geng
ið vel í alla staði'oe liggja
nú fyrir bráðabirgoatölur
um árangur'rannsóknarinn-
ar. Sigurður Sigurðsson
berklayfirlæknir, dr. med.
Gunnlaugur Claessen og Óli
Hjaltested læknir hittu
blaðamenn í gærmorgun,
þar sem Sigurður yfirlækn-
ir gaf bráðabírgðaskýrslu
sína, og fer hún hjer á eftir:
Þeir, sem rannsóknin
náði til.
Berklarannsókn í Reykjavík
er nú nálega lokið. Hefir verið
gerð bráðabirgðaathugun á ár-
angri hennar. Alls hafa verið
rannsakaðir 43196 manns, eða
94,2% íbúanna. ef miðað er við
• síðasta manntal.
2484, eða 5,4%, þeirra, sem
manntalið tók til, komu ei til
rannsóknarinnar af eftirtöld-
um ástæðum:
1) Börn á 1. ári 740. Þau voru
eigi boðuð, þar sem berklasmit
un svo ungra barna hefir ná-
lega altaf í för með sjer ah*ar-
lega berklaveiki. Var allsstaðar
gengið úr skuggS um, að börn-
in væru eigi hald'in þessum
sþikdómi.
2) Fjarvcrandi um lengri
tíma voru 705.
3) Burtfluttir 513.
4) Farlama 321. Dvöldu þeir
flestir eða lágu í heimahúsum.
Voru margir rannsakaðir þar af
læknum og rannsóknir á upp-
gangi framkvæmdar allstaðar
þar, sem ástæða þótti til.
5) Veikir 62, dvöídu ýmist í
sjúkrahusum eða á heimilum
sínum. Var reynt að ganga úr
skugga um að þeir væru eigi
haldnir berklaveiki.
6) Dánir frá síðasta mann-
tali 143.
Hefir því fram til þessa náðst
til 99,6% a'f óllum íbúum bæj-
arins, ef miðað er við síðasta
manntal. En þar sem fólki hef-
ir eitthvað fjölgað í bænum
síðan það var tekið, má búast
við að fleiri fáist til Tannsókn-
ar en manntalið greinir. Telst
svo til að enn vanti á 4. hundrað
manns. Eru það hær eingöngu
sjómenn, og verður reynt að
rannsaka þá, jafnskjótt og þeir
koma til bæjarins, að líkindum
í lok septembermánaðar. Innan
við 20 manns hafa hliðrað sjer
hjá að koma til rannsóknarinn-
ar. Munu einnig verða gerðar
sjerstakar ráðstafanir til þess
að þeir fáist rannsakaðir.
Stóð í 4 mánuði.
Rannsóknin hófst, eins og
kunnugt er, um miðjan janúar-
mánuð síðastl. Var henni að
mestu lokið 19. maí, og stóð því
rúma 4 mánuði. Áætlun þeirri,
sem gerð var í upphafi, var
fylgt í hvívetna. Langflestir
voru rannsakaðir á Röntgen-
deil Landsspítalans, eða um
31200 manns. Um 9500 börn
Einir 25 voru með smit-
andi berkla
voru berklaprófuð í skólum og
heimahúsum. Um 2000 rann-
sakaðir á BerMavarnastöðinni.
Á Landakotsspítala og með
ferða-röntgentækjum, á Kleppi
og Elliheimilinu um 500 manns.
986, eða 2,2%, af hinum rann
sökuðu voru endurboðaðir til
rannsóknar á Berklavarnastöð-
ina. Var þetta gert vegna þess,
| kWémn til þeírra
I$em hafa veri
I berklarannsakaðir
i SIGURÐUR SIGURÐS-
i SON berklayfirlæknir,
i lagði mikla áherslu á eft-
1 irfarandi í sambandi við
i berklaranrtsóknirnar hjer
i í bænum:
i Rannsóknin sýnir aðeins
í ástandið eins og það er hjá
i hverjum og einum þann
[ dag, sem hún fer fram. —
i Berklaveikin er bráður
i sjúkdómur. Því geta menn
; smitast og sýkst stuttu eft-
E ir að rannsókn hefir verið
i framkvæmd.
| Enginn má því láta slíka
H rannsókn aftra sjer frá að
\ leita læknis í tæka tíð, ef
i nokkurra einkenna sjúk-
i dómsins skyldi síðar verða
i vart.
að annað hvort höfðu myndir
þeirra mistekist eða eitthvað
þótt athugavert við þær.
Árángur rannsóknanna.
25, eða 6,5%0 hinna rannsök-
uðu, reyndust hafa smitandi
berklaveiki (13 karlar, 11 kon-
ur og 1 barn). Var fólk þetta á
öllum aldri og misjafnlega mik-
ið veikt.- Enginn vissi um sjúk-
dóm sinn áður. Fór flest af
þessum sjúklingum í heilsuhæli
þegar í stað.
25, eða 0,5%o reyndust auk
þess vera með virka berklaveiki
í lungum, en voru eigi smitandi
(7 kaiiar, 17 konur og 1 barn).
14 eða 0,3%o voru auk þess
með berklaveiki í lungum, á
því stigi að þeir verða fyrst um
sinn uhdir mjög nákvæmu eft-
irliti (4 karlar og 10 konur).
Er því tala þeirra, er sjúkir
hafa fundist við þessa rann-
sókn, alls 64, eða 1,4&, hinna
rannsökuðu. Aðeins 8 þessara
sjúklinga voru lítillega kunnir
Berklavarnastöðinni áður.
Auk þess voru allmargir
kvaddir til eftirlits stöðvarinn-
ar framvegis. Var það einkum
fólk, sem reyndist hafa gömul
berklabris eða önnur einkerini
sjúkdómsins frá fyrri tíma.
Góð aðstoð.
Telja rriá, að berklarannsókn
in í Reykjavík sje með merk-
ustu heilsuvarnaráðstöfunum,
sem framkvæmdar hafa verið
hjer á landi. Mjer er eigi kunn-
ugt um að rannsókn, .sera nær
til allra íbúa einnar borgar, hafi
verið framkvæmd annarsstað-
ar. Eiga stjórnarvöld ríkis og
bæjar þakkir skilið fyrir þann
áhuga og góða skilning, er þau
hafa sýnt þessu málefni. Sjer-
staklega starfsfólk Röntgen-
deildar Landsspítalans, og þá
einkum yfirlæknir dr. Gunn-
laugur Claessen, fyrir það mikla
og nákvæma starf, er þar hefir
verið int af hendi. Án starfs-
krafta og hins sjerstaklega góða
útbúnaðar þessarar deildar
hefði eigi verið hægt að fram-
kvæma slíka ran-nsókn. Enn-
fremur eiga miklar þakkir
hjúkrunarkonurnar, sem gengu
um bæinn myrkranna á milli í
misjöfnu veðri og boðuðu fólk
til rannsóknanna. Þá hefir alt
starfsfólk Berklavarnastöðvar-
innar lagt mjög að sjer á ýms-
an hátt yið rannsóknina.
Þá mintist Sigurður yfirlækn
ir á góða aðstoð þeirra Olafs
Geirssonar, læknis á Vífilsstöð-
um, og aðstoðarmanns síns, Óla
Hjaltested læknís.
Að lokum vil jeg biðja yður
að færa íbúum bæjarins sjer-
stakar þakkir fyrir þann ó-
venjulega skilning og áhuga,
sem komið hefir fram hjá þeim
í sambandi við þessa rannsókn.
Án þessa skilnings íbúanna
hefði rannsóknin verið áfram-
kvæmanleg. Tel jeg, að þessa
verði síðar minst sem vitnis-
burðar um góða mentun og
raunsæi almennings varðandi
vandamál daglegs lífs, og má
að vissu leyti taka slíkt sem
mælikvarða á menningarástand
hverrar þjóðar.
uúm uppkveðinn
r
I
Kaupmannahöfn í gær.
Frá frjettaritara vorum.
í UNDIRRJETTI Kaupmanna
hafnar var í dag kvcðinn upp
dauðadómur, annar í röðinni.
Klagenberg Hipomaður var
dæmdur til dauða fyrir að hafa
Ijóstrað upp um skemdarverk.
Leiddi það til þess, að fjórir
skemdarverkamenn voru tekn
ir af lífi. I dómnum var lög-
regluþjónn einn gagnrýndur
harðlega. Hafði hann játað, að
hann hefði slegið fangann.
Fyrsti dauðadómurinn, sem
upp var kveðinn, verður lagð-
,ur fyrir hæstarjett í þessum
mánuði.
Ríkisstjórnin hefir ákveðið,
að aftökurnar skuli framkvæma
lögreglumenn, sem gefi sig
fram til þess af frjálsum vilja.
— Páll Jónsson.
Sigurður Thorlocius
I ? f 1 : i .¦'¦ •¦
skolastjon
Mkur minniitgarorð
FUNDUM okkar bar fyrst
saman í Mentaskólanum við
stúdentspróf vorið 1922. Við-
kynningin varð þá svo sem ehg
in. Prófað var þá í fyrsta skifti
í tveim deildum, máladeild og
stærðfræðideild.Vprum við sinn
í hvorri deildinni, en auk þess
var hann utan skóla nemandi.
Gamla stúdentamyndýi sýnir
hann í hópnum. Yfir fyrstu
minningunni um Sigurð Thor-
lacius er þá líka bjart og hlýtt
eins og yfir öllum hópnum, sem
þá var að leggja upp í ferðina,
langa eða skamma. Slíkar end-
urminningar eru í huganum
sem grænka gróanda.
Ferðin, sem Sigurður Thor-
lacius átti fyrir höndum varð
skömm, svo alltof skömm. Hann
var að vísu veill heilsu framan
af, en vinir hans hugðu, að
hann hefði fengið sem næst
fulla bót meins síns. Ókunn-
ugum gat síst dottið annað í
hug, en að þar gengi heill mað-
ur að verki í hverju, sem hann
tók sjer fyrir hendur. Dauðinn
gérir ekki boð á undan sjer, og
svo fór nú, að vinum hans og
samstarfsmönnum varð hverft
við, er þeir frjettu lát hans að
kveldi hins 17. þ. m. Var Sig-
urður þá rjett rúmlega 45 ára
að aldri, fæddur á Djúpavogi 4.
júlí árið 1900.
Ágætár ættir standa að Sig-
urði. Foreldrar hans eru þau
merkishjón, Ólafur Thorlacius,
fyrrum hjeraðslæknir og Ragn-
hildur Pjetursdóttir Eggerz, er
háöldruð eiga á bak að sjá
mætum syni. Er óþarfi að rekja
ættir þeirra svo kunnar sem
þær eru, en margar bestu eink-
anir ætta þessara komu fram
hjá Sigurði, hógværð og prúð-
menska í allri framkomu,
stefnufesta og forsjálni, fjelags
lyndi samfara lipurð og öryggi
hverskonar samningum manna
í milli, en menntaður var Sig-
urður í rjettu hlutfalli við skír-
ar og góðar gáfur. Tilfinninga-
maður var hann meiri en flesta
gat grunað, því hann var skap-
stillingarmaður og kunni að
dylja geð sitt. HaUn var svo vel
gerður um alla hluti, sem prýða
nýtan og góðan dreng, að hann
hlaut að vekja athygli hvar sem
hann fór.
Snemma hneigðist hugur Sig-
urðar að uppeldismálum. —r Að
loknu stúdentsprófi tók hann
kennarapróf 1924 og gerðist
kennari á Djúpavogi, en þá var
jheilsu hans svo háttað, að hann
varð að bæta sjer upp inni-
seturnar og gerði hann það
með því að sækja á sjó með
sjómönnum í plássinu. Kenn-
ari var hann við Samvihnuskól
ann eitt ár,' 1927, en þá tók
hann mikilsverða ákvörðun. —
Hann ákvað að helga sig alveg
uppeldismálunum. Með það fyr
ir augum séttist hann enn á ný
á skólabekkinn, að þessu sinni
í hinum frægustu sjerskólum
í Sviss og Frakklandi, og lauk
I hann prófi í uþpeldis- og barna
, sálarfræði. Um þær mundir var
[verið að ljúka við smíði Aust-
urbæjarbarnaskólans, sem þá
var ávallt nefndur „Nýi barna-
skólinn", og var Sigurður skip-
aður skólastjóri 1930, eftir þó
nokkurt þjark milli yfirvalda
bæjarins og kennslumálaráðu-
neytis. Lifði lengi í þeim glóð-
um, sem þá var í skarað, en
Sigurður fór áður en lauk með
fullri sæmd frá þeim viðskift-
um. Ekki kann jeg að segja
frekar frá afskiftum Sigurðar
af barnafræðslu og uppeldis-
málum; koma þar sjálfsagt aðr-
ir til, kunnugri, en það er trúa
mín, að margar nýungar, sem
hann braut upp á, muni festa
rætur til farsældar komandi
kynslóð. Áhugi hans í þessum
efnum leyndi sjer ekki. Hann
lýsti- sjer í innilegri gleði, þeg-
ar hann varð var við skapandi
gáfur barna eða greinilegar
framfarir þeirra.
¦ Slíkur maður sem Sigurður
var, hlaut að láta fjelagsmál
mikið til sín taka. Fyrst og
fremst voru það mál kennara-
stjettarinnar, sem hann bar fyr
ir brjósti, ,og varð hann mesíur
áhrifamaður í fjelagssamtökum
kennara, átti sæti í stjórn Sam-
bands íslenskra barnakennará
frá 1934, en förmaður sam-
bandsins frá 1937 til 1943. £
beinu framhaldi þessa starfs,
gerðist Sigurður einn helsti
hvatamaður að stofnun Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja,
og var hann kjörinn fyrsti for-
maður Bandalagsins og var for-
maður þess til dauðadags. Fyrir
hið mikla og ósjerhlífna starf,
sem hann leysti af hendi í stöðu
brautryðjandans, færa í dag
þakkir þúsundir ^tarfsmanna
ríkis og bæja á íslandi og Banda!
lag þeirra heiðrar. minningu
hans með því að gcra útförina
á sinn kostnað.
Hjer verða ekki rakin af-
skifti Sigurðar af ýmsum merK
um fjelagsmálum. Mesta dags-
verki skilaði hann fyrir heild-
ina, undir forystu hans náðist
það fram, að launalög voru sam
þykt á Alþingi ög tryggingar-
málum opinberra starfsmanna
komið í gott líorf. En hann ljet
líka til sín taka menningar- og
líknarmál. Á námsárunum tók
hann miklu ástfóstri við frakk-
neska tungu og menning. Vari
hann virkur fjelagi í Alliance
francaise og gerði sjer það til
yndis í frístundum sínum, að
þýða úr frönsku máli á íslenskt.
Framh. á 4. síðu-