Morgunblaðið - 19.09.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÍMiðvikudagur 19. sept. 1945 3efer JÓNATAN SCRIVENER j Cftir (Jíaude ^Jdoa^Lton Stríðsherrann á Mars 3>, irenffjaáa ^a Eftir Edgar Rice Burroughs. 25. Meðan hann stóð, var þetta einhver fjörugasti og harð- asti bardagi, sem jeg man eftir. Að minnsta kosti tvisvar bjargaði jeg mjer frá bráðum dauða aðeins með hinni dá- samlegu fimi, sem mínir jarðnesku vöðvar veita mjer við skilyrði minna loftþrýstings á Mars, heldur en er á jörðinni. En þrátt fyrir það, komst jeg mjög nærri bráðum bana þennan dag í hinum rökkvuðu jarðgöngum undir suður- skauti Mars, því Lakor beitti mig bragði, sem jeg hefi aldrei þekkt fyrr í öllum viðureignum mínum á tveim jarðstjörnum. Hinn Þerninn sótti þá að mjer, og jeg var að neyða hann til þess að hörfa aftur á bak, snerti hann hjer og þar með sverðsoddinum, uns hann hafði fengið all-margar skeinur, en gat þó ekki brotist gegnum vörn hans að fullu eitt andartak, sem hefði verið nóg til þess að senda hann til forfeðra sinna. Það var þá, sem Lakor leysti skyndilega af sjer beltið, og um leið og ieg hopaði á hæli, til þess að verjast snöggu lagi frá hinum, slöngvaði hann öðrum enda beltisins utan um vinstri fótlegg minn, og togaði svo í, þannig að jeg datt endilangur á bakið. Svo rjeðust þeir á mig eins og óargadýr, en þeir höfðu gleymt Woola, og áður en sverð þeirra höfðu komið við mig, stökk hundurinn urrandi yfir mig þar sem jeg lá, og rjeðist á óvini mína. Imyndaðu þjer, ef þú getur, risavaxinn grábjörn með 10 fætur, með ógurlegar vígtennur og gífurlega stóran kjaft, sem nær aftur að eyrum, og sýnir opinn þrefalda röð af tönnum. Gerðu svo ráð fyrir að þessi skepna sje jafn grimm og jafn liðug, eins og hálfsoltið tígrisdýr, jafn sterk og tvö naut og þá muntu hafa fengið einhverja hug- mynd uih Woola, þegar hann var reiður. Áður en jeg gat stöðvað hann, hafði hann banað Lakor með einu höggi af framfæti sínum, og rifið hann sundur, 28. dagur ,,Já, blessaður vertu — him- inlifandi. Myndin af honum æ*ti að prýða forsíðuna á hverri einustu bók um mannasiði! En við skulum ekki tala um hann. Jeg vivdi bara komast að raun um, hvort. óhætt myndi að treysta þjer“. Jeg svaraði engu og við sát- um bæði þögul litla hríð. „Jeg kom eiginlega hingað til þess uð bjóða þjer til miðdegis- verðar“ sagði hún alt í einu. ,,En jeg hefi skift um skoðun. Þú vcrður að koma og snæða hjá rnjer kvöldverð — eftir vikip Viltu það?“ „Já — þakka þjer fyrir. Er heimboðið tákn þess, að sam- starf OKkar sje hafið?“ „Getur verið. Áður en jeg fer ætla jeg að segja þjer dálítið, sem þú getur hugsað um næstu viku. Það er um Jónatan“. Hún kveikti sjer í vindlingi. „Já — jeg ætla að segja þjer það, og síðan þarf jeg að spyrja þig nokkurra spurninga. — Ef til vill er leyndardómurinn um Jónatan aðeins sá, að hann ger- ir tilraunir með aðra — leikur sjer að sálum. Hefir þjer dottið það í hug?“ Mjer hafði dottið margt í hug, en jeg sagði henni, að þetta hefði mjer ekki hugkvæmst. „Jæja — hugsaðu þá um það. Við rkulum til dæmis líta á þig Hann hafði gaman af að taka þig úr umhverfi því, sem þú . hatðir lifað í alla þína ævi. — Hann vissif að hjer myndir þú hitta ýmsa af kunningjurn hans. Iíann skildi þig eftir ein- an hjer með það fvr;r augum áð koma aftur eftir nokkurn tíma og sjá, hvernig þjer hetði tekist að glíma við vandamál þau sem hann hafði lagt þjer á herðar, og hver áhrif hið nýja umhvorfi hefði haft á þig. Gæti betta ekki verið skýringin á því, hversvegna hann rjeði big í þjónustu sína?“ Jeg sá, að henni var alvara og þegar öll kurl voru komin til grafar var þetta besta skýr- ingin, sem enn hafði komið fram í málinu. „Og Middleton? Heldurðu að Scrivenner hafi gefið sig á tal við hann í knæpunni í Soho til þess að gera tilraun með hann?“ ,,Þú átt við, að það sje fjar- stæða að ætla slíkt? En segðu mjer eitt — virtist Middleton hrifinn af Jónatan? Hafði Jóna- tan tekist- að vekja áhuga hans?“ Jeg geri ráð fyrir að andlits svipur minn hafi svarað þess- um spurningum fyris hana, því að hún hjelt áfram: „Ef til vill er þessi skýring jjekki svo fjarstæðukent, þegar á alt er litið. Hversvegna hefir Middleton komið hingað tvisv- ar sinnum til þess að hitta Jóna tan? Ef þú rækist á ókunnugan mann í einhverri knæpu, og gæf ir þig á tal við hann, myndirðu þá heimsækja hann tvisvar sinn um ef hann hefði ekki haft nein áhrif á þig?“ „Það er talsvert til í því, sem þú segir“, svaraði jeg. „En hvað heldurðu um sjálfa þig? Heldur þú, að Scrivenner sje að gera einhverja tilraun með þig?“ „Jeg veit það“, svaraði hún þegar í stað. „Við heyjum ein- vígi“. „Hann hefir verið það hug- rakkur, að hlaupast á brott“, sagði jeg brosandi. „Það, sem hann sagði, rjett áður en hann fór, sannar, hve snjall andstæðingur hann er“, sagði hún og leyndardómsfult bros ljek um varir hennar. „En hvað sem öðru líður, skaltu hugsa um orð mín, þangað til þú kemur til kvöldverðar hjá mjer“. „Þú ætlaðir að spyrja mig einhvers“, sagði jeg. „Já — það var líka alveg satt. Viltu koma með Middleton í heimsókn til mín?“ „Það er jeg ekki viss um“, svaraði jeg eftir stutta þögn. —- Hún virtist hafa mjög gaman af svarinu. „Þá er það ein spurning enn — og svo verð jeg að fara“, sagði hún. „Hafa nokkrir fleiri komið hingað í heimsókn?“ „Já —”einn“. ,,Kona?“ spurði hún, og leit hvast á mig. „Já“, svaraði jeg. „Segðu mjer frá henni“. ,',Hún kom inn í þetta her- bergi — nákvæmlega eins og þú“. „Hafði hún lykil?“ „Já“. Hún starði á mig, djúpum, f'iannsakanlegum augum. „Er hún falleg?" „Já“. „Dökkhærð?“ „Nei — ljóshærð“. „Ung?“ „Já“. Hún færði sig nær mjer. „Hvað heitir hún?“ „Það get jeg ekki sagt þjer“. Það varð löng þögn og jeg var farinn að vona, að yfir- heyrslan væri á enda. „Sagðirðu henni, að önnur kona hefði lykil að íbúðinni hjer?“ „Já“. „Sagðir þú henni nafn mitt?“ „Já“. „En þú vilt ekki segja mjer, hvað hún heitir!“ hrópaði hún æst. „Og þegar þú sagðir henni það, geri jeg ráð fyrir. að hún hafi sagt: það er auðvitað þessi fræga frú Bellamy? Alveg eins og Middleton hefir gert, þegar þú fylgdir honum fram áðan. Þú hjelst, að það myndi skerða mannorð hennar á einhvern hátt, ef þú segðir mjer nafn hennar. En þú vissir, að það myndi engin áhrif hafa á mann orð mitt, þótt þú segðir henni hvað jeg hjeti. Guð minn góð- ur! Jeg hjelt að þú .... “. „Mjer skjátlaðist algjörlega. Nafn hennar er Pálína Mande- ville. Jeg hefði ekki átt að segja henni nafn þitt, en þar eð jeg er nú einu sinni búinn að þv^ verð jeg að segja þjer, hvað hún heitir. Jeg bið þig að fyrirgefa mjer — og jeg mun einnig biðja hana afsökunar“. Hún starði undrandi á mig. Þótt hún væri engu nær, hver konan væri, hafði það komið henni algjörlega á óvart, að heyra nafn hennar. Francesca Bellamy skifti leifturhratt skapi. „Jeg fyrirgef þjer“, sagði hún blíðlega, „og það mun hún einn- ig gera. Viltu ná í bíl fyrir mig? Og viltu koma og snæða hjá mjer kvöldverð eftir viku?“ VI. Kafli. I. Venjan, sem nútímamenn eiga erfiðast með að bregða út af er sú, að skifta deginum í hluta, ætla hverri klukkustund ákveðna athöfn, eins og tíminn væri hættulegur óvinur, sem lægi í launsátri og aðeins væri hægt að sigra með sífelldri ár- vekni. Við höfum heyrt svo mik ið rætt um nauðsyn þess, að einbeina huganum aðeins að einu viðfangsefni í senn, að við er- um orðin þrælar hennar, og flest okkar hugsa meira um mergð athafnanna en gæði. Við ákveðum alt fyrirfram. Við ríg bindum tíma okkar þannig með slíkri nákvæmni, að á morgun til dæmis ætlum við að skrifa reikninga okkar milli klukkan þrjú og fjögur. Og við skrifum þá ekki einungis, heldur mynd un. v'ið halda áfram að skrifa þá, þótt boðberi frá . sjálfum guði berði á gluggann okkar. Við lítum á ýivern dag eins og skákborð, sem skift er í reiti, sem við verðum að leika okkar litlu leiki á, og vinna okkar smá vægilegu sigra, og við höldum áfram að leika á þessu borði, þótt við vitum mætavel, að bestu hugmyndir okkar eru aldrei árangur samviskusam- legrar umhugsunar og eina von okkar, þegar í harðbakkann slær er sú, að breyta eins og andinn blæs okkur í brjóst hverju sinni. Kauphöllin er miSstöð verðbrjefa- viðsMftanna. Sími 1710. Minningarspjöld barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen, Aðalstræti 12 Vestur í Ameríku fór eftir- farandi samtal fram milli móð- ur og sonar, eftir að búið var að skýra syninum frá, að þeir, sem skrökvuðu, færu aldrei til himnaríkis. — Hefir pabbi nokkurn tíma skrökvað? — Já, ætli það ekki, jeg býst við því. — Hefir þú, eða Jón frændi eða Magga frænka nokkurn tíma skrökvað? — Já, jeg hugsa, að við höf- um öll skrökvað einu sinni eða ^visvar. — Skelfing hlýtur að vera einmanalegt í himnaríki, úr því þar er enginn nema guð og Georg Washington. ★ Dómarinn: — Og þú dirfist að halda því fram, að þú sjert friðelskandi maður. Sökudólgurinn: — Vissulega. Dómarinn: — Og þó kastað- ir þú múrsteini ofan á haus- inn á lögregluþjóninum. Dólgurinn: — Rjett er það. Og meira að segja get jeg sagt yður, að jeg hefi aldrei sjeð eins friðsamlegt útlit á nein- um manni, eins og þessum lög- regluþjóni, þegar jeg var bú- inn að kasta múrsteininum í hann. — Hvern and. .. . viljið þjer eiginlega hingað inn, hrópaði geðvondur forstjóri á skrifstoíu manninn, sem kom vaðandi inn á einkaskrifstofuna hans. — Fyrirgefið þjer, má jeg nota símann hjá yður? — Ætli það verði ekki að vera. Hvað er um að vera? — Sjáið þjer til. Konan mín sagði mjer að fara fram á kaup hækkun, en nú er jeg búinn að •gleyma, hvað það átti að vcra mikið. ★ Einkaritarinn: — Það er kom inn maður, sem langar að tala við yður. Hann segist æ‘la að fá vitneskju um, hvernig þjer haíið komist svona vel áfrv.m í Jífínu. Fjármálaspekingurinn: — Er hann blaðamaður eða leyr.ilög- reglumaður? Vt Vegfarandi: — Hvað geng- ur á? Sá hífaði: — Jeg er að leita að hundrað króna seðli, sem jeg týndi þarna hinu megin á göt- unni. Vegfarandi: — En því í ósköp unum ertu að leita að honum hjerna? Sá hífaði: — Það er miklu bctra Ijós hjerna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.