Morgunblaðið - 19.10.1945, Síða 10

Morgunblaðið - 19.10.1945, Síða 10
10 iORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. okt. 1945 JÓNATAN SCRIVENER 'Sontsi Stríðsherrann á Mars ren^jaia^a Eftir Edgar Bice Burrougks. 47. Umhverfis landið eru á allar hliðar víðlendar auðnir og óbygðir, og þar sem utanríkisverslun þekkist varla á Mars, þar sem hver þjóð er sjálfri sjer nóg, þá var vit- neskja annarra þjóða um Kaol og þjóðhöfðingjann þar og hina fjölmennu þjóð hans frekar smávægileg. Vissulega hafa veiðimannaflokkar stundum komið til þessa afskekkta lands, en venjulega hafa Kaol-menn verið fjandsamlegir slíkum gestum og gengið af þeim dauðum, svo að jafnvel sú íþrótt að veiða hin einkennilegu villi- dýr, sem hafast við í frumskógunum umhverfis Kaol, hefir ekki verið nægilega lokkandi fyrir hina mestu æfin- týramenn. Jeg vissi nokkurnveginn að jeg myndi vera staddur rjett á landamærum Kaol, en í hvaða átt jeg átti að leita að Dejah Thoris, eða hve langt jeg þyrfti að fara inn í frumskógana, vissi jeg ekki hið minsta um. En þá var eitthvað annað um Woola. Varla hafði jeg leyst hann, þegar hann teygði trýnið upp í loftið og fór að rjáfa um við skógarjaðarinn. Skömmu síðar nam hann staðar og gáði hvort jeg kæmi á eftir, en lagði síðan af stað beint inn í skóginn í sömu átt og við höfðum haldið áður en Thurid skaut okkur niður. Og jeg lagði straks af stað á eftir hundinum. Inni í skóginum var svo að segja myrkur, Trjen voru ákaflega há, og lokuðu greinarnar dagsljósið úti að mestu. Það var auðskilið, hversvegna Kaol-menn þurftu ekki loftflota. Borgir þeirra, sem stóðu inni í þessum risaskóg- um, voru gjörsamlega ósýnilegar úr loftinu, og ekki var heldur hægt að lenda þarna loftförum, nema þá þeim allra smæstu, og það með mikilli áhættu. Hvernig þeir ætluðu sjer að lenda, Thurid og Mathai Shang ,var mjer hulin gáta, en seinna komst jeg að raun um að í hverri borg í Kaol gnæfir grannur varðturn upp yfir krónur trjánna, og eru Kaol-menn á verði í turni 54. dagur ■ Bifreið hans beið okkar fyrir utan. Bifreiðastjórinn hjálpaði okkur inn í bílinn og breiddi ofan á okkur teppi. Á leiðinni sagði Winkworth mjer, að hann væri í þann veginn að kaupa miklu dýrari og stærri bíl. — Þegar við nálguðumst Chisle- hurst, gerði hann sjer mikið far um að skýra fyrir mjer, að hann ætlaði innan skamms að kaupa stórt hús í auðkýfinga- hverfi inni í borginni. Hann gaf yfirleitt í skyn, að alt það sem hann ætti nú, væri aðeins til bráðabirgða, innan skamms myndi mikil breyting verða á högum hans. Hús hans var mjög viðkunn- anlegt. Það stóð spölkorn frá veginum, umkringt stórum garði, vel hirtum. Var blóma- beðunum raðað af jafn mikilli nákvæmni og hermönnum á her sýningu. Winkworth opnaði útidyrnar og kona hans birtist þegar í stað. Hún hefði ekki getað tek- ið innilegar á móti honum, þótt hann hefði verið að koma heim v'ir ferðalagi kringum hnöttinn. Hún snerist í kringum hann, tók hatt hans og frakka, spurði hann, hvernig heilsan væri, hvort hann hefði haft mikið að gera í dag, hegðaði sjer yfirleitt eins og manntetrið væri nýstað- inn upp úr alvarlegum tauga- sjúkdómi. Hún var sífellt að gjóta augunum til mín eins og til þess að gá að því, hvort jeg væri ekki á því hreina með, hve dásamlegur maður þetta væri. Þetta var þybbinn kvenmaður, fremur ósnyrtilegur, augun vot og vatnsblá, hreyfingar hennar fjörlegar og svipurinn mjög góð legur. Hún fylgdi okkur inn í dagt stofuna. Inniskór Winkworth stóðu við arineldinn. Kvöldblöð in lágu.á litlu borði, rjett hjá hægindastól hans. Stór blóma- vasi, með skrautlegum blómum, stóð á arinhillunni, við hliðina á mynd af honum. „Jeg vona það, herra Wrex- ham“, tók frú Winkworth til máls, og hallaði undir flatt og gaut augunum til mín. „Jeg vona, að þjer ætlið ekki að fara að ræða nein viðskifti við Walter. Hann hugsar aldrei um sjálfan sig — aldrei! Það eru altaf þessir hræðilegu skjólstæð ingar hans!“ „Ástin mín!“ hrópaði Wink- worth, eins og hann vildi setja ofan í við hana fyrir slíka ljett- úð í tali. „Þeir eru hræðilegir!“ svar- aði hún. „En þið karlmennirnir viljið nú fara ykkar eigin leið- ir“. Hún hjelt áfram að þvaðra stundarkorn, en síðan fór hún fram og skyldi okkur eina eft- ir. „Konurnar vilja nú líka fara sínar eigin leiðir, Wrexham — en ekki veit jeg, hvernig við færum að því að komast af án þeirra“. — Það eru til hús, sem mað- ur þarf ekki nema rjett að koma í, til þess að hafa á tilfinning- unni, að taaður sje uppi á ein- hverri annarri öld. Þegar jeg hafði dvalið fjórðung stundar á heimili Winkworth, var jeg orðinn því nær sannfærður um, að Viktoría drottning sæti að völdum og Búastríðið hefði ekki enn verið háð Það var aðeins kvöldverðurinn, sem eyðilagði alt saman. Jeg hafði búist við að við fengjum einfaldan, en nægan og góðan mat að borða. En því var ekki að heilsa. Það voru framreiddir margir rjettir, er voru ekki að sama skapi ljúf- fengir. Jeg komst að því, að frú Winkworth var ein þeirra kvenna, sem eru að vísu ekki sjaldgæft fyrirbæri í þessu landi, er reyna að samræma mikla sparsemi og mikinn í- burð. En það var ekki eingöngu henni að kenna. Winkworth var bersýnilega einn þeirra manna, sem ætla, að krónan endist fimm sinnum lengur til heim- ilisþarfa en nokkurs annars, og kona hans var fastráðin í því, að sýna fram á, að hann hefði rjett fyrir sjer. Til allrar ham- ingju áttu þau engin börn. En þótt maturinn væri ekkert lost- æti voru samræðurnar við borð ið æði fróðlegar — þótt Wink- worth talaði einn, megnið af tímanum. „Jeg hefi oft sagt konunni minni það, Wrexham, að það sjeu ekki störfin á skrifstofunni, sem þreyta mig. Það eru áhyggj urnar, sem ætla mig lifandi að drepa. Á hverjum einasta degi ræði jeg við marga menn, sem allir vilja fá mig til þess að gera það sama — græða fyrir sig peninga“. Hann lagði frá sjer hnífinn og gaffalinn, og horfði á mig, sorg- bitinn á svip. „Peninga! Á með- al viðskiftavina minna eru margar elstu fjölskyldur Eng- lands. Jeg er hreykinn af því. Þær vilja allar fá peninga, Wrexham. Skattarnir gera þeim ókleift að lifa samskonar lífi, og þær eiga að venjast, og þær ættu að lifa, að minni hyggju. Það er engin furða, þótt menn þessir reyni að koma fje sínu til Ameríku. Það er ekki að furða, þótt mörg sveitasetur standi nú auð. Jeg er ekki stjórnmálamaður, en ....“. Kona hans greip fram í fyrir honum: „O, herra Wrexham, bara ef Walter vildi bjóða sig fram til þings! Jeg er altaf að segja hon- um, að það sje skylda hans. — Hann gæti bjargað Englandi — jeg veit, að hann gæti það“. „Góða mín!“ Winkworth lyfti höndinni, eins og hann vildi bægja frá sjer freistingu. „Hann ætti að vera innanríkis ráðherra“, sagði kona hans þrá- kelknislega. „Jeg er altaf að segja honum það, en hann vill ekki hlusta á mig. Walter veit nákvæmlega hvað þarf til þess að reisa England við á ný. Þeg- ar jeg sit og hlusta á hann, segi jeg við sjálfa mig: „þetta ætti hann að segja í neðri málstof- unni“. „Góða mín — vertu ekki að þessu“, sagði Winkworth án sannfæringar. „Þetta er satt, Walter! Þú ætt ir að verða innanríkisráðherra. Síðan þuldi hún upp alla þá hæfileika, er maður hennar hefði til að bera og nauðsynleg- ir væru hverjum innanríkisráð- herra, að hennar hyggju. „Góður vinur minn“, sagði Winkworth hæversklega, þegar kona hans var þögnuð. „Góður vinur minn, sem gengdi mikils verðu embætti, meðan Baldwin var forsætisráðherra, sagði einu sinni við mig: „Winkworth — við þurfum að fá menn eins og þig á þing“. Og vitið þið, hverju jeg svaraði? Jeg sagði: „Skjól- stæðingar mínir segja við mig: við þurfum á mönnum eins og þjer að halda í Sacville Street!“ Þannig ætla jeg einnig að svara þjer, ástin mín. Það eru ekki altaf hæfileikarnir, sem ráða. Oft á tíðum verður maður að gera það, sem maður ætlar skyldu sína“. Þessu næst tók Winkworth að ræða utanríkismál af mikilli mælsku. Jeg gat ekki aðljþví gert, að jeg hafði á tilfinning- unni, að skrúfað hefði verið frá hátalara. En kona hans aft- ur á móti sat með hönd undir kinn, og hlýddi á hann í fjálgri andakt. Þegar við höfðum loks lokið við að snæða kvöldverðinn, sett umst við inn í dagstofuna og drukkum kaffi. Þegar er við vor um settst, leysti frú Winkworth frá skjóðunni, og skýrði ná- kvæmlega frá öllu því, er gerst hafði um daginn. Vinnukonan hjá Johnsen var farin veg allrar veraldar, frú Fitzjohn var ekki ennþá búin að eiga barnið. — Trout-hjónin voru búin að fá nýjan bíl, presturinn hafði mist af sjer hattinn úti á miðri götu, o. s. frv. Winkworth hlýddi með athygli á hana, og kinkaði ann- að veifið virðulega kolli. Klukk an tíu greip hann loks fram í fyrir henni og sagði: „Nú er klukkan orðin tíu, að jeg held“. Hún reis þegar á fætur og bauð góða nótt. „Nú skulum við koma inn í skrifstofu mína, Wrexham, og láta fara vel um okkur. — Jeg vona að jeg eigi eitthvað til þess að væta með kverkarnar“. Við gengum inn í skrifstof- una. Það var eins og herbergið yrði undrandi yfir komu okk- ar. Það var auðsjeð, að það var lítið notað ,og alt, sem þar var inni, ygldi sig framan í okkur. Jeg leit í bókahillurnar. — Þar voru flest hin sígildu verk heimsbókmenntanna í skraut- legu bandi. „Enginn maður unir sjer bet- ur í návist kvenfólksins en jeg, Wrexham“, tilkynnti Wink- worth. „En það er ýmislegt, sem væri órjettmætt að ræða í nær veru þess. Órjettmætt — það er einmitt rjetta orðið, Wrexham“. Fullkomin eiginkona: . . hefir altaf svo mikla reglu í klæðaskápnum, að hún geti lagt af stað í ferð kringum hnöttinn með hálftíma fyrir- vara. .. hlær að sömu fyndni mannsins í 10. sinn, sem hann segir hana. .. hefir ekkert á móti því að fá peninga til húshaldsins í smá skömmtum. .. veitir því enga athygli við hverjar maður hennar dansar. .. tekur altaf vel undir það, þegar maðurinn hringir heim og kveðst koma með 3—4 gesti í mat. .. tekur því einnig með mestu ró, þó hann hringi fimm mínútum áður en maturinn er tilbúinn og segist ætla að borða úti. .. spyr ekki í tíma og ótíma, hvort hann elski hana. .. lætur mann sinn aldrei verða þess varan, að hún hafi aðeins giftst honum til þess að eignast börn. . . getur drukkið þrjá „cock- taila“ án þess að fara að hlæja bjánalega og segja sömu söguna oft. .. ,á altaf skyrtuhnappa til þess að gefa manninum, þegar hann hefir týnt sínum. . . liggur í rúminu aðeins þeg ar hún er hættulega veik. .. biður hahn endilega um að liggja, þótt ekki gangi að hon- um nema smávægilegt kvef. . . segir hvert kvöld: „Ó, hvað þetta er skemmtilegt“, þegar hann er að leita í útvarp inu og finnur aðeins ómerkilegt garg. . . hefir fataskipti á 10 mín- útum, ef honum dettur allt í einu í hug að fara í bíó. . . fer ekki að gá að því, hvort hún hafi gleymt að vökva blóm- in, þegar maðurinn er kominn í yfirfrakkann og bíllinn biður. .. finst miklu betra að sitja í almennum sætum, en stúku, ef maðurinn hefir ’.eypt miða þar af sparnaðarráðstöfunum. .. hefir ekki orð á því, þótt daman, sem situr fyrir framan þau sje í ósiðsamlega flegnum kjól. Og hefir ekkert við það að athuga, þótt maður hennar dáist að þvi, hve fallegar axlir hún hefir. .. fer snemma að hátta, þeg- ar hann verður að vinna fram- eftir í skrifstofunni. .. fullvissar eiginmanninn um það á hverju kvöldi, þegar hann kyssir hana góða nótt, að hún áje hamingjusamasta kon- an undir sólinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.