Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 5
Fimtudagur 27. sept. 1945 MORGUNBLAÖIÐ 9 Jóhann Þ. Jósefsson: N ýby ggingarr áð nota erlendu vill gera landsmönnum fært að innstæðurnar til nýsköpunar DAGBLAÐIÐ VISIR gerði í gær að umtalsefni í leiðara sín- um tillögur Nýbyggingarráðs varðandi stofnlán til sjávarút- vegsins og greinargerðir um fjármál, sem samdar hafa verið af Nýbyggingarráði. — Hvorki Vísi nje öðrum blöðum hafa enn verið sendár þessar tillögur til urnsagnar frá Nýbyggingarráði og eru tillögurnar ekki iagðar fram opinberlega, en hafa hins- vegár verið sendar ríkisstjórn- inni í frumvarpsformi og all- mörgum stofnunum og fjelags- Leildum, þ. á. m. bönkunum til athugunar og umsagnar. Blaðið ritar mjög óvingjarn- lega um þessi mál, svo að ekki sje sterkara að orði kveðið, og Eðferðin að gera tillögurnar að blaðamáli, áður en þær eru lagð ar fram opinberlega — þótt blaðið kunni að hafa komist yf- ir þær á einhvern hátt — er nokkuð óvenjuleg blaðamenska. Vísir hneykslast mjög á því, sem hann kallar einræði Ný- byggingarráðs varðandi ráðstöf un als gjaldeyris til kaupa á framleiðslutækjum. Ennfremur þykir honum það kynlegt, að Landsbankinn sje látinn af- henda Fiskveiðasjóði íslands fje til nýsköpunar í sjávarút- vegsmálum, og segir að þetta þýði það, að kommúnistar nái í sínar hendur öllum gjaldeyri til nýsköpunar í landinu. •— Rjett er að benda á í þessu sambandi, að í lögunum um Ný- byggingarráð er gert ráð fyrir því, að Nýbyggingarráð geri á- ætlun um, hvar atvinnutæki skuli staðsett og ennfremur, að það hlutist til um, að slík tæki sjeu keypt utanlands eða gerð innanlands svo fljótt sem auð- ið er, og virðist því að núver- andi löggjöf ætlist til, að Ný- byggingarráð hafi sterk áhrif á ráðstöfun alls gjaldeyris til kaupa á framleiðslutækjum. — Verður því tæplega sagt, að með tillögum Nýbyggingarráðs í þessu efni sje farið út á aðra braut en þá, sem þegar er fyrir í íslenskri iöggjöf. ' Að því er snertir hitt atriðið, að Fiskveiðasjóður íslands fái það fje til lánsveitinga, sem ætlað er til nýsköpunar á sviði sjávarútvegsins, er ekki heldur um neitt nýmæli að ræða. Fisk veiðasjóður íslands er nú orð- inn um 40 ára gömul stofnun og hefir verið stór lyftistöng fyr ir sjávarptveginn, þrátt fyrir það, hversu löggjafarvaldið lengst af hefir lítið fengist til að efla sjóðinn. Er það kunn- ugra en frá þurfi að segja, hvaða stjórnmálaflokkar helst hafa haft forgöngu í því, að gera Fiskveiðasjóð íslands færan um að sinna hlutverki sínu, og eins hitt hverjir það eru, sem hafa dregið úr öllum framkvæmdum í því efni og unnið gegn hag- kvæmum stofnlánum sjávarút- veginum til handa. — Jeg býst við, að Vísir muni ekki vilja láta telja sig hafa verið í flokki hinna síðarnefndu, þó að nú beri það kynlega við, að þetta blað, sem telur sig vinna með Sjálfstæðisflokknum, skuli ráð- ast fjandsamlega á tillögur Ný- byggingarráðs til eflingar Fisk- veiðasjóðnum í sambandi við framkvæmd þeirrar nýsköpun- ar á sviði atvinnulífsins, sem Nýbyggingarráði hefir verið fal ið að gangast fyrir. Blað þetta hefir að vísu nú fyrir nokkrum vikum sent Ný- byggingarráði hnútur í sam- bandi við innflutningsmálin án þess að færa rök að því með einu orði, að Nýbyggingarráð hafi á nokkurn hátt misbrúkað aðstöðu sína, hvað snertir þau mál. Jeg taldi þá, að slíkar hnút ur væru ekki svara verðar, þótt hinsvegar að af þeim væri ljóst hugarfar blaðsins til þessarar stofnunar. Oðru máli er að gegna um það, þegar að Vísir vill fyrir fram gera tortryggilegar þær til lögur til úrbóta á vaxtakjörum og stofnlánum til sjávarútvegs ins, sem Nýbyggingarráð hefir ásett sjer að berjast fyrir, því að þar eru hagsmunir allra þeirra í veði, sem sjávarútveg stunda eða iðnað í sambandi við hann og þeirra, sem beint eða óbeint eiga lífsafkomu sína und ir velgengni þessa atvinnuveg- ar. Jeg hefi lýst yfir því áður, að Nýbyggingarráð hafði aðeins um stuttan tíma starfað og átt viðræður við aðila víðsvegar á landinu viðvíkjandi báta- og skipakaupum og stofnsetningu nýrra iðnfyrirtækja í sambandi við sjávarútveginn, þegar það varð alveg Ijóst, að vaxtakjör þessa atvinnuvegar og stofnlán þau, sem hann hefir átt við að búa undanfarin ár, yrðu, ef þau hieldust óbreytt, í algeru ósam ræmi við þau tilþrif í aukningu atvinnutækjanna, sem þegar eru í undirbúningi og að sömu leyti nokkuð á veg komin. Það er viðurkenningin á þessari stað revnd, sem olli því, að Nýbygg ingarráð rjeðist í að gera tillög- ur til breytinga í þessu efni, — breytinga, sem eiga að ljetta undir með þeim, er í framtíð- inni eiga að standa undir sjáv- arútvegsrekstrinum og öllu í sambandi við hann. Þegar fyrrverandi ríkisstjórn (utanþingsstjórnin) gekkst fyr- ir samningum um bátakaupin í Svíþjóð með því afar háa verði, sem fallist var á að greiða fyrir þá báta, lá það þegar í augum uppi, að rýmka yrði til um lán- veitingar í stórum stíl út á þessi skip eða önnur slík eða þá að stvrkja menn sjerstaklega til kaupanna. I sambandi við þetta voru svo veittar miljónir fjár úr ríkissjóði til styrktar og lána í sambandi við þá nýsköpun, er þar var á ferðinni. Um það má deila, hvort nauðsynlegt hafi verið á þeim tíma að greiða Sví um svo hátt yerð fyrir þessa báta, sem raun varð á; hjer skal enginn dómur á það lagð- .ur, en á hitt má benda, að til eru um það dæmi, að um sama leyti stóðu samningar yfir af hálfu einstaklinga hjerlendis við skipasmíðastöðvar í Svíþjóð, þar sem um miklu lægra verð var að ræða miðað við smálest heldur en á þeim bátum, sem þáverandi ríkisstjórn gerði inn kaup á, og ennfremur má benda á það, að þessir einstaklings- samningar voru gerðir að engu með ráðstöfunum frá Svíum um sama leyti og íslenska ríkis- stjórnin, sem þá sat að völd- um,- gerði sín dýru kaup. — Rjett er og að geta þess, að ein- mitt hið háa verð, sem greiða skal fyrir bátana, sem smíðaðir eru í Svíþjóð, hefir verkað mjög á hugi manna hjer heima, þeg- ar um hefir verið að ræða báta- eða skipakaup, þannig að mönn um hættir við að miða of mjög við þetta háa verð, sem fyrrver andi ríkisstjórn á sínum tíma gekk inn á að greiða. Núverandi ríkisstjórn hefir samið um smíði á allmiklum fjölda báta innanlands og verða þeir að vísu dýrari en bátarnir, sem byggðir eru í Svíþjóð, en þar er þó sá reginmunur á, að vinnulaun öll og afrakstur fara til íslenskra manna. Nýbyggingarráð er þeirrar skoðunar, að styrktar- og láns- fyrirkomulag með miljóna fram lögum úr ríkissjóði árlega sje ekki heppilegt. — Tillögur ráðs ins í þeim frumvörpum, sem Vísir gerir að umtalséfni, og sem nú eru eins og áður er sagt hjá ríkisstjórninni til athugun- ar, fara í þá átt í höfuðatrið- 'um, að fje, sem þjóðinni hefir áskotnast á stríðsárunum og liggur nú í útlendum bönkum á sáralitlum vöxtum — ef nokkr- ir eru — sje veitt inn í landið, og fyrir milligöngu Landsbank ans og Fiskveiðasjóðs Islands lánað út með viðunandi láns- kjörum athafnamönnum í land inu og þannig varið til þess að tryggja íslendingum þau at- vinnutæki, sem reynslan hefir sýnt á undanförnum árum að best eru til þess fallin að efla hag og afkomu allra landsins barna. Þetta er í stuttu máii inni- hald þeirra frumvarpa, sem Vísir nú ræðst á, þótt ótímabært sje, og reynir að gera tortryggi leg með því að halda því fram, að aðeins einn flokkur manna í landinu, Kommúnistar, fái við þessar ráðstafanir einræði í þessum málum. Vísir veit þó of- ur vel, að Nýbyggingarráð er þannig samsett, að þeir 4 menn, sem þar starfa sem Nýbygging arráðsmenn, til heyra hver sín- um stjórnmálaflokki. Ennfrem- ur veit blaðið að nýsköpunin er byggð á þeim grundvallar- atriðum að einstaklingsframtak ið sje stutt til hins ítrasta og ekki sje horfið að öðrum ráð- um nema það bresti. Nýbygg- ingarráð óttast það ekkert, þótt það sje gert heyrum kunnugt í landinu, að það leggi til að dautt kapital, sem landsmenn eiga í vörslu útlendinga, sje tek | ið í þjónustu viðreisnar á sviði íslenskra atvinnuvega. Það verð I ur svo á valdi Alþingis og ríkis stjórnarinnar, hvort, — eða að hve miklu leyti — tillögum ráðs ins verður sinnt eða ekki. Það telur sjer hafa borið skylda til að leggja fram þessar tillögur og mun vissulega, að svo miklu leyti, sem þess áhrif ná, berjast fyrir framgangi þeirra. Nýbyggingarráð telur, að út- vegsmenn og sjómenn sjeu al- veg nógu lengi búnir að bera þunga geysihárra vaxta og ó- hentugra stofnlána við sinn at- vinnurekstur og að það sje fylli lega rjettmætt að gera rökstudd ar tillögur til úrbóta á þessu sviði, þegar hagur þjóðarinnar og þar með bankanna hefir breytst til batnaðar svo sem raun ber vitni um. — Það voru aðrar ástæður fyrir hendi hjer á landi, þegar lánsfje sjávar- útvegsins varð fyrir milligöngu íslenskra banka að kría út í Jútlendum bönkum með tiltölu- I lega háum vaxtagreiðslum. Það getur verið, að Vísir sje þeirrar skoðunar, að hjer þurfi engra breytinga eða umbóta við, útvegurinn megi áfram una við háa vexti og óhentug stofn- lán, þrátt fyrir margfaldan til- kostnað, bæði á rekstri og stofn kostnaði, miðað við það, sem áður var. Jeg býst ekki við, að útvegsmenn'og sjómenn víðsveg- ar um landið sjeu á þeirri skoð un og mjer þykir fyrir því sem fulltrúa Sjálfstæðismanna í Ný- byggingarráði, að blað, sem tel ur sig fylgja sjálfstæðisstefn- unni, skuli skrifa þannig, að ætla mætti að það hefði skipað sjer í flokk þeirra manna, sem mótfallnir eru öllum umbótum varðandi þessi mál sjávarútvegs ins, og vilja í rauninni alt feigt, sem nú gerist í þeim málum og framkvæmd eru eftir stefnu- skrá þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr við völd. Reykjavík, 26. sept. Sjómenn hjá Eimskip boða verkfall um næstu mánaðamót Frá Eimskipafjelagi íslands hefir Morgun- blaðið fengið eftirfarandi grein til birtingar: SJÓMANNAFJELAG REYKJAVÍKUR hefir boðað verkfall hjá Eimskipafjelagi íslands frá 1. n. m., og er hjer um að ræða háseta og kyndara á skipum fjelagsins. Árst^kjur háseta hafa undan farið verið yfirhöfuð þær, sem hjer segir: I Englandssiglingum: Kaup fOg yfirvinna ca............Kr. 17.000.00 Stríðsáhættuþóknun ca............— 20.000.00 Samtals ca. kr. 37.000.00 í Ameríkusiglingum: Kaup og yfirvinna ca.............Kr. 16.000.00 Stríðsáhættuþóknun ca.............— 25.000.00 Samtals ca. kr. 41.000.00 Kröfur Sjómannafjelagsins hvað háseta snertir eru í stór- um dráttum á þá leið: að núverandi grunnkaup, sem haustið 1942 var hækkað um 40%, verði hækkað um 50 % frá því, sem það er nú og að hásetar haldi áfram rúm lega hálfri stríðsáhættu- þóknuninni. Með þessu móti mundu há- setar í Englandssiglingum hafa áfram hjer um bil sömu árs- tekjur og þeir hingað til hafa haft (ca. 37 þús. kr.) og í Amer- íkusiglingum einnig ca. 37 þús. krónur. I Aðstaðan er svipuð viðvíkj- andi kyndurum, að öðru leyti en því að árstekjur þeirra í Englandssiglingum hafa vérið ca. 35 þús. kr., sem mundu hald ast óbreyttar samkvæmt hinum nýju kröfum. í Ameríkusigling um hafa árstekjur kyndara ver ið hjerumbil 42 þús. kr. og myndi verða rúmlega 38 þús. kr. samkvæmt kröfum Sjó- mannafjelagsins. Leiða má athygli að því að hásetar og kyndarar hafa frítt fæði, sem skattayfirvöldin hafa metið ca. 2.700 kr. á ári. En auk þess, sem nú hefir verið sagt hefir Sjómannafje- lagið gjört margvíslegar kröfur, sem myndu hafa í för með sjer mjög mikil útgjöld fyrir Eim- skipafjelagið. Eins og nú stendur er kaup háseta og kyndara á skipum fje lagsins miklu hærra en tilsvar- andi kaup á erlendum skipum. Liggja sjerstaklega fyrir upp- lýsingar hjeraðlútandi frá Bret landi og Svíþjóð. Má yfirhöfuð segja að kaupið sje tvöfalt til þrefalt hærra á skipum Eim- skipafjelagsins en á skipum tjeðra landa. Þarf það ekki út- listunar við, að þessi aðstaða gjörir Eimskipafjelaginu ómögu lega alla samkepni við hin er- lendu skip, enda er kaup ann- ara skipverja einnig á svipuð- um grundvelli og kaup háseta og kyndara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.