Morgunblaðið - 19.10.1945, Síða 1

Morgunblaðið - 19.10.1945, Síða 1
Göring fremstur striðsglæpamanna I i I Aímenningsálit í Argentínu hallast á sveif með Pérón London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SVO VIRÐIST, sem almenningsálitið í Argentínu sje nú að hallást á sveif með Péron varaforseta, sem fyrir skömmu var r.eyddur til að segja af sjer og settur í hald. — í gærkvöldi til- kynti Farrel forseti nýja ríkisstjórn af svölum forsetahallarinnar cg var þá Péron allt í einu þar kominn með honum og var fagnað ákaflega, einkum af kvenþjóðinni. í stjórnma voru teknir margir af stuðningsmönnum Pérons. Uppþot og verkfall. Fylgjendur Pérons, en meðal þeirra er meiri hluti verka- manna, lýstu yfir allsherjar- verkfalli í Argentínu í dag í mótmælaskyni við það, að hann hefir verið í haldi. .Stöðvaðist vegna þess öll umferð í landinu og urðu miklir erfiðleikar af. Verkfallsmenn fóru 1 miklar hópgöngur um Buenos Ayres og æptu á Péron. í nótt sem leið urðu allmikil uppþot í Buenos Ayres og fleiri borgúm. Var sumstaðar beitt vjelbyssum, en manntjón varð ekki mikið. Voru þarna á ferð- inni fylgjendur Pérons og and- stæðingar hans, sem lenti víða saman. Ekkert hefir heyst um mann þann, síðustu daga, sem tók við embætti varaforseta af Péron. Ógrynni demanta finnast í Japan Tokio í gærkvöldi. BANDARÍKJAMENN hafa fundið ógrynni af demöntum í vörslum ríkisstofnunar nokk- urrar í Tokio. Voru demantarn ir geymdir í loftþjettum flösk- um í kjallara stofnunarinnar. Verðmæti þessara demanta nemur samtals 7.500 þúsundum sterlingspunda. — Ofangreind stdfnun var sett á laggirnar 1943, og hafði hún það hlut- verk með höndum að afla ým- issa hráefna utan japanska rík- isins.-Reuter. Tito sakaður um prestaofsókuir London í gærkvöldi. I DAG var lesin í útvarpi frá Vatikaninu skýrsla frá biskupi katólsku kirkjunnar í Júgó- slavíu. I skýrslu þessari er Tito marskálki borið það á brýn, að hann hafi haldið uppi ofsókn- um gegn prestum katólsku kirkjunnar í Júgóslavíu. Hafi hann látið setja fjölda presta í íangelsi, en síðan hafi margir þeirra verið líflátnir. — Reuter. Kl íslendingar sæmdir Fálka- orðunni FORSETI ÍSLANDS sæmdi nýlega eftirgreinda menn hinni íslensku fálkaörðu, samkvæmt tillögu orðunefndar: Geir Zöega, vegamálastjóra, sem unnið hefir af miklum dugnaði að bæta vegi iandsins og samgöngukerfi þess, stjörnu stórriddara hinnar *íslensku fálkaorðu. Ásgcir Sigurðsson, skipstjóra* Sigurjón Á. Ólafsson, fyi-v. al- þingismann, Friðrik V. Ólafs- son, sem hafa unnið mikið starf í þágu íslensku sjómannastjett- arinnar og þjóðarinnar. Marin- us E. Jessen, skólastjóra, sem unnið hefir mikið starf í þágu vjelstjórastjettar landsins. Frið finn Guðjónsson, leikara, sem um langan aldur hefir lagt veg- legan skerf til íslenski'ar leik- listar. P. L. Mogcnsen, lyfsala, sem um mörg ár hefir verið í þjónustu hins opinbera og hefir ávalt kappkostað að auka vin- áttu Dana og íslendinga. Áður- nefndir menn voru sæmdir stór riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þá hafa eftirgreindir menn verið sæmdir riddarakrossi hinn ar íslensku fálkaorðu: Árni Einarsson, kaupm. Benedikt Jónasson, verkfr. Jón Árnason, prentara. Hallgr. Jónsson, fv. skólastj. Einar Thorlacius, fv. prófast. Sigurður Gíslason, lögreglu- þjónn. Upphitunarbann afnumið. LONDON: Bannið við upphit un húsa á Bretlandi og Norður- írlandi hefir verið afnumið al- gerlega. Kolaframleiðsla Breta er að aukast. Rjettarhöld yfir 24 nasistaforingjum hafin London í gærkveldi. Einkaskeyti lil MbL frá Reuter. í MORGUN var í Berlín rjettur settur í máli 24 helstu for- vígismanna nasismans og um leið helstu stríðsglæpamannanna meðal þýsku þjóðarinnar. Alþjóðaherrjettur dæmir mál þeirra. I rjettinum var lagt fram ákæruskjal, 30 þúsund orð, sem Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hafa tekið saman. Mun það vera stærsta ákjæruskáal, sem nokkurn tíma hefir verið samið. Þar eru allir sakborningarnir ákærðir, bæði sameiginlega og hver í sinu lagi. Er ákæruskjalið hafði verið lagt fram, var sakborningum til- kynt, að þeir yrðu að hafa undirbúið vörn sína innan 30 daga. Verður þeim gefinn kostur á að fá sjer þýska verjendur. Rjettur verður síðan settur í Núrnberg einhvern tíma í næsta mánuði, og mun Lawrence, breskur dómari, hafa þar forsæti. HERMANN GÖRING er talinn fyrsti maður á lista stríðsglæpa manna. Hitler hefði hlotið þann sess, ef til hans hefði náðst. Politísk morð í Grikklandi Aþena í gærkvöldi. í OPINBERRI skýrslu, sem hjer hefir verið birt, segir, að tvær síðustu vikurnar í sept- ember síðastliðnum hafi 43 menn verið myrtir af póiitísk- um ástæðum. — Kommúnistar eru taldir sekir um 6 þeirra, þjóðernissinnar um 9, en glæpa menn úr ýmsum flokkum um 28. — Reuter. Engin ráðstefna hinna þriggja stóru í vændum Washington í gærkvöldi. Á BLAÐAMANNAFUNDI í dag sagði Truman forseti, að ekki hefði verið ráðgert, að hin ir þrír stóru kæmu saman á ráðstefnu til þess að lagfæra þau mistök, sem urðu á utan- ríkisráðherrafundinum í Lond- on. — Forsetinn sagðist aðeins hafa fengið eina orðsendingu frá Stalin, eftir að fundurinn var haldinn, og hefði þar ekk- ert verið vikið að þessum vandamálum. Bretar taka borgina Bandoeng á Java London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÚTVARPIÐ í Hilversum skýrir frá því, að í dag hafi breskar hersveitir verið að ná á sitt vald borginni Banoeng á Java, sem er aðalmiðstöð þjóðernissinna. Útvarpsstöð þjóðernissinna þar í borg heiir samt haldið áfram útsendingum í allan dag. — Ind- verskar hersveitir eru á leiðinni til borgarinnar Semarang, þar sem ofstækisfyllstu þjóðernissinnarnir hafast við. Ætla þær sjer að ná henni á sitt vald. Soekarno fús að semja. Abdul Kadir ofursti, sem er meðlimur í hollenska ráðuneyt inu, sem fer með mál nýlendn- anna í Austur-Indíum, segir, að dr. Soekarno, foringi þjóð- ernissinna á Java, sje reiðubú- inn að semja við hollensk stjórn völd. Kadir, sem sjálfur hefir rætt við dr. Soekarno um þessi mál, segir, að þjóðernissinnar vilji komast að svipuðum samn ingum við Hollendinga og Fil- ipseyingar gerðu við Banda- ríkjamenn. í viðræðum þessum sagðist dr. Soekarno ekkert ráða við hina ungu ofstæðis- menn í hópi þjóðernissinna. Vilja ekki hafa erlenda drottn- ingu. Dr. Hatt, annar leiðtogi þjóð- ernissinnaa, flutti í dag ræðu í útvarp. Komst hann meðal annars svo að orði: „Við verð- um að gera okkur það ljóst, að sú sjálfstjórn, sem Hollend- ingar munu bjóða okkur, er engan veginn eftirsóknarverð. Hvers vegna þurfum við að beygja knje fyrir erlendri drotn ingu? Við viljum ekki hafa neina hollenska drottningu. — t Javabúar vilja lýðræðisstjórn, sem samræmist frelsishugsjón- um þeirra, pólitískt og efnalegt lýðveldi". Ákæruskjalið. Efni ákæruskjalsins var ekki birt fyrr en í kvöld. Hefst það á ákærum á hendur öllum sak- borningunum sameiginlega. Eru þeir ákæröir fyrir að hafa unn ið að framgangi nasismans og bera þannig óbeint ábyrgð á stefnu þessari, sem setti sjer að markmiði heimsyfirráð og kynþáttaofsóknir. Stefnu, sem leiddi til heimsstyrjaldar, fjöldamorða af hálfu Þjóðverja og pyntinga á miljónum manna. Aðalákærurnar á hendur sak- borningunum sameiginlega eru í þrennu lagi: í fyrsta lagi eru þeir sakaðir um að háfa, ásamt öðrum, undirbúið árásarstríð með samningsrofum og öðru of- beldi. I öðru lagi um að hafa framið striðsglæpi á tímabilinu 1. sept. 1939—8. maí 1945, bæði í Þýskalandi og öllum öðrum löndum, þar sem Þjóðverjar voru við völd. I þriðja lagi um að hafa á tímabilinu fyrir 8. maí 1945 framið miskunnar- l'ausa glæpi í Þýskalandi, látið myrða og ofsækja miljónir manna. alla þá, sem ekki vildu í einu cg öllu fylgja helstefnu nasismans. Göring efstur á blaði. I skjalinu eru ákærur á hend ur Hitler, sem hann hefði orð- ið að svara fyrir, ef hann væri á lífi. En að honum frágengn- um er Göring efstur á blaði, þegar sá kafli skjalsins hefst, þar sem sakborningarnir eru ákærðir hver í sínu lagi. Ein aðalákæran á hendur Göring er sú, að hann beri ábyi'gð á pyntingunum i fangabúðum nasista. 5.700.000 Gyðingar „hurfu“. Þá koma Alfred Rosenberg, sem var forsætisráðherra Pól- lands og þess hluta Rússlands, sem Þjóðverjar náðu á sitt vald, Julius Streicher. ritstjóri Gyðingahatarablaðsins „Der Stúrmer“, og Robert Ley, yfir- Framh. á 2. aíðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.