Morgunblaðið - 27.09.1945, Page 8

Morgunblaðið - 27.09.1945, Page 8
8 -»vm MORJÍONBLAfHÐ Fimtudag'ur 27. sept. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabók. Marklausar tillögur veita engum húsnæði ÞAÐ KOM ekki greinilega í ljós á síðasta bæjarstjórn arfundi, hvort Sigfús Sigurhjartarson bar fram tillögu sína í húsnæðismálunum, sem undirbúningsatriði undir bæjarstjo’rnarkosningar á vetri komanda. í forystugrein í Þjóðviljanum á miðvikudag er því hik laust haldið fram, að bæjarstjórnarkosningarnar í jan- úar eigi að snúast um tillögu sósílistanna í húsbyggingar málunum. Til bragðbætis er frá því skýrt í þessari grein í Þjóð- viljanum, að öll hin dagblöð bæjarins hafi haft það eitt til þessara mála að leggja, að reyna að sýna fram á, að bærinn geti ekki framkvæmt þessar tillögur, þ. e., þá, er Sigfús Sigurhjartarson bar fram, að bærinn bygði á næsta ári bæjarhverfi með 500 íbúðum með meiru, án þess að dregið yrði úr annari byggingarvinnu í bænum, sem einstaklingar og f jelög kosta og annast. En þetta hefir hatramlega snúist við í kolli greinar- höfundar. Því allir flokkar í bæjarstjórn voru sammála um, að húsnæðisvandræðin eru málefni, sem leysa þarf, en fundu það að tillögu Sigfúsar Sigurhjartarsonar, sem eðlilegt var, að tillögumaður sjálfur gerði enga tilraun til að reyna að sýna fram á að bærinn gæti framkvæmt þessar tillögur. Þetta vantaði. Það sá bæjarráð, er mál- ið var þar rætt. Þar var t. d. ákveðið, að fá úr því skorið hve reykvískir iðnaðarmenn geta komið upp mörg- um íbúðum á ári. Tillögumaður hafði leitt þá athugun hjá sjer. ★ í ræðum sínum í bæjarstjórninni tók flutningsmaður bæjarhverfis-tillögunnar það fram, hvað eftir annað, að hann og flokkur hans vildi ekki að framkvæmdir bæj- arins í þessum málum yrði til þess að aðrir aðilar kipti að sjer hendinni við húsabyggingar. Því þessar 500 íbúðir skyldu verða umfram þær byggingaframkvæmdir sem eiga sjer stað án tilkomu bæjarins. Annars kæmu að- gerðir bæjarins ekki að gagni. Alþýðublaðið hefir leyft sjer að nefna þetta 500 — íbúðahverfi kommúnistanna „skýjaborgir”. Meðan tillögumenn leiða gersamlega hjá sjer að láta þær nálgast veruleikann, þá er ekki hægt að telja þetta rangnefni. En það ber enganveginn vott um að Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn vilji ekkert að- hafast til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum, þó þeir telji að annað og meira þurfi að aðhafast í þeim málum en mála upp skýjahallir á pappír, þó þar eigi í orði kveðnu að rúmast um 2500 manns. Þó Þjóðviljinn haldi því fram, að Sjálfstæðismenn hafi ekkert gert og vilji ekkert aðhafast í byggingamálunum hjer í bænum, þá falla þau orð marklaus niður. — Því verkin tala öðru máli. Reykjavíkurbær einn, fyrir for- göngu Sjálfstæðismanna, hefir lagt mest til bygginga að tiltölu við fóiksfjölda af öllum kaupstöðum landsins, einn uppfylt ákvæði laganna um verkamannabústaði, bygt myndarlegasta fjölíbúðarhús á landinu o. s. fr. — Undirtektir Sjálfstæðismanna í byggingarmálunum á síðasta bæjarstjórnarfundi stefndu í sömu átt. Að vinna raunhæft starf og fá viðurkent, að húsnæðismál Reyk- víkinga er alþjóðarmál, meðan öll fólksfjölgun á landinu lendir hjer.á þessum eina stað. Þetta vildu kommúnistar ekki heyra. Þeir vilja að sem fæstar stoðir renni undir byggingarframkvæmdir Reykjavíkurbæjar. Þeir Vilja skýjaborgir, pappírshallir. En Sjálfstæðismenn vilja íbúðarhús fyrir hið húsnæðis- lausa fólk. Bæjarstjórnarkosningarnar í vetur eiga að snúast um húsnæðismálin, segir Þjóðviljinn. Það er ekki ónýtt fyrir kommúnista, sem hafa bygt 500 íbúðir uppi í skýjunum, en hafa hvorki hugsun, vit nje vilja á því að koma þeim vistarverum á fastari grundvöll. ÚR DAGLEGA LÍFINU Brjef frá dómsmála- ráðherra. UMRÆÐURNAR um hinn illa aðbúnað fiugfarþega á Keflavík- urflugvellinum hefir að vonum vakið nokkra athygli og umtal manna. Finnur Jónsson dóms- málaráðherra, sem er einn þeirra fáu, sem hreyft hefir því opin- berlega, hve aðbúnaður er ger- samlega óviðunandi, hefir skrif- að mjer eftirfarandi brjef um þessi mál: „Eftir komu mina frá Sviþjóð komst jeg svo að orði, í blaða- viðtali, að ríkisstjórnin hefði fal- ið lögreglunni að sjá um flutn- ing á flugfarþegum til og frá flugvellinum í Keflavík, þótt henni væri þetta óviðkomandi. Þetta hafði Morgunblaðið, að mig minnir, rjett eftir mjer, þeg- ar það birti viðtalið. Virtist mjer eðlilegast, að flugfjelögin önn- uðust farþegaflutninga að og frá flugvelli, eins og í innanlands flugi'*. • Sameiginlegur áhugi. „JAFNFRAMT ijet jeg í ljósi, og bað blaðamennina sjerstak- lega að minnast þess, að jeg teldi aðbúnað fyrir farþega á flugvellinum algerlega óviðun- andi. Með þessum ummælum vildi jeg vekja athygli stjórnar- valda, innlendra og erlendra, sem þessi mál heyra undir, á því, að hjer væri þörf bráðra úr- bóta og fá liðsinni blaðanna til að flýta nauðsynlegum fram- kvæmdum. Dagblöð bæjarins þrjú birtu þetta, en síðan hefir Morgunblaðið eitt haldið máii þessu vakandi og kann jeg þvi þakkir fyrir. Hinsvegar hefir tvisvar sinnum slæðst sú mein- lega villa inn í upplýsingar blaðs ins, að jeg hafi sagt, að mjer eða okkur Islendingum komi þetta óviðunandi ástand á fiug- vellinum ekkert við. Þetta hefi jeg ekki sagt. Mál þetta heyrir, svo sem kunnugt er, ekki undir mig. í rikisstjórninni, en því gerði jeg það að umtalsefni, að jeg hefi sama áhuga á að fá úr því bætt, og brjefritari Morg- unblaðsins sýnilega hefir. Finnur Jónsson". • Sameiginlegt átak. ÞAÐ ER SANNARLEGA gott að heyra, að dóms- og fjelags- máiaráðherra hefir áhuga fyrir þessu máli og leitt er, ef hann hefir verið hafður fyrir rangri sök, en hægt var að skilja, eins og ummæiin voru eftir hohum höfð, að valdamönnum hjer kæmi ekki við aðbúnaður nje flutningur farþega til og frá flugveili. Víðast er það svo erlendis, að flugfjelög hafa sína eigin bila og geta menn þess um leið og þeir kaupa miða til áfangastaðar, hvort þeir vilji flutning frá flug velli að gistihúsi, eða annað, og greiða þá fyrir það hæfilegt verð. Þannig ætti það og að vera hjer. Nú vil jeg leggja til, að ráð- herrann, þeir blaðamenn, sem áhuga hafa fyrir málinu og aðr- ir, taki saman höndum og reyni með sameiginlegu átaki að kippa þessu ófremdarástandi í lag. — Reisum veglega flugstöð, ekki aðeins við Keflavíkurvöllinn, heldur og hjer í Reykjavík. Það verður að gerast fyr eða siðar og er ekki eftir neinu að bíða. Hvar stöndum við, þegar Banda- ríkjamenn og Bretar fara? Það getur orðið hvaða dag sem er, samkvæmt samningum. • Kæruleysi. ÚTVARPSHLUSTENDUR eru orðnir svo vanir því, að frjettir sjeu ekki lesnar á auglýstum frjettatíma, að það þykir víst ekki neitt tiltökumál lengur, þó frjettalestur hefjist ekki fyr en nokkrum mínútum eftir 8 að kvöldinu og eftir hentugleikum um hádegið. En hitt er alveg óþolandi, þeg- ar auglýst hefir verið ákveðið tónverk eftir tilgreindan höfund, að þá skuli þegjandi, hljóðalaust og án afsakana verið leikið eitt- hvað alt annað. Þetta kom fyrir á dögunum. Búið var að auglýsa að leika verk eftir Back- hauser, en í stað þess koma hin- ir eilífu Straussvalsar, sern alt- af er gripið til í tíma og ótíma. Útvarpshlustendur verða að geta reitt sig á fyrirfram aug- lýsta dagskrá. Það getur verið, að fólk hafi af sjer einhverja aðra skemtun vegna þess, að það á von á einhverju í útvarpinu, sem það vill hlusta á, en svo er það gabb eitt. Hvað var t. d. með morguntónleikana á sunnudag- inn var? Stöðin virtist vera í gangi, en það voru bara engir tónleikar. Þetta er ekki hægt að liða. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Niemölíer taiar m nasisma NIEMÖLLER prestur hinn þýski, sem nú er einn af þeim Þjóðverjum, sem mestur gaum- ur er gefinn, og sem hefir að undanförnu tekið þátt í kirkju- fundi einum miklum, höldnum í Treysa, hefir varað bandamenn við því, að enginn geti ábyrgst, hvað muni gerast í Þýskalandi næstu tuttugu árin. Niemöller sagði, að hæfilegt lýðræðisform handa Þjóðverjum hefði ekki verið fundið enn. „Það er þörf gagngerðrar endurment- unar.....Við skulum gera alt, sem við getum. En enginn mað- ur getur sagt neitt með vissu um það, hvað mun gerast eftir tutt- ugu ár. Það voru ekki aðeins Þjóðverjar, sem aðhyltust skoð- anir nasismans. Sóttkveikja hans hefir dreifst um allan heim, og nú er alls ekki hægt að uppræta hana algerlega. Menn verða að gera sjer grein fyrir, að á fyrri árum sínum líktist nasisminn mest trú, — það verðyr aldrei útmáð úr sögunni. Aðalatriðið er að viðhafa varúðarráðstafanir og tæki til þess að koma í veg fyrir, að hann vaxi sig sterkan aftur. Unga fólkið hjer í Þýskalandi, sem hefir lifað síðustu mánuði styrjaldarinnar, losnar við nas- ismann vegna atburðanna sjálfra. Miklu erfiðara er vandamálið með stríðsfangana, sem halda sjer við nasismann vegna her- mannsheiðurs síns og vegna þess, að ekki er um annað að gera fyr- ir þá. Það verður að taka þá og endurmenta þá, þegar þeir koma heim til sín og sinna..... Lýðræðið hefir ekki sama svip nje grundvöll í öllum löndum. Þá mynd lýðræðis, sem Þjóðverj ar geta unað við, er ekki búið að skapa enn. Lýðræðisstjórnarskrá vor 1918 var ekki nægilega öfl- ug til þess að vernda þjóðina fyr- ir mönnum eins og Hitler. Þjóð- verjum þykir altaf æskilegra að vera stjórnað, en stjórna sjer sjálfir. Weimarlýðveldinu skjátl- aðist í því að taka upp lýð- ræðið eftir franskri fyrirmynd í stað breskrar eða amerískrar. Svo breyttist almenningsálitið svo skyndilega, að hver stjórnin fjell af annarri. Hafði engin þeirra tækifæri til þess að fest- ast í sessi, fyrr en Hitlersstjórn- in kom til sögunnar. — Þá lýsti Niemöller ástandi kirkjunnar á Þýskalandi, og sagði, að hún hefði komist til- tölulega vel úr baráttunni gegn ríkisvaldinu. Fyrst eftir að nas- istar komust til valda í Þýska- landi, telur Niemöller, að kirkj- unni hafi vaxið mjög fiskur um hrygg, en síðan aftur hrakað, vegna hinna stöðugu ofsókna ríkisvaldsins. Eitt af því, sem veldur kirkjunni í Þýskalandi mestum erfiðleikum nú, er sam- gönguleysið, ekki er hægt einu sinni að koma brjefum milli hinna ýmsu hjeraða. Þá hafa kirkjurnar því nær ekkert fje handa á milli, fjölmargir prestar hafa fallið í stríðinu, eða eru fangar einhversstaðar, margar kirkjur eru hrundar til grunna, sorg er í því nær hverri einustu fjölskyldu í landinu. Fólkið er andlega og líkamlega uppgefið. Verkefni þau, sem nú bíða kir kjunnar þýsku, eru bæði hvetj andi og hræðileg. Hundruð þús- unda af flóttamönnum eru í bæj um og þorpum, stórir hlutar mestu borganna liggja í rústum. Þeir, sem hafa sjeð eyðingu eftir sprengjur á Bretlandi, geta ekki gert sjer skemdirnar á Þýska- landi í hugarlund. Fjölmargt fólk veit ekki hið minsta um það, hvort ástvinir þeirra eru lífs eða liðnir. Þýskur hermaður sagði: „í síðasta stríði höfðum við þó altaf heimili og fjölskyldu að koma heim til. En nú ....“. — Margir af prestunum eiga^það sammerkt með öðrum, að þeir eru andlega og líkamlega upp- gefnir menn. Erfið.jeikar lífsins hafa ekki farið framhjá þeim, þeir hafa stór prestaköll, full af flóttamönnum, og þar sem best gengur engin farartæki, nema gömul og ljeleg reiðhjól, til þess að fara ferða sinna á. Yfirleitt er kirkjusókn góð í Þýskalandi. Fyrir þessu. fengust sannanir á ferðalagi, sem nýlega var farið um Schleswig-Holstein, Hamborg og Ruhrhjeraðið. Börnin og unga fólkið er vand meðfarið. Þeim hefir lítið verið kent í kristnum fræðum. Sums- staðar á hernámssvæði Breta hafa kosningar leitt í Ijós, að fólkið vill að prestar kenni krist in fræði í skólunum, en svo var ekki áður. Þótt illa líti út með unglingana milli 16 og 20 ára aldurs, eru kennimenn vongóðir með þá. Nas isminn hefir að vísu fest djúpar rætur í sálum þeirra, en prestar telja að takast megi að uppræta hann. Fólk á þessum aldri er þyrst í þekkingu, hungrar eftir Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.