Morgunblaðið - 26.09.1945, Blaðsíða 2
2
KORGDNBLAÐIÐ
Doktorsritgerð íslensks læknis
vekur athygli í Danmörku
ör. Jón Sigurðsson kominn
heim í stutta kynnisferð
DR. JÓN SIGURÐSSON,
læknir kom heim á dögun-
um með íslenska flugbátn-
um frá Danmörku í stutta
heimsókn, en hann er nú
fyrsti aðstoðarlæknir við
berklaspítalann í Aarup og
berklavarnastöðvarnar í Od
ense- og Assens-ömtum. Dr.
Jón varði doktorsritgerð í
marsmánuði við Hafnarhá-
skó'la. Vakti ritgerðin geysi-
mikla athygli um alla Dan-
mörku. Hefir Morgunblað-
inu borist ekki færri en 150
úrklippur úr dönskum blöð-
um, þar sem doktorsritgerð-
arinnar er getið lofsamlega,
en hún fjallar um smit-
hættu frá berklaveikum
kúm fyrir sveitafólk. Er hún
skrifuð á ensku og heitir
„Studies on the risk of in-
fection with bovine tuber-
colosis to the rural popula-
tion'.
Viðurkenning frá
andmælendum.
Andmælendur við doktors-
vörnina voru prófessorarnir
K. A. Jensen og Erik Warburg.
Fóru þeir viðurkenningarorðum
um rannsóknir dr. Jóns og gátu
þess, að viðbárur, sem þeir
hefðu fram að bera væru ekki
nema ’ til málamynda, og
vægju lítið upp á móti kostum
verksins. Jensen prófessor sagði
t. d., að það ætti að verðlauna
sjerstaklega slíka bók, sem
þessa. En Warburg prófessor
lýsti ánægju sinni á „hinum
ungu, duglegu, iðnu, en hlje-
drægu íslensku læknum, sem
hefðu starfað í þágu vísindanna
í Danmörku, eins og Jón Sig-
urðsson hefði gert, og með því
unnið bæði íslandi og Dan-
mörku, ásamt sjálfum sjer,
heiður“. Að lokum bar prófes-
sorinn fram þá ósk, að árang-
ursrik samvinna mætti haldast
í framtíðinni milli háskóla ís-
lands og Danmerkur. Sömu
vonir voru bornar fram af dokt
orsefninu.
Bókina hefir dr. Jón tileink-
að móður sinni og konu sinni.
Lofsamleg ummæli
starfsbróður.
I kjallaragrein í Jyllands-
posten ritar dr. med. Axel Slott
ved, berklayfirlæknir grein um
doktorsritgerð Jóns Sigurðsson
ar og fer um hana miklum við-
urkenningarorðum. Segir yfir-
læknirinn meðal annars: „að
hún sje ein markverðasta dokt
orsritgerðin um berklarann-
sóknir, sem út hafi komið hin
síðari ár“.
Dr. Jón Sigurðsson.
Morgunblaðið hefir notað
tækifærið, nú er dr. Jón Sig-
urðsson er staddur í bænum, til
að spyrja hann um efni dokt-
orsritgerðar hans, þó aðeins
væri hægt að tæpa á því helsta.
Fórust dr. Jóni orð á þessa leið:
„í allflestum löndum finnast
kúaberklar hjá nautgripum og
•eru þeir að því leyti frábrugðn-
ir mannaberklum, að þeir eru
skaðvænir fyrir nautgripi, ýms
dýr önnur og menn. En manna-
Jón Sigurðsson.
berklar eru hinvegar ekki skað
legir fyrir nautgripi. Það hefir
verið mikið um kúaberkla í
Danmörku, þó að nú sje langt
komið útrýmingu þeirra. Mark
mið rannsókna minna var m.
a. það, að rannsaka að hve
miklu leyti berklar meðal
manna s.töfuðu frá nautpeningi
og á hvern hátt sú smitun hefði
farið fram. Fann jeg við rann-
sóknir, að , rúmlega 40% af
berklaveiku sveitafólki á vest-
urströnd Jótlands (þar sem
rannsóknirnar fóru fram) hafði
smitast frá nautgripum. Enn-
fremur þykist jeg hafa fundið
sterkar líkur fyrir því, að smit
unin hafi átt sjer stað við inn-
öndun í fjósum, þar sem berkla
veikar kýr voru, enda sýndi jeg
fram á, að skaðvænir berklar
eru í ryki í slíkum fjósum. Hins
vegar kom í ljós, að aðeins
lítill hluti þeirra, sem smitast
höfðu af berklum frá nautgrip-
um, höfðu smitast frá mjólk.
Kúaberklar eru alveg eins
skaðlegir fyi'ir menn eins og
mannaberklar og hagar veikin
sjer eins frá þeirri berkla-
„tegund“ (Baciltype), sem
hinni.
Engin smithætta frá
íslenskum kúm.
„Teljið þjer slíka berklasmit
hættn vera hjer í landi? spyr
jeg dr. Jón. „Nei, samkvæmt
þeim rannsóknum, sem dýra-
læknar hafa gert hjer á landi,
lítur út' fyrir, að ekki sjeu hjer
aðrir berklar í nautpeningi en
mannaberklar, sem eiginlega
eru alveg óskaðlegir fyrir naut-
pening, og sýkist hann ekki það
mikið, að smithætta komi til
greina“.
Reykvíkingur.
Dr. Jón Sigurðsson er Reyk-
víkingur, fæddur hjer í bæn-
um og uppalinn, sonur Sigurð-
ar heit. Jónssonar og frú Marg-
rjetar Guðmundsdóttur, nú á
Vesturgötu 9
Hann var kunnur íþróttamað
ur á skólaárum sínum (kapp-
liðsmaður í Val). Hann átti sæti
í Knattspyrnuráði Reykjavíkur
í mörg ár og ennfremur í
stjórn ÍSÍ. Stúdent er hann frá
Mentaskólanum 1926 og útskrif
aðist úr læknadeild háskólans
1933. Síðan hefir dr. Jón dvalist
í Danmörku, lengst af, að und-
antekinni ferð til Austurlanda.
Styrjaldarárin hefir hann starf
að við Spangsbjerg Sanatorium
við Esbjerg og við fyrnefndar
stofnanir í Odense.
Dr. Jón Sigurðsson er nú á
förum aftur til Danmerkur og
tekur þar við störfum sínum á
ný eftir sumarleyfið. Ekki seg
ist hann geta neitt sagt um
hvort hann kojni heim aftur í
bráð. í. G.
í óbygðum
Auslur-Grænlands
NÝLEGÁ er komin út bók
með Jjessu nafni, og segir hún
frá leiðangri þeini, er send-
ur var til Austur-Grænlands
1909 til þess að leita að þeim
Mylius-Erieksen og fjelaga
hans, er urðu þar úti árið
1907. Formaður þessa leið-
angurs var Einar Mikkelsen
sjóliðsforingi, sem rnörgum er
kunnur hjer á landi. Ilann rit-
aði bók um þennan leiðangur
og heitir hún ,,Tre Aar paa
Grönlands Östkyst1 ‘, því að
leiðanguifinn tók svo langan
tíma fyrir hanh og fjelaga
hans, Iversen. Þeir lentu í hin
um ótrúlegustu mannraunum,
og voru skildir eftir einir síns
liðs í óbygðunum og voru því
á Grænlandi tveim árum leng
ur en þeir höfðu gert ráð
fyrir.
1 bókinni „1 óbygðum Græn,
lands“ hefir Sigurður Ilelga-
son rithöfundur endursagt
söguna um hið ævintýraríka
ferðalag þeirra fjelaga og
hina ófyrirsjáanlegu útlegð
þeirra. Mikkelsen er maður
óraupsamur og frásögn hans
er öli mjög blátt áfram. Og
ekki verður frásögnin síður
blátt áfram í höndum Sigurð-
ar. Segir hann svo sjálfur á
eftirmála að í frásagnastíln-
um ha.fi hann eigi síst haft
unga fólkið í huga, því að
engir kunni betur en það, að
meta ævintýralegar frásagnir
um hreystileg afrek og drengi
legt hugarfar
Austurströnd Grænlands er
það land, sem næst liggur Is-
landi. En náttúran er þar
mörgum sinnum stórbrotnari
í öllu sínu eðli. Ilefir það>
jafnan þótt hin mesta hreysti
raun, að berjast þar við erfið-
Framliald á bls. 11
Miðvikudagur 26. sept. 1945,
■ ■ —— ■ 1 ——— ■ ——— — i'i ■■■*.
Verðlagningarmál 0. Johnson
& Kaaber h.f.
Á MÁNUD AGSKV ÖLD
sendi dómsmálaráðherra út
svohljóðandi tilkynningu:
„Sakadómarinn í Reykjavík
sendi dómsmálaráðineytinu
hinn 11. þ. m. útskrift að rjett-
arrannsókn í verðlagsbrotamáli
heildverslunarinnar O. John-
son & Kaaber h. f., ásamt fulln
aðarskýrslu hins löggilta endur
skoðanda, Ragnars Ólafssonar,
hrl., er falin hefir verið rann-
sókn á verðlagningu hlutafje-
lagsins. Samkvæmt þeirri
skýrslu nemur hin ólöglega
álagning hlutafjelagsins kr.
369,855,23.
Dómsmálaráðuneytið hefir í
dag lagt fyrir sakadómara að
ljúka rannsókn máls þessa og
höfða síðan mál gegn stjórnend
um og framkvæmdastjórum
hlutafjelagsins, þeim Arent
Claessen og Ólafi Johnson, fyr-
ir brot gegn verðlagslöggjöf-
inni, gjaldeyrislöggjöfinni og
15. kafla hegningarlaganna, svo
og til upptöku á hinni ólöglegu
álagningu. Ákvörðun um máls-
sókn gegn meðstjórnanda fje-
lagsins, Friðþjófi Johnson,
verður tekin er hann kemur til
landsins og mál hans hefir ver-
ið rannsakað“.
Svo mörg eru þau orð. •—
Blaðið hefir snúið sjer til
formanns hlutafjelagsins 0.
Johnson & Kaaber, hr. Ólafs
Johnson og spurt hann að því,
hvort hann vildi taka nokkuð
fram útaf tilkynningu þessari
frá dómsmálaráðherra.
Hann kvaðst,, á núverandi
stigi ekki vilja gerast fjöl-
orður um mál þetta. Enda
þótt ■ miklu moldviðri hafi
verið þyrlað upp, sagði hann
um þetta verðlagningarmál
heildverslunarinnar þá hefi jeg
hingað til látið öil blaðaum-
mæli um það efni, sem vind
,um eyru þjóta. M. a. vegna
;þess að'jeg tel ekki ástæðu
til, liú frekar en endranær að
svara hvatvíslegum skrifum
Þjóðviijans og Tímans eða,
annara blaða í minn garð. Að
því kemur, sagði Ólafur
Johnson ennfremur, að öll
kurl koma til grafar í þessu
hiáli, svo það upplýsist til
fulls frá öllum hliðum. Enda
hefi jeg og meðstai’fsmenn
mínir lagt kapp á. að öll
gögn málsins verði lögð fram
spm greiðast, svo hvert atriði
þess skýrist scm best.
Jeg vil þó ekki láta hjá líða
að taka það fram, sagði Ólaf-
ur Johnson að endingu, úr
því jeg minntist á þetta mál
á annað borð, að Þjóðviljinn
fer þar með staðlausa stafi,
þegar hann segir í gær, að
jeg eða heildverslun mín hafi
framið svindl og svik. Slík
ummæli eiga að mínu áliti
enga stoð í veruleikanum þar
.sem jeg eða fyrirtæki það,
sem jeg veiti forstöðu hefi
aldrei farið í launkofa með
neitt af því, sem máli þessu
við kemur, hvorki gagnvart
þeim yfirvöldum, sem liafa
með höndum eftirlit með inn<
flutning, og verfelagsmálum,
nje gagnvart öðrum aðilum,,
sem um þetta mál fjalla.
★
Ólafur .Tohnson óskaði að
annað væri ekki haft eftir,
honum viðvikjandi þessu málí
að_svo stöddu. En það er tví-
mælalaust skoðuh ritstjóra
blaðsins að þetta verðlagn-<
ingarmál breyti mjög um
svip, frá því það er túlkaðj
einhliða og þegar málið upp-
lýsist nákvæmlega frá öllumi
hliðum.
IVIinningarsjóður
Kristínar Egils-
déttur
1. gr. Sjóðurinn heitir „Minn-
ingarsjóður Kristínar Egils-
dóttur“, og er stofnaður af ætt-
ingjum og erfingjum hennar, til
minningar um hana, en hún var
fædd 20. sept. 1864, dáin 18.
okt. 1941, dóttir Egils Jónsson-
ar bókbindara og bókaútgef-
andá í Reykjavík og konu hans
Guðrúnar Halldórsdóttur, pró-
fasts á Melstað, Ámundasonar.
2. gr. Sjóðurinn er nú við
stofnun hans (í júní 1945) að
upphæð kr. 8808.89 auk vaxta,
en eykst væntanlega með fram
lögum ættingja, sem enn hafa
ekki lagt í hann, og annara
vina, sem vilja styðja hann og
tilgang hans, sjerstaklega söng
vina.
3. gr. Varðveisla og stjórn
sjóðsins skal vera í höndum
Tónlistarskólans í Reykjavík,
sem skal geyma hann í ríkis-
skuldabrjefum eða á annan jafn
tryggan hátt. Sjóðstjómina
skulu skipa formaður skólaráðs,
skólastjóri og elsti starfandi
kennari skólans. Hún birtir
reikning sjóðsins árlega í Stjórn
artíðindum eða Lögbirtinga-
blaði.
4. gr. Höfuðstól sjóðsins og
innlög önnur en vexti, má
aldrei skerða og skulu vextir
lagðir við hann þangað til hann
er orðinn kr. 25.000 — tuttugu
og fimm þúsund krónur. Þeg-
ar hann hefir náð þeirri upp-
hæð, skal leggja við hálfa vexti,
en hálfum vöxtum var til stuðn
ings söngment í landinu skv.
ákvörðun sjóðsstjórnarinnar,
svo sem til að styrkja efnilega
tónlistarnemendur eða til hljóð
færakaupa eða á annan hátt.
Má verja hálfum vöxtum þann-
ig árlega, eða ef stjórnin telur
það'betur henta, að leggja sam-
an vxti fyrir tvö eða fleiri ár,
til sjerstakrar notkunar.
Þegar sjóðurinn er orðinn 50
þúsund krónur, má stjórnin
ákveða að verja til úthlutunar
meira en helming vaxta, en
aldrei sje þó minna en % hluti
vaxta lagður við höfuðstól.
5. gr. Hætti Tónlistarskólinn
í Reykjavík að starfa með nú-
Frarnh. á 5. síSu