Morgunblaðið - 24.08.1945, Side 8

Morgunblaðið - 24.08.1945, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagu 24. ágúst 1945 Áttræður: Jón Brynjólfsson, trjesmiður í Vík JÓN BRYNJÓLFSSON trje- smiður og fyrrum vegaverk- stjóri í Vík í Mýrdal er 80 ára í dag. Jón er fædÖur í Breiðuhlíð í Mýrdal 24. ágúst 1865. Voru foreldrar hans merkishjónin Brynjólfur Guðmundsson og Þorgerður Jónsdóttir ljósmóð- ir. Þegar Jón var á öðru ári fluttu foreldrar hans að Litlu- Heiði og bjuggu þar síðan öll sín búskaparár. Þorgerður, móðir Jóns, var fjölda mörg ár ljósmóðir í Mýrdal og vanp þar mikið og göfugt starf. Hún mun hafa tekið á móti yfir 300 börnum. Þegar fátæk heimili áttu í hlut eða aðrir erfiðleilcar steðjuðu að, brást það aldrei, að Þorgerður tæki hvítvoðung inn með sjer heim að Heiði og fóstraði hann, þar til móðirin var staðin upp úr sængur- legunni. Þeir eru ekki fáir Mýr dælin’garnir, nú upp komnir, er fengu þessa aðhlynningu hjá hinni hjartagóðu ljósmóður fyrstu dagana á lifsleiðinni. Jón Bryjólfsson ólst upp í foreldrahúsum og dvaldist þar fram yfir tvítugt. En þá fór hann að heiman og tók að stunda trjesmíðanám hjá Magn úsi S. Blöndahl í Hafnarfirði. Var hann hálft annað ár við námið og hlaut sveinsbrjef að því loknu. Hefir Jón oft minst veru sinnar í Hafnarfirði og kveðst aldrei hafa haft betri húsbændur en þau Blöndahls- hjón. Að loknu námi stundaði Jón ýmiskonar vinnu í Mýr- dal, aðallega smíðar. Jón kvæntist 1893 Rann- veigu Einarsdóttur oddvita Einarssonar frá Rofabæ í Með- allandi, dugmikilli konu. — Fyrsta árið dvöldu ungu hjón- ip á Litlu-Heiði. En vorið 1895 reistu þau bú á Höfðabrekku, fyrsta árið á fjórða parti jarð- arinnar, en síðan á hálfri jörð- inni. Ekki voru efnin mikil, þeg- ar byrjað var að búa, því enda þótt Jón hefði nóg að starfa við smíðar, safnaði hann ekki fjár- sjóði. Kaupið var aðeins hálf önnur króna á dag, en vinnan 12—16 tímar. Jón byrjaði bú- skapinn á Höfðabrekku með lántöku, og ekki auðnaðist hön- um að greiða lánið til fulls fyr en hann hætti búskap, eftir 12 ár. Þeir, sem þekkja skap Jóns munu fara nærri um, að ekki hefir- honum fallið það vel að sitja með stofnskuldina öll bú- skaparárin. En fátæktin og basl ið hefir margan íslenskan bónd ann grátt leikið, fyrr á árum. Oft var þröngt í búi á Höfða- brekku, en aldrei var þar sult- ur, þótt barnahópurinn væri stór, en búið smátt. 32 ær voru í kvíum, þegar flest»var. Eitt sumar voru kýrnar þrjár, en um haustið hrapaði ein — sú eina, sem var mjólkandi — og var þá ekki mjólkurdropi til handa öllum barnahópnum. — Svona gekk það til. En Höfða- brekkan var líka gjöful. Fugl- inn í bjarginu gaf margan munnbitann. Kom það fyrir, að farið var niður í hamrana á vorin og grapið eftir hvanna- rót, til búdrýginda. Oft kom góður reki á fjöruna. Alt var notað. Þannig liðu búskaparárin á Höfðabrekku. Þau'voru oft erf- ið. Eftir 12 ár brá Jón búi og flutti til Víkur. Bygði sjer í- búðarhús þar með hjálp Hall- dórs Jónssonar kaupmanns. — Þar hefir Jón búið alla tíð síð- an. Jóni Brynjólfssyni hefir vegn að vel í Vík. Fyrstu árin stund- aði hann aðallega smíðar. Stóð hann fyrir smíði margra húsa í Vík og víðar í sýslunni. Var sóttst eftir Jóni til smíða, því að hann var ekki aðeins góður smiður heldur var hann slíkur afburða verkmaður, að fáir voru hans jafningjar. Arið 1915 var Jóni falin verk stjórn við vegagerð ríkisins í Mýrdal og hafði það starf með höndum í 29 ár. Var það ein- róma álit yfirmanna Jóns, að þetta starf hafi hann leyst af hendi með hini mestu prýði. Jón krafðist oft mikils af þeim mönnum sem hann hafði í þjónustu sinni, en mestar kröf ur gerði hann jafnan til sjálfs sín. Hann hlífði sjes aldrei. — Ekki ljet Jón ganga á hlut verkamanna sinna; var þeirra stoð og stytta, er á reyndi. — Var verkamönnum hlýtt til Jóns, þótt stundum væri hann kröfuharður. Hann vildi öllum rjett gera. Þau Jón og Rannveig eign- uðust 10 börn! þrjú dóu í æsku. Ein dóttirin, Steinunn, gift Val mundi Björnssyni brúarsmið í Vík, andaðist í maí s.l. Við frá- fall hennar var mikill harmur kveðinn að hinum aldurhnignu foreldrum. Steinunn og Val- mundur höfðu heimili í sama húsi og gömlu hjónin og var Steinunn þeim einkar góð og hjálpsöm, þótt sjálf ætti hún við vanheilsu að stríða. — Hin börnin sex, sem eru á lífi, eru: Magnús, húsasmíðameistari í Reykjavík, Ólafur, verslunar- fulltrúi hjá Verslun Halldórs Jónssonar í Vík, Þorgerður, gift Einari Erlendssyni versl- unarfulltrúa hjá Kaupfjelagi Skaftfellinga í Vik, Brynjólfur, -skipstjóri, Reykjavík, Guðrún, gift Guðmundi Þorsteinssyni, rafmagnsmeistara, Reykjavík, Einar, bílstjóri í Reykjavík. — .011 eru börinin hin mannvæn- legustu og prýðilega gefin til munfls og handa, eins og þau eiga kyn til. Nú er Jón Brynjólfsson hætt ur störfum að mestu, enda er heilsa hans þannig, að erfiðis- vinnu þolir hann ekki lengur. En sálarkröftum heldur hann óskertum. Jón hefir miklu dags verki lokið. Hann hefir unnið dyggilega, í blíðu og stríðu, og getur því rólegur tekið sjer hvíld frá störfum. Sjálfur er hann allvel efnum búinn, og framtíð barnanna trygð. „Við getum aldrei nógsamlega þakk að börnunum okkar fyrir það, hve góð þau hafa verið okkur“, sögðu hin öldruðu heiðurshjón við mig, er jeg heimsótti þau á dögunum. Hinir mörgu vinir Jóns Bryn jólfssonar og Rannveigar konu hans óska þess af alhug, að æfi kvöld þeirra megi verða bjart og fagurt. J. K. — Togarakaupin Framhald af 1. síðn nnuxdsson, Gunna,r .skip.amiöl- árl :Gúð,j(jiissqn og Oddur út- gerðarinaður I'Ielgason utan, að tilhlutun Nýliyggingaráðs, til þess að athuga mögujeika á skipabyggingunt í Svíþjóð, Ilanmörku og Knglandi. Var Ólafur skipaverkfræðingur Sigurðsson í för með þeini, sem sjeríróður ráðunaútur. •—< Enn liggja eigi fyrir full- komnar upplýsingar um verð- lag og afhendingartíma í Sví- þ.joð og Danmörku. Hinsveg- ar hefur nefnd þessari tekist, að fá föst tilhoð í alt að 30 skip frá Englandi, er afhend- ist Islendingum ýmist.á árinu 1946 eða fvrir mitt árið 1947. Verðtilboð þessi eru frá fimm, aðal togarasmíðastöð vum í Bretlandi, og gegn því að kau’p andinn sje einn og sami aðili. Stærð skipanna er enn ekki, endanlega ákv.eðin. en verður frá 140—170 fet, með gufu- vjel eða dieselv.jel, eftir því sem íslendingar óska. Er ætl- ast til, að um það verði sám- ið endanlega á næstunni. Verð stærstu skipanna er 1,8—1,9 rnillj. króna, og hinna í hlutfaili við það. Þar-sem filboð þessi eru háð því skilyrði, að kaupandinn s.je einn og að tafarlaust verði gengið að þeim eða frá, hefur þótt nauðsynlegt, að ríkis- stjórnin tæki málið í sínar hendur og yrði samningsaðili. Hefur ríkisstjórnin heimilað nefndinni að ganga frá þess- um kaupum og sjálf hefur leyfi til að láta smíða fyrir íslendnga sex togara í jlret- landi. Góðar horfur virðast % þó vera á því að viðbótarleyfi fáist. Enn er ekki hægt að segja með vissu hvernig málinu 'lykt- ar, en unnið er að því að afla nauðsynlhgra leyfa bréskra stjórnarvalda. Bráðabirgðalög þau. er néfnd eru hjer að framan, eru á þessa leið: Bráðabn’gðalögin. Bráðabirgðalög um togara- kaixp ríkisins. Forseti Islands gjörir kunn- ugt: Forsætisráðherra hefir t.jáð m.jer. að með því að eitt af aðalatriðiun í stefnuskrá rík- isstjórnarinnar sje að hlutast til um að nýjir togarar verði keyptir til landsins, þá hafi farið fram ýtarlegar athugan- ir á þessu : máli, bæði innan lands og utan. Þessar athugán ir hafi leitt í 1 jós, að öruggasta leiðin til þess að fá togara byggða erlendis fljótt og'með hagkvæmustu kjörum sje, að< ríkisstjórnin gerist aðili að væntanlegum samningum um togarasmíðina. Jafnframt sje, nauðsynlegt' að hefjast handa nú þegar um þær samninga- gerðir. Með því að jég fellst á, að brýn nauðsyn s.je á því að semja um smíði togara nú þeg ar, gef jeg út bráðabirgðalög samkvæmt 23. gr. stjórnar- skrárinnar á þessa leið : stjórnin aflað s.jer nauðsynlegr ar heimildar í þessu skyni með bráðabirgðalög'um, er út voru gefin 23. þ. m. Ríkisstjórnin vill benda á, og vek.ja á því alveg s.jer- staka athygli, að með þessari ráðstöfup hefir þó eigi enn tekist að tryggja íslendingum kaup á umræddUnj 30 togur- um, heldur er hjer aðeins urn að ræða samning við hlujað- eigandi skipasmíðastöðvar. •—, Hvort, tekst.að fa skipin, velt- ur á því, hvort bresk stjórnar- völd heimila að skipin verði byggð fyrir íslendinga, — en eins og áður er fram tekið, hefur hingað til aðeins fengist 1. gr, Ríkisstjórninni er heimilt að láta. smíða eða kaupa allt að 30 togara erlend- is með það fyrir augum, að þeir verði seldir einstaklingum fjelögum eða bæjar- og s.veit- arfjelögum. 2. gr. Til framkvæyida sam- kvæint 1. gr. er ríkisstjóniinni heimiit að taka allt a'ð 00 niillj, króna lán, er greiðist upp, er skipin hafa verið seld. 3. gr. Lög þessi öðlast þeg- ar gildi. tiiiiiiMiniiiiiiiiniiBUBawwmBamMaiitaBW" ÖL faffnuá ^JtiorlacLuó = hæstarjettarlögmaður 1 Aðalstræti 9. Sími 1875. 1 «HHuuuuiiiiiiiiumumRniuuomiuuau' Robert Slorm I WrliLE CUT5 COMH ÁNO GBT 'EMl GRA3 THE < CEIUNS mm ceseryed. 1) ’ Leftýr— Helvígkúr. Hann er löggi. „Vinur n“; — Upp með kruinlúhnar. •3) „Vinurinn“ brýtur iðú óg kallar út til hinna lögre^lujnannanna: — Svona, strákar, komið nú'og sækið þá! _ x >■ i »• fiA ■»& v;'5 s * ''"14(t'-?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.