Morgunblaðið - 19.09.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.09.1945, Qupperneq 6
MORGUNBLA Ð IÐ iMiðvikudagnr 19. sept. 1945 * Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lecbók. Að vinna friðinn PEGAR NÚVERANDI ríkisstjórn var mynduð með stuðningi þriggja stjórnmál-aflokka á Alþingi, voru það tvö höfuðmarkmið sem stefnt var að. Annað var, að tryggja sjálfstæði og öryggi íslands út á við, og hitt, að hefja stórvirka nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Enn er ekki eitt ár liðið frá því að stjórnin tók við völdum. Samt hefir á þessum stutta tíma mikið áunnist. Hið unga íslenska lýðveldi á nú því mikla láni að fagna, að njóta einlægrar vináttu mestu lýðræðisþjóða heims, þeirra þjóða, sem koma til með að ráða mestu í alþjóða- málum í náinni framtíð. Þetta er mesta öryggið, sem þjóð- inni gat hlotnast á fyrstu göngu lýðveldisins. Eigi er þörf að lýsa hjer þeim risaátökum, sem orðið hafa á sviði nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar á und- anförnum mánuðum. Þau eru öllum landslýð kunn. Er skemt að minnast síðasta og um leið stærsta átaksins á því sviði: Byggingu 30 nýtísku togara í Bretlandi. Þetta og ólal margt fleira er sönnun þess, að nýsköpunin var ekki orðagjálfur, eins og stjórnarandstæðingar vildu vera láta, heldur fastur ásetningur, sem nú er orðinn veruleiki. ★ Eins og menn eflaust muna, varð það að samkomulagi milli stjórnarflokkanna, að fresta beinum aðgerðum gegn dýrtíðinni í landinu, meðan velta stríðsins stóð enn á toppinum. Hinsvegar var trygt með samkomulagi milli atvinnurekenda og verklýðssamtakanna, að reynt skyldi að stöðva dýrtíðina þar sem hún var. Þetta hefír tekist að mestu leyti fram að þéssu. En nú er komið nýtt viðhorf. Stríðinu er lokið. Það kallar á virkar aðgerðir í dýrtíðarmálunum. Þessar að- gerðir eiga ekki að miða að því, að rýra lífsafkomu fólks- ins í landinu. Þvert á móti. Stefnan á að vera óbreytt, sú, að tryggja öllum landsmönnum atvinnu við sern arðbær- astan atvinnurekstur. En því takmarki verður ekki náð, nema þjóðin verði samtaka í því, að ljetta bvrðar dýrtíð- arinnar, svo að atvinnuvegir þjóðarinnar geti verið sam- kepnisfærir á erlendum markaði í framtíðinni. Þetta mikilvæga spor er auðvelt að stíga, ef þjóðin er samtaka. Allar stjettir þjóðfjelagsins, allir einstaklingar eiga að vinna þetta þegnskaparstarf. Verði það gert, þá t er sigurinn auðunninn. ★ Einhver mun vafalaust spyrja sem svo: Hvað þýðir að vera að tala um sameiningu þjóðar, sem altaf þarf að vera að rífast? Sjáið þið ekki skrifin í blöðum stjórnarándstæð- inga? Og lesið sjálf stjórnarblöðin. Eru ekki þar svo til daglega bornar æruleysis sakir á ýmsa ráðamenn sjálfra st j órnarf lokkanna ? Um aðalblað stjórnarandstöðunnar, Tímann, er það að segja, að þar er sennilega ekki að vænta neinna umbóta. Ritstjóri þess blaðs er svo ataður í sorpblaðamenskunni og ráðamenn flokksins munu telja þessa starfsaðferð sig- urvænlegasta.. Nýjasta dæmið úr þeim herbúðum, eru árásirnar á verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. Nefndin sýndi fylsta sanngirni í verðlagningunni. Þetta þoldi Tím- inn ekki og hvetur nú bændur til framleiðslu- og sölu- verkfalls! Skyldi þessi krafa vera gerð í þágu bænda- stjettarinnar? ★ Stjórnarflokkarnir eru þannig settir, að þeir geta haldið sínu striki, án þess að hirða um skrif Tímans, eða tagl- hnýtinga hans. Hitt er ósæmilegt, að stuðningsblöð stjórn- arinnar skuli vera í innbyrðis rifrildi, rjett eins og um væri að ræða illvíga fjandmenn, en ekki samstarfsmenn. Þessum leik má ekki halda áfram, ef vel á að fara. Stjómarflokkarnir og stuðningsblöð þeirra verða að vinna sameiginlega að framgangi hinna stó'ru mála, sem stjórnarsamstarfið er grundvállað á. Þessir sömu aðilar eiga einnig nú þegar að hefja skipulagða herferð gegn dýrtíðinni í landinu og tryggja þar með sigur hinna góðu mála, eða m. ö. o.: Að vinna friðinn. \Jiluerji iLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þörf ákvörðun. ÞAÐ MUN vekja almenna á- nægju margra, að Landsbankinn skuli hafa ákveðið að gefa út bókina „Iceland“ í endurbættri útgáfu. Þeir, sem einhver skifti hafa haft við erlenda menn á undanförnum árum, fundu oft hve þessi litla, en vel samda bók kom að góðum notum þegar kynna þurfti land og þjóð fyrir útlendingum. Því miður hefir bókin eins og hún er nú ekki það gildi, sem hún getur haft og mun hafa þegar búið er að endurbæta hana og bæta við hana nýjum upplýsingum. „Iceland" er nú algjörlega ófá- anlegt og' það er prýðilegt að bók arinnar skuli nú von á ný. Það þarf aðeins að gæta þess, að prenta hana í nógu stóru upp- lagi, því það má reikna með, að mikil eftirspurn verði eftir henni þegar hún kemur út, því betri gjöf er varla hægt að gefa útlend ing, sem hefir áhuga fyrir að kynna sjer land og þjóð. • Meira af slíkum hókum. ÞAÐ þyrfti sannarlega að gefa út meira af slíkum bókum sem „Iceland“ er. Það er sama hvar er komið í heiminum. Alstaðar ríkir hin mesta fáviska um okk- ur og þó að við höfum haft þús- undir erlendra manna á landi voru nú um nokkur ár, þá er það sáralítill hluti þeirra, sem hefir haft af okkur nein kynni að ráði og sumir breiða meira að segja út enn meiri misskilning um okk ur af eintómri fávisku og vegna þess fyrst og fremst, að þeir fengu ekki tækifæri á meðan þeir dvöldu hjer, að kynnast okkur. Nýlega birtist dæmi um þessa fávisku. í víðlesnu erlendu blaði birtist þvæla um, að hver sem er geti stundað lækningar hjer á landi. Var birt skopmynd til skýr ingar og þessi skopmynd birt hjer í blaðinu til að sýna kjána- skapinn. Það er læknir, sem hefir gefið hinu erlenda blaði þessar upplýs ingar. Kanske hann hafi verið hjer á landi og fengið þessar fá- ránlegu upplýsingar hjer? • Ekkert hjegómamál. LANDKYNNINGIN er sannar- lega ekkert hjegómamál. Við skildum þetta fyrir styrjöldina og fengum ágætan mann til að standa fyrir landkynningu, en er styrjöldin brautst út, var þetta landkynningamál enn á byrjunar stigi. Við ljetum svo stærsta tæki færi, sem við höfum nokkru sinni fengið til landkynningar, ganga úr greipum okkar og verðum að byrja alveg upp á nýtt. En það er ekki of seint ennjjá. Það þarf ekki að vera neitt skrum, sem við breiðum út um land okkar og þjóð erlendis og á raunar ekki að vera það. Bara sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn. En það er ekki 'al- veg vandalaust að fá fólk til að kynnast sannleikanum. Það þarf lag til þess, eins og annars. • Gjaldmælar á leigubíla. BIFREIÐASTJÓRAFJELAGIÐ Hreyfill hefir látið margt gott af sjer* leiða. Forystumenn þess f je lagsskapar virðast vilja koma til j móts við almenning í ýmsum sjálfsögðum kröfum og er það virðingarvert út af fyrir sig. f frjettum þessa dagana er skýrt frá því-, að Hreyfill muni nú brátt fá gjaldmæla á leigubif reiðar sínar. Því mun almennt fagnað, því þá er ekki lengur um neitt að villast hvað hver á að borga. Var talsvert rætt um þetta hjer í dálkunum fyrir eina tíð og var tekið vel af forystumönn- um bifreiðastjóra, en því j>á bor ið við, 'eins og satt var, að ekki væri hægt að fá gjaldmæla vegna styrjaldarinnar. Nú hefir þetta augsýnilega tek ist og er það sannarlega vel. — Munu bæði leigubifreiðastjórar og viðskiptamenn þeirra fagna þessari nýbreytni og kunna vel við hana. • Annað framfaramál. EN ÞAÐ er annað framfara- mál, sem bifreiðastjórafjelagið ætti að taka til athugunar og það er leynivínsala, sem fullyrt er að bifreiðastjóraf reki eftir lokunar tíma áfengisverslunarinnar. Það er fullyrt, að bifreiðastjór ar selji svartadauðafölskú á 100 krónur og þaðan af hærra. Það er ekki hægt að kalla þetta okur, þetta er rán, sem ekki nær neinni átt að líðist, ef rjett er með far- ið, að satt sje. Brennivínsflaska er seld á 45 krónur í áfengisútsölunni og þyk- ir víst nóg. Það má vel vera, að mönnum sje vorkun, að þeir selji vín með einhverjum hagnaði að kvöldi til úr því, að yfirvöldin eru svo skammsýn, að veita þeim þetta tækifæri með bandvitlausri áfeng islöggjöf. En það hljóta að vera einhver takmörk fyrir hvað mönnum leyfist að fjefljetta með borgara sína. Burt með ölæði á almannafæri. HALLDÓR KILJAN LAX- NESS rithöfundur skrifaði ný- lega þarfa hugvekju í blað hjer í í bænum um áfengismálin. Hann benti þar rjettilega á, að fvlli- röftum er ekki sjeð fyrir neinum samastað nema gatan. Af þessu leiðir, að ' alsgáðir borgarar fá ekki frið á almanna- færi fyrir ölvuðum mönnum og dtykkj ulátum. Sá ósiður er ennþá landlægur hjer, að afsaka alt, sem drukknir menn fremja. „Hann vðr fullur, strákgreyið", er sagt um þá suma fylliraftana, er þeir hafa gert eitthvað af sjer. Ef til vill eyði- lagt skemtun fyrir fjölda manns. Það er álitin nægjanleg afsökun og delinkventið er tekinn í sátt og er jafngóður maður eftir að hann hefir sofið úr sjer vímuna. Borgararnir' þurfa að taka sig saman um, að afnema þann ósið að sýkna menn af hverju sem er, bara ef þeir hafa verið ölvaðir. Þá myndi sannarlega breytást götulifið hjer í bænum og skemt- analífið í heild í landinu. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI SÁLKÖNNUN, tniarbrögð þeirra, er einu sinni hafa opnað augun fyrir henni, hefir sína eig in æðstu presta og innan þessara trúarbragða eru vitanlega sjer- trúarmenn eins og meðal annara trúarflokka yfirleitt. Þeir, sem fyígja kenningu þessari í grund- valiaratriðum, eru fylgjendur dr. Sigmund Freud, höfundar sál- könnunarkenningarinnar. Flestir þessara manna dveljast í Banda ríkjunum. Fyrir nokkru komu út rit þeirra, — Árbók sálkönnunar kenningarinnar — sem leggur höfuðáherslu á þetta atriði. — í upphafi var kynið sem alt bygð ist á, byggist á og mun altaf byggjast á. Höfuðpaur Freudistanna er nú hinn 70 ára gamli dr. Abraham Arden Brill, sem þekti Freud í Vín árið 1908. Kenningin byggist á því, að nauðsynlegt sje að rekja æfiferil hins taugaveiklaða synda sels í smáatriðum alt til barn- æsku og fá hann til að horfast í augu við veruleikann. í þessu skyni er sjúklingurinn tekinn til yfirheyrslu (klukkutíma í einu, stundum meira en 200 sinnum). Þetta kemur oft að góðu gagni. Hinir sönnu Freudistar hafa að- eins áhyggjur ,út af þeim mönn- um, sem dr. Brill kallar, „einstakl inga, sem bjóða almenningi upp á ódýrari og fljótvirkari sálkönn un“. Sannur Freudisti er eingyð- istrúarmaður. Hann trúir aðeins á einn gúð — girndina, kynhvöt- ina, sem hið ráðandi afl í mann- lífinu. Þeir álíta fylgismenn Jung algyðistrúarmenn eða villutrúar- menn (þeir halda því fram, að girndin byggist upp af öðrum þáttum en kynhvötinni). Sömu augum líta þeir á fylgismenn Adlers (þess er koma fram með kenninguna um minnimáttar- kenndina). í Árbók Freudistanna eru rit- smíðar eftir dr. Brill dr. Gregory Zilboorg (þann, er sálgreindi Ralph Mc Allister Ingersoll), dr. Karl A. Menninger, dr. Frans Alexander (æðsti presturinn í sálkönnunarstofnuninni í Chica- go). Leikmenn, sem vilja skyggn ast inn í musteri þessarar speki, eiga við ýmsa erfiðleika að stríða; málið, sem notað er af sálkönnuðunum er hreint og beint hræðilegt. Þeii' leggja hin- ar ótrúlegustu merkingar í orð, sem almenningur hefir áður ekk-i verið í neinum vandræðum með að skilja. Árbókin minnist enn á kenn- inguna um ástina, sem öllum Freudistum er mjög kær — ást- in er sem sje í raun og veru hat- ur og undirgefni, þetta eru kenn ingar, sem ömmur okkar hefðu áreiðanlega fylst vandlætingu yf ir og fordæmt. En af skýrslum Freudistanna um þau tilfelli, sem þeir hafa haft til meðferð- ar, geta venjulegir menn komist að því, hvað þeir meina með kenningu sinni um kynhvötina, enda þótt vísindamál þeirra sje að meira eða minna leyti óskiljan legt. Hjer eru dæmi: Kona, sem hefir engan áhuga fyrir heimilis störfum sínum, tekur taugameð- ul og kvartár við hvern sem vera skal um lasleika sinn. Skýring Freudista: hún er sennilega kyn- ferðislega biluð, þar sem fólk ætti að hafa ánægju af vinnu með því að vinnan er einskonar kynferðisleg fullnæging, auk Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.