Morgunblaðið - 27.09.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 27.09.1945, Síða 2
HOKGUNBLaÐIW Fimtudagur 27. sept. 1945. o Frá vígslu nýja tónlistarsal danska útvarpsins Frásögn Jónasar Þorbergs- sonar útvarpsstjóra ÞETTA ER HIÐ MIKLA orgcl, í hinum nýja tónlistarsal danska útvarpsins, sem nýlega var vígður og, sem Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri segir frá í viðtali við Morgunblaðið í dag. JÓNAS ÞORBERGSSON, útvarpsstjóri kom heim í fyrradag úr för sinni til Dan merkur og Englands. Hann fór hjeðan 1. sept. loftleiðis til Stokkhólms á leið til Dan merkur, en þangað var hann boðinn að vera viðstaddur vígslu hins mikla tónlistar- salar í nýja útvarpshúsinu danska. Danir höfðu geymt sjer eftir föngum að ljúka smíði tónlistarsalarins með- an á hernáminu stóð, þar er þeir vildu ekki vígja húsið meðan Þjóðverjar voru í landinu, og síðasta hönd var lögð á verkið dagana áður en vígslan fór fram. Mikil hátíðahöld Fjöldi gesta var við hátíða- höldin hinn 11. sept., þar á meðal drottning Danmerkur, krónprinsinn og fleiri úr kon- úngsfjölskyldunni, Buhl, for- sætisráðherra og Hansen, fræðslumálaráðherra, nokkrir sendiherrar erlendra ríkja og útvarpsstjórar allra Norður- landa nema Finnlands, en það an kom annar fulltrúi finnska útvarpsins. Meginatriði hátíða- haldanna við vígslu salarins voru hljómleikar. Veglegur salur Tónlistarsalurinn tekur 1100 manns í sæti og rúm er þar fyr ir 250 manna hljómsveit. Sal- urinn er allur hinn fegursti og mun vera einstæður í sinni röð. Þykir húsameistaranum Lauritsen hafa heppnast þetta verk ágætlega. Danska útvarps húsið er stórt og mikilfenglegt og óttast forstöðumenn útvarps ins þó, að það verði brátt of lít- ið fýrir starfsemina. Megin- byggingarnar eru tvær, önnur fimm hæða, hin fjögra hæða. Öllu er þar mjög haganlega fyr ir komið. Útvarpssamsíarf Norðurlanda. Útvaipsstjóri notaði ferðina til þess að endurnýja gömul kynni við starfsmenn útvarps- stöðva á Norðurlöndum og var honum hvar vetna tekið fork- unnar vel. Hann kveðst hafa orðið var við ákaflega mikla hlýju í garð íslendinga hjá öll- um, sem hann átti tal við, engu síður Dönum en Norðmönnum og Svíum. Forstöðumenn nor- rænu útvarpsstöðvanna hafa mikinn hug á útvarpssamstarfi, en þar standa Danir, Svíar og Norðmenn sjerstaklega vel að vígi, þar sem almenningur í hyerju þessu landi skilur fyrir- hafnarlítið mál hinna, og hægt er því að skiptast á dagskrár- þáttum. Samstarfið við ísland er hins vegar meiri örðugleik- um bundið og varla um að ræða á öðrum sviðum en í tónlist. Þar gæti þó komið til greina gagnkvæm fyrirgreiðsla, t. d. að dagskrárþættir yrðu sendir frá íslensku fólki í Höfn, með aðstoð danska útvarpsins, en hjeðan sent aftur á móti frá Dön um í Reykjavík. Mikils áhuga varð vart á því, að íslendingar tækju þátt í samstarfinu með f rænd þj óðunum. Ferð til Englands. Frá Kaupmannahöfn fór út- varpsstjóri flugleiðis til Eng- lands, þeirra erinda aðallega að kynna sjer horíur um kaup á viðtækjum. Verksmiðjur eru nú að hefja framleiðslu til útflutn ings, og von er um einhverja úr lausn um áramótin. Útvarpsstjóri notaði tækifær Danskt skip ferst London í gærkvöldi. DANSKA flutningaskipið ,,Nordhavet“, sem var nýlagt af stað frá Montreal til Ant- werpen, rakst á klett á St. Lawrenceflóa og sökk innan skammrar stundar. Skipið var hlaðið matvælum, sem fara áttu til bágstadds fólks í Ev- rópu, þar á meðal 6000 smá- lestum af korni og 200 vörubif- reiðum, sem átti að nota til þess að dreyfa matvælunum með. Skip þetta hafði legið í danskri höfn öll fimm stríðsárin. — Á- höfnin bjargaðist öll. — Reuter. — Rússar um Geslapo Framh. af 1. síðn. óáreittir, í landinu. Ijiireglu- stjórinn í Stokkhólmi og yf- irmaðnr sænsku öryggisdeild- arinnar voru altaf í nánu sam bandi við Gestapoo og Ilimml er.‘ ‘ Undanfarið hafa rússuesku blöðin deilt. mjög á Svía og ásakað þá um vinfengi og saravinnu við nasista og virð- ast þær aðdróttanir frá Rússa hendi síður en svo í rjenun, þótt sænsku blöðin reyni. að bera klæði á vopnin megni. ið til þess að heimsækja gamla kunningja í breska útvarpinu og fjekk þar ágætar viðtökur. Kvaðst hann hafa orðið þess var, að eftir því hefði verið tek ið og það vel metið, hversu góð samvinna var með ríkisútvarp- inu og Bretum hjer á styrjald- arárunum. I stuttu irtáli LONDON: — Tilkynt hefir verið að mjög góður árangur hafi náðst á fjármálaráðstefnu Breta og Bandaríkjamanna, sem haldin er í London. LONDON: — í dag verða undirritaðir samningar um sigl ingar á vötnum og fljótum á meginlandi Evrópu. Þegar samningur þessi var saminn voru Rússar ekki viðstaddir, en munu samt undirrita hann. BELGRAD: — Hjer stendur yfir þing bulgarska rithöfunda og hefir rússneskum og tjekk neskum rithöfundum verið boðið á þingið. Tudor Pavlov, ríkisstjóri í Bulgaríu er heið- ursforseti þingsins, en meðal er lendra gesta er rússneski rit- höfundurinn Ilya Ehrenburg. AÞENA: — Narvaressos' prófessor, seni I.jct af störfum sem varaforsætisráðherra og birgðamálaráðherra í grísku stjórninni fyrir þrem vikum, hefir sagt af sjer embætti, sem forstjóri gríska þjóðbankans. Lánaði flugvjelina. LONDON: — Hertoginn af Gloucester, sem er landstjóri í Ástralíu, hefir lánað einkaflug vjel sina, til þess að ílytja í henni fanga, sem í haldi voru eftir -f- aL'l hja Japonum. Alyktanir Kirkjuþingsins a Akureyri I. Kirkjuhús í Reykjavík. 1. Almennur kirkjufundur haldinn á Akureyri dagana 9. —11. september 1945 lýsir ein- dregnu fylgi sínu við fram- komna tillögu um Kirkjuhús í Reykjavík, er verði miðstöð kirkjulegrar starfsemi í land- inu. Fundurinn telur nauðsynlegt, að sem fyrst liggi fyrir áætlun um byggingu hússins og um það starf, er vinna skal í sambandi við það. Telur fundurinn rjett, að byrjað verði á því að korn^ upp húsi fyrir prentsmiðju kirkjunnar, bókaútgáfu og bóka sölu, skrifstofur biskups og samkomusali fyrir kirkjulegt starf eftir því. sem ástæður leyfa, en gert sje ráð fyrir viðbótarbyggingum eftir þörf- um. Fundurinn skorar á alla söfn- uði landsins að veita máli þessu fylgi og fjárhagslegan stuðning og felur fulltrúum kirkjufund- arins að kynna mál þetta í söfnuðum sínum. 2. Fundurinn samþykkir að tilnefna 17 menn í nefnd, er vinni í samráði við biskup, kirkjuráð og prestastjett lands ins að frekari undirbúningi málsins og lætur þá ósk í Ijós, að þeir allir taki starf þetta að sjer. Þessir menn voru tilnefndir í nefndina: Júlíus Havsteen sýslumaður, Húsavík, Ársæll Sveinsson út- gerðarmaður, Vestmannaeyjum, Ásgeir Stefánsson framkv.stj. Hafnarfirði, Elías J. Pálsson kaupmaður Isafirði, Haraldur Böðvarsson útgm., Akranesi, Ingimar Jónsson skólastjóri, Reykjavík, Jakob Frímannsson kaupfjelagsstjóri, Akureyri, Ól- afur B. Björnsson, kaupm., Akranesi, Ragnhildur Pjeturs- dóttir frú, Reykjavík, Sigurður Ágústsson kaupm., Stykkis- hólmi, Tómas Björnsson kaup- maður, Akureyri, Vilhjálmur Þór, bankastjóri, Reykjavík, Þormóður Eyjólfsson ræðismað- ur, Siglufirði, Þorsteinn Jóns- son kaupfjelagsstjóri, Reyðar- firði, Þorsteinn Sch. Thorsteins son lyfsali, Reykjavík, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Eiðum, Halldóra Bjarnadóttir Glerár- þorpi, Akureyri. II. Kirkjubyggingar. Hinn almenni kirkjufundur haldinn á Akureyri dagana 9. —11. september 1945 fagnar framkomu frumvarps þess, sem Gísli Sveinsson flutti á Alþingi 1944 og telur fylstu nauðsyn að það nái fram að ganga hið allra fyrsta. Þó lítur fundurinn svo á, að 7. gr. frumvarpsins þurfi sjerstakrar athugunar við. III. Eining kirkjunnar. Hinn almenni kirkjufundur lítur svo á, að á þeim miklu ör- lagatímum, sem nú standa yf- ir, beri öllum kristnum mönn- um í landinu að forðast ófrjóar og óhollar trúmáladeilur um það, er á milli kann að bera í einstökum atriðum, heldur vinni samhuga og með fullri djörfung að einu marki — efl- ingu trúar og siðgæðis og hvers konar menningar í anda Jesu Krists. IV. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Hinn almenni kirkjufundur fagnar því, að bygging fyrirhug aðrar Hallgrímskirkju í Reykja vík er nú fullákveðin og þakkar öllum þeim, sem að því hafa stutt. Væntir fundurinn þess, að allir söfnuðir landsins stuðli að framkvæmd þessa byggingar máls eftir bestu getu. V. Húsvitjanir og heimilis- guðraekni. Hinn almenni kirkjufundur telur nauðsyn bera til þess, að prestar leggi hina mestu rækt við húsvitjanir og að þær verði reglulegt sálgæslustai'f þar sem meðal annars sje reynt að styðja alla heimilisguðrækni eða endurvekja hana, þar sem hún er horfin. VI. Hjeraðasamtök um eflingu trúarlífs. Hinn almenni kirkjufundur skorar á presta og safnaðar- stjórnir að leitast við að koma á föstum samtökum meðal á- hugamanna í hverju prófasts- dæmi til eflingar kristinni tru og siðgæði innan hjeraðsins. VII. Daglegar guðræknisstund- ir í útvarpi. Hinn almenni kirkjufundur telur eðlilegt og æskilegt, að guðræknisstundir verði dagleg ur útvarpsliður hjer eins og tíðkast hjá öðrum kristnum þjóðum. Treystir fundurinn því, að biskup og kirkjustjórn leitist við að koma þessu til vegar. VIII. Barnaguðsþjónustur og kristileg starfsemi meðal ungmenna. Hinn almenni kirkjufundur þakkar þeim prestum, sem flutt hafa barnaguðsþjón- ustur svo og þeim leikmönn- um, sem um langt skeið hafa unnið sem sjálfboðaliðar að sunnudagaskólastarfi bæði í Reykjavík og víðar á landinu. En þar sem margá prestana vantar enn sjálfboðaliða sjer til aðstoðar við starfið meðal barn anna og engar reglubundnar barnaguðsþjónustur fara enn fram í fjölmörgum prestaköll- um, þá telur kirkjufundurinn mjög æskilegt, að kirkjuráð ráði hæfan mann til að ferðast um og vekja og efla sunnudaga skólahald í landi voru. IX. Ókeypis námsbækur við kristnifræðikenslu í barnaskólum. Kirkj ufundurinn felur kirkju stjórn og kirkjuráði að hlutast til um það við ríkisútgáfu náms bóka og hlutaðeigandi stjórnar völd að barnaskólarnir njóti sömu kjara um allar námsbæk ur, er nota þarf við kristnifræði kensluna og um aðrar námsbæk ur barnaskólanna, að þær sjeu látnar börnunum í tje ókeypis. X. Hátíðasöngvar sjera Bjarna Þorsteinssonar. Hinn almenni kirkjufundur béinir þeirri ósk til allra presta í landinu að þeir noti á öllum hátíðum hátíðarsöngva sjera Bjarna Þorsteínssonar eftir því sem við verður komið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.